Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.04.2007, Blaðsíða 38
Vegur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður eykst ár frá ári. Fjöldi tónlistar- manna tók þátt í hátíðar- höldunum í ár, og enn fleiri nutu tónleikanna sem engan endi ætluðu að taka. Stuð á Aldrei fór ég suður Það eru ekki bara félag- arnir Leonardo DiCaprio og ísbjarnarunginn Knútur sem sýna umhverfismálum mikinn áhuga. Fyrirhugað er að halda sjö stórtónleika í jafnmörgum borgum þann 7. júlí undir nafninu Live Earth þar sem margar af helstu stórstjörnum tónlist- arheimsins troða upp. Fréttavefur BBC greinir frá þessu en meðal þeirra sem munu koma fram á hinum glæsilega og ný- vígða Wembley-leikvangi verða Madonna, Genesis, Red Hot Chilli Peppers og Duran Duran. Tón- leikarnir í Bandaríkjunum verða síðan í New Jersey þar sem felli- bylurinn Katrína reið yfir en að mati sumra var styrkur Katrínu til marks um miklar loftslagsbreyt- ingar sem ættu sér stað í heimin- um. Þar munu sveitir á borð við The Police, Kanye West og Bon Jovi troða upp auk The Smashing Pumpkins. Samkvæmt BBC á enn eftir að tilkynna um fleiri tónlist- armenn sem ætla að koma fram en tónleikarnir verða sýndir beint út um allan heim. Fyrrum varaforseti Bandaríkj- anna, Al Gore, er einn þeirra sem koma að skipulagningu tónleik- anna og sagðist hann vonast til að tónleikarnir myndu draga að yfir milljarð áhorfenda. „Við trúum því að Live Earth muni verða upp- hafið að alheimsbaráttu þar sem sameinaðir jarðarbúar munu berj- ast gegn loftslagsbreytingum,“ lýsti Gore yfir en kvikmynd hans um loftslagsbreytingar, An Incon- venient Truth, hefur farið sigur- för um heiminn. Keppendur í þriðju árlegu keppninni um Dúllu ársins eru margbreytilegir. Á meðal þeirra má til dæmis finna lögregluhundinn Bassa, Mah- moud Ahmadinejad, forseta Írans, Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, kar- akterinn Random Þorláksson og Konráð Jónsson, skapara keppninnar sjálfrar. Keppnin hóf göngu sína árið 2005 sem nokkurs konar brandari, að sögn Kon- ráðs. „Ég birti lista yfir átta manns sem áttu það sameiginlegt að vera ekki þekktir fyrir sérstakan dúllu- leika, svona í hefðbundnum skiln- ingi þess orðs. Hugtakið verður mun víð- tækara í þessari keppni,“ útskýrði Konráð. Eftir útslátt- arkeppni á milli para stóð Þórarinn V. Þór- arinsson uppi sem sig- urvegari. Í fyrra hlaut hins vegar ný- fædd bróðurdóttir Konráðs, Matthild- ur Elín Gunnlaugs- dóttir, titilinn eft- irsótta, þó að annar keppandi hefði hlot- ið flest atkvæða. „Það var Random Þorláks- son. Hann er mjög vinsæll karakter, settur saman úr Sigga Sigurjóns, Randveri Þorlákssyni og Júlíusi Brjánssyni,“ sagði Konráð. Keppnin í ár er með sama sniði og í fyrra, þegar Konráð tók á móti til- nefningum frá lesendum. „Það var ekki ég sem tilnefndi mig,“ sagði hann sposkur. „Á páskadag setti ég af stað kosningu um hverj- ir komast í útsláttarkeppnina. Svo set ég þrjátíu og tveggja dúllna úrslit af stað von bráð- ar,“ sagði Konráð. Lista yfir tilnefnda má finna á slóðinni blogg.kj.is/dullan, og er hverj- um sem er velkomið að kjósa. Fjölbreyttar tilnefningar í Dúllu ársins Elizabeth Hurley og nýbakaður eiginmaður hennar, Arun Nayer, eru í ónáð hjá foreldrum Nayers. Í viðtali við blaðið Mirror segja for- eldrar hans að þeim þyki hjóna- kornin hafa komið illa fram við sig. „Mér finnst að Liz og Arun hafi hegðað sér svívirðilega,“ sagði faðir Arun. Þau hafi lagt meiri áherslu á að monta sig af ríkidæmi sínu í brúðkaupsveislunum, en á fjölskylduna. Vinod Nayer segir son sinn og Hurley hafa látið þeim hjónum líða eins og hornrekum og þau hafi fyrir vikið ekki samskipti við þau lengur. Hurley og Nayer héldu veislur bæði í Englandi og á Indlandi. Á gestalistanum voru stjörnur á borð við Elton John, Tom Ford og Elle McPherson. Í ónáð hjá tengdafólki *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum.Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu. Leik lýkur 21. apríl 2007. ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!GEGGJAÐIRAUKA-VINNINGAR! SMSLEIKUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.