Fréttablaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 80
Haukar og FH vilja fá úrslitakeppnina aftur Hádegisfundur ÍSÍ föstud. 13. april kl. 12.00 Viðar Halldórsson Sviðsstjóri íþróttafræðisviðs HR fer yfir niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2006 í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal. Allir velkomnir. Frekari upplýsingar má finna á www.isi.is Lokaúrslit Iceland Ex- press deildar karla halda áfram í kvöld þegar KR tekur á móti Njarðvík í DHL-höllinni og hefst leikurinn klukkan 20.00. Njarðvík vann fyrsta leik- inn 99-78 þar sem Njarðvík vann lokaleikhlutann 29-6. Undanfarin tvö ár hefur Njarðvík tapað leik tvö í einvígjum þar sem þrjá leiki hefur þurft að vinna og nú er að sjá hvort sú hefð haldist. Njarðvík skoraði 52 stig úr teig í síðasta leik og komst 28 sinnum á vítalínuna og KR-ingar þurfa fyrst og fremst að verja teiginn sinn betur í kvöld. Heimamenn í KR eru undir í þriðja sinn í úrslitakeppninni og vita því vel hvað þarf til að koma sér aftur inn í seríuna. Njarðvík tapar alltaf leik tvö AC Milan og Liverpool komust í gær í undanúrslit Meist- aradeildar Evrópu. Liverpool keppir við Chelsea alveg eins og fyrir tveimur árum þegar fé- lagið fór alla leið og vann Meist- aradeildina. AC Milan mætir Manchester United. AC Milan og Liverpool spila seinni leikinn á heimavelli. Það var löngu ljóst að Liver- pool færi áfram eftir 3-0 útisig- ur en staðan var hvergi nærri eins góð hjá Mílanó-mönnum sem voru á erfiðum útivelli. AC Milan varð að skora eftir 2- 2 jafntefli á heimavelli sínum í fyrri hálfleik. Bayern München var líklegt til afreka í upphafi leiks en eftir að AC Milan skor- aði tvö mörk með stuttu millibili þá gat ítalska liðið dottið aftur á völlinn og haldið aftur af hug- myndasnauðum sóknum þýska liðsins. Hollendingurinn Clarence See- dorf sýndi snilli sína á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik og sannaði það af hverju þessi gam- alreyndi leikmaður er enn að spila með einu besta liði Evrópu. Fyrst fékk hann sendingu frá Brasil- íumanninum Kaka og afgreiddi boltann laglega í markið. Síðan stakk hann boltanum skemmti- lega inn fyrir vörnina á „besta vin Bayern München“, Filippo Inzaghi, sem skoraði af öryggi sitt sjötta mark gegn þýska lið- inu í Meistaradeildinni. „Manchester United er sterkt lið en við erum ánægðir með að fá að mæta þeim því við áttum fyrir þennan leik minni möguleika en Bayern að komast áfram. Við unnum þá tvisvar fyrir tveimur árum og það hjálpar okkur eins að eiga seinni leikinn á heima- velli,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan. Peter Crouch tryggði Liver- pool 1-0 sigur á PSV Eindhvov- en með marki um miðjan seinni hálfleik. Markið skoraði hann eftir sendingu frá Robbie Fow- ler, sem var fyrstur að átta sig eftir að Gomes, markvörður PSV, hafði bjargað því að varnarmað- ur hans skoraði sjálfsmark. Liverpool hafði öll spilin á sinni hendi og eftir að PSV varð manni færra þegar 26 mínútur voru til leiksloka var aðeins spurning um hvort Liverpool tækist að ná inn sigurmarkinu. Það tókst þremur mínútum síðar og Liverpool gat síðan bætt við mörkum á loka- kaflanum en það tókst þeim ekki. „Þetta var kannski ekki áhorf- endavænn leikur en við kláruð- um þetta verkefni. Við vorum búnir með mestu vinnuna í fyrri leiknum og þetta snerist bara um tryggja okkur áfram. Það verður mjög sérstakt að mæta Chelsea. Við höfum mætt þeim áður og vonandi verður sama niðurstaða núna og þá,“ sagði Peter Crouch eftir leikinn en hann er sáttur við frammistöðu sína í Meistara- deildinni. AC Milan og Liverpool tryggðu sér sæti í undanúrslitum og bættust í hóp Manchester United og Chelsea. Ítalska liðið sótti 2-0 sigur til München á sama tíma og Peter Crouch tryggði Liverpool 1-0 sigur á PSV. Úrslit leikja í DHL- deild karla í gærkvöldi þýða að Haukar standa einkar vel að vígi í fallbaráttunni síðustu tvær um- ferðirnar. Bæði Fylkir og ÍR töp- uðu en Haukar unnu átta marka sannfærandi sigur á Stjörnunni. Það þýðir að Haukar eru tveimur stigum frá fallsæti þegar einung- is tvær umferðir eru eftir. „Það er vissulega plús að úr- slit annarra leikja voru okkur hagstæð en við verðum fyrst og fremst að hugsa um okkur. Þetta er afar langþráður sigur hjá okkur en hann er sá fyrstu á þessu ári,” sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, eftir leik. „Við megum því þakka fyrir að vera ekki í verri stöðu en við erum í dag. Við höfum svo sem verið að spila fína leiki en það hefur vant- að að klára allar 60 mínúturnar. Það tókst í kvöld og við unnum frábæran sigur.“ Stjarnan hafði eins marks for- ystu í fyrri hálfleik en það var fyrst og fremst að þakka góðri vörn og markvörslu Roland Er- adze. En eins og hendi væri veif- að skelltu Haukar sinni vörn í lás í síðari hálfleik og um leið hætti Roland nánast alfarið að verja skot á hinum enda vallarins. Haukar unnu fyrstu tíu mínút- ur síðari hálfleiks með sex mörk- um gegn einu og var það nóg for- skot til að byggja sigurinn á. Jón Karl Björnsson og Árni Þór Sig- tryggsson röðuðu inn mörkunum og gáfust Stjörnumenn á endan- um hreinlega upp. „Við kláruðum færin okkar betur í seinni hálfleik enda var Roland að verja óþarflega mörg skot okkar í þeim fyrri. En seinni hálfleikur var betri hjá okkur en sá fyrri, við bjuggum okkur til betri færi og varnarleikurinn var gríðarlega sterkur. Mér fannst líka Björn Ingi standa sig mjög vel í markinu.“ Sérstaka athygli vakti innkoma Jón Karls en hann lék við hvern sinn fingur, skoraði mörk í öllum regnbogans litum. „Hann hefur ekki fengið mikil tækifæri að und- anförnu og vildi greinilega sýna að hann eigi heima í byrjunar- liðinu. Kannski voru það mistök að nota hann ekki meira en hann virtist vera með Roland gjörsam- lega í vasanum,“ sagði Páll. Hann er þó varkár fyrir loka- sprettinn í deildinni þó útlit- ið sé gott. „Það eru þrátt fyrir allt tvær umferðir og það hlakk- ar ekkert í okkur. Það er gott að vinna leik og það eykur sjálfs- traustið í liðinu. Við eigum eftir að mæta HK og Val og það eru lið sem við getum vel unnið.“ Haukar fóru langt með að bjarga sæti sínu í efstu deild Akureyringar komu fíl- efldir til leiks gegn slöku liði Fylk- is á heimavelli sínum á Akureyri í gær. Heimamenn komust í 5-0 og litu aldrei til baka á meðan hug- myndasnauðir Fylkismenn sýndu lítil sem engin tilþrif. Akureyring- ar unnu sannfærandi 31-22 sigur og styrktu stöðu sína þar með í harðri fallbaráttu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. „Ég bjóst ekki við svona stór- um sigri en þetta var mjög sann- færandi. Við sýndum allar okkar bestu hliðar í þessum leik. Við hleyptum þeim full nálægt okkur í fyrri hálfleik en bættum allt- af í þegar þeir voru að ná okkur,“ sagði Sævar Árnason, þjálfari Ak- ureyrar, eftir leikinn. Staðan í hálfleik var 14-10 en yfirburðir Akureyringa voru al- gjörir í síðari hálfleik. Góð vörn skapaði mörg hraðaupphlaup á meðan Arnar Jón Agnarsson dró þungan Fylkisvagninn einn í sókn- inni. Það var ekki að sökum að spyrja og auðveldur níu marka sigur Akureyrar var staðreynd, en hann hefði reyndar hæglega getað verið stærri ef ekki hefði verið fyrir kæruleysi heimamanna undir lokin. „Við fórum þetta á liðsheildinni núna eins og við höfum gert í allan vetur. Það voru margir menn að spila vel í þessum leik og þetta er okkar aðal styrkleiki. Við nýttum hann vel í kvöld,“ bætti Sævar við. Fylkismenn kafsigldir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.