Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 29
Öryggi borgaranna er eitt mikilvægasta málefni hvers samfélags. Við Íslendingar höfum verið mjög heppin þegar kemur að þessu. Vegna legu landsins höfum við lent utan hringiðu stríðsátaka þrátt fyrir hernaðarlega mikil- væga legu landsins á tímum. Það er okkur fjarlægt að hugsa til þess að hér geti ógnaratburðir á borð við hryðjuverk eða önnur átök átt sér stað. En málið er alls ekki svona einfalt. Aðstæður í heim- inum hafa breyst, og eðli þeirra ógna sem að samfélögum steðja er allt annað í dag en áður. Við erum fámenn þjóð í strjálbýlu landi og af því litast umræða um varn- ar- og öryggismál. Þegar kemur að alvöru hernað- arlegum vörnum lands- ins er ljóst að við verðum að treysta á samvinnu við þjóðir sem við treystum og starfa með bæði hvað varðar mann- afla og tækjabúnað. Sjálf getum við aldrei gert meira en að koma upp lágmarksviðbúnaði á þessu sviði. Sú staðreynd firrir okkur hins vegar ekki þeirri ábyrgð að tryggja með sem bestum hætti ör- yggi borgaranna. Það er léttvægt að tala bara um að við séum frið- elskandi þjóð sem engum vill illt. Það er ábyrgðarlaust tal. Það er óþolandi fyrir þessa um- ræðu hver endurtekin viðbrögð fulltrúa stjórnarandstöðunnar eru þegar málefnið ber á góma. Alveg sama hvaða hugmyndir dóms- málaráðherra hefur viðrað, alltaf er reynt að gera þær tortryggileg- ar. Reynt er að villa um fyrir al- menningi með upphlaupi og hás- temmdum yfirlýsingum. Það er alvarlegt mál og ábyrgðarlaust þegar stjórnmálaforingjar eyði- leggja umræðu með slíkum vinnu- brögðum. Það er líka til þess fall- ið að rýra öryggi borgaranna og hver vill bera ábyrgð á því? Hugmyndir Björns Bjarnasonar um varalið lögreglu hafa fengið stöðluð viðbrögð stjórnarandstöð- unnar. Hugmynd þessi þóknast aftur á móti þeim sem til málanna þekkja og hefur verið í umræð- unni í nokkurn tíma. Við stærri atburði, s.s. mikilvæga fundi, samkomur og aðra atburði hefur gjarnan verið leitað til björgun- arsveitafólks til að sinna gæslu- störfum. Við sem á þeim vettvangi störfum fögnum þessum hug- myndum því oft höfum við meira af vilja en mætti liðsinnt lögreglu í þessum verkefnum. En þjálfun okkar og búnaður miðar allur að því að leita að og bjarga fólki og verðmætum. Við erum því ekki í stakk búin til að sinna þessu verk- efni sem skyldi. Oft hafa félagar innan okkar raða gert við það athugasemdir að ekki sé staðið betur að skipulagi þessara mála. Við fögnum því hugmynd- um ráðherra og ég er þess fullviss að margt af okkar góða björgunar- fólki verður tilbúið til að taka þessa þjálfun og sinna verkefnum sem starfinu fylgja. Þannig getur þetta orðið til að efla enn frekar samstarf björgunarsveita og lögreglu. Það er lágmarkskrafa til þingmanna sem tjá sig um þetta málefni að þeir kynni sér málið en fari ekki fram með það að markmiði að rugla fólk. Slík vinnubrögð geta staðið góðum málum fyrir þrifum. Höfundur er framkvæmdastjóri Landsbjargar. Björgunarsveitir sem varalið lögreglu Orðræðurstjórnmála- manna eru mis- jafnar og jem- inn hve mörg- um fer betur að þegja. Inn- flytjendamálin eru ágætt dæmi um þetta en þar karpa stjórn- málamenn um vond þjóðerni, góð þjóðerni, kyn- þáttahatara og nasista. Fyrir al- menning er útkoman hryggileg, upplýsingin engin og betur heima setið. En um hvað snýst allt þetta havarí, þ.e. hvernig er innflytj- endamálum eiginlega háttað hér á landi? Af hverju upplýsa stjórn- málamenn ekki fólk um stöðuna í stað þess að kalla hver annan ónöfnum? Í dag geta allir sótt um dvalarleyfi á Íslandi. Fólk frá EES- löndunum og á Schengen-svæðinu nýtur sérstakra milliríkjasamn- inga en öllum umsækjendum er skylt að framvísa skilríkjum, sakavottorði, heilbrigðisvottorði, hjúskaparvottorði, framfærslu- tryggingu og sjúkratryggingu. Út- lendingastofnun fer svo yfir um- sóknirnar og metur. Málið er því í raun ekki svo flókið þótt deila megi um hvort herða skuli útlend- ingalöggjöfina eða rýmka. Í ljósi fyrirliggjandi laga er aftur á móti erfiðara að finna ummælum þing- manna stoð, sérlega þeirra um heilbrigðisskoðanir útlendinga. Er eitthvað rangt við að heilbrigð- isskoða fólk? Er það mannfyrir- litning að skanna þá fyrir berkl- um sem koma þaðan þar sem sjúkdómurinn er landlægur? Er það mismunun að bólusetja einn sem ætlar til Afríku en ekki hinn sem ætlar til Englands? Við erum á vaktinni með fugla, hvers vegna þá ekki menn? Heilbrigðisskoðun er einfaldlega skynsöm og nauð- synleg, hún þjónar öllum hlutað- eigandi og tengist ekki kynþátta- hatri. Undangengin umræða um þetta atriði er niðurfelling heil- brigðrar skynsemi og áhyggju- efni að hún skuli eiga sér stað, m.a. á sjálfu alþingi. Umræðan um innflytjenda- mál á aðeins að snúast um tvennt: Okkur sjálf, þ.e. hvort við höfum ástæðu til að stíga varlegar til jarðar en fjölmennari þjóðir og hins vegar um innflytjendurna, að þeim séu tryggð lögbundin lágmarksréttindi og málkennsla. Bæði atriðin þarf að ræða en að kalla málshefjendur mannhatara og rasista er frábiðjandi. Svoleið- is orðagjálfur hefur enga þýðingu nema kannski á sparkvelli stjórn- málanna þar sem bitist er um fylgið. Fjölþjóðasamfélög fram- tíðarinnar er óþarft að hræðast en þróunarhraði þeirra getur skipt sköpum um ágætið. Að þessu og engu öðru ættu stjórnmálamenn að hyggja. Höfundur er heilbrigðisstarfs- maður. Heilbrigðis- skoðun Nýja snilldarplatan með Sverri Stormsker ð af nýju plötu Sverris Stormskers, “There Is Only One” eins og sjá má af eftirfarandi umsögnum: Rúnar Júlíusson, tónlistarmaður: “Alveg einstaklega frábær diskur hjá Stormsker, stórstígar framfarir í laga- og textagerð, söngur í splunku nýjum hæðum, utningur í alla staði.” Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari: “Þessi plata kom mér verulega á óvart. Ég vissi ekki að Stormsker ætti þetta til og ég var eiginlega búinn að gleyma hvað hann er góður lagasmiður.” Einar Bárðarson, umboðsmaður: “Tímamóta!” KK, tónlistarmaður: “Sverrir Stormsker, melody maker af Guðs náð.” Magni Ásgeirsson, söngvari: “There Is Only One er falleg og angurvær plata frá einum skemmtilegasta tónlistarmanni þjóðarinnar. Söngvararnir ná nýjum hæðum í eiginlegri merkingu, lögin eru allt í senn hnyttin, smekklega útsett, vel samin og grípandi, - skyldueign í safnið.” Gunnar Þórðarson, tónskáld: “Stormsker er einn sá albesti.” Arnar Eggert Thoroddsen gagnr. Mbl: “Ferill Sverris Stormskers í íslenskri dægurlagatónlist er algerlega einstakur. Hann nýtur hylli lega utan við alla strauma og stefnur, utangarðsmaður með hreina náðargáfu hvað laga- og textagerð varðar leiki sannast svo um munar á There Is Only One, angurværri og sorgbitinni plötu þar sem á takast fegurð og fallvaltleiki, vonleysi og von. Hið ótrúlega næmi sem Sverrir hefur fyrir melódíu hefur aldreið verið jafn augljóst og hér.” Þorsteinn Eggertsson, textahöfundur: “Ég er á því að á þessari nýju plötu Stormskers eru mörg þau bestu lög sem hafa verið samin á Íslandi í heila öld, enda samin af persónulegasta, fjölhæfasta og besta tónskáldi landsins. Auk þess er söngur Sverris ótrúlega einlægur og söngur hinnar asísku Myru er líklegast sá magnaðasti sem he . Þessi plata er einfaldlega hrein og tær snilld. Algjört regin hneyksli að hún skuli ekki vera spiluð á Rás 2.” n er út í takmörkuðu upplagi hér á Íslandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.