Tíminn - 15.04.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.04.1980, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 15. april 1980. 5 Stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkur: Tillaga Sigurjóns um Ikarusvagna felld samþykkt að mæla með kaupum á Volvo undirvögnum sem Nýja Bilasmiðjan byggði yfir Kás — A fundi stjórnar Inn- kaupastofnunar Reykjavikur- borgar i gærmorgun var samþykkt tillaga frá stjórn SVR um að leggja til við borgarráð að keyptir yrðu 20 undirvagnar frá Volvo fyrir Strætisvagna Reykja- vikur sem siöan yrði byggt yfir hér á landi af Nýju Bílasmiðjunni h.f. Eins og i stjórn SVR voru það fulltrilar Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks sem mynduðu meiri- hluta um afgreiðslu málsins, þ.e. þeir: Siguroddur Magnússon, Valgarð Briem, og Ólafur Jóns- son. A fundinum kom fram tillaga frá Eiriki Tómassyni, fulltnla Framsóknarflokksins I stjórn ISR um að keyptir yrðu nokkrir Ikar- us-vagnar til að hægt væri að fá reynslu af rekstri þeirra hér á landi, með tilliti til næstu kaupa SVR á strætisvögnum, en aö öðru leyti yrðu keyptir vagnar frá Volvo sem byggt yrði yfir hér á landi af Nýju Bilasmiðjunni. Til- lagan hlaut tvö atkvæöi þeirra Eiriks og Sigurjóns Péturssonar, fulltrúa Alþýðubandalagsins I stjórn ISR, og þvi ekki stuðning. Einnig flutti Sigurjón Pétursson tillögu á fundinum um að tekið yrði lægsta tilboðinu, þ.e. frá Ikarusverksmiöjunum, og keyptir 20vagnar af þeirri gerö. Sú tillaga var felld með fjórum atkvæðum, gegn mótatkvæði Sigurjónssjálfs. Eftir þessa afgreiðslu stjórnar ISR f gær sér loksins fyrir endann á afgreiðslu þessa strætisvagna- kaupamáls innan borgarkerfisins, þviþað fer fyrir fund borgarráðs í dag, og til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar nk. fimmtudag. Heildarkaupverð Volvogrind- anna með yfirbyggingu frá Nýju Bilasmiöjunni er rúmlega 1300 milljónir króna á meðan heild- arkaupverð Ikarusvagnanna er um 900 millj. kr. Ef tilboði Volvos og Nýju Bila- smiðjunnar verður tekið, eins og allar likur benda til, þá verða fyrstu tveir vagnarnir væntanlega tilbúnir um áramótin 1980-81, og siðan einn vagn á fjörutiu og fimm daga fresti. Siðustu vagnarnir verða þvi ekki afgreiddir fyrr en um mitt ár 1983. Mun styttri af- hendingarfrestur er á Ikarus- vögnunum, og hefði veriö mögu- leikiá aðfá þá alla afhenta strax i sumar. Skáld Rósa á Blönduósi Utboð Fjarhitun Vestmannaeyja óskar eftir til- boðum I lagningu 11. áfanga hitaveitu- dreifikerfis. tJtboðsgögn eru afhent á bæjarskrifstof- unum Vestmannaeyjum og verkfræðistofu Fjarhitun h.f. Alftamýri 9, Reykjavik, gegn 50. þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð i Ráðhúsinu Vestmannaeyj- um þriðjudaginn29. april kl. 16. Stjórn Veitustofnana Vestmannaeyjabæj- ar. ILG-WESPER HITA- blásarar fyrírliggjandi t eftirtöldum stærðum: Mó/Sveinsstöðum — Laugardag- in 19. apríl verður leikritið Skáld- Rósa eftir Birgi Sigurðsson frum- sýnt hjá Leikfélagi Böndudss. Skáld-Rósa er langt og viðamik- ið verk sem lýsir átakamesta hlutanum I lifi Vatnsenda Rósu, en verk þetta var sýnt hjá Leik- félagi Reykjavikur fyrir nokkru- og urðu sýningar um 100 talsins. Ragnheiöur Steindórsdóttir leik- stýrir verkinu oe leikur Rósu, en þaðhlutverk hafði hún einnig með höndum þegar verkið var sýnt i Iönó. Með önnur helstu hlutverk fara Þórhallur Jósefsson sem leikur Natan og Sveinn Kjartans- son sem leikur Ólaf. 2.500 k. cal. 5.500 k. cal. 8.050 k.cal. Aðrar stærðir væntanlegar. Skagfirðingar krefj - ast afsláttar á raf- orkuverði og skjótra Lélegt og brigöult raímagn er U1 U U Idi ekki frambærileg söluvara A aukafundi sýslunefndar Skagafjarðarsýslu, sem haldinn vará Sauðárkróki hinn 10. þ.m., var samþykkt skorinorð ályktun um þá ófremd, sem rlkt hefur i raforkumálum héraösins i vet- ur, en spennufall og tiðar trufl- anir og rafmagsleysi hafa veriö viðvarandi. Fulltrúar allra 14 hreppa sýsl- unnar sóttu sýslufundinn og tóku margir til máls, er sýslu- maður, Jóhann Salberg Guð- mundsson, hafði lesið drög að fundarályktun um málið og sýslunefndarmaður Lýtings- staðahrepps, sira Ágúst Sig- urðsson, kynnt þær ástæður, sem lágu til þess, að sýslunefnd- in var kölluð saman til fundar. 1 ræðum sýslunefndarmanna kom fram, samkvæmt upplýs- ingumsira Agústs, að ástandið i rafmagnsmálum i Skagafirði er jafnvel enn verra en búizt var viö eftir fyrri könnun. Einna skárst virðist það vera i Göngu- sköröum og á Skaga, en dreifi- lina er þar nýleg. Vegna dýrra tækja i vitanum á Hrauni er þar spennumælir og þvi unnt að fylgjast náið með. Voru þar mikil brögð að spennufalli, en hefur veriö lagfært, enda unnt að kvarta þegar i stað, er mæl- irinn á Hrauni fellur. Þykir einboðið, að slikir mælar verði settir með jöfnu bili á bæi við hverja dreifilinu, svo að unnt sé að fylgjast meö spennunni af nákvæmni. — A Hofsósi er ástandið afleitt, eins og fram kom I orðum Gunnlaugs Stein- grfmssonar sýslunefndarmanns kauptúnsins. Eru lagnir lélegar um mikinn hluta kauptúnsins, sifelldur hörgull á jarðkapli, en aðalspennirinn fyrir Hofsós allt- of litill. Dæmi eru þess, að dýr tæki standi árum saman ótengd og arðlaus vegna rafmagns- skortsins. Þannig má lengi telja: furöu- lega framkomu af hálfu Raf- magnsveitnanna i Hegranesi, sem Þórarinn Jónasson i Hróarsdal lýsti, auk fallinnar spennu til skaða og tiðra vand- ræða, fálmkenndrar tengingar Fljóta og Ólafsfjarðar og mis- taka við hina siðari virkjun i Fljótum, er Rikharður Jónsson á Brúnastöðum vék að i máli sinu, iðulegs rafmagnsleysis I Fellshreppi, einkum eftir breyt- ingu á orkudreifingunni, sem fram kom I oröum Tryggva Guðlaugssonar i Lónkoti, o.s.frv. En það töldu sýslu- nefndarmenn yfirleitt mun skárra, af tvennu illu, að raf- magnið færi af, en hiö sifellda spennufall, sem er mjög hættu- legt ýmsum rafmagnstækjum Erfiðleikar eru á mjöltum, ollu- kynditæki skemmast og yfír höfuð að tala miklir annmarkar á notkun heimilistækja. Iðulega logar t.d. ekki á sjónvarpstækj- um, nema öll önnur tæki á bæn- um séu tekin úr sambandi og ljóst slökkt. Svo lltil er orkan. Vegna þessa ömurlega ástands var samþykkt að skora á Rafmagnsveitur rikisins að láta sanngjarnan afslátt koma til á raforkuveröi þegar I stað, enda er fallin spenna, jafnvel töluvert niðurfyrir 200 volt, ekki aðeins léleg söluvara, heldur einnig hættuleg og hefur kostað mörg heimili stórfé, en bætur engar, rétt eins og Rarik séu harðsvirað gróðafyrirtæki I ein- staklings- eða hlutafélagseign. Sýílunefndarmaður Hofsóss- hrepps óskaöi sérstaklega eftir, að sannreynt yrði, hvort lág- spennurafmagnið, sem Skag- firðingum er boðið upp á, væri þeim mun dýrara en fullt raf- magn, sem tæki eru lengur I gangi til sama gagns, jafnvel muni helmingi. Reynist svo, er um fullkominn ránskap að ræða og krefst það mál þvl sérfræði- legrar rannsóknar. Þá var krafist endurskoðunar á ágiskunarverði gjalda, sem sannreynt er, að reynst hefur ranglátt og svo óheiðarlegt, aö illa þykir sæma rikisfyrirtæki landsmanna sjálfra, og mjög varmótmæltþviorkuveröi, sem krafist er fyrir hiö ófullkomna rafmagn til kirkna, en það er tekiöaf undir tvær stundir, áður en messur hefjast, svo að kirkj- urnar ná að kólna. Taxtinn, sem kirkjurnar borga eftir, er s.n. sjopputaxti, ætlaður til háskött- unar ofsagróðafyrirtækja. Var upplýst, aö Hallgrimskirkja I Saurbæ borgar sextiu sinnum hærra raforkuverð en Járn- blendiverksmiðjan á Grundar- tanga og þýkja það firn mikil i lýðfrjálsu þjóðkirkjusamfélagi. Til að ráða bót á raforku- skortinum óskar sýslunefndin eftir öruggu viðhaldi og endur- nýjun dreifilina, svo að spennu- fallinu linni og unnt verði að fá raforku til húsahitunar og iðn- aðar, þar með talinn rekstur verkstæða, enda verði þegar I staö hafist handa um virkjun hjá Villinganesi til að tryggja nægjanlegt rafmagn I héraöinu. Alyktun um þessi mál, sem var samþykkt með atkvæðum allrasýslufundarmanna, verður send orkuráðherra og þing- mönnum kjördæmisins með þeirri eindregnu beiöni, að Skagfirðingar fái nú þegar leið- réttingu mála sinna. Ella má búast við tiðindum, þvi að óánægjan meö hið lélega raf- magn er mjög almenn. Sérbyggðir fyrir hitaveitu og þeir hljóðlátustu á markaðinum. HELGI THORVALDSSON Háagerði 29 — Sími 34932. 108 Reykjavík. i ÚTBOÐ Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboöum I lagningu 21. áfanga dreifikerfis (bakrás- arlögn i Þórunnarstræti). Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitunnar Hafnarstræti 88B gegn 50.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð I fundarsal bæjarráðs Geislagötu9 þriðjudaginn 29. aprll 1980 kl. 11. Hitaveita Akureyrar. Ræktunarsambönd og aðrir International jarðýtueigendur Vantar ykkur varahluti á góðu verði í eldri vélar? Það stendur til að endursenda mikið magn varahluta sem legið hafa hjá okkur. Skrif ið niður þá hluti sem ykkur kemur til með að vanta, hafið samband við okkur og sjáið til hvort viðeigum þessa hlutiá gamla verðinu. Einnig til mikið magn varahluta í IH traktora. VÉLADEILD SAMBANDSINS 'Af Armúla 3 Reykjavik Simi 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.