Fréttablaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 12
 Íslenska fiskveiðistjórn- unarkerfið kemur í veg fyrir of- veiði helstu nytjastofna sjávar, að því er fram kemur í nýjasta hefti hins virta tímarits National Geographic. Í ítarlegri úttekt tímaritsins um ástand fiskistofna í heiminum eru fiskimið Íslands til- tekin sem undantekning frá bágri stöðu helstu fiskimiða heims þar sem fiskgengd sé aðeins brot af því sem áður var. „Heimshöfin eru aðeins skugg- inn af því sem áður var. Með fáum undantekningum, til dæmis vel heppnuðum fiskveiðistjórn- unum í Alaska, á Íslandi og Nýja- Sjálandi, er fiskgengd aðeins brot af því sem var fyrir um öld síðan“, segir í grein National Geographic þar sem álits er leitað hjá fjölda sérfræðinga auk manna sem koma að veiðum og rannsóknum á margvíslegum sviðum. Ástæð- an fyrir góðu ástandi íslenskra fiskistofna er sögð vera tak- mörkun á fjölda þeirra skipa sem leyft er að veiða á hverjum tíma. Meginástæða ofveiði sé of mörg skip, sem stundi veiðar á ofveidd- um fiskistofnum. Framtíðarsýnin sem dregin er upp í greininni er dökk og þar er kallað eftir hugarfarsbreytingu í heiminum. Þar segir að lausnin á ofveiði felist ekki í lagasetningu heldur því að heimsbyggðin taki að líta á dýrastofna sjávar sömu augum og landdýr sem eru í hættu vegna veiða. Veiðar Íslands til fyrirmyndar Alls voru tuttugu og þrír ökumenn teknir fyrir ölvun við akstur á höfuðborgar- svæðinu yfir páskahátíðina. Þar af voru fimmtán teknir í Reykja- vík. Um var að ræða tuttugu karl- menn og þrjár konur og voru níu af körlunum á aldrinum sautján til nítján ára. Þá voru tveir öku- menn handteknir fyrir að aka undir áhrifum lyfja, 22 ára gömul kona og 24 ára gamall karlmaður. Konan hafði keyrt á ljósastaur áður en hún var tekin og stórskemmt bifreið sína. Hún slapp með smávægileg meiðsl. Tuttugu og þrír teknir ölvaðir 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI „Það er mitt mat að Hæstiréttur hafi gengið of langt með dómi sínum í þessu máli [olíumálinu],“ sagði Eiríkur Tóm- asson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, á hádegisfundi lagadeildar Háskóla Íslands í Lög- bergi í gær. Þar fluttu Eiríkur og Róbert Ragnar Spanó erindi um dóm Hæstaréttar í máli ákæru- valdsins í málinu gegn forstjórum olíufélaganna á árunum 1993 til og með meirihluta árs 2001; Kristni Björnssyni, Geir Magnússyni og Einari Benediktssyni. Á umræddu tímabili höfðu forstjórarnir með sér óumdeilt samráð um verðlagn- ingu á ýmsum vörum, auk þess að leggja á ráðin um stórfellda mark- aðsskiptingu. Eiríkur ræddi um dóminn út frá því hvort niðurstaða Hæstaréttar væri í samræmi við meginregluna um réttláta málsmeðferð í skiln- ingi Mannréttindasáttmála Evr- ópu. Hæstiréttur komst að því að málsmeðferðin hefði ekki verið réttlát og var málinu meðal ann- ars vísað frá á þeirri forsendu. Róbert Ragnar einblíndi hins vegar á hvaða ályktanir mætti draga af dómnum, um kröfur til skýrleika refsiheimilda. Dómur Hæstaréttar bygg- ist meðal annars á því að Krist- inn, Geir og Einar hafi ekki notið réttinda sakborninga lögum sam- kvæmt, er þeir létu starfsmenn samkeppnisyfirvalda fá upplýsing- ar sem rannsókn lögreglu byggði síðan á að stórum hluta. Þetta taldi Hæstiréttur fara gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans. Eiríkur taldi það ekki ljóst og vildi meina að skynsamlegast hefði verið að senda málið aftur í hérað til efnislegrar meðferðar. „Ábyrgðin liggur öðru fremur hjá 63 einstaklingum við Austur- völl,“ sagði Róbert Ragnar í máli sínu og vitnaði til þess að löggjaf- inn, það er Alþingi, hefði ekki staðið nógu vel að því að skapa lagaramma sem byggjandi væri á í málum sem þessum. Róbert Ragnar færði rök fyrir því, líkt hann hefur áður gert í grein, að ekki væri skýr heimild fyrir því í lögum að sækja einstaklinga til saka fyrir brot á samkeppnislög- um. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði það óneitanlega vonbrigði hversu torskilinn dómurinn væri. „Það er auðvitað fáránlegt að við séum hér samankomin til þess að reyna skilja forsendurnar fyrir meirihluta dómsins en það segir kannski eitthvað um dóm- inn.“ Hann spurði Eirík Tómas- son meðal annars út í gagnrýni hans á framsetningu ákærunnar, en Eiríkur taldi að ákæruvaldið hefði átt að átta sig á því að Hæsti- réttur gerði strangar formkröfur. „Með tilkomu nýrra manna, á ár- unum 1994 til 1995, hefur orðið mikil breyting á þessu,“ sagði Eiríkur. Hann vildi ekki nafn- greina dómarana sem skipaðir voru á þessum tíma, en þeir voru Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Hæstiréttur gekk of langt í olíumálinu Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði, segir Hæstarétt hafa gengið of langt með dómi sínum í olíumálinu. Fáránlegt að við þurfum að ræða þessi mál hér til þess að skilja dóminn, segir Helgi Magnús Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.