Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 36
Kl. 13.00 Myndlistarmennirnir Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Guðrún Benónýs- dóttir sýna í Nýlistasafninu við Laugaveg. Á sýningunni Fata Morg- ana eru innsetningar eftir báðar listakonurnar. Sýningin er opin milli kl. 13-17. Hljómdiskurinn ROMM TOMM TOMM vakti verðskuldaða at- hygli í fyrra en þar leikur lat- ínsveit Tómasar R. Einarsson- ar tónsmíðar höfuðpaurs síns af stakri prýði. Nú berast fregnir af því að ís- lenskir og erlendir raftónlist- armenn og plötusnúðar hygg- ist endurhljóðblanda lög af lat- índiskum Tómasar. Auk ROMM TOMM TOMM hefur Tómas gefið út tvær aðrar latíndjassplötur en sú nýjasta er raunar fjórtánda platan sem geymir tónsmíðar Tómasar enda hefur hann starf- að sem kontrabassaleikari og djasstónskáld um árabil. Meðal þeirra listamanna sem orðaðir eru við þessa latnesku blöndun eru félagar úr hljómsveitunum Gus Gus og Trabant en verkið er væntanlegt í hillur verslana með haustinu. Latínsveitin sjálf heldur hins vegar tónleika á Café Rósenberg í Lækjargötu í kvöld og leik- ur þar velvalda tóna af ROMM TOMM TOMM. Auk bassaleikar- ans Tómasar skipa sveitina Kjart- an Hákonarson trompet, Óskar Guðjónsson saxófón, Samúel J. Samúelsson básúnu, Ómar Guð- jónsson gítar og Matthías M.D. Hemstock trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Sveifla í blandara Það er fríspilið sem ræður ríkjum á Fríkirkjuveginum í kvöld en þar mun þýski blásarinn Axel Dörn- er koma fram í tónleikaröð sem kennd er við hinn séríslenska rétt kokteilsósu. Það er þýski trompetleikarinn Axel Dörner sem treður upp á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykja- vík, en hann er í fremstu víglínu spunatónlistarmanna og hefur vakið heimsathygli fyrir nýstár- lega og frumlega nálgun á hljóð- færi sitt. Hann fékk nýverið hin virtu tónlistarverðlaun SWR út- varpsins í Þýskalandi. Hann hefur komið fram með fjölda lista- manna, svo sem Keith Rowe, Tom Cora, Mats Gustavsson, Alexand- er von Slippenbach, Ken Vander- mark og Kevin Drumm. Axel býr í Berlín en leikur jöfnum hönd- um í Norður- og Suður Ameríku, Ástralíu og Japan, ásamt Evrópu. Spunalistin er aftur að ryðja sér til rúms í tónlistarlífi borg- arinnar eftir nokkra fjarveru en það þykir mikill hugur í spuna- mönnum sem treysta sér til að troða upp einir. Axel ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og mun koma fram einn síns liðs, nokkuð sem ekki er á færi allra trompetleikara. Tónmál hans og spilatækni þykja einstök, en hann reiðir sig á aðferðir sem eru gjarnan sjálfsprottnar og óvenju- legar. Koma hans til Íslands er mikill fengur fyrir unnendur framsækinnar tónlistar sem og djassáhugamenn, segir í fréttatil- kynningu Kokteilsósunnar. Á tónleikunum kemur einnig fram Nýlókórinn sem flytur þrjú glæný tónverk eftir þá Áka Ás- geirsson, Pál Ivan Pálsson og Þor- kel Atlason. Nýlókórinn mun vera einn sveigjanlegasti og frumleg- asti kór landsins og auk þess að nota röddina til hins ýtrasta munu kórmeðlimir meðal annars leika á dómaraflautur og tannbursta. Tónleikarnir eru liður í tón- leikasyrpunni Kokteilsósa en í þeirri röð hafa margir tónleik- ar framsækinna tónlistarmanna á borð við Fred Frith, Hestbak, Andrew D’Angelo og Noah Phill- ips farið fram. Forsala aðgöngumiða er á www. midi.is og svo við innganginn. Blásið í kirkjunni Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason Strandgata 50, Hafnarfirði. Miðasala í síma 555 2222 og á www.midi.is Frumsýning 16.mars föstudagur kl. 20:00 22.mars fimmtud. 2.sýn kl. 20:00 23.mars föstud. 3.sýn kl. 20:00 24.mars laugard. 4.sýn kl. 20:00 „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is Norræna húsið og sænska sendiráðið efna til málþings og pallborðsumræðna í tilefni aldarafmælis Astrid Lindgren “Réttur barna til foreldra” Norræna húsið fimmtudag 12. april kl 14:00 Dagskrá og frummælendur Inngangsorð: Madeleine Ströje Wilkens sendiherra Svíþjóðar Frummælendur: Frú Vigdís Finnbogadóttir Lena Nyberg umboðsmaður barna í Svíþjóð Ingibjörg Rafnar umboðsmaður barna á Íslandi Kaffihlé Vigdís Erlendsdóttir forstöðumaður Barnahúss Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur Pallborðsumræður: Lena Nyberg, Ingibjörg Rafnar, Vigdís Erlendsdóttir, Madeleine Ströje Wilkens og Kristín Helga Gunnarsdóttir. Fundarstjóri: Valgeir Guðjónsson Léttar veitingar að fundi loknum Enginn aðgangseyrir Astrid Lindgren

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.