Fréttablaðið - 11.05.2007, Síða 88

Fréttablaðið - 11.05.2007, Síða 88
Nú þegar Kate Middleton er horfin á braut hefur kast- ljós bresku fjölmiðlannna beinst sífellt meira að hinni ljóshærðu Chelsy sem hefur verið kærasta Harry prins í rúm þrjú ár. Og skötuhjúin hafa hreinlega slegið í gegn. Harry og Chelsy kynntust fyrst þegar konungsfjölskyldan fór í stutt frí til Simbabve. Harry ku hafa fallið strax fyrir stúlkunni og meðal annars létt á hjarta sínu við nokkra ferðamenn sem sátu í sínum mestu makindum við Oka- vango-vatnið í Botsvana. „Harry skildi bara ekki hvernig í ósköpun- um hann gat verið orðin ástfanginn af þessari stúlku eftir bara fjóra daga,“ sagði einn sjónarvottanna. Stóra spurningin er hins vegar hvort Chelsy mætir með Harry í opinbera minningarathöfn um móður hans, Díönu prinsessu, í júlí. Samkvæmt bresku fjölmiðlun- um hefur Harry þegar boðið henni á tónleikana sem hann skipulegg- ur ásamt bróður sínum. „Ef Harry og Chelsy mæta saman yrði það mjög stórt skref en Harry er ekki viss um að hann vilji kalla allt fjöl- miðlafárið yfir Chelsy strax.“ Chelsy er algjörlega á skjön við Kate sem Vilhjálmur sagði upp fyrir skömmu. Hún er alin upp við allsnægtir og hefur aðsetur í þrem- ur löndum en faðir hennar er vell- auðugur viðskiptajöfur í Simb- abve. Chelsy hefur getið sér góðs orðs fyrir fyrirsætustörf en þykir með eindæmum klár og var góður nemandi í skóla. „Henni er alveg sama að Harry er prins, henni finnst það jafnvel til trafala,“ sagði einn heimildarmaður við breska blaðið Daily Mail. Og þótt Chelsy virki á marga sem litlu snobbaða stelpan þá hefur hennar barnslegi þokki og einlægni heillað meðlimi konungsfjölskyld- unnar upp úr skónum. Jafnvel Bretar virðast smám saman vera farnir að opna augun fyrir því að Harry og Chelsy gætu verið næstu konunglegu hjónakornin. Þeir eru, þótt ótrúlegt megi virðast, farn- ir að trúa því að ástin geti þrifist innan Buckingham. Fjölmiðlar hafa jafnframt verið að taka Harry í sátt á undanförn- um misserum. Enda hefur margt breyst og eru þeir ófáir sem vilja þakka Chelsy því að Harry er orðinn að manni. Prinsinn rauð- birkni var áður fyrr ólátabelgur- inn í Buckingham, drakk áfengi ótæpilega og reykti gras og gerði allt brjálað þegar hann mætti sem nasisti á grímuball. Þjóðin saup hveljur og blöðin tóku hann af lífi með fyrirsögnum á borð við „Harry the Nazi“. Hann var sagð- ur hafa niðurlægt arfleifð langafa síns og langömmu sinnar Elísabet- ar sem þjöppuðu þjóðinni saman þegar Hitler lét sprengjum rigna yfir Bretland. En nú er það sem sagt Harry sem á sviðið enda virðist Vilhjálmur prins eingöngu hafa áhuga á fögr- um fljóðum og eltir hvert einasta pils á skemmtistöðum höfuðborg- arinnar. Harry er að fara í stríð- ið til Íraks og ætlar sér að verja heiður fjölskyldu sinnar og þjóðar. Og heima bíður hans hin laglega Chelsy. Vilhjálmur prins verður síðan alveg örugglega á næsta bar með enn einni dömunni. Í frétt á heimasíðunni Contact- music.com kemur fram að Sir Cliff Richard, sem hélt tónleika á Íslandi fyrr á árinu, hafi farið að hlæja þegar hann sá auglýsingu fyrir tón- leikana þar sem stóð að hann hefði verið að í fjórar aldir. „Ég er ekki alveg að skilja þetta og kannast bara ekkert við þetta,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, sem stóð fyrir tónleikum Richard. „Hann talaði aldrei um að hafa séð þessa auglýsingu og ég hef ekki séð hana sjálfur. Ég veit bara að þeir voru rosalega ánægðir á Íslandi.“ Í auglýsingunni stóð að Cliff Ri- chards, sem er 66 ára, hefði verið goðsögn í tónlistinni í rúmar fjórar aldir. Þegar hann hefði komið fram á sjónarsviðið árið 1758 hefði ung- æðisleg orka hans komið eins og ferskur blær fram á sjónarsviðið. Í frétt Contactmusic stendur að aug- lýsendurnir hafi verið ansi skömm- ustulegir vegna málsins og hafi undir eins breytt „fjórum öldum“ í „fjóra áratugi“ og 1758 í 1958. „Margir átta sig ekki á því að hann er bara tveimur árum eldri en Paul McCartney. Hann byrjaði bara svo ungur, 17 ára, og er búinn að vera lengi að,“ segir Guðbjart- ur um fyrrverandi skjólstæðing sinn. Cliff í fjórar aldir Nýjasta plata Garðars Thors Cort- es, sem hefur setið á toppi klass- íka vinsældalistans í Bretlandi í þrjár vikur, hefur selst í tæpum fimmtíu þúsundum eintaka þar í landi. „Þetta er klassísk plata og getur ekki keppt við Mika eða Arctic Monkeys, sem seldi 220 þúsund eintök í fyrstu vikunni. Hún er ekki á þeim stað ennþá,“ segir umboðsmaðurinn Einar Bárðar- son. „Þessar plötur hafa allt annað gildi og annan lífsstrúktúr á list- anum. Platan sem við tókum efsta sætið af á klassíska listanum er búin að vera á markaðnum síðan fyrir jól og hefur selst í 500 þús- und eintökum. Þetta er karlakór og þeir opnuðu bresku Brit-verð- launin um daginn. Þeim fannst ógeðslega súrt að einhverjir Ís- lendingar væru komnir í fyrsta sætið.“ Einar reiknar með því að Cort- es eigi eftir að halda áfram að seljast í nokkrum þúsundum ein- taka í mjög langan tíma í viðbót. „Eins og staðan er núna hugsa ég að þegar þessi plata hættir að selj- ast hefur hún selst pottþétt í 100 til 200 þúsund eintökum.“ Platan er væntanleg í búðir hér á landi á fimmtudaginn í næstu viku og má þá búast við mikilli sölu, enda seldist fyrsta plata Garðars Thors í um tuttugu þúsundum ein- taka hér á landi. Á nýju plötunni er helmingur laganna sá sami og var á fyrstu plötu Garðars. Þau lög hafa þó verið sungin upp á nýtt og eru endurhljóðblönduð. Garðar gæti farið í 200 þúsund eintök Fangelsisdómur Parisar Hilt- on hefur verið á vörum margra síðan hann féll fyrir viku og allir virðast hafa skoðun á mál- inu. Lindsay Lohan, sem virð- ist vera vinkona hótelerfingjans þessa stundina, tjáði sig um málið í viðtali hjá David Letterman. Hún sagði refsinguna sem Paris hlaut fyrir að aka undir áhrifum áfengis afar ósanngjarna. „Þetta er skelfilegt,“ sagði Lohan, sem vísaði sögusögnum um að Paris hefði kýlt hana á skemmtistað á bug við sama tækifæri. Það ku hins vegar ekki plaga Cameron Diaz að Hilton verði lokuð inni. Entertainment Tonight hefur eftir Diaz að Paris þurfi að horfast í augu við afleiðingar slæmrar hegðunar sinn- ar. Diaz er þar að auki nágranni hótelprins- essunnar og er víst orðin dálítið pirruð vegna ágangs ljós- myndara. „Við þjá- umst öll þegar Paris þjáist,“ sagði Diaz, og átti þar við fjöl- miðlafárið sem skapast iðulega í kringum Hilton. Skiptar skoðanir um Paris Hilton Rekstrarvörur 1982–200725ára R V 62 31 Expertinn frá Dreumex – engin vettlingatök við óhreinindin Expert frá Dreumex Áhrifaríkt handþvottakrem Virkar vel á smurningu, hráolíu, bremsuvökva, sement og önnur óhreinindi. Fáanlegt í handhægum 2,7 ltr. brúsa með dælu. Örkorn í stað leysiefna Húðvænt og rakagefandi Kynningarverð 1.230 kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.