Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 34
Í ljósi síðasta pistils míns, um kurteisi og ókurteisi afgreiðslu- fólks, finnst mér ekki úr vegi að kafa aðeins ofan í eigin reynslu af þjónustustörfum. Á þjónaferli mínum hef ég gengið í gegnum þolraunir á borð við að vera læst inni í útigeymslu, fá bjórkút í andlitið (innihaldið, nóta bene) og vera beðin lengst- ra, og ljótastra, orða að pilla mig til Kólumbíu þar sem eiturlyfjahyski eins og ég ætti heima. Fyrsta næturvaktin mín á barn- um sem varð sú síðasta á ferils- skrá minni komst á spjöld sögunn- ar fyrir tilþrif mín í samræðum við síðhærðan Norðmann. Lokkaprúði maðurinn var svo heillaður af framtakssemi minni á bak við barinn að hann hreinlega lá fram á borðið. Ég laut fram til að bjóða honum fagmannlega að- stoð mína og átti við hann orðastað sem ég skildi lítið af. Sökum tregðu minnar laut hann enn lengra yfir borðið, með þeim afleiðingum að mittissítt hárið lagðist ofan í kerti á borðinu, og breyttist fyrirvaralaust í eldhnött. Hversu mikið hársprey maðurinn hefur notað veit ég ekki, en hitt er víst að haddurinn fuðraði upp með látum. Maðurinn lokka- prúði gerði sér þó lítið fyrir, reytti af sér sviðið hárið og bað mig vin- samlega að henda því fyrir sig. Því næst setti hann afganginn, sem nú var um hálfur haus, í tagl og hélt út á dansgólfið. Sjálf stóð ég enn með sviðna lokkana í höndunum þegar öryggisverðirnir komu á staðinn vegna hávaða í brunavarnarkerf- inu. Ég uppskar ekki mikinn skiln- ing þegar ég reyndi að útskýra hver eldsupptökin væru. Af Norðmanninum hefur ekki spurst síðan, en hann var bara sá fyrsti af þeim ólíkindatólum sem ég átti eftir að kynnast. Enn sem komið er hefur ekkert annað starf mitt leitt mig á vit jafnskemmti- legra ævintýra. Eins hef ég hvergi fyrirhitt jafn mikla leiðindapúka og á þessum umrædda stað. Kurteist afgreiðslufólk er möst, en það þarf líka að vera kurteis við afgreiðslu- fólk. Það lendir í ólýsanlegustu hremmingum á hverjum degi. Spænir og hör færðu í Húsasmiðjunni Ögurhvarfi* Hey! ásamt úrvali af öðrum vörum fyrir hestamanninn * Hestavörur fást einnig í völdum verslunum um land allt 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.