Tíminn - 13.04.1980, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.04.1980, Blaðsíða 20
28 Sunnudagur 13. aprll 1980 LWl'M'i1'.1 Valdimar Elíasson garðyrkjumaður: „Á ÖRFOKA MELUM” r v. Þaö mun nú finnast i kennslu- bókum, aö gróiö land (graslendi og kjarr) hafi minnkaö um helm- ing siöan á landnámsöld. Þess er þá jafnan getiö um leiö, aö orsak- ir þessarar gróöureyöingar sé uppblástur og rányrkja. Fáir hafa andmælt þessu, enda ekki hægt um vik, þar sem ekki eru til gróöurkortaf landinuá nútima og vitanlega þaöan af siöur frá dög- um Ingólfs og Skallagrlms. Hér er þvi vitanlega um hreina staöhæfingu aö ræöa, sem aldrei hefur veriö sönnuö eöa afsönnuö, vegna skorts á heimildum. Ég vil þó hér aöeins benda á, aö sú full- yröing, aö allt land neöan tvö hundruö metra hæöarmarka yfir sjávarflöt hafi veriö gróiö um landnám, þarf endurskoöunar viö, og vil ég rúmsins vegna tak- marka mál mitt viö hugtakiö ,,ör- foka melur”. Ég geri ráö fyrir, aö flestir skilji hugtakiö „örfoka melur” svo, aö þarna hafi oröiö uppblást- ur og gróöureyðing eftir land- nám. Svo eöa svo þykk jarðvegs- torfa hafi fokið burt og ekki stöðv- ast fyrr en allt lauslegt, mold og sandur, hafi veriö oröiö örfoka, það er blásiö upp, og aðeins grjót og gróf möl varö eftir á landinu, sem jafnframt varö þá gróöur- laust. (Þess er þó rétt aö geta, aö þessir „örfoka melar” eru af sumum nefndir „flugvallarmel- ar”. Mun þaö einkum gert af þeim, sem hafa I huga samgöngu- mál frekar en landgræðslu). Hér er enn fremur eingöngu átt viö ógróna mela á blágrýtissvæö um landsins, svo sem I Borgar- firöi, Hrútafiröi og Nauteyrar- hreppi, svo aö dæmi séu tekin fjarri móbergsstöövum. Hvaö gerist, þegar land veröur örfoka? Litum nú frá „örfoka melum” á blágrýtissvæöunum til lands, þar sem uppblástur á sér stað — þar sem land hefur sannanlega oröiö örfoka. Fyrsta: Landið i nágrenni upp- blásturssvæöisins hækkar og myndar þykka' jarðvegstorfu. Næst uppblástursgeiranum verða til þykk rofabörö, sem slfellt hækka, en brotna svo niður, þegar stormurinn hefur grafiö undan gróöurtorfunni. Annað: Grunnar tjarnir og vatnslitlir lækir fyllast af sandi. Ég vil nefna tvö dæmi. Á Reykj- um á Skeiðum var fyrsta sand- græöslugiröingin sett upp áriö 1910. Hvers vegna á Skeiöunum? Menn höföu þá lengi haft áhuga á aö veita Þjórsá á Skeiöin til á- veitu, en sá galli var á gjöf Njarö- ar, aö áveituskuröurinn fyrirhug- aði varö aö liggja gegn um upp- blásturssvæöiö. Og þaö vissu bæði bændur og verkfræðingar, aö til- gangslaust var aö grafa skurö I gegn um uppblásturssvæöi. Þaö varö aö byrja á þvi aö stööva sandfokið. Þaö mun hafa verið nærri ára- tug siöar, aö byrjáö var á Skeiöaáveitunni. Þá vissu menn ekki um „óbilgjörnu klöppina”, sem I þann tiö var vandlega hulin þessum lausu jarðefnum. Hitt dæmiö er líka frá svipuöum slóöum: Frá Akbraut sunnan Þjórsár. Þar var uppblástur um siöustu aldamót. Litiö stööuvatn var á landamörkum Akbrautar og Saurbæjar. Afrennsli haföi þetta vatn til norövesturs út I Þjórsá. Einhvern tíma fyrir alda- mótin fyllti þennan ós af sandi. Þá hækkaöi i Ósvatninu, en svo var þetta vatn nefnt. Siöan rann úr vatninu til suöurs yfir Saur- bæjarmýri. Leifar af þessu vatni voru til eftir 1920, þá örgrunnt. Þriöja atriöiö, sem ekki má gleyma, þegar uppblástur er at- hugaður á móbergssvæöunum, er ekki svo þýðingarlitill vegna þess, aö hann greinir vel á milli örfoka lands og jökulmela eins og til dæmis melana á milli Fiski- lækjar og Hafnar I Leirár- og Melasveit og melanna á milli Flókadalsár og Geirsár i Borgar- firði. Land, sem hefur oröiö ör- foka á móbergssvæöi, byrjar strax aö gróa upp aftur, þegar það hefur oröiö örfoka. Þessi sjálfsgræösla veröur, ef landiö er friðaö, og er varla ofsagt, aö starf sandgræöslunnar siöustu tvo til þrjá aldarfjóröunga byggist aö verulegu leyti á þessari staö- reynd. Þessu er öfugt fariö með jökul- melana. Þeir gróa ekki upp við friöun og þaö, sem verra er: Tún- ræktartilraunir á þessum melum hafa, aö þvi er ég bezt veit, flestar mistekizt, einkum hin siöustu ár (kalárin). Ástæðan er vitanlega sú, aö gróðurleysiö á þessum melum er ekki örfok. Þessir „ör- foka melar” hafa eftir öllum sól- armerkjum aö dæma aldrei verið gróiö land. Ég hef spurt jarðfræöinga og búfræöinga, hvaö hafi orðið af öll- um þessum sandi og mold, sem foröum þakti melana hjá Fiski- læk og Belgsholti, en ég hef aö vonum fengiö fátt svara, sem telja má bitastætt I. Þaö sjást nefnilega engin rofaborö hjá grettistökunum viö fjárhúsin hjá Fiskilæk og jarðvegurinn I mýr- inni noröan viö túniö á Fiskilæk er of grunnur til þess aö vera á upp- blásturssvæöi. Stórþýfiö viö eyöi- býliö I Kálfanesi ber ekki heldur merki þess að vera gömul rofabó'rö frá uppblæstri á Stóra- Kroppsmelum, En hvers vegna eiga þetta að heita jökulmelar, en ekki örfoka melar? Astæöur fyrir þessu eru tvær, og hvor um sig mjög mikilvæg. önnur varðar þjóöina og þá fyrst og fremst liðnar kynslóöir. Hin varöar landið sjálft og rétt mat á ræktunarmöguleikum þess, og þá fyrst og fremst orsökum gróöur- leysis þess. Vikjum þá fyrst aö fyrra atriö- inu, sem heitir á máli áróöurs- postulanna oft „hin mikla skuld þjóöarinnar viö landiö”. Þessi skuld skrifast vitanlega aðallega á reikning liöinna kynslóöa — kynslóöa sem erulönguþagnaöar. Nú er þaö regla I réttarfarsriki okkar, aö sönnunarskyldan hvilir á þeim, sem ákærir — ekki þeim, sem veriö er aö ákæra. Alveg sér- staklega á þetta viö um þá, sem ekki geta sannaö sakleysi sitt. „Forðastu slika fólskugrein fram liöins manns aö lasta bein”, sagöi Hallgrimur Pétursson. Þaö veröur aö segja þaö eins og er, aö áhugi er ekki mikill á aukn- um rannsóknum á uppblæstri og gróöurfarsbreytingum. Þeir, sem ættu aö hafa áhuga á þessum málum, eru of vissir I sinni trú. Kaliö á túnum á þessum „örfoka melum” hefur þó oröiö dýrara en rannsókn. Viö ættum aö foröast að ákæra liönar kynslóöir fyrir syndir, sem þær hafa aldrei drýgt, og aö segja, aö liðnar kynslóöir séu I skuld viö landiö er vitanlega frá- leitt I fleira en einu tilliti, og ætti ekki aö heyrast úr munni þeirra manna, sem leyfa sér aö nota þetta sem slagorö. Hitt atriöiö, sem skiptir llka verulegu máli — þaö er aö viö ljúg um ekki upp á landið. Þegar út- lendir vistfræöingar eru fræddir á þvi, að helmingur Islenzks gróöurlendis hafi eyðzt siöustu ellefu hundruö árin, og 25% lands ins eöa meira hafi veriö vaxin birkiskógi um landnám þá fyllast þeir forundran aö vonum, og láta þess jafnframt getið, að sliks séu hvergi dæmi á þurrlendi þessarar jarðarkúlu. Ég verö aö álykta, aö á meöan ekki eru framkvæmdar meiri rannsóknir á gróöurfarssögu landsins frá isaldarlokum, þá sé stór hluti af þessum ásökunum ó sannaöur — þaö er um rányrkju þjóðarinnar. Hitt tel ég miklu lik- legra, að mestallt af þvi, sem nú kallast „örfoka melar”, sé land, sem hafi veriö I gróöurfarslegu jafnvægi að minnsta kosti siöustu tvö þúsund og fimm hundruö árin. Haldbeztu rökin fyrir þessari skoðun er sú staöreynd, að þessir melar gróa ekki upp við friöun. Með öörum oröum: Orsökin er fyrst og fremst veöurfar, ekki bú- seta og rányrkja. Varanleg álklœðning á allt húsið Samkvæmt rannsóknum sem Rannsóknastofnun byggingariönaðarins hefur gert á stey puskemmdum og sprungumyndunum á husum, hefur komið í Ijós að eina varanlega lausnin, til að koma í veg fyrir leka og áframhaldandi skemmdir, er að klæða þau alveg til dæmis með álklæðningu. A/klæðning er seltuvarin, hrindir frá sér óhreinindum, og þolir vel islenska veðráttu. A/klæðning er fáanleg i mörgum litum sem eru innbrenndir og þarf aldrei að mála. Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendið teikningar og við munum reikna út efnisþörf og gera verðtilboð yður að kostnaðarlausu. * _ . FULLKOMIÐ KERFI TIL SÍÐASTA NAGLA^ INNICAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. Galvaniseraðar plötur BIIKKVER Margar stæróir og geróir BUKKVER SELFOSSI Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Símar: 44040-44100 Hrísmyri2A Selfoss Simi 99-2040

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.