Fréttablaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 2
Geirmundur, er ekki kominn tími til að senda þig út? Yfirtökunefnd mun ekki gera opinbert hverjir neituðu að veita nefndinni upplýsingar vegna viðskipta með bréf í Glitni 5. apríl. Eftir fund með stofnaðilum nefndarinnar hefur þó verið ákveðið að komi slíkt aftur upp í framtíðinni muni nefndin ekki hika við að gera nöfnin opinber. Viðar Már Matthíasson, formaður yfirtöku- nefndar, segir að stofnaðilar nefndarinnar hafi rætt slíkar nafnbirtingar á fundi á miðvikudag. „Eindreg- inn vilji stofnaðila kom fram til þess að nefndin beitti þessu úrræði, það er að segja, nafngreindi þá sem þráuðust við að veita upplýsingar eða afhenda gögn,“ segir Viðar. „Það kom líka fram að stofnaðilar nefndarinnar voru tilbúnir til þess að bera ábyrgð, þar með talið fjárhagslega, á slíkum nafnbirtingum, ef þær kynnu að valda tjóni. Með þann stuðning stofnaðila mun nefndin sannarlega beita þessu úrræði.“ Viðar segir að þrátt fyrir þetta verði ekki upplýst hverjir neituðu að veita upplýsingar vegna kaupa í Glitni á dögunum. Það mál hafi nefndin þegar afgreitt og vísað til Fjármálaeftirlitsins og það sé því ekki til frekari umfjöllunar hjá nefndinni. „En framvegis mun nefndin hiklaust birta nöfnin, með þeim stuðningi sem hún hefur nú fengið frá stofnaðilum,“ segir Viðar. Hann segir það vissulega harkalegar aðgerðir að nafngreina slíka aðila. Ekki sé víst að þeir aðilar hafi nokkuð að fela, og vel geti verið að þeir telji sig verða fyrir tjóni vegna nafnbirtingarinnar. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssambands lífeyrissjóða, lýsti þeirri skoðun sinni í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna á fimmtudag að yfirtöku- nefndin ætti að upplýsa hverjir neituðu að veita henni upplýsingar, en Eignarhaldsfélag lífeyrissjóða um verðbréfaþing er einn stofnaðila nefndarinnar. „Yfirtökunefndin á að birta opinberlega nöfn þeirra aðila sem með einhverjum hætti leggja stein í götu nefndarinnar, hvort heldur með skorti á upplýsingagjöf eða með því að láta ekki ná í sig og þannig komast hjá því að veita nefndinni upplýs- ingar,“ sagði Arnar. Þó að slíkt kynni að vera harkalegt væri það nauðsynlegt til að trúverðugleiki nefndarinnar biði ekki hnekki. Hikaði nefndin í þessum málum yrði hún bitlaus. Yfirtökunefnd mun framvegis birta nöfn Stofnendur yfirtökunefndar ábyrgjast mögulegan skaða sem gæti hlotist af því að birta nöfn þeirra sem leggja stein í götu nefndarinnar. Hún mun þó ekki nafngreina þá sem neituðu að veita upplýsingar um viðskipti með bréf í Glitni. Viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um framtíð ratsjár- og loftvarnakerfisins á Íslandi var fram haldið í Reykjavík í gær. Áfram var rætt um fyrirkomulag og fjármögn- un á kerfinu og miðaði viðræðum vel áfram, að því er segir í fréttatilkynningu. Jón Egill Egilsson, yfirmaður varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins, tjáði Fréttablaðinu að íslenska samninganefndin væri „mjög sátt við dagsverkið“; full ástæða væri til bjartsýni og að málið verði fært til lykta sem samræmdist hagsmunum og óskum Íslands. Loftvarnakerfið var undanskilið samningunum um brottför bandaríska varnarliðsins héðan, sem gerðir voru í haust sem leið. Bandaríkjamenn bera ábyrgð á rekstri þess fram til 15. ágúst í ár, og snúast viðræðurnar nú um færslu þess verkefnis yfir á herðar Íslendinga. Á árinu 2005 kostaði reksturinn um 1.200 milljónir króna. Jón Egill tekur fram, að loftvarnakerfið sé hluti af loftvarnakerfi NATO, og áframhaldandi rekstur þess sé algjör forsenda fyrir því að hér verði mögu- legt að halda úti virku eftirliti með lofthelgi, loftvörnum eða loftheræfingum. Rúmlega 57 pró- sent segja að stefnumál skipti meira máli en frambjóðendur þegar ákveðið er hvernig atkvæði eru greidd. 14,9 prósent segja fram- bjóðendur skipti meira máli en málefnin, en 28,0 prósent segja að frambjóðendur og málefni skipti jafn miklu máli þegar ákveðið er hvernig atkvæði þeirra fellur í kosningunum í dag. Karlar segja frekar að málefni skipti höfuðmáli en konur. 59,0 pró- sent karla segja að þau ráði atkvæði sínu en 53,3 prósent kvenna. Konur eru hins vegar líklegri til að segja að jafn mikið tillit sé tekið til manna og málefna en karlar, 30,9 prósent kvenna en 25,6 prósent karla. Ef litið er til svara í hverju kjör- dæmi fyrir sig er hæst hlutfall svar- enda í Reykjavíkurkjördæmi suður sem sögðu stefnumál mestu skipta, eða 69,4 prósent þeirra. Minnst hlutfall þeirra sem fannst málefnin skipta mestu máli var í Norðvestur- kjördæmi, þar sem 49,7 prósent sögðu þau ráða atkvæði sínu. Hæst hlutfall svarenda í Norðvesturkjör- dæmi sögðu frambjóðendur skipta mestu máli, eða 20,1 prósent þeirra. Lægst var hlutfallið í Reykjavíkur- kjördæmi suður, þar sem 9,9 pró- sent sögðu frambjóðendur skipta meira máli en málefnin. Hringt var í 2.000 manns í öllum kjördæmum 8. og 9. maí. Spurt var: Hvort skiptir meira máli þegar þú ákveður hvað þú kýst; frambjóðendur eða stefnumál? 96,7 prósent tóku afstöðu til spurn- ingarinnar. Frambjóðendur skipta mestu máli í Norðvesturkjördæmi „Ég ætla að reyna að koma til móts við væntingar fólks,“ sagði Gordon Brown, fjármálaráð- herra Bretlands, þegar hann lýsti í gær yfir að hann sæktist eftir að taka við af Tony Blair sem leiðtogi Verkamanna- flokksins og þá um leið sem forsætisráð- herra Bretlands. Hann sagði meðal annars að mistök hefðu verið gerð í Írak og sagðist ætla að fara til Íraks á næstu vikum. „Ég tel að á næstu mánuðum muni áherslurnar breytast.“ Brown hefur staðið í skugga Blairs síðastliðin tíu ár, en þykir næsta öruggur um að verða arftaki hans. Ætlar til Íraks á næstu vikum Hreinar eignir lífeyrissjóðanna halda áfram að hækka og námu þær 1.537 milljörðum í lok mars. Það er aukning um 18,4 milljarða króna, eða 1,2 prósent, á milli mánaða. Frá ársbyrjun nemur aukningin um 2,7 prósentum, eða 40,4 milljörðum. Ef eignunum væri skipt út til allra landsmanna fengi hver og einn fimm milljónir króna í sinn hlut. Góð raunávöxtun hefur verið á starfsemi lífeyrissjóðanna frá árinu 2003, sem hefur skilað sér í mikilli eignaaukningu á þeim tíma. Fimm milljónir á mannsbarn Landhelgis- gæsla Íslands hefur fengið búnað til að nota í þyrlum sem er sérstaklega hannaður til að slökkva gróðurelda. Um sérhann- aða fötu er að ræða sem notuð er í þessum tilgangi. Hún rúmar alls 2.000 lítra af vatni. Brunamálamálastofnun hafði frumkvæði að því fyrir nokkru að kaupa þennan búnað og óskaði eftir liðsinni Skógræktar ríkisins, Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins, Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Land- helgisgæslunnar. Úr varð að þessar stofnanir skiptu með sér kostnaðinum. Björn Karlsson brunamálastjóri segist vera mjög ánægður með samstarfið við stofnanirnar enda er mikil- vægt, sérstaklega í ljósi eldanna á Mýrum í fyrra, að slíkur búnaður sé til staðar hjá Land- helgisgæslunni. Nýr búnaður vegna sinuelda Kínverskur afi, 87 ára gamall, leggur nú stund á laganám í Kína eftir að lögfræðingur hans brást honum. „Ég stóð í málaferlum í tvö ár vegna íbúðarinnar minnar og stóð mjög höllum fæti vegna vankunn- áttu minnar á lögunum,“ sagði Wang Jianbang við þarlenda fréttastofu, en lögfræðingur hans hafði ruglast á einkamáli og opinberu máli. „Tíma mínum og peningum var eytt til einskis, og fyrst ég hef enn getuna langar mig að verða lögfræðingur.“ Yfirmenn skólans sem Jianbang nemur við ákváðu vegna hins háa aldurs að fella niður skólagjöld. Níræður afi í laganámi í Kína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.