Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 37
Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og bandaríski píanóleikarinn John Robilette leika á Tíbrár-tónleikum í Salnum í kvöld. Samstarf þeirra tveggja kom til af því að Robilette hreifst af leik Hallfríðar á einleikstónleikum sem hún hélt í Washington á fyrra ári og lýsti miklum áhuga á að leika með henni. Frönsk tónlist var efst á óskalistanum, bæði hin fræga Poul- enc-sónata og Fantasían eftir Fauré, en þó sérstaklega hin safaríka són- ata Césars Franck, sem upphaf- lega er samin fyrir fiðlu, en er ekki síður vinsæl á efnisskrá flautuleik- ara. Auk þessara verka leikur John Robilette píanóverk eftir Ignace Jan Paderewski, Chopin og Saint- Saëns og Hallfríður leikur Passa- cagliu eftir Ernst von Dohnanyi, sannkallað virtúósastykki fyrir einleiksflautu. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Franskir tónar Fjórar söngkonur leggjast á eitt og efna til flugelda- sýningar í kjallaranum í Þingholtsstræti 5 í kvöld. Þær Margrét Eir, Hera Björk, Regína Ósk og Heiða Ólafs- dóttir eru ekki aðeins systur í faginu, allar menntaðar söngkonur og starfandi sem slíkar, heldur eru þær einn- ig góðar vinkonur sem lengi hefur dreymt um að troða upp saman. Draumur sá verður að veruleika í kvöld og munu dívurnar flytja sín hjartans lög með sínum hætti. „Þetta verður svolítið rokk og ról, svona stór lög í bland við þau litlu – sem verða náttúrlega stór þegar við flytjum þau,“ segir Margrét Eir sposk. Þannig munu þær, með liðsinni hins marghæfa tónlistarmanns Karls Olgeirssonar, gefa gömlum poppsmellum nýtt líf og má vera að þær sýni hinum útspiluðu Kryddpíum hvar Davíð keypti ölið. Það verða því dramatískir dúettar, stjörnusóló og fag- mannlegur fjórsöngur á Domo í kvöld. Dívurnar á Domo í kvöld 8 9 10 11 12 13 14 66,8% 35,3% 34,7% Aldurshópurinn 18–49. Könnun Capacent mars 2007 – Mest lesið 10% 20% 30% 40% 50% 60% Auglýsendur athugið. Nýjasta lestrarkönnun Capacent sýnir að bilið milli Frétta- blaðsins og annarra dagblaða eykst svo um munar. Við erum bæði þakklát og stolt og bendum auglýsendum á að notfæra sér þessa vitneskju þegar þeir ákveða hvar auglýsingu þeirra er best borgið. Fréttablaðið eykur forskotið F í t o n / S Í A Þjóðin veit hvað hún vill

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.