Tíminn - 13.04.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.04.1980, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 13. aprll 1980 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón SigurOsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Slöu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldslmar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr.: 4.500 á mánuði. V. Blaðaprent. J Lýðræðið til umræðu Að undanfömu hafa nokkrar umræður orðið i Timanum um málefni samvinnuhreyfingarinnar, enda er blaðið eðlilegur vettvangur skoðanaskipta um þau efni. Dr. Eysteinn Sigurðsson ritstjóri fjall- aði um þessar umræður i athyglisverðri grein sl. fimmtudag. í greininni segir hann m.a. um gagn- rýnina á samvinnuhreyfinguna: ,,Til þessa hafa slikar aðdróttanir fyrst og fremst komið frá þeim mönnum sem vildu kaupfé- lögin feig. Slikur málflutningur hefur hingað til komið frá einkarekstrarsinnum eða þjóðnýting- arsinnum, það er mönnum sem annaðhvort hafa trúað þvi að óheftur einkarekstur væri það sem koma skyldi, eða þá á hinn bóginn að rikisvaldið ætti að sjá um og hafa i höndum sem mest af at- vinnurekstri og viðskiptum I landinu. Þessum áróðri hafa forsvarsmenn samvinnufé- laganna jafnan svarað með þvi að benda á hina lýð- ræðislegu uppbyggingu þeirra. Þar þarf hver ráð- inn stjórnandi reglulega að standa skil á gerðum sinum gagnvart lýðræðislega kjörinni stjóm, og aðalfundir, sem á sama hátt eru myndaðir sam- kvæmt venjulegum leikreglum lýðræðisins, eru þeir aðilar sem fara með æðsta valdið”. í framhaldi af þessu fjallar dr. Eysteinn um þá gagnrýni sem fram hefur komið að valdið innan samvinnuhreyfingarinnar sé komið i of fáar hend- ur. Hann segir m.a.: ,,Allir þessir menn þurfa að standa kjörnum stjórnunaraðilum skil gerða sinna, og verði ein- hverjum þeirra það á að misbeita áhrifum sinum eða að vanrækja að gæta hagsmuna félagsmanna, þá getur sá hinn sami ekki vænst þess að fá að kemba hærurnar i starfinu. Ráðnir stjórnendur kaupfélaganna, Sambandsins og samstarfsfyrir- tækjanna sitja ekki i stólum sinum I krafti per- sónulegrar hlutabréfaeignar!’ Dr. Eysteinn Sigurðsson bendir sérstaklega á það i grein sinni að gagnrýni á stjómun samvinnuhreyf- ingarinnar er þannig aðdróttun að þeim fulltrúum sem hafa verið lýðræðislega kjömir fulltrúar á aðalfundi kaupfélaga eða Sambandsins. Um aðal- fund og hlutverk hans segir dr. Eysteinn m.a.: „Það er nefnilega þessi aðalfundur sem kýs stjórn Sambandsins, og það er hann sem fer með æðsta vald I öllum málefnum þess. Það er verkefni fulltrúanna á þessum fundi að velja menn til að sitja i Sambandsstjórn, og það em þeir sem hafa valið þessa margumræddu kaupféíagsstjóra til að gegna þessum trúnaðarstörfum.... Og þannig á það einmitt að vera. Við eigum að beygja okkur fyrir lýðræðislega teknum ákvörðunum.” Megineinkenni samvinnuhreyfingarinnar er að hún er frjáls almannasamtök. í einstökum und- antekningaratvikum getur rikisrekstur átt rétt á sér i atvinnulifi, en að öllum jafnaði leysa einstakl ingar og samtök þeirra verkefnin betur á þvi sviði. A einkarekstri og samvinnustarfi er einmitt þessi munur sem felst i því eðli samvinnufélaga að þau eru opin almannasamtök og lúta lýðræðislega kjör- inni stjórn. Einkareksturinn á vissulega fullan rétt á sér og leysir margvisleg verkefni best af hendi, eins og landbúnaðurinn i höndum sjálfstæðra bænda sýnir best. Samvinnuhreyfingin hefur einmitt lagt áherslu á það, að mismunandi rekstrarform starfi hlið við hlið á jafnréttisgrundvelli og reynslan sýni þannig hver leysir hvaða verkefni best af hendi. En gagnrýni á samvinnuhreyfinguna getur varla beinst að lýðræðislegu stjórnskipulagi hennar. Slikt er árás á lýðræðið sjálft. JS Erlent yfirlit Kjartan Jónasson: Brzezinski um vanda- mál Carters Héri'Erlendu yfirliti og i fleiri fjölmiölum hefur á siðustu vik- um verið gerð nokkur grein fyrir vaxandi vantrausti sem stjórn Carters hefur átt að mæta. Slöustu atburðir hafa vakið enn eina spurninguna: Hvers vegna gat Carter viður- kennt mistök I atkvæðagreiöslu hjá Sameinuöu þjóöunum aö- eins tveimur sólarhringum eftir aðatkvæði voru greidd, enhann gat ekki keypt frelsí gfslanna f tran með þvi að viöurkenna mistök Bandaríkjanna er þau skipuöu málum svo I tran 1953 aö keisarinn komst aftur til valdaeftiraöhonum hafði verið steypt? Þetta er aöeins ein spurning af mörgum sem utanrikismála- stefna Carters hefur vakið. Við höfum áður gert grein fyrir fleiri spurningum og gagnrýni bandamanna á stefnu Carter- stjórnarinnar. Hér á eftir verður hins vegar stiklaö á stóru I viðtali sem New York Times birti nýlega við Brzezinski öryggismálafulltrua Carters. I viðtali þessu svarar hann sumum þessum spurning- um og varpar nýju ljósi á aðrar, en aö áliti þess sem þetta ritar tekst honum þó ekki aö treysta imynd Carters sem farsæls og traustvekjandi forseta. Svar Brzezinski við þeirri spurningu hvort rétt sé að utan- rikisstefna Bandarikjanna undanfarin ár hafi veriö ósam- kvæm sjálfri sér og breytileg dag frá degi, er á þá leið að stefnan hafi verið i samræmi viö flókið ástand heimsmála. Realpolitik Nbcons og Kiss- ingers, segir hann aö hafi leitt til einangrunar Bandarikjanna með því aö stefna þeirra var einhliöa og stranglega form- bundin. Stefnan I tið Carters hafi hins vegar verið aö eignast fleiri vini meöal þjóðanna og reyna aö leggja meira af mörk- um til jákvæðrar þróunar heimsmála. Þetta hafi óneitan- lega verið erfitt i framkvæmd og ekki sist að samræma það þeirri stefnu sem fylgt hafi veriö jafnhliöa — að treysta hernaðarstöðu Bandarikjanna gagnvart Sovétrikjunum. Enn- fremur minnir hann á aö mik- ilvægum árangri hafi verið náð i samningum við Kina, Mið- Austurlönd og Sovétrikin og aö þau vandamál, sem Bandarikin standa nú frammi fyrir, gefi ekki rétta mynd af stjórnartiö Carters. (Spurning . sem Brzezinski svarar ekki er, hvortvandamál Bandarikjanna i dag stafi ekki fyrst og fremst af mistökum í framkvæmd þeirrar stefnu sem Brzezinski lýsir hér að framan.) Brzezinski gengst hins vegar við ákveönum veikleika sem sé aö finna i utanríkisstefnu Bandarikjanna i stjórnartið Carters, en leggur jafnframt á- Amerlska þrenningin: Carter, Brzezinski og Vance. Schmidt og Carter. herslu á að sá veikleiki hafi jafnframt reynst uþpbyggjandi. Þessi veikleiki er, segir Brzez- inski, að Carter leitast við aö hlusta á og taka mið af sem flestum sjónarmiðum. En þessi var llka háttur Roosevelts, Kennedys, og Trumans, bætir hann við. Þau vandamál sem Bandarik- in standa frammi fyrir i dag i Iran, Mið-Austurlöndum og Afganistan vill Brzezinski rekja til þess, hversu nýlega þessi svæöi hafi öðlast hemaöarlegt mikilvægi fyrir Bandarikin (hæpin skýring það). Hann bendir á mikilvægi þess fyrir Bandarlkin, að hernaöarstaöa þeirra i þessum heimshluta sé tryggð, en segir jafnframt, aö ekkiþurfiaðóttast—og fremur að örva — endurreisnina hjá Múhameðstrúarrikjum. Banda- rikin þurfi ekki að óttast þó samstaöa þeirra með þessum rikjum verði ekki jafn náin og með Vesturlöndum og Japan, að þvi tilskyldu að þau sjálf tryggi öryggi sitt og sjálfstæði. Um friöargeröina i Miö- austurlöndum hefur Brzezinski það aö segja., að öryggishags- munum Bandarikjanna sé best þjónað með sterku Israel og sterku Egyptalandi og þau sem slik mundu stuöla að jafnvægi i heimshlutanum. Annað skilyrði friöar og jafnvægis i Miðaustur- löndum sé svipuð breyting i /djúpum þjóöarsáinanna og átt hefur sér staö I samskiptum Þýskalands og Frakklands eftir strið. Slik breyting taki sinn tima, en hún ein geti jafnframt leyst vanda Palestinuaraba. Með þetta markmið i huga hafi Bandarikin reynt að stuðla að nánari samskiptum og aö rutt yrði úr vegi nokkrum á- greiningsatriöum i einu. A á- kveðnu stigi þessarar þróunar sé rétti timinn til að bjóöa Palestinumönnum til sam- starfsins og þegar hafi raunar orðiö gagngerð breyting i við- horfum ísraelsmanna og Pale- stinumanna hvor til annars. En hvað réð gerðum Banda- rikjanna er Sovétmenn fóru inn iAfganistan? Eru þau tilbúin að slita friðinn vegna Afganistan? Svar Brzezinski er að orö séu til alls fyrst. Aögeröir Sovét- manna hafi ógnað friði I tveim- urheimsálfum.á Vesturlöndum og i Austurlöndum fjær. Þau hafi fariö út á yztu nöf og hjá þvi yrði ekki komist aö þau fengju að vita þaö. Þessir at- burðir hefðu ennfremur staðfest nauðsyn þess, að hernaöar- skipulag Bandarikjanna yrði endurskoðað með meiri sveigjanleika i huga. Bandarik- in veröa að eiga fleiri kosta völ en annaöhvort aö hafast ekkert að eöa að hef ja kjarnorkustriö á heimsmælikvarða. Og loks svarar Brzezinski þeirri spurningu, hvort þaö sé rétt að Evrópurfki hafi ekki tek- iö undir með Bandarikjunum I hörkulegum viöbrögðum gegn Sovétrikjunum vegna vantrúar þeirra á trausta forystu Banda- rikjanna og hagsmunatengsla viö Sovétrikin. Svar Brzezinski er á þá leiö, að hvort tveggja sé að vissu marki rétt en að hans mati sé aöeins um að ræða timaspursmál og hik. Sovétrikin eigaeftiraðkomastaöþvi, seg- ir hann, að raunveruleg við- brögð Evrópurikja veröa þeim ekki eins hagstæð og ráða mætti af ummælum þeirra. Sovét- menn eigi I reynd eftir að læra hvaö Afganistan var dýrt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.