Tíminn - 21.03.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.03.1980, Blaðsíða 9
Föstudagur 21. mars 1980 13 Ýmsar blikur eru nú á lofti I ferðamálum, og viroist hækkandi oliuverö sem fyrr gera strik i reikninginn. Ferðamálablöð eru fuii af bölsýni, en samkvœmt markaðslögmálinu þá þýöir hækkandi oliuvero hækkuð far- gjöld — og þá hafa færri ráö á þvi að ferðast pg þjónustan á ferða- ~ mannastöðunum verður dýrari. Skal nú sagt frá hinu helsta er varðar nágrannalöndin, eða lönd- in á meginlandi Evrópu. IATA hækkar um 5-10% Alþjóðasamband flugfélaga IATA hefur tilkynnt að afloknum fundi i Genf i Sviss, að félögin muni hækka fargjöld sin um 5-10% á hinum ýmsu flugleiðum, en I IATA eru flest stærstu flug- félög heimsins. Hækkunin er tii þess að mæta auknum kostnaði viö~ kaup á flugvéláeldsneyti. Taka hækkanir þessar gildi frá og með 1. aprll næstkomandi, en við- ast er þó þörf á samþykki rikis- stjórna viðkomandi landa. IATA komst að þessari niður- stöðu eftir allrækilegar umræður um aðrar leiðir, eins og betra skipulag, fækkun ferða og fl. Ekki var taiið unnt með svo stuttum fyrirvara að gera grundvallar- breytingar til samræmingar á heimsfluginu i sparnaðarskyni, þvi til þess þyrfti að halda sér- staka ráðstefnu og siikt tæki lang- an tima og vafasamt hver árangurinn yrði. Þess vegna verður miðaverðið hækkaö er nemur auknum rekstrargjöldum vegna eldsneytis. NATIONAL hættir Amerikuflugi frá Amsterdam Það eru ekki aðeins Flugleiðir er eiga við vanda að etja á Atlantshafsleiðinni. Bandariska flugfélagið PAN AMERICAN hefur ákveðið að hætta um tíma a.m.k. flugferðum milli Amster- dam og Bandarlkjanna en flug- félagið NATIONAL, sem er dótturfélag þess flaug fimm sinn- um I viku frá Amsterdam til New York, en einu sinni I viku beint til Miami I Florida. Tilkynningin um að hætta flugi á þessari leið kom eins og þruma úr heiðskiru lofti yfir menn — og 33 starfsmenn i Amsterdam munu missa atvihnu sína. Evrópuforstjóri PAN AM tjáöi starfsliðinu og öðrum viðkom- andi, að flugleiðin væri óhag- kvæm og félagið hefði tapað 2 milljónum dollara á henni á sein- asta ári. Ef áfram yrði haldið, myndi tapið nema 8 milljónum dala árið 1980. Framkvæmdastjórinn sagði ennfremur að PAN AM tapaði nú einni milljón dala á dag til jafnaðar og frekari niöurskurður i vændum á leiöum NATIONAL og nefndi sérstaklega flug milli Madrid og Miami. Hefur PAN AM þegar tilkynnt bandarlskum flugmálayfir- völdum þessa ákvörðun slna og mun stöðvunin koma til fram- kvæmda 20. mars næstkomandi. Ýmsar blikur á lof ti í ferðamálum Þessi ákvörðun kemur sér illa fyrir fleiri en starfsmenn félags- ins. Ýmsar ferðaskrifstofur höfðu þegar bókað og selt um 2000 sæti i þessar ferðir — 'er ekki veröa farnar — og verða nú að koma farþegunum vestur með KLM og öðrum félögum, og gæti eitthvað af þessu komið Flugleiðum til góða, þvi ekki er löng leið til Luxemburgar. Griskir hóteleigendur i örðugleikum. Mjög mikill vandi steöjar nú aö griskum hóteleigendum, þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum. Einkum eru það þeir sem hótel reka I Aþenu sem i örðugleikurii eru. ~.t—~~*. Olluverðið hefur afgerandi áhrif á ferðamannastrauminn Ferðamál Jónas Guðmundsson: Hótelrými á þessum slóðum hefur aukist um 40% en á sama tima hafa verið gerðir flugvellir á Krlt og Korfu, þannig aö Aþena er ekki lengur aðal ferðamanna- staður Grikklands. Þar viö bætist svo, að flugþjónusta viö aðra staði hefur verið bætt, þannig að færri ferðamenn miðað við hótel- framboö, koma nú þangað til lengri dvlar. Kvarta hóteleigendur sáran undan skipulagsleysinu, er veldur þvi að þeir ramba á barmi gjald- þrots, þrátt Tyrir metár i komu erlendra feröamanna til Grikk- lands (1979). Samdráttur hjá Air Malta og i leiguflugi á Norðurlöndum. Air Malta hefur tilkynnt að það hafi lagt einni af fimm B-720 þotum sinum aöeins tveim mánuðum eftir aö hafa tekiö tvær þær seinustu I notkun. Hafa vélarnar reynst óhagkvæmar I rekstri miðað við fargjöld. Félag- iðhefur nýverið tekið á leigu DC 9 þotu frá AUSTRIAN AIRLINES, en sú vél er mun hagkvæmari I rekstri, eyðir minna eldsneyti, og munu forráðamenn Air Malta nii hugleiða kaup á slikum vélum. Það hlýtur aö vekja nokkra athygli, að samdráttur skuli verða hjá Air Malta á þessum tíma, því Malta er einn þeirra ferðamannastaða, er notast árið um kring, og markviss aukning hefur verið i ferðaiðnaði þar. Margar þjóðir hafa varið ógrynni f jár til þess að byggja upp vin- sæla, þægilega ferðamannastaði, einkum i sólarlöndum. En þá eru það Noröurlöndin Samkvæmt fregnum, hefur for- stjóri Scanair, Georg Olsson greint frá þvi aö félagið geri ráö fýrir 15% samdrætti T almennu leiguflugi I Evrópu, en oliuverö- hækkanír eru þá aöeins ein af ástæöunum er hann tilgreinir, CScanair er dótturfélagrSAS) en.. Olsson er jafnframt formaður samtaka leiguflugfélaga (ACCA). Hin ástæðan er samkeppni frá almennu farþegaflugi meö sérfargjöldum til dæmis til Kana- rieyja, Florida og Austurlanda fjær. Verö á flugvélaeldsneyti hefur hækkað um 30% siðan I október 1979, og þaö mun hafa áhrif á veröþróun I sólarlandaferðum frá Norðurlöndum. ....... Þótt erfitt sé að dæma áhrif oliuverös á verölag sölarlanda- feröa og i hópferðum almennt, þar sem samræmt verölagn- ingarkerfi er ekki hjá öllum ferðaskrifstofunum, og margir aðrir þættir veröa aö takast meö i reikninginn, þá telur forstjórinn, að sólarlandaferð er kostaði 2000 sænskar krónur, eða um 190.000 kr. muni hækka um 5-7% vegna oliuverðsins og þá má að sjálf- sögðu gera ráö fyrir enn meiri hækkunum frá tslandi, vegna lengri flugleiða. SPIES bjartsýnn i ár. tslendingar lika. Danski ferðaskrifstofukóngur- inn Spies er þó bjartsýnn þrátt fyrir allt krepputalið, og gerir hann ráð fyrir að senda um 450.000 manns til útlanda I alls konar sólarlandaferðir, en 15% samdráttur varð I SPIES feröum árið 1979, en þá varð mikill sam- dráttur I sólarlandaferðum á öll- um Norðurlöndunum. Margar virtar ferðaskrifstofur hættu starfsemi en aðrar endurskipu- lögðu reksturinn, gripið var til nánara samstarfs og samruna feröaskrifstofa. Meðal ferðamálafrömuöa á ls- landi rfkir nú meiri bjartsýni en i fyrra. Aö sögn Eysteins Helga- sonar hjá Samvinnuferöum þá virðistmeiriáhuginúhjáfólki, og - er sá áhugi i engu samræmi við þaö sem var i fyrrávetur. Þó hittir ollukreppan islenskan feröaiðnað eigi slöur en erlendan, og stöðugt gengissig gerir einnig strik I reikninginn. Islensku ferðaskrifstofurnar hafa nú flestar gengið frá verö- skrám slnum og er miðaö viö verö 1. februar (gengi) og virðist verð- ið hagstætt. Þá kvað Eysteinn ferðaskrifstofuna verða að kanna stöðu verðlagsmála ferðaskrif- stofunnar miðað viö aðra þjón- ustu Ilandinu, og þótt þeirri könn- un væri ekki lokiö, benti margt til þess, að hækkanir á ferðalögum væru minni en I öörum þjónustu- greinum. Að visu heföi krónan veriö nokkuð stöðug undanfarna mán- uði eða I seinni tið allavega, sagði Eysteinn Sigurösson hjá Sam- vinnuferöum, og vonandi héldi sú þróun áfram. MINNING Gunnar Þórðarson f rá Grænumýrartungu Mig langar til að minnast hans afa mins, Gunnars Þórðarsonar frá Grænumýrartungu, með nokkrum hlyjum kveðjuoröum, en hann lést að heimili slnu, Rauðarárstíg 7, þann 11. mars og verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju i dag þann 21. mars. Aldrei er maður viðbúin láti nokkurs manns, samt er þetta leiðin okkar allra og þegar gam- all maður, sem hefur skilað slnu dagsverki kveður, hryggjumst við og hverfum um stund burt frá ys og þys hinna daglegu anna á vit minninganna, sem við eigum öll, um liðnar samverustundir. Minningarnar streyma fram I hugann svo ótal, ótal margar, fleiri en hægt er að festa á bl að, hlýjar og ljúfar og einmitt þannig hlýtt og ljuft var ævinlega viðmót þessa aldna heiðursmanns, sem nú er kvaddur hinsta sinni. Um leið er okkur þakklæti i hug fyrir það að hann fékk svo hægt og rólegt andlát, heima á sinu kæra heimili með slna nánustu hjá sér. Þó aö hér séu margir sem kveðja og þakka liðnar stundir, þá veit ég að það eru lika margir vinirnir sem standa á ströndinni hinum megin og vel taka á móti lúnum ferðalang er lokið hefur vegferð sinni hér i' jarðvistinni. Fyrstu minningar mlnar um afa eru að öðrum þræði tengdar jólunum heima I Grænumyrar- tungu, er spilað var pukk frammi i norðurstofu og hann var þar hrókur alls fagnaðar eins og ævinlega. Hins vegar þegar hann var aö koma sunnan úr Reykjavfk og segja fréttir af mönnum og málef num & þann hressilega hátt sem honum einum er lagið. Og þá var nú ekki beðið með að koma með bók og biðja hann að lsa upp- hátt fyrir sig og þaö voru fleiri en börnin sem þá lögöu eyrun við, fyrr en varði hrifust þeir full- orðnu með, þvi betri og áheyri- legri upplesara var ekki hægt að hugsa sér. Þeim hæf ileika hélt hann til sið- ustu stuhdár og las mikið bæði fyrir sig og svo upphátt fyrir ömmu mfna, bæði úr dagblöðun- um og heilu bækurnar ef þvi var að skipta og efnið var áhugavert. En afi var mikill áhugamaður um góðar bækur og eignaðist góðan bökakost. Einkum var hann hlynntur ævisögum og skaldverkum okkar bestu höf- unda og þá var hann ekki siður fróöur um bækur er vörðuðu tril- mal, bæði um foma goðafræði og trúarlegt efni Kristninnar. Svo og var hann ákaflega ljóðelskur maður og unni fögrum skáldskaD. Nú hin seinni ár beindist hugur hans einkum að bókarefni er vörð- uðu trúmál og hugleiðingar um lif að loknu þessu og var hann ekki 1 nokkrum vafa um að lifið hér á jörð væri aðeins áfangi á þroskabraut mannsins og það besta er við gætum tamið okkur væri hófsemi á alla hluti, góðvilji til samferðamanna okkar og það að sja björtu hliðarnar á öllu og I öllu. Lýsir það vel afa minum að siöasta bókin sem hann valdi sér I jólagjöf var bdkin: Bjartsýni létt- ir þér Ufiö. Afiminn Gunnar Þórðarson var fæddur 19. febr. 1890, að Gilhaga I Hrútafirði sonur hjónannaÞórðar Sigurðssonarog Sigriðar Jóns- dóttur. Frá Gilhaga fluttist hann með foreldrum slnum að Valda- steinsstöðum I Hrútafirði og þaðan um 4urra ára aldur að Grænumýrartungu I Hrútaf irði og átti hann þar heima mestan part ævi sinnar. Afi var yngstur 11 systkina, en upp komust 6 bræöur. Afi giftist ömmu minni, Ingveldi Björnsdóttur, frá óspaksstöðum, þann 19. okt. 1916 og bjuggu þau i' farsælu hjóna- bandi I Grænumyrartungu til árs- ins 1947, en þá fluttust þau til Reykjavfkur, fyrst á Rauðarár- stig 5 og siðan á Rauðarárstig 7. Hann tók mikinn þátt i félags- málum og var i hreppsnefnd, for- maður kaupfélagsins og i stjórn búnaðarfélagsins um árabil. Þau hjónin eignuðust tvær dætur Sigriði móður mina búsetta hér I Reykjavlk og Steinunni, bú- setta á Saurum i Dalasýslu. Uppeldissynir urðu tveir, þeir Þóröur Guðmundsson, bróður- sonur afa, búsettur hér I Reykja- vlk og Björn Svanbergsson bæði bróðursonur afa og systursonur ömmu, en lést fyrir rúmum tveimur árum og var það þeim þungur missir. Einnig ólst upp hjá þeim bróður-dóttir afa, Sigriður Björnsdóttir, busett hér I Reykjavlk og systursonur ömmu, Jónas Einarsson, kaupfélags- stjöri á Borðeyri. Hjá þeim var Framhald á bls 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.