Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 31
[Hlutabréf] Dieter Zetsche, forstjóri bílaframleiðandans Daim- lerChrysler hefur stað- fest að fyrirtækið hafi rætt við nokkra aðila um sölu á Chrysler-hluta fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Nákvæm- ar tölur um verðið á Chrysler liggja ekki fyrir en talið er að það verði nálægt fimm til níu milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði um 300 til 600 millj- arða íslenskra króna. Hugsanlegir kaupendur hafa ekki verið nafngreind- ir en fjárfestingasjóðurinn Cerberus Capital Manage- ment hefur verið nefndur á nafn eftir að fulltrúar sjóðs- ins gerðu sér ferð til höfuð- stöðva Chrysler í Bandaríkj- unum á dögunum til að rýna í bækur félagsins. Auk þess hafa nöfn bandaríska bíla- risans General Motors, fjár- festingasjóðsins Blackstone og kanadíska fyrirtækisins Magna International borið á góma. Chrysler-hluti fyrirtækis- ins skilaði 1,5 milljarða dala, tæplega 100 milljarða króna, tapi á síðasta ári og hefur verið þrýstingur á Daimler- Chrysler að það losi sig við fyrirtækið. Chrysler hefur líkt og aðrir bandarískir bílaframleiðend- ur gripið til nokkurra hag- ræðingaaðgerða til að snúa rekstrinum við, meðal ann- ars með uppsögnum á 13.000 starfsmönnum og lokun tveggja verksmiðja. Tilboð sagt væntanlegt í Chrysler Sala á bifreiðum dróst talsvert saman hjá risunum á bandaríska bílamarkaðnum í mars miðað við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn var langmestur hjá Ford, eða 12,4 prósent. Á sama tíma varð aukn- ing á sölu japanskra bíla vest- anhafs. Toyota, sem stefnir á að verða umsvifamesti bílaframleið- andi í heimi á árinu, seldi 7,7 pró- sent fleiri bíla í mars en á sama tíma í fyrra. Næst mesti samdrátturinn var hjá General Motors, eða 7,7 pró- sent. DaimlerChrysler fylgir svo á eftir með samdrátt upp á 4,6 pró- sent. Helsta ástæðan fyrir sam- drættinum er minni kaup bíla- leiga í Bandaríkjunum á nýjum bílum auk þess sem hið opinbera hefur haldið að sér höndum í inn- kaupum. Bílarisarnir fá skell á ný Seðlabanki Indlands ákvað í síð- ustu viku að hækka stýrivexti um 25 punkta í 7,75 prósent. Þetta er í annað sinn á árinu sem bankinn hækkar stýrivexti í þeim tilgangi að halda aftur af verðbólgu. Ákvörðunin kom greinendum á óvart en þeir gerðu ekki ráð fyrir að bankinn myndi hækka vextina fyrr en síðar í þessum mánuði í fyrsta lagi. Í rökstuðningi bankastjórnar- innar segir meðal annars að hækk- unin þyki nauðsynleg til að sýna að bankinn líti á verðbólguþróun- ina mjög alvarlegum augum. Verðbólga mælist nú 6,46 pró- sent á Indlandi en það er nokkuð yfir 5,5 prósenta efri verðbólgu- markmiðum seðlabankans. Breska ríkisútvarpið bendir á að hagvöxtur mælist nú níu pró- sent, sem er sambærilegt við hag- vöxt síðasta árs. Góðu fréttirnar séu þær, að sögn BBC, að kaup- máttur millistéttarinnar hafi auk- ist vegna þessa. Slæmu fréttirnar séu hins vegar þær að vöruverð hafi hækkað og komi það hart niður á lægri og fátækari stéttum í landinu Beita sér gegn verðbólgu • Innkaupakort VISA er ókeypis kreditkort. • Ekkert stofngjald, árgjald eða seðilgjald. • Kortið er ætlað í rekstrarinnkaup og kemur í stað beiðna- og reikningsviðskipta. • Lengri greiðslufrestur. INNKAUPAKORT VISA Nýr dagur – ný tækifæri Hægt er að sækja um Innkaupakort VISA á www.visa.is og hjá öllum bönkum og sparisjóðum. Nánari upplýsingar í síma 525-2280 Verkstæðið 10 ára. Úttektartímabil Innkaupakorts er almanaksmánuður og gjalddagi reiknings 25. næsta mánaðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.