Tíminn - 09.04.1980, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.04.1980, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 9. aprll 1980 11 70 ára: Baldvin Þ. Kristjánsson f élagsmálaf ulltr úi Baldvin Þorkell Kristjáns- son, f. 9. april 1910 aö Staö i Aðal- vik, N-ls. For.: Kristján Egilsson sjómaöur, og kona hans Halldóra Finnbjörnsdóttir. Nám i Nilpssk. 1927-29. Brautskr. úr Samvinnu- sk. 1931. Framh.nám Jakobs- bergs-lýöhsk. í Sviþjóö 1937-38. Námskeiö i samvinnufræöum viö sænska samvinnsk. aö Vár gárd 1948. Námsferö til Folksam, sænsku samvinnutrygginganna, 1960 og kynnti sér einkum út- breiöslumál. Stundaöi sjó- mennsku frá bernsku fram yfir tvitugt. Skrifstofumaöur hjá Samvinnufél. Isfiröinga 1932-35. Aöalbókari og gjaldkeri Sildarút- vegsnefndar, Sigluf. frá stofnun 1935-44, þaraf 2 sumur trúnaöar- m. Siglufjaröarkaupstaöar viö virkjun Skeiöfoss i Fljótum. 'Erindreki Landssamb. isl. út- vegsm. 1945 i mars til sept. 1946. —■ Erindreki Samb. ísl. sam- vinnufélaga 1. okt. 1946 til ársloka 1953.Feröaöist um land allt, flutti ótal erindi og ræöur á vegum sambandsfélaga og fl. Fram- kvæmdastj. hraöfrystihúss SIS á Kirkjusandi, Rvk. 1954 til 1. júli 1960. Fyrsti útbreiöslustjóri Sam- vinnutrygginga frá ársbyrjun 1961. Framkvæmdastjóri lands- söfnunar Barnahjálpar SÞ hér á landi 1948. Ritari Verkalýös fél. Baldurs á Isafiröi 1931-35. For- maöur Siglufjaröardeildar Nor- rænafélagsins frá stofnun, meöan hanndvaldi þar. I stjórn Vestfirö- ingafélagsins þar. Varaformaöur K.f. Siglfiröinga 1940-44 og fulltrúi á aöalfundum S.Í.S. Ritstjóri blaðsins Sildarinnar, er út kom á Siglufirði um tima. Endurskoð- andi Vélbátaábyrgöafél. Gróttu, Reykjavik, frá 1958. Kvæntur 25. april 1931 Gróu Asmundsdóttur, sjómanns á Akranesi Magnússon- ar. —” SU frásögn sem skráö er hér aö framan (Tekin hér traustataki) er I bók einni sem kom út árið 1965 ogber nafniö tslenskir sam- tiðarmenn. Mér viröist aö af- mælisbamiö, sem fyllir 7. áratug- inn nú, þann 9. apríl eigi öllu fjöi- skrúöugri „Afrekaskrá” i bók þessari en flestir aörir er þar koma viö sögu. Eins og alkunna er, hefur at- hafnalif afmælisbarnsins ekki staðið i staö, frá því bókin kom út. Jafnvel sjaldan verið umsvifa- meira en hin siöari árin. Þaöer frá þessum árum sem ég minnist ótal margra ánægju- legra samverustunda með hinum athafnasama afreksmanni. Ég ætla aö þaö hafi veriö laust fyrir miöjan 7. áratuginn sem fundum okkar Baldvins fyrst bar saman. Þá var hann útbreiöslu- stjóri Samvinnutrygginga, stadd- ur á fjölmennum fundi á Selfossi. Athyglisvert fannst mér aö sjá og heyra þennan oröhvata mann I ræðustólnum. Orökyngi hans og sannfæringarkraftur sýndi okkur, sem á hlýddu, aö þarna var maö- ur ofan viö meöalmennskuna. — Maöur sem sagöi tæpitungulaust sina skoöun svo eftir var tekiö. A stofnfundi Klúbbsons Orugg- ur akstur I Arnessýslu, sem hald- inn var á Selfossi 18. nóvember 1965, leiddum viö Baldvin fyrst „saman hesta okkar”. Frá þeirri stundu höfum viö átt samleiö og samstarf sem gott er aö minnast. Leiöir okkar hafa legiö saman viöa um land á liönum árum. Ávallt hefur þessi ferðagarpur veriö aufúsugestur, hvar sem hann hefur komiö. Fróöur er hann með afbrigöum og kann undra góöskilá mönnum og málefnum. Fá munu þau félagsheimili og fundahús hér á landi, sem hann hefurekki komiö I og stigiö i stól- inn. — Jafnvel oft komiö I mörg þeirra. Umferöamálin hefur Baldvin mjög látiö til sln taka. Er oft til þess vitnaö hvaö afdráttarlausa afstööu hann tók með umferðarbreytingunni árið 1968. Var þó viö ramman reip að draga i þeim efnum. Fljótt kom á daginn aö þar valdi Baldvin rétta veginn. Réttur maöur á réttum staö. Ekki fer „minn maöur”, alltaf troönar slóðir. Aréttar stundum orö sin með ivafi ljóöa og visdóms af spjöldum sögunnar i ræöu- stólnum. Fær ávallt gott hljóö og fjörugar umræöur aö lokinni framsögu. öskabörnin hans Baldvins, Klúbbarnir öruggur akstur, 33 að tölu, i öllum byggðarlögum lands- ins, eiga vissulega honum lif að launa, flestum öörum fremur. Á „ljósfaöirinn” enda mestan þátt I þvi að þeir uröu til og hafa vaxið til nokkurs þroska og veriö „vak- andi auga i byggöinni”, viöa um land. ÆviferilL Baldvins Þ. Kristjánssonar hefur veriö óvenju fjölþættur miöaö viö flesta aöra hans samtiöarmenn. Fædd- ur er hann i fámennu byggöar- lagi. Fór ungur aö árum til náms, miðaöviömannlif þess tima. Hef- ur tekiö þátt i atvinnulifi lands- manna, til sjós og lands. For- göngumaöur i margþættum fé- lagsmálahreyfingum, fyrr og sið- ar. Einkum hefur Samvinnu- hreyfingin og umferðamálin átt hug hans allan aö undanförnu, auk margs annars sem oflangt er upp a ö telja, og alþjóö er kunnugt. Má þar til nefna útvarpserindi, greinar i blööum og timaritum, þýöingar hans á hinum frægu bókum Norman Vincent Peale og siöast enekki sist: ritstjórn Gjall- arhornsins, málgagns fyrir Sam- vinnutryggingamenn sem Sam- vinnutryggingar gefa út og Bald- vin hefur ritstýrt frá upphafi, sl. 20 ár. Framlag Baldvins aö umferöar og öryggismálum, mun aö margra dómi, sem best til þekkja, vera sá þáttur I æfistarfi hans sem hvaö mestum sköpum hefur skipt og undirstrikar mann- gildi hans og umhyggju fyrir ann- arra hag. Þessi þáttur veröur þó, eins og svo mörg önnur mann- anna verk, hvorki veginn á vog né mældur með mælistiku. Handhafar oröuveitingarvalds- ins i landinu hafa til þessa, ekki taliö ástæöu aö „Krossa” Baldvin Þ. Kristjánsson, þrátt fyrir óvenju fjölþætt ævistarf — og árangursríkt. Margháttuö opin- ber viöurkenninghefur honum þó hlotnast. Hann var sæmdur gull- merki Samvinnutrygginga 1969 og 1971 hlaut Baldvin SILFUR- BIL SAMVINNUTR YGGINA „fyrir framlag til aukins um- ferbaöryggis”. Þá hlauthann 1972 fyrsta og hingaötil eina heiöurs- skjöld Félags Starfsmanna Sam- vinnutrygginga og Andvöku „fyr- ir frábær störf aö félagsmálum samvinnumanna”. Loks má geta þess að Baldvin var sæmdur kennaramerki sænska samvinnu- skólans, Vár gárd, þegar hann var þar nemandi á framhalds- námskeiði áriö 1948. Áf 70ára sjónarhóli má Baldvin Þ. Kristjánsson vel una sinu hlut- skipti. Samstarfsmenn hans viða um land minnast hinna „gömlu góöu daga” og senda afmælis- barninukærar kveöjur á afmælis- daginn suður til sólarlanda þar sem hann dvelur ásamt konu sinni Gróu, á afmælisdeginum fjarri ys og önn hins daglega lífs. Bæði eiga þau 70 ára afmæli á þessu ári, svo þaö virðist mál til komið aö þau hjónin taki sér fri frá störfum saman stundarkom. Syni eiga þau tvo, Kristján lækni og Gunnlaug flugvirkja. Barna- börnin eru oröin niu:_ Aö Alfhólsvegi 123 i Kópavogi eiga þau fallegt heimili i nýju húsi. Þaðan úr gluggum sér viða vegu.Ut á Flóann, yfir höfuöborg- arsvæöiö. til Esjunnar óg Akra- fjalls. — 1 fjarlægöinni ljómar Aðalvikin bakvið fjöllin, og æskustöðvarnar heima i Hnifsdal Kæri vinur — megi sú heilla- stjama sem lýst hefur lifsferil þinn, enn um sinn lýsa þér fram á veginn. Ég þakka allar samverustundirnar og segi aö lokum sama og áöur sagöi einn af þinum mörgu vinum: „Þaö er ekki aðalatriðið hvora leiöina haldiö er, þegar feröin stóra er fyrir stafni, heldur hitt að lenda á sömu leiö og Baldvin Þ. Kristjánsson”. Stefán Jasonarson. Ég tek nú pennann þó forsendur nái ekki yfir breitt svæði i æfi- starfi okkar Baldvins Þ. Krist- jánssonar. Þó eru eflaust 30 ár siöan ég mælti manninn máli, og þá á hlaðinu i föðurranni minum. Þannighefur það lika verið siðan, éghef mæltmanninn máli og þaö er nær allt. Hitt er aö ég hefi les- ið þýtt og frumsamiö efni sem hann hefur látiö frá sér fara. En tilviljanir fylgja jafnvel verö- bólgunni svo einstaklega er oröiö fallið til aö hesthisa ótrúlegustu parta mannsæfinnar. Ahuga samtök Núpsskólanemenda, ár- anna fram aö fyrri heimstyrjöld, nokkuðfárra þó, héldu furöulegri elju sinni viö að hittast og geröu margar tilraunir sem misjafn- lega fór þá fyrir sumum i þá átt að halda á lofti þvi merka átaki sem stofnun skólans aö Núpi var á þeim tima og hversu gæfa hans var stór I mannvali. Taldi þessi hópur vist aö Island væri fátæk- ara i anda heföi hans ekki notið viö. Þessu vildi Baldvin reynast trúr. Þó nokkuömikiö var spjall- aö, þar fann ég þaö út aö maöur- inn var mikill Islendingur stór- lega oröheppinn og aldeilis fyrir aö láta vaöa á súöum mælsku knörrinn þvi ekki vantaöi undir tóninn og meininguna. löðrum hópi tók fundum okkar enn aö f jölga og þá kanske simtöl- um upp á svona eitt og annað. Það var i Landsamb. Klúbbanna Oruggur akstur en aö þeim er hann guðfaðir eins og flestum er kunnugt. Sem félagsmála- fulltrúi Samvinnutrygginga hefur hann starfað i seinni t.fö. Lifðu lifinu lifandi er titilheiti. einnar bókar sem hann hefur þýtt. Sennilega hefur hann átt gott með að koma þessum titli saman þvi ég held aö inn i þessa veröld hafi honum veriö skutlaö undir þeirri dagskipan og þaö sem meira er, hann hefur sennilega hlotið hjarta sem drengur góður i þ.m. er æriö stutt i þaö stundum. Hvort þaö útaf fyrir sig gerir aðrar brautir auð- farnari I þessari veraldarskömm læt ég ósagt, enda ekki komið til mats i okkar talsambandi. En 70 ára gömlum sendi ég Baldvin Þ. bestu heillaóskir meö jafn góöu þakklæti fyrir margar ánægjustundir. Þar sem hann hefur varöaö veginn mun öörum reynast auöveldara yfirferöar. Megi hann glaöur sjá svo fara, þá hann stigur yfir strikiö og stefnir aö kvöldgöngu sinni. Jónina Jónsdóttir HJÓNARÚM Næstu daga bjóðum við alveg einstök greiðslukjör 100.000.- króna útborgun og 80.000.- krónur á mánuði duga til að kaupa hvaða rúmasett sem er i verslun okkar. Um það bil 50 mismunandi rúmategundir eru á boðstólum hjá okkur. Littu inn,það borgar sig. Ársalir i Sýningarhöllinni Bíldshöföa 20, Ártúnshöföa. Símar: 91-81199 og 91-81410. r Heildí t rútgáf a Jóhanns G. — 10 ára tímabil — Tilvalin fermingargjöf Póst- 5 LP jlötur á 15.900. s e n d m • »nai sim i kl in.!.’ s.il.i ! i' i m i I i M Sólspil & A.A. *//•*- Ilraunkanibi 1, Hafnarfirði Smelltu panel ð húslð Smellupanell er nýstárleg utanhússklæðning sem býður upp á ótrúlega fjölbreytni i útliti. * Auðveltí og fljótleg uppsetmng — Hömið sérstaklega fyrir-þá, sem vilja klæða sjálfir. * Engir naglahausar til iýta Smellupanelnum er smellt á sérstakar uppistöður. * Lóftræsting milli klæðningar og veggjar. Þurrkar gamla veggmn og stoðvar þvi alkaliskemmdir. * Láréttur eða lóðréttur paneíl i 5 litum. — Báðar gerðir má nota saman. Skapar ótal útlitsmöguleika. * Efnið er sænskt gæðastál. gnlvaniserað með lakkhúð a inn- hlið. Níðsterk plasthúð á úthlið. Allt í einum pakka: klæðning, hbrn, hurða- og dyrakarmar. — Glöggar og einfaldar leiðbeiningar á islensku. HringiS eða skrifið strax eftir nánari upplýsingum. Söluumboð á Islandi Blikksmiöja Magnúsar Thorvaldssonar BORGAKNKS! SlMI 0 3-7248

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.