Tíminn - 09.04.1980, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.04.1980, Blaðsíða 14
IÞRÓTTIR 14 IÞRÓTTIR Mibvikudagur 9. aprfl 1980 0 Sigurmarkiö: — Steve Coppell tók hornspyrnu og sendi knöttinn vel fyrir mark Liverpool, þar sem Skotinn Joe Jordan stökk upp og skall- aöiknöttinn til Greenhoff, sem nikkaöi knettinum aftur fyrir sig meö höföinu — og i net Liverpool. Þaö er ekki á hverjum degi, sem Greenhoff skorar meö skalla, en hann hefur skoraö fá skallamörk um ævina. Leikurinn var mjög spennandi og má segja aö hann hafi veriö leikur hina glötuöu marktæki- færa. Liverpool var fyrr til aö skora, eftir slæm varnarmistök hjá Gordon McQueen. • 0:1 — Ray Kennedy átti góða fyrirgjöf fyrir mark United á 14. mín. Gordon McQueen nær knettinum og ætlar aö spyrna frá marki — en hann rennur til á vellinum og knötturinn skoppar til Kenny DALGLISH, sem kemst á auðan sjó og skorar 0:1 — hans 20. mark á keppnistimabilinu. % 1:1— Steve Coppell brunar upp kantinn (20. min.) og við hlið hans er Alan Kennedy, sem allt i einu fellur — Coppell kemst á auðan sjó og sendir góða sendingu fyrir mark Liverpool, þar sem Micky Thomaskemur á fullri ferö og nær að spyrna knettinum i netið um leiö og Ray Clemence, markvörður Liver- pool, reyndi að handsama knöttinn. Þess má geta að A. Kennedy, féll við vegna þess að hann missteig sig og varð að yfirgefa völlinn. Það var mikill hraði I leiknum og leikmenn Liverpool misnotuöu gullin tækifæri til að skora — þeir Ray Kennedy og Kenny Dalglish skutu fram hjá i dauðafærum. JIMMY GREENHOFF... skor- aði sigurmarkið á 64. min., eins og fyrr segir og eftir það hljóp Framhald á bls 19 Greenhoff kom, sá og sigraði á Old Trafford Frá Ólafi Orrasyni I Englandi. — Jimmy Greenhoff, knattspyrnukapp- inn kunni — maöurinn sem sagöur var búinn aö ljúka keppnisferli sin- um, vegna meiösla, var heidur betur I sviösljósinu hér um páskana. Dave Sexton, framkvæmdastjóri Manchester United tók mikla áhættu, þegar hann tiikynnti aö Greenhoff tæki stööu Sammy Mcllroy, sem var rekinn af leikvelli gegn Forest, I hinum þýöingamikla leik gegn Liver- pool á Old Trafford. — „Þetta er stærsta stund i lffi minu”, sagöi Greenhoff, sem haföi þá ekki ieikiö heilan leik 111 mánuöi, eöa frá bik- arúrslitaleiknum á Wembley 1979. — lék sinn fyrsta heila leik i 11 mánuði og skoraði sigurmarkið 2:1 gegn Liverpool á laugardaginn Greenhoff, sem skoraði sigur- mark United 2:1 gegn Liverpool á Wembley 1977 — kom, sá og sigr- aði á Old Trafford á laugardag- inn. Hann skoraöi þá sigurmark United — 2:1 gegn Liverpool og var ákaft hylltur af hinum 57.356 áhorfendum, sem sáu leikinn. Mesta áhættuspil á keppnistima- bilinu, gekk upp — Sexton og Greenhoff stóðu uppi sem sigur- vegarar. Það er Greenhoff sem hefur glætt nýju lifi vonir leik- manna United um að hljóta Eng- landsmeistaratitilinn og margir vilja halda því fram, aö Green- hoff sé lykillinn aö þeirri von. „Greenhoff, Greenhoff...” — hrópuðu áhorfendur, eftir að hann var búinn að skora sigurmarkið á 64. min. og það munaöi ekki miklu aö hann bætti öðru marki viö, stuttu slöar. JIMMY GREENHOFF... átti frábært „come-back”. MICKY THOMAS... sést hér hlaupa fagnandi frá marki Liverpool, eftir aö hann haföi skoraö. Leikmenn Liverpool mótmæltu markinu. Ipswich / heldur i ' -áízMk' sínu k striki... J Krol tU Kanada - ætlar að hætta að leika með Ajax Rudi Krol, fyrirliöi Ajax og hollenska landsliösins, til- kynnti i gærkvöldi, aö hann ætli aö hætta aö leika meö Ajax eftir þetta keppnis- tlmabil og fara til Kanada, til aö leika meö Cancouver Whitecaps. Krol er 32 ára og hefur leikiö 71 landsleik fyrir Holland. —SOS V_______________J Barcelona vill fá Woodcock — Ég er upp meö mér, aö Barce- lona skuli vilja fá mig til liös viö sig, sagöi enski landsliösmaöur- inn Tony Woodcock sem leikur meö 1. FC Köln, en félagiö keypti Woodcock frá Forest fyrir 700 þús. pund. Barcelona hefur rætt viö forráöamenn 1. FC Köln. Jobn Wark með „Hat-trick”.. gegn Norwich á Portman Road á laugardaginn Frá Ólafi Orrasyni i London: — Hinir bláklæddu leikmenn Ips- wich eru tvimæialaust þeir ieik- menn, sem leika skemmtiiegustu knattspyrnuna i Englandi — þeir leika skemmtilega sóknarknatt- spyrnu og hraöi og útsjónasemi einkennir leikmenn liösins. Ip- swich, sem byrjaöi mjög illa — félagiö var á botninum lengi framan af, hefur veriö óstöövandi aö undanförnu — leikiö 19 leiki án taps i deildinni. John Wark var i sviösljósinu, þegar Ipswich vann öruggan sig- ur 4:2 yfir Norwich á Portman Road á laugardaginn. Þessi marksækni leikmaður skoraði „Hat-trick” — þrjú mörk, þar af tvö úr vitaspyrnum. Paul Mar- iner skoraði fjóröa markið — meö stórglæsilegu skoti, en þeir Kevin Bond og Keith Robson skoruðu fyrir Norwich. Það var ekki skemmtileg knattspyrna, sem leikmenn Arse- nal og Southampton buðu hinum 34.500 áhorfendum á Highbury upp á. Alan Sunderland skoraði mark Arsenal af stuttu færi á 20. min. — hans 26. mark á keppnis- timabilinu og það fyrsta i mánuð. Phil Boyerskoraði fyrir Dýrling- ana — hans 22. mark og þaö fyrsta I tvo mánuði. Southampton sýndi betri knattspyrnu og áttu þeir Steve Williams og Phil Boyer góðan leik. Arsenal var fyrir þvi óhappi i byrjun leiksins — aö \ *.'• .5* i JOHN WARK ... og Kevin Beattie, sjást hér fagna sigri. missa David Prise út af, meiddan á fæti. Wallace skoraði 2 mörk IAN WALLACE... hinn mark- sækni Skoti hjá Coventry, sem er á sölulista hjá félaginu, skoraði bæði mörk Coventry (2:1), eftir að Dave Hodgton hafði skorað fyrir „Boro” eftir aöeins 2 min. CHRIS JONES.. og Tony Galvin skoruðu mörk Tottenham, en John Richard minnkaði mun- inn með góðu skallamarki — 1:2. Góður sigur hjá Aston Villa Evrópumeistarar Nottingham Forest máttu þola tap — 2:3 gegn Aston Villa á Villa Park i Birmingham. Des Bremner skor- aðil:0fyrir Villa, en Garry Birti- es jafnaði. Alan Evans skoraöi siðan glæsilegt mark með skalla á 41. min., eftir aukaspyrnu frá Ken Swain — 2:1 Larry Lloyd varð siðan fyrir þvl óhappi að skora sjálfsmark (3:1), en Ian Boyer skoraði fyrir Forest undir lok leiksins. PETERWARD... skoraöi fyrir Brighton eftir aðeins 6 min. gegn Crystal Palace, en Jimmy Cann- on skoraði jöfnunarmark 1:1 Palace. STEVE POWELL og Paul Emson skoruðu mörk Derby, sem vann góöan sigur 2:0 yfir Leeds. GARRY MEGSON.. skoraöi gott mark fyrir Everton, það fyrsta síðan hann var keyptur frá Plymouth, þegar Everton lagði Bolton að velli — 3:1. Peter Eastoe og Brian Kidd bættu slð- an mörkum við, en Neil What- more skoraði fyrir Bolton. —ÓO/-SOS Föstudagurinn langi: 2. DEILD: Bristol R. - Fulham.......1:4 Charlton-Luton............1:4 Wrexham - Burnley ........1:0 Laugardagur: 1. DEILD: Arsenal- Southampton......1:1 Aston Villa-Nott. For.....3:2 BristolC.-W.B.A...........0:0 CrystalPal.-Brighton .....i:i Derby-Leeds...............2:0 Everton-Bolton............3:1 Ipswich-Norwich...........4:2 Man. Utd.-Liverpool.......2:1 Middlesb.-Coventry........1:2 Stoke-Man. City...........0:0 Wolves-Tottenham..........1:2 2. DEILD: Burnley-Shrewsbury........0:0 Leicester-Chelsea.........i;o Luton-Watford.............i;o Notts C.-Charlton......!.! !o!o Oldham-Cambridge..........i;i Prestón-Wrexham...........0:0 Q.P.R.-Birmingham.........i:i Sunderland-Newcastle ......1:0 Svansea-Bristol R.........2:0 West Ham-Orient...........2:0 Mánudagur: 1. DEILD: Bolton-Man. Utd...........1:3 Brighton-Bristol C........0:1 Coventry-Derby............2:1 Man. City-Aston Villa....1: i Norwich-Crystal Pal.......2:1 Southampton-Wolves........0:3 Tottenham-Arsenal.........1:2 W.B.A.-Ipswich............0:0 2. DEILD: Birmingham-West Ham.......0:0 Cardiff-Swansea ...........1:0 Chelsea-Luton.............1:1 Newcastle-Burnley.........1:1 Watford-Oldham............1:0 Wrexham-Sunderland........0:1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.