Tíminn - 21.03.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.03.1980, Blaðsíða 1
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392 Tveir bátar fá að veiða 1200 lestlr af loðnu í skreið Land rís hratt JSS — „Landris hefur verið nokkuð hratt að undanfömu og eiginlega með hraðasta móti”, sagði Armann Pétursson á skjálftavaktinni við Kröflu i viö- tali við Timann i gær. „Annars er þetta allt i rénun og skjálftavirkni fer siminnkandi. Það er eiginlega eingöngu um að ræða smáskjálfta við Kröflu og eru skjálftarnir svo litlir, að þeir nást ekki á t.d. Gæsadalsmæl- inn”. Þá sagði Armann, að við mælingar hefði komið fram aö landsig viö gosiö heföi orðið minna, en menn hefðu búist við. Krafla: Stapafell hið nýja. i mörgum feröum skipanna er hvorki afgangur tii greiðslu oliu eða iaunakostnaðar vegna hinna lágu flutnings- gjalda lenskum höndum, þvi ég geri *þurfa að byggja afkomu sina á ekki ráð fyrir að loönubræðsl- eriendum skipum hér við urnar, og fiskiskipin, sem á ströndina”. þessa flutninga treysta vildu Yfirtaka útlendingar olíuflutningana? — útlendingum greitt markaðsverð í á ströndinni, en íslensk skip fá ekki AM — ,,Ef ekki fæst ráðin bót á þessum málum, verðum við að láta oliuflutningana á ströndinni i hendur útlendingum”, sagði Axel Gislason, framkvæmda- stjóri Skipadeildar StS, þegar við ræddum við hann i gær um það undarlega fyrirkomulag I verðlagningu á oliuflutningum, að greiða erlendum skipum fullt markaðsverð, en halda gjaldi fyrir flutninga innlendra skipa undir kostnaði. „Við höfum verið að fá verð- lagsyfirvöld til þess aö viður- kenna að það kosti eitthvað að halda uppi flutningum á oliu og bensini i landinu”, sagði Axel. „Þeir taxtar sem nú eru leyfi- legir standa alls ekki undir kostnaði. Þegar loðnuvertiö er i hámarki og annað þess háttar kemur fyrir að við þurfum að taka erlend leiguskip til þeirra verkefna. Þau þurfa að fá fullt markaðsverð fyrir sina þjón- olíuflutningum fyrir kostnaði ustu og aldrei stendur á að greiða það, þegar þau eiga i hlut. Þetta á við um okkar skip, Stapafell, sem er 2000 lestir og Litlafell, sem er 1200 lestir. Flutningsverðið nægir i mörg- um ferðum hvorki til þess að greiða oliukostnaö skipanna eða mannahald og auðvitað á Kynd- ill við sömu erfiðleika að etja. Við verðum að vona að verð- lagsyfirvöld átti sig á þessu svo hægtsé að hafa flutningana á is- „Geröu svo vel Páll, 281 milljón”, sagði Stefán M. Gunnarsson, bankastjóri, Alþýðubankans við Pái Zóphoniasson, bæjarstjóra i Vestmannaeyjum. TimamyndG.E. Lokauppgjör „Kríu- hólasjóðs” HEI — I gær fór fram lokaupp- gjör á sameignarsjóö Viðlaga- sjóðs, bæjarsjóðs Vestmanna- eyjakaupstaðar, Rauða kross ts- lands og Hjálparstofnunar kirkj- unnar, svonefnds „Kriuhóla- sjóös”. Að sögn Stefáns M. Gunnars- sonar, bankastjóra var kveikjan að samstarfi þessara aðila, fé er safnað var á vegum Göteborgs- posten, að upphæö 1,5 milljónir sænskra króna, eftir gosið i Heimaey áriö 1973. A þeim tima jafngilti þessi fjárhæö 32 millj. isl. króna en væri jafnvirði 142 millj. króna nú. Af þvi mætti marka hve þessi gjöf heföi verið rausnarleg, sagöi Stefán. Fé þetta rann i fyrstu til Við- lagasjóðs, en nokkurrar óánægju gætti hjá forsvarsmönnum Hjálp- arstofnunar kirkjunnar og Rauöa krossins, yfir þvi að söfn- unarfé þetta skyldi renna óskil- greint saman viö önnur fjár- magnsumsvif Viðlagasjóðs. Fljótlega komu á döfina viðræður um sameiginlegar framkvæmdir þessara aðila auk bæjarsjóðs Vestmannaeyja. Útslagið varð, að þessir aðilar keyptu 46 Ibúða blokk að Kriuhólum 4 fyrir 103 millj. kr. á miöju ári 1973. Til- gangurinn var aö Ibúðirnar yrðu leigðar Vestmannaeyingum I húsnæðisvandræöum, sérstak- lega öldruðu fólki. Byggingartlmi blokkarinnar dróst á langinn, svo þegar hún var tilbúin var þörfin ekki lengur fyrir hendi. Sumarið 1974 var þvl ákveðiö að selja ibúðirnar og stofna með andviröi þeirra bráðabirgöalánasjóð vegna bygg- ingaframkvæmda i Eyjum. Um áramót 1976/77 afsöluðu Rauði krossinn og Hjálparstofn- un kirkjunnar eignarhlutdeild sinni til Bæjarsjóðs Vestmanna- eyja, sem var þá samtals nær 59 millj. króna. A sama tima sam- þykkti stjórn Viðlagasjóðs, aö 71% af eignarhluta sjóðsins skyldi renna til Bæjarsjóös sem framlag til stuðnings uppbyggingu Iþrótta og æskulýðsmannvirkja. I .september 1979 samþykkti slðan Framhald á bls 19 AM — 1 gærkvöldi voru þeir Ar- sæll og Dagfari á leiö til lands með slðasta loðnuaflann I bili, en Jón Kjartansson, sem I gærkvöldi kom til Eskifjaröar meö loönu, mun eiga eftir einn túr enn. Verö- ur hann slöasti loðnuveiðibátur- inn á veiöum á þessari vertið. Þá er það nýmæli, aö I ráöi er aöveita tveimur bátum, Seley og Þórshamri leyfi til viðbótarveiða á 600 lestum af loðnu hvoru skipi, sem þurrkuð veröur á Reykhólum I skreið og að hluta I Hverageröi og viöar, þar sem tilraunaþurrk- un á aö fara fram. 35% skerðing á framlagi til Bygg- ingasjóðs ríkisins HEI — Samkvæmt fjárlaga- frumvarpi 1980, sem nú er til meðferöar á Alþingi, er gert ráð fyrir 3,8milljaröa skeröingu eða um 35%, á lögbundnum tekju- stofnum til húsnæðismála, sem markaðir eru I lögum Hús- næðismálastofnunar rlkisins frá 1970, en þar er m.a. um að ræöa tekjustofna sem ákveðnir voru f samráði viö aðila vinnumark- aðarins til eflingar Ibúðarhúsa- bygginga m.a. á félagslegum grundvelli. A þetta er bent I samþykkt fundar húsnæöis- málastjórnar frá þvl s.l. þriðju- dag. Þá segir aö ljóst sé, að ef af þessari skerðingu verði, geti það haft mjög alvarleg áhrif á stöðu Byggingarsjóös rlkisins, þvl þessir tekjustofnar hafi stóraukið eigiö fé sjóðsins og Framhald á bls 19 Onýtt hjá BUH, óraetanlegt hjáBÚR AM — „Okkar ráögjafar töldu að sjálfsagt væri að gera þessi kaup, en við erum með sex svona vélar I okkar skipum”, sagði Einar Sveinsson, forstjóri BÚR, þegar við ræddum við hann I gær, en BOR hefur sem kunnugt keypt báðar Man-- vélarnar, sem teknar voru úr Júnl GK-345 I Bremerhafen fyr- jS 70,2 milljónir. Einar sagði að gengið heföi veriö endanlega frá þessum kaupum fyrir mánuði slðan og væri sú vélin sem bilaöi eða „slátriö” úr henni komiö heim til Islands, en heila vélin og gir- inn eru enn ytra. Einar sagði ómetanlegt öryggi I þvl aö eiga þessa hluti, en glrinn er sér- smiöi, sem dæmi eru um aö heilt ár taki að útvega, ef hann bilar. Einar sagði að þessar vélar heföu gengið vel i skipum BOR, en vildi ekki tjá sig um hvort komiö hefði til greina að fara að dæmi þeirra I Hafnarfiröi við svipaðar aðstæður, né taldi hann sig geta dæmt um hve mikið bilaða vélin var biluð. Eins og lesendur muna vildu Man verksmiöjurnar byggja biluðu vélina upp fyrir 110 mill- jónir (ásamt niöursetningu!). Hér er þvi augljóst að BOR hef- ur gert skynsamleg og óvenju hagstæö kaup, — en þvi miöur á kostnaö granna sinna, sem sitja uppi meö 588 milljóna ævintýri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.