Tíminn - 10.04.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.04.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 10. april 1980 7 Auðhringatal af N j áluslóðum Viö tslendingar eigum marg- ar merkilegar og góöar bækur. Ein hin allra besta þeirra heitir Brennu-Njáls saga. Hún á sér sögusviö vitt um land, en aöal- viöburöir hennar gerast á þeim slóöum sem nú heitir Rangár- vallasýsla. Þar hefur um aldir veriö lifaö gróskumiklu og gagnmerku mannlifi. Og héruö- in þar sem Njála gerist eru enn I dag fögur og búsældarleg eins og þau voru á dögum Gunnars á Hllöarenda. Þeir Rangæingar hafa byggt myndarlega upp hjá sér, og eitt af þvi sem þeir hafa gert er aö þeir hafa komiö á fót myndarlegu kaupfélagi. Þaö er Kaupfélag Rangæinga sem hef- ur aöalstöövar sinar á Hvols- velli. Trúlega eru þaö gömul og ný kynni min af Njálfu sem ollu þvi aö mér hálfbrá þegar ég las Timann hinn 22. mars og sá þar grein eftir einn af stjórnar- mönnum Kaupfélags Rang- æinga, Magnús Finnbogason bónda á Lágafelli. Greininni var aö visu ekki beinlinis beint gegn mér persónulega, en tilefni hennar var greinarstúfur sem ég skrifaöi hér I blaöiö fyrr I mánuöinum, og nafn mitt var þar á allnokkrum stööum dregiö inn I málflutninginn. I greinarstúf minum fjallaöi ég um þaö af gefnu tilefni hvort rétt væri aö lita á samvinnu- hreyfinguna hér á landi sem auöhring og nefna hana þvl nafni. Magnús fellst aö visu á öll sjónarmiö mln I grein sinni I oröi kveönu, en samt sem áöur segist hann álita aö fólk telji samvinnuhreyfinguna vera auöhring. Get ég reyndar ekki betur séö en hann telji sjálfur svo vera, eftir þvi aö dæma hvernig hann hagar málflutn- ingi sinum I greininni, þótt hann neiti þvi á yflrboröinu. Og ástæöuna fyrir þvl aö sam- vinnuhreyfingin sé auöhringur telur hann vera þá hvaö þaö séu margir kaupfélagsstjórar I stjórn og varastjórn Sambands- ins, og einnig hina hvaö margir menn, sem gegni framkvæmda- stjóra- eöa kaupfélagsstjóra- störfum, hafi valist til þess aö taka sæti I stjórnum samstarfs- fyrirtækja Sambandsins. Nánar til tekiö nefnir hann þaö aö I stjórn og varastjórn Sambandsins sitji ellefu menn, þar af sjö kaupfélagsstjórar. I stjórnum tlu samstarfsfyrir-. tækja telst honum til aö sitji 46 menn. Þar af séu 20 núverandi og fyrrverandi framkvæmda- stjórar hjá Sambandinu, 6 sæti séu skipuö af kaupfélagsstjór- um, og af þeim 20 sem þá séu eftir sýnist honum augljóst aö a.m.k. 16-18 séu kosnir af sam- eignaraöilum I þessum félögum. Þetta viröist Magnús á Lága- felli sem sé vilja meina aö valdi þvl aö samvinnuhreyfingin sé auöhringur og lúti þvi sem hann nefnir forstjóraveldi. Andstæðinga- áróður Ég skil satt best aö segja ekki almennilega hvaö vakir fyrir Magnúsi á Lágafelli meö þvi aö vilja endilega draga mig per- sónulega inn I þessa umræöu slna. Grein mln hér I Timanum fjallaöi um allt annaö efni og ég get ekki séö aö hún hafi gefiö honum tilefni til þess aö tönnlast á nafni mlnu llkt og hann gerir I grein sinni. Llka fer þvl fjarri aö skipulag og framkvæmd sam- vinnustefnunnar sé eitthvert privatmál mitt persónulega. Þvert á móti er þar um aö ræöa sameiginlegt málefni þess breiöa fjölda sem myndar sam- vinnufélögin, og sama máli gegnir um þaö hvaöa menn eru valdir þar til forystu og ábyrgö- arstarfa. En fyrst Magnús á Lágafelli er búinn aö kasta hanskanum til min meö þessum hætti skal ég meö mestu ánægju benda hon- um á nokkur atriöi sem þetta varöa. Þar á meöal er, aö þaö er slöur en svo nokkuö nýtt aö samvinnuhreyfingunni sé boriö þaö á brýn aö hún sé auöhringur og aö I henni sé rikjandi fá- mennisstjórn og forstjóraveldi. Sllkar aödróttanir hafa sam- vinnumenn heyrt áöur og marg- oft hrundiö þeim meö gildum rökum. En hitt er nýtt aö þessum aö- dróttunum sé varpaö fram inn- an eigin raöa samvinnuhreyf- ingarinnar, og þaö af manni sem sjálfur á sæti I stjórn kaup- félags og á aö vera öllum knút- um kunnugur og vita betur en hann lætur. Til þessa hafa sllkar aödróttanir fyrst og fremst komiö frá þeim mönnum sem vildu kaupfélögin feig. Slikur málflutningur hefur hingaö komiö frá einkarekstrarsinnum eöa þjóönýtingarsinnum, þaö er mönnum sem annaö hvort hafa trúaö þvl aö óheftur einkarekst- ur væri þaö sem koma skyldi, eöa þá á hinn bóginn aö rlkis- valdiö ætti aö sjá um og hafa I höndum sem mest af atvinnu- rekstri og viöskiptum i landinu. Þessum áróöri hafa forsvars- menn samvinnufélaganna jafn- an svaraö meö þvl aö benda á hina lýöræöislegu uppbyggingu þeirra. Þar þarf hver ráöinn stjórnandi reglulega aö standa skil á geröum slnum gagnvart lýöræöislega kjörinni stjórn, og aöalfundir, sem á sama hátt eru myndaöir samkvæmt venjuleg- um leikreglum lýöræöisins, eru þeir aöilar sem fara meö æösta valdiö. Ég get naumast sagt aö ég þekki Magnús á Lágafelli persónulega, en grein hans ber ekki annaö meö sér en hann sé gegn og greindur maöur, svo aö ég vil ekki trúa ööru en aö hann skilji þetta. Hverjum á að treysta? Þær upplýsingar, sem Magnús á Lágafelli tilfærir I grein sinni um þaö hverjir séu stjórnarmenn i Sambandinu og samstarfsfyrirtækjunum, eru siöur en svo nokkur afhjúpun eöa uppljóstrun. Þessar upplýs- ingar liggja meðal annars opnar fyrir hverjum manni I vasabók þeirri sem Sambandiö gefur ár- lega út. Þaö er þess vegna fjarri þvl aö hann sé aö fletta hér ofan af nokkru launungarmáli. Þaö er á hinn bóginn nýtt hjá honum aö halda þvi fram aö lifsstarf þeirra manna sem skipa þessar stjórnunarstööur val(h þvi aö kalla eigi samvinnuhreyfinguna auöhring. Þaö sem Magnús hins vegar vanrækir aö geta um, þó aö hon- um hljóti aö vera þaö fullkunn- ugt, er þaö aö I allar þessar stööur er skipaö eftir lýöræöis- legum leikreglum. Allir þessir menn, sem hann er hér aö tala um, þurfa aö standa kjörnum stjórnunaraöilum skil geröa sinna, og veröi einhverjum þeirra þaö á aö misbeita áhrif- um sinum eöa aö vanrækja aö gæta hagsmuna félagsmann- anna, þá getur sá hinn sami ekki vænst þess aö fá aö kemba hær- urnar i starfinu. Ráönir stjór- endur kaupfélaganna, Sam- bandsins og samstarfsfyrir- tækjanna sitja ekki I stólum sln- um I krafti persónulegrar hluta- bréfaeignar. Þeir sitja þar I krafti þess aö lýöræöislega kjörnir stjórnendur hafa ákveö- iö aö sýna þeim traust. Og mis- fari þeir meö þaö traust sem þeim hefur veriö sýnt, þá er þaö hlutverk manna eins og Magnúsar á Lágafelli, sem á sæti I kaupfélagsstjórn og er þar meö einn af hinum lýöræðislega kjörnu stjórnendum samvinnu- hreyfingarinnar, aö skipta um menn. Hitt er annaö mál aö þaö má endalaust deila um þaö hversu langt eigi aö ganga i þvi aö fela einstökum mönnum stjórnunar- verkefni og hvaöa verkefni eigi aö fela hverjum manni. Magnús deilir á þaö aö sjö af ellefu mönnum I stjórn og varastjórn Sambandsins séu starfandi kaupfélagsstjórar. Ég reikna meö aö Magnús geri sér grein fyrir þvi aö meö þessu er hann aö beina geiri sinum gegn aöal- fundi Sambandsins, og þá meöal annars aö þeim fulltrúum sem hans eigið félag, Kaupfélag Rangæinga, sendir þangaö. Þaö er nefnilega þessi aöalfundur sem kýs stjórn Sambandsins, og þaö er hann sem fer meö æösta vald I öllum málefnum þess. Þaö er verkefni fulltrúanna á þessum fundi aö velja menn til aö sitja I Sambandsstjórn, og þaö eru þeir sem hafa valiö þessa margumræddu kaup- félagsstjóra til aö gegna þessum trúnaöarstörfum. Um þetta ræöur hvorugur okkar Magnús- ar nokkru fram yfir þaö sem viö getum haftáhrif meö atkvæöum okkar og málflutningi á fundum kaupfélaganna á Hvolsvelli og 1 Reykjavik. Og þannig á þaö ein- mitt aö vera, eins og ég veit aö Magnús skilur. Viö eigum aö beygja okkur fyrir lýöræöislega teknum ákvöröunum. Leitað til atviimumanna Nú er þaö reyndar sannast sagna, aö ég lft svo á aö þaö sé I rauninni ekki mitt, eöa okkar, sem fyllum hóp Sambands- starfsmanna, aö segja til um þaö sem slikir hvaöa einstakl- ingar eigi aö sitja I stjórn Sam- bandsins. Þaö eru nefnilega þessir menn sem stjórna störf- um okkar, hinna ráönu starfs- manna. En mér sýnist þaö þó liggja I augum uppi aö ástæö- urnar aö baki þessu vali séu þær aö þar hafi veriö leitaö aö þeim mönnum sem liklegastir væru til þess aö hafa starfsreynslu og sérþekkingu á þeim sviöum sem stjórnin þarf aö fjalla um. Þaö sýnist mér hafa verið gert meö þvi aö leita til þeirra manna sem eru atvinnumenn innan samvinnuhreyfingarinnar á sviöi fyrirtækjarekstrar. Ég reikna meö aö Magnús geti skiliöþaö, aöoftog tlöum hlýtur að koma upp sú staöa I sam- vinnuhreyfingunni aö rétt þyki aö leita til þeirra manna, sem hreyfingin hefur i þjónustu sinni og hafa sérþekkingu og reynslu 1 fyrirtækjarekstri, til þess aö taka aö sér einstök stjórnunar- verkefni. Þaö er siöur en svo nokkur ný bóla aö sllkt sé gert. Þvert á móti veit ég ekki betur en þaö hafi tiðkast átölulaust hjá kaupfélögunum og Sam- bandinu allar götur frá fyrstu tlð, er þau fóru aö taka þátt I fyrirtækjum meö öörum, aö kaupfélagsstjórum og fram- kvæmdastjórum þeirra væri faliö aö gegna.stjórnunarstörfum I sllkum fyrirtækjum jafnframt sinum daglegú verkefnum. Hitt er svo annað mál aö þaö er langt frá þvl aö þaö komi greinilega fram I grein Magnúsar hverju hann vilji breyta. Vill hann láta vikja ein- hverjum stjórnarmönnum I samstarfsfyrirtækjunum frá? Ef hann vill þaö, hverjum vill hann þá vikja I burtu? Hvaö hafa þeir menn brotiö af sér aö mati Magnúsar sem réttlæti brottvikningu þeirra? Og hverja vill hann fá I staðinn? Vill hann gera kerfisbreytingu á stjórnun I samvinnuhreyfingunni, og þá hverja? Ég leitaöi árangurs- laust aö svörum viö þessum spurningum I grein hans. Meöan hann kemur ekki meö ákveönari hugmyndir en þetta og færir ekki veigameiri rök fyrir máli sinu, þá sýnist mér málflutn- ingur hans svifa I lausu lofti og ómögulegt aö taka hann alvar- lega sem tillögur til umbóta á skipulagi og rekstri samvinnu- hreyfingarinnar. Nýjar hug- myndir um skipulagsbreytingar I samvinnuhreyfingunni eiga fortakslaust aö ræöast, en áöur er þó nauösynlegt aö þær séu dregnar niöur á jöröina og settar fram þannig aö þær séu skiljanlegar. „Óþrifa- bletturinn” Llka vikur Magnús á Lága- felli aö starfsmannaverslun Sambandsins I Holtagöröum og kemst svo smekklega aö oröi aö kalla hana „óþrifablett” á Sam- bandinu. Þaö er nú reyndar á mörkunum aö ég hafi löngun til þess aö standa I þvl aö skattyrö- ast viö menn á prenti.út af þessu máli, svo mikiö sem búiö er aö ritaum þaö I blöö á siöustu misserum. Þaö á sér allt eöli- legar skýringar, sem ég held reyndar aö Magnúsi á Lágafelli hljóti aö vera fullkunnugt um, þótt hann láti ööruvfsi. Máliö er þaö aö starfsmenn Sambands- ins hafa I áratugi haft þau hlunnindi aö mega kaupa vörur beint út úr heildsölu þess, á sama hátt og starfsmenn margra annarra heildsölufyrir- tækja hér I Reykjavlk. Þetta viögekkst til skamms tlma átölulaust og án þess aö nokkr- um Magnúsi á Lágafelli dytti I hug aö fetta fingur út I þennan „óþrifablett”. Þaö var ekki fyrr en tekiö var upp nýtt fyrirkomu- lag á þessari starfsemi og opnuö sérstök afgreiösla I þessu skyni inni i Holtagöröum, aö óánægju- raddir fóru aö heyrast. Siöustu misserin hafa þessar óánægju- raddir magnast heldur, en Sam- bandsstarfsmenn eru þó eins og gefur aö skilja ekki tilbúnir til aö láta fyrirvaralaust af hendi heföbundin hlunnindi, sem I reynd myndi jafngilda af- dráttarlausri launalækkun. Magnús á Lágafelli yröi varla hrifinn ef afurðaveröiö til hans yröi skoriö niður um nokkrar prósentur fyrirvaralaust, og á sama hátt eru Sambandsstarfs- menn ekki beinlinis ginnkeyptir fyrir þvl aö láta taka af sér hlunnindi sem þeir hafa notiö lengi. En ég get minnt Magnús á þaö, sem honum hlýtur aö vera fullkunnugt um, aö þaö er veriö aö vinna aö þvi aö finna ein- hverja þá lausn á þessu máli sem allir geti sætt sig viö. Þaö er engin ástæöa til aö efast um þaö fyrirfram aö hún finnist, enda hefur samvinnuhreyfingin leyst erfiöari vandamál en þetta. Og á meöan þetta mál er óleyst sé ég ekki aö neinn sé bættari meö þvi aö talað sé um þaö sem „óþrifablett”, þó aö starfshópur sé ekki tilbúinn til aö láta skeröa kjör sin. Annaö lætur Magnús llka frá sér fara I greininni sem kallar á athugasemdir. Hann vitnar I 4. grein Rochdale-reglnanna þar sem segir: „Hagnaður eöa upp- 'safnaö fjármagn — ef um slikt er aö ræöa — sem til er oröiö I rekstri samvinnufélags, til- heyrir félagsmönnum I þvi félagi, og skal sliku fé dreift á einhvern þann hátt sem miöar aö þvi aö koma I veg fyrir aö nokkur félagsmaöur hagnist á kostnaö annarra félagsmanna”. i framhaldi af þvi spyr Magnús hvernig rekstur starfsmanna- verslunarinnar geti falliö aö þessari grein I Rochdale-regl- unum. Ég vona satt aö segja aö þaö sé ekki alfariö heimsku minni aö kenna, en mér er llfsins ómögulegt aö sjá samhengiö I þessu hjá Magnúsi. Eins og hann veit vel þá er rekstur þess- arar verslunar kjarabót sem Sambandsstarfsmenn njóta. Ef af henni er kostnaður, þá er hann sama eölis og venjulegur launakostnaöur hjá fyrirtækj- um. Og um laun og kjör er samiö á milli vinnuseljenda og vinnukaupenda hér á vinnu- markaðinum. Er Magnús aö halda þvi fram aö þaö sé and- stætt Rochdale-reglunum aö samvinnufélög greiöi starfsfólki slnu umsamin laun? Ætlast hann til þess aö Kaupfélag Rangæinga hætti aö borga ráönu starfsfólki sinu kaup af þvl aö þaö skeröi tekjuafgang sem félagsmennirnir eigi aö fá? Spyr sá sem ekki veit. Helst ekki meira af svo góðu Magnús lætur þannig I grein sinni aö hann ætli aö skýra þaö fyrir mér aö samvinnuhreyfing- in sé auðhringur. Þetta hefur honum mistekist gjörsamlega, enda er ég hvorki harður einka- rekstrarsinni né þjóönýtingar- sinni og tek meö fullum fyrir- vara sérhverju þvi sem sllkir menn segja um samvinnuhreyf- inguna. Eins og ég sagöi I upp- hafi, þá ber ég það mikla virö- ingu fyrir Njáls sögu, aö þaö kemur illa viö skapiö I mér ef menn af söguslóöum hennar setja á prent hugmyndir sem mér þykja mjög ósamboönar þeirri markvissu rökvisi sem er allsráöandi hjá hinum forna snillingi sem fyrir sjö hundruö árum festi þaö mikla verk á skinn. Eins og gefur aö skilja get ég ekki veriö aö standa I þvl aö segja Magnúsi á Lágafelli fyrir verkum um þaö nvernig hann eigi aö hugsa eba hvaöa skoðanir hann eigi aö hafa. En ef hann finnur hjá sér þörf fyrir aö fylla dagblaöaslöur meö hugsunum slnum og skoöunum, þá biö ég hann þess lengstra oröa aö halda mér utan við þaö. Og lái mér þaö hver sem vill.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.