Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2007, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 12.04.2007, Qupperneq 30
Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele Ísíðasta hefti Þjóð-mála birtist grein eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, þar sem hún heldur því fram að ekki sé kerfis- bundinn munur á laun- um karla og kvenna á Íslandi. Í viðtali í Kastljósi þann 21. mars, bætti hún við að eðlilegt væri að karlmenn fengju hærra borgað en konur ef þeir bæru meiri ábyrgð í starfi. Í því felst að hún telur eðli- legt að karlmenn séu verðmæt- ari starfskraftar heldur en konur. Í gagnrýni sinni vitnar hún til tveggja launakannana sem Capac- ent Gallup gerði á síðasta ári fyrir VR (Verzlunarmannafélag Reykjavíkur) og félagsmálaráðu- neytið þar sem niðurstöður í þeim báðum voru að launamunur kynj- anna væri um 15%, þar sem karl- menn voru með hærri heildarlaun en konur. Heiðrún Lind gagnrýnir einkum tvennt í greininni. Hún segir ann- ars vegar að í könnunum sé hægt að hafa áhrif á niðurstöður með því að gefa sér ákveðnar forsendur. Hins vegar segir hún að ekki hafi verið tekið tillit til ábyrgðar starfsmanna og starfsreynslu, þar sem eðlilegt sé að meiri ábyrgð og starfsreynsla skili sér í hærri launum. Það er rétt hjá Heiðrúnu Lind að hægt er að hafa áhrif á niðurstöð- ur kannana t.d. með því að gefa sér þær forsendur að eðlilegt sé að menntun, lífaldur, starfsaldur í sambærilegu starfi, vinnutími og starfsstétt (t.d. hvort þeir væru stjórnendur, sérfræðingar eða al- mennir starfsmenn) tengist laun- um. Í umræddum launakönnunum var spurt um alla þessa þætti auk kyns og ástæðan sú að áhugi var á að kanna hvort það væri launa- munur á milli kynja þegar búið var að taka tillit til fyrrnefndra þátta. Þannig eru borin saman laun karla og kvenna sem eru á svipuðum aldri, í sambærilegu starfi, með sambærilega menntun, sambæri- legan starfsaldur og sambærileg- an vinnutíma. Einnig gagnrýnir Heiðrún Lind að ekki hafi verið tekið tilliti til ábyrgðar og starfsreynslu í þess- um launakönnunum. Þeirri gagn- rýni má svara með því að ábyrgð hljóti að endurspeglast í starfsstétt og starfsreynsla í starfsaldri. Í báðum þessum launakönnunum var tekið tillit til starfsaldurs og starfs- stéttar starfsmanna. Auk þess var í könnun félagsmálaráðuneytisins spurt um ábyrgð og aðra starfstengda þætti eins og álag og vinnufyrirkomulag. Þegar tekið var tillit til þessara starfstengdu þátta í launagreiningunni ásamt þeim þáttum sem þegar hafa verið nefndir (aldur, starfsaldur, vinnutími, staða og menntun) þá var launa- munur karla og kvenna enn sá sami. Í umræddum Kastljósþætti nefndi Heiðrún Lind einnig að úrtak í launakönnun félagsmála- ráðuneytisins hefði verið lítið og hefur hún væntanlega verið að vísa til þess að valin voru fjögur fyrirtæki á einkamarkaði og fjór- ar opinberar stofnanir og laun allra starfsmanna þar könnuð. Í þeirri könnun tóku tæplega 1.900 manns þátt. Ástæðan fyrir því að farin var þessi leið er sú að áhugi var á því að endurtaka rannsókn sem var gerð árin 1994-95, og at- huga hvort launamunur kynjanna hefði breyst. Á þessum rúmu 10 árum hafði launamunurinn ekki minnkað og einnig kom fram að launamunur kynjanna var minnst- ur hjá stjórnendum (um 7,5%) og mestur meðal þjónustu- og af- greiðslufólks (um 55%). Á síðasta ári gerði Capacent Gallup einnig launakönnun fyrir Starfsgreinasamband Íslands og eru félagsmenn sambandsins í flokki þeirra lægst launuðu á Ís- landi. Þar kom fram að karlar voru með í kringum 23% hærri laun en konur, sem er 8% meiri munur en í launakönnun VR. Könnun Starfsgreinasambands- ins var gerð með því að taka 3.500 manna úrtak sem endurspegl- aði alla félagsmenn sambandsins, sem eru um 50.000 talsins. Launa- könnun VR nær til allra fullgildra félagsmanna, sem eru um 20.000 talsins. Kannanir Starfsgreina- sambandsins og VR ná því til u.þ.b. þriðjungs íslensks vinnu- markaðar, eða um 70.000 manns. Það er ansi stór hluti af íslenskum vinnumarkaði sem ekki er hægt að líta framhjá. Flestir eru sammála um að upp- ræta beri launamun kynjanna. Það er ekkert sem bendir til þess að konur séu óverðmætari starfs- kraftar en karlmenn eða að þær hafi minni áhuga á atvinnuþátt- töku og ábyrgð í starfi. Því miður snýst umræðan um launamun kynjanna allt of oft um laun stjórn- enda og sérfræðinga og gætir þar oft nokkurrar sjálfhverfu þeirra sem stýra umræðunni, sem eru oft sérfræðingar og stjórnmálamenn. Það er áhyggjuefni að launamun- ur kynjanna virðist vera meiri hjá þeim sem eru lægra launaðir. Það er sjálfgefið að það munar meira um hverja krónu hjá lágtekju- fólki og þess vegna er það ekki eingöngu réttlætismál fyrir alla að uppræta launamun kynjanna, heldur hreint og klárt kjarabar- áttumál þeirra tekjulægstu. Höfundur er stjórnmálafræðingur og sérfræðingur við Rannsókna- miðstöð Háskólans á Bifröst. Umræða á villigötum Því miður snýst umræðan um launamun kynjanna allt of oft um laun stjórnenda og sérfræðinga og gætir þar oft nokkurrar sjálfhverfu þeirra sem stýra umræðunni, sem eru oft sérfræðingar og stjórnmála- menn. Jón Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokks- ins í Suðvestur- kjördæmi, skrifar grein í Fréttablaðið 11. apríl undir fyrirsögninni: Björgunarsveitir sem varalið lögreglu. Í greininni. Jón undirritar sem framkvæmdastjóri Landsbjargar og mælir með þátt- töku björgunarsveitarfólks og sam- taka þeirra í þessum hugmyndum. Hann vísar í þörf á viðbrögðum við hernaðarvá og kvartar undan neikvæðum undirtektum stjórnar- andstöðunnar og tortryggni í garð þessara varaliðshugmynda. Tortryggni í garð orða Björns Bjarnasonar dómálaráðherra um varasveitir lögreglu, eru eðlileg- ar í ljósi þess að Björn hefur sýnt það um langt árabil að vera illa haldinn af hernaðarhyggju. Hann hefur lengi sýnt því áhuga að koma upp íslenskum her, aukið samstarf Landhelgisgæslunnar við hernaðar- umsvif og lagt aukna áherslu á að lögregla sinni meintri hryðjuverka- hættu og „öryggi ríkisins“. Björg- unarsveitir eru nú þegar hluti af al- mannavarnakerfi landsins og búið er að setja lög og reglur um stöðu þeirra við leit og björgun á sjó og landi. Leit og björgun, ásamt slysa- varnamálum, eru tilgangur og verk- efni liðsmanna Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem eru alfarið ólaun- aðir sjálfboðaliðar. Mikilvægt er að draga þetta hugsjónastarf ekki inn í pólitíska þráhyggju dómsmálaráð- herra. Það er svo annað mál að bæta má menntun björgunarsveitamanna í verndunar- og gæslustörfum. Hugmyndir um varalið lögreglu eru enn ómótaðar, a.m.k. opinber- lega, en m.a. hefur komið fram að liðsmennirnir verði á einhverjum launum og að SL eða einingar þess fái greiðslu fyrir þátttöku í þessu. Ef teyma á varaliðsasnann klyfjað- an fjárpyngjum inn um dyr Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, þá skelli ég hurðum. Höfundur er félagi í Slysavarna- félaginu Landsbjörg og er ekki í framboði. Björgum ekki hernaðarhyggjunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.