Tíminn - 10.04.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.04.1980, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 10. april 1980 9 Sumir hlutir eru þess eðlis, að öll nauðsynleg framvinda verö- ur að koma úr óvæntri átt. Um það má nefna mörg dæmi. Til að mynda tókst Baldvini Jónssyni i Sylgju, þeim merka ihönnuði, fyrstum manna að búa til vél til að hreinsa dún, sem variilt verk og seindrepandi. Þó höfðu margir reynt þetta á und- an honum, en honum einum tókst þetta, aðaliega vegna þess að hann vissi ekki hvernig átti að hreinsa diin. Hafði ekki hug- mynd um það. Hinir voru dún- hreinsunarmenn með vitin full af kuski og sálina af dún. Þetta kom 1 huga mér þegar Indriði G. Þorsteinsson, rithöf- undur skrifaði grein um hina háskalegu sjómennsku sem stunduð er hér viö land, og legg- ur til aö ekki verði aðeins mein- uð sjósókn til þess að vernda fiskistofna, heldur aö einnig verði, undir vissum kringum- stæðum, bannað aö róa I mann- drápsveðrum, til þess aö vernda mannslffin. Vill hann gefa Veöurstofunni vissar heimildir til að banna róðra. Þarna er tæpt á mjög merki- legu máli, og raunar athyglis- vert aö upprekstrarmaður i skagfirskum dölum og hrossa- garri i þokkabót, skuli fyrstur hreyfa svona mikilvægu máli I sjósókn, þvi' satt aö segja þá of- býður manni oröiö það mannfall og drukknanir er verða á sjón- um, þrátt fyrir betri skip (oft) og aukna veöurþjónustu. Það mun nú vera nær hálf öldliðinsiðan veöurfregnir voru fyrst sendar úti útvarpinu, fyrir bændur og sjómenn og tuttugu ár eru liðin siðan fyrsta gervi- tunglið var sent á loft til aö sjá veðurfyrir i nýju samhengi. En samt veröa enn veðráttusjóslys, er maöur hefur á tilfinningunni að komast heföi mátt hjá, með einhvers konar samvinnu veð- urstofu og sjómanna, og öflugra viðvörunarkerfi en við nú ráö- um yfir. Róið i opinn dauðann Það er auðvelt aö gera sér grein fyrir þeim annmörkum sem þvi eru samfara, ef fræð- ingar á veöurstofunni eiga al- fariðað ráöa þvi hvort skip leysi landfestar eða ekki. Þarna spil- ar einnig inn metnaður og áræði sjómanna almennt. A hitt er einnig að lita, að oft er um mikinn aðstöðumun að ræöa hjá sjómönnum, þegar um er að ræða hvort róiö sé þann daginn eða ekki. Mér er þaö t.d. minnisstætt frá veru minni I Landhelgis- gæslunni, er ég haföi náið sam- band viö vertíðarformenn, að svo virtist, aö þegar veðurútlit var slæmt, næstum háskalegt, þá fóru stóru bátarnir stundum út, þvi þeir þoldu veður, og þá var ekki aö sökum aö spyrja. Minni bátar létu einnig úr höfn og börðu hafsjóinn og ultu eins og kefli. Ég sé enn fyrir mér Keili frá Akranesi renna út i ógnandi nóttina og hrlöina, ból- mikiöskip, það var svarteins og biskupskápa en rautt að ofan. Það birtist eitt augnablik og hvarf siðan i sortann, og innan skamms komu hin veiku skip á eftir þrátt fyrir slæma spá, þvi nú var þaö metnaðurinn er fór á sjó, en ekki vitiö. Það urðu oft vond sjóslys á þessum árum. Bátar hurfu með manni og mús, og sorgin fór hús úr húsi eins og kaldur vindurinn og nepjan. En þessi sjávarháski var á éinhvern sérstakan hátt tengdur þessu veöurbarða fólki, og þaö hefði veriö óðs manns æðiaðorða róörabönn af veöur- farsástæðum. Menn sigldu hik- laust bátum sinum i brimlöðrið i Grindavik, eftir að hafa haft samband i talstöö viö hafnar- vörð er lýsti aöstæöum, lifsvon og dauða — og allt fór þetta vel — oftast. Baráttan við náttúru- öflin var nefnilega ekki aðeins iþrótt, heldur lika nauösyn. Þetta var baráttan um lifs- björgina sjálfa. Nú horfir aftur á móti dálitið öðru vlsi við. Þjóöin ræður yfir meiri skipastóli en fiski. Þannig að það verður að takmarka alla sókn. Þviþá ekki að fara að orö- um hestamannsins úr Skaga- fjarðardölum og slaka á sókn- inni f manndrápsveörum? Ef vikiö er að rækjubátum og vertiöarbátum sérstaklega, þá ætti róðrabann aö miðast við bátastærö, eöa gæti gjört það, eri það sem mest riöur á er að Veðurstofan, samtök sjómanna og Utgeröarmanna, og svo auö- vitað með stjórnvöld við hliö sér, endurskipuleggi vetrar- veiöarnar, þannig að öryggi megi auka. Beinllnis meö þvi að halda bátum i landi, þegar stormar æða um höfin. Veðurstofunni er vandi á höndum. Hún hefur oft veik spil. Veðurskip vantar til að mynda vestan viö landið, og hann getur þvl skolliö á meö litl- um fyrirvara. Það er þvi hugs- anlegt aö nokkrir einkennilegir dagar komi i sjávarplássum, að flotinn liggi I róörarbanni I höfn, enbliöasé.eöa a.m.k.slarkfært úti á miðunum. En einn, eöa tveir svoleiðis dagar eru betri en þeir sem við fengum i vetur og í fyrravetur. Þjóðin má ekki gleyma þeirri sorg ieinu vetfangi, ergeymist I augum hinna fáu svo lengi, þeirra er uröu fyrir barðinu á veðurfarsslysum á sjó. Viöhöfum i sögunni dæmi um hömlur á sjósókn að vetrarlagi. Fyrir aldamót fengust fiski- skúturnar ekki tryggðar á sjó fyrr en eftir 1. mars, og þá fyrst byrjuöu úthöldin. Mörgum útgeröarmanni og sjómanni þótti þá súrt I broti ef veður voru góð, en án efa hefur þessi fyrirvari tryggingafélag- anna bjargað mörgum skipum og mörgum mannslifum lika. Voru þó ærnar sorgir fyrir og slysfarir á sjó. Sigursælir Japanir A. Zich: Sókn Japana. Heims- styrjöldin 1939-1945. 4. bindi. Almenna Bókafélagið 1980 Björn Bjarnason þýddi. 208 bls. Eins og heiti þessarar bókar bendir til fjallar hún um upphaf og fyrsta þátt þess hluta heims- styrjaldarinnar siöari, sem háður var á Kyrrahafi og i Asiu. Bókinni er skipt i sex megin- kafla. Sá fyrsti nefnist: Dregur aö styrjöld og fjallar um að- draganda árásar Japana á Pearl Harbour. Þar Jýsir höf- undur I mjög stórum dráttum þróun japanskra stjórnmála á fjórða áratugnum, segir frá þvi hvernig hernaðarsinnar komust til áhrifa, lýsir innrásinni i Mansjúriu, ógnaröld, sem rikti i Tokió um eitt skeið, greinir frá „samningatilraunum” Banda- rikjamanna og Japana, þar sem enginn virðist hafa unniö af heilindum nema þá helst banda- riski sendiherrann I Japan, og loks segir frá undirbúningi Japana að árásinni á banda- risku flotastööina i Pearl Harbour. 1 öðrum kafla, sem nefnist: Skyndiárásin segir frá loftárás- inni á Pearl Harbour. Þar er árásinni og afleiöingum hennar lýst nákvæmlega, og kemur glöggt fram, hve óvænt árásin var og jafnframt aö Banda- rikjamenn áttu fyrst og fremst við sjálfa sig að sakast. Sofandaháttur þeirra og kæru- leysi var með eindæmum. Jafn- vel siöasta hálftfmann eða svo, áður en árásin dundi yfir, fylgd- ust þeir meö árásarvélurium á ratsjá, en datt ekki ihug að gera minnstu varúðarráöstafanir. Þriöji kaflinn nefnist: Útvirki beitt ofurefli, og er það I sjálfu sér bráðskondin fyrirsögn, en kaflinn fjallar um sigra Japana á Guam eyju og siöan um fall Fillipseyja. Fjóröi kafli heitir: Sóknin til suðurs og segir þar frá innrás Japana i nýlenduveldi Breta falli Singapore og hollensku eyj- anna, baráttunni um Burma og loks frá falli Thailands i hendur Japönum. 1 þessum kafla er hernaöaraöferðum Japana i frumskóginum lýst greinilega, sagt er frá þvi er bresku herskipunum Repulse og Prince of Wales var sökkt, en sá atbuiogrvarþungtáfall fyrir Breta. t þessum kaíla kemur vel fram, hve illa Evrópumenn voru búnir undir það að verja nýlendur sinar i Asi'u. Fimmti kafli nefnist: Undir stjórn sigurvegaranna. Þar segir frá stjórn Japana á hernumdum löndum og frá þeim viötökum, sem þeir fengu. Ibúar nýlendnanna tóku þeim vel i fyrstu og litu gjarnan á þá sem frelsara. En þaö virðhorf breyttist skjótt, er menn fundu að hinir nýju herrar voru sist betri en þeir gömlu. Hér segir einnig frá þvi hvernig Japanir fóru meö striðsfanga, aðrir beittu skefjalausri grimmd. Sjötti og siöasti kaflinn nefn- ist: Midway: Taflið snýst. I þessum kafla segir frá orrust- unni viö Midway eyju, en þar Af bókum höfðu Bandarikjamenn i fyrsta skipti betur gegn Japönum og hefur þessi orrusta oft veriö talin hafa haft viölika áhrif i Kyrrahafsstriöinu og orrustan um Stalingrad i Evrópu. Þegar á heildina er litiö verður aö segja eins og er aö þetta bindier hvergi nærri nógu vel unniö. Fræðilega stenst það engan veginn samjöfnuö við 2. og 3. bindi bókaflokksins, en þau stóðu bæði vel fyrir sinu. Megin- galli þessa bindis er sá, að það er skrifaö i lélegum blaða- mennskustil, frásögnin er yfir- borðskennd og á köflum glamursleg. Einnig gerir höf- undur sig sekan um þá skyssu aö geta litt, og mjög ónákvæmt um mikilvæg atriði. Þetta á einkum við um fyrstu tvo kafl- ana. t þeim fyrsta er sagt frá aðdraganda styrjaldarinnar. Þar er greint allltarlega frá þvi, hvernig hernaöarsinnar náöu völdum I Japan og siöan gengur nær öll frásögnin út á það að lýsa þvi' hvemig þetta voöafólk hafi markvisst undir- búið styrjöld. Nú er þaö fjarri mér að ætla að bera á móti eða draga úr þeim þætti, sem striös- æsingamenn japanskir áttu i þvi að styrjöldin braust út. En hinu má ekki gléýma, að Banda- rikjamenn höföu enfahagslegt kverkatak á Japönum. Og þaö var þetta tak, sem olli þvi ööru fremur að strlðsæsinga- mennimir fengu svo mikinn hljómgrunn i Japan sem raun bar vitni. Allar samningavið- ræður fóru út um þúfur, og það var ekki slður að kenna óbilgirni Bandarlkjamanna og Hollend- inga i Austur - Indium en Japön- um. Vissulega getur höfundur þessara atriða, en hvergi nærri nógu itarlega. t öörum kaflanum, um árás- ina á PearlHarbour, dvelst höf- undur aftur á móti um of við smáatriöi og fer út i lýsingar á atburöum, sem litlu eða engu máli skipta fyrir heildar- frásögnina. Sfðari kaflar bókar- innar eru mun betur unnir, en þó þykir mér sem meiri áherslu hefði þurft að leggja á barátt- una um Burma. Stríðið i Burma var ef til vill mikilvægasti þáttur styrjaldarinnar i Asfu, frá Burma gátu Japanir ógnað Indlandi og heföu þeir náö fót- festu þar heföu þeir trúlega orðið ósigrandi i Asiu. Eins og ifyrri bindum er þetta prýtt miklum fjölda ágætra mynda, en þær og skýringatext- ar með þeim eru að minum dómi besti hluti bókarinnar. Björn Bjarnason hefur þýtt bók- ina á islensku og viröist mér honum hafa vel tekist. Að visu hef ég ekki enska textann til hliðsjónar, en þýðingin er á góðri islensku og lipurlega rit- uð. t bókarlok eru skrár um heimildir, aðrar bækur um sama efni, eigendur mynda, nöfn og atriðisorð. Jón Þ.Þór. rMwtaiiiiu* »a. tcbr. !•»* asins i íjórum þýð- ilgror Japann Kyrrab»l»»tyr|»ldta v«rður lungvlun surwtu uðintUn * wm< ttf-fwn m matwium. t,n ( jn tru htnli mtrlu !»■*»< lanrtvliinim,:. m.. • ivígrsr l*< »r ha<« ii48 .ntUvkaft, *» j«!it« Miilajn-útagattuni * » M«< h , ' tfI_ nlc («|| -11 m eru < Jtattn vi'gtmi ; aldarlnnnr tnimu i - ■ liim oc sciii.. ______„.ivi,. »i«t!i •—-“<•" »><•<«•

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.