Tíminn - 16.04.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.04.1980, Blaðsíða 6
6 Lhmuiiíí; Mi&vikudagur 16. aprfl 1980 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Eltstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eiriksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar Sfóumúla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar biaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö f lausasölu kr. 240. -Askriftargjald kr. 4.800 á mánuöi. Blaöaprent. Kjartan Jónasson: Erlent yfirlit Sundrung í röðum Evrópukommúnista Framhald byggðastefnunnar Astæöa er til aö Itreka þá staöreynd að hækkun útsvarsprósentunnar er til komin vegna þess aö óöaveröbólgan hefur rýrt svo tekjur sveitarfélag- anna að til vandræöa horfir vlöa. Þaö er þannig alls ekki rétt, aö meö þessari hækkun hafi greiðslubyröi fólks vegna útsvarsins eins veriö aukin frá þvl sem áöur var. Sannleikurinn er sá aö óðaverðbólgan hefurrýrt útsvarið talsvert frá þvl sem var þegar núgildandi lög um tekjustofna sveitarfélaga voru sett á slnum tlma. En þau vandamál sem steöja að sveitarfélögun- um að þessu leyti vekja spurningar um það hvort ekki sé tlmabært að breyta talsvert samskiptum rikis og sveitarfélaga, en þau mál hafa einmitt mjög verið til umræðu og umfjöllunar að undan förnu. Vandamálin sem útsvarið varöa sýna að frjáls- ræði sveitarfélaganna er mjög áfátt. Þau geta ekki staöið við skuldbindingar slnar eöa haldið uppi þeirri þjónustu viö fólkiö sem þeim er faliö aö ann- ast, án þess aö tekjustofnar þeirra séu meö ein- hver jum hætti verötryggðir en rými ekki stöðugt á hverju fjárhagsári. Og hverri sveitarstjórn hlýtur að vera treystandi til þess aö taka eigin ákvarðan- ir I þessum efnum, vegna þess aö hún ber sjálf fulla og óskerta ábyrgö á ákvöröunum sínum frammi fyrir Ibúunum, og verður dregin til ábyrgöarinnar viö kjörborðið. Hitt er skiljanlegt, að erfitt sé aö veita sveitarfé- lögunum slikt sjálfstæði meöan tekjuöflun þeirra er svo samtengd tekjuöflun rlkisins sem nú er. í raun og veru er um tvlsköttun aö ræða, þar sem bæði riki og sveitarfélög nýta sömu tekjustofnana af tekjum og eignum gjaldenda. Af þvi leiöir að á- kvörðunum veröur ekki breytt, þótt aðstæður krefjist, án þess að stööugt sé tekið tillit til þess hvað hinn aöilinn aðhefst. Af þessum ástæðum liggur sú ályktun beint við, að skilyrði þess að auka fjárforræði byggðanna sjálfra sé að skipta tekjustofnunum einfaldlega á milli rikisins annars vegar og sveitarfélaganna hins vegar, t.d. þannig að annar aðilinn leggi á beina skatta en hinn óbeina. Ef af sllkri breytingu leiðir verulegar breytingar á tekjum aðila er það I sjálfu sér tækifæri til þess að flytja verkefni á milli þeirra, þannig að hin sjálfstæðu sveitarfélög taki að sér meira hlutverk en verið hefur I samfélags- legri þjónustu og fái i hendur meira vald frá rlkinu en verið hefur. Á undanfömum árum hafa stórsigrar unnist I byggðamálum. Það hlýtur að vera eðlilegt fram- haldþeirrar byggðastefnu sem gerbreytt hefur að- stæðum og kjörum á landsbyggðinni að auka sjálf- stæði og eigið vald byggðanna frá þvi sem nú er. Það fer alltaf best á því að fólkið ráði málum sin- um sjálft, og aðstæðumar eru svo óllkar og stað- bundnar, að best fer á þvl að valdinu sé dreift svo vlða sem kostur er með góðu móti. Fjárhagsvandi sveitarfélaganna, sem varð á- stæða útsvarshækkunarinnar, er bein ábending um nauðsyn þess að um þessi mál verði fjallað með það að markmiði að stórauka hlutverk byggð- anna sjálfra og tryggja sjálfstæði og eigin ábyrgð þeirra betur en verið hefur. JS Berlinguer, Carillo og Marchais. Sundrung f li&inu. Ekki eru mörg ár liöin frá þvi Evrópukommúnismi var á allra vörum, en I dag á þetta hugtak sér litla samsvörun I raunveru- leikanum, kommúnistaflokkar Evrópu viröast stefna hver I sina áttina og innrás Sovét- manna I Afganistan sýnist likleg tilað innsigla fullkomlega þessa sundrungu. Sjálfsagt munu Sovétmenn þó gráta Evrópu- kommúnismann þurrum tárum eins og þröun hans var or&in. Fyrir skömmu bo&uöu komm- únistaflokkar Frakklands og Póllands til sameiginlegrar ráö- stefnu kommúnistaflokka i lok mánaöarins og skyldi hún hald- in i Paris. Dagskrárefni ráö- stefnunnar er af vinsælum toga: „Akall um friö og afvopnun”. Kommúnistaflokkur ítaliu meö Berlinguer i fararbroddi hefur hins vegar lýst þvl yfir aö hann muni ekki taka þátt I ráöstefn- unni og jafnframt sakaö sovésk stjórnvöld um aö stefna aö endurvakningu Kóminform og þar meö beinnar yfirstjórnar Sovétmanna á kommúnista- flokkum utan Sovétrikjanna. Spænski kommúnistaflokkurinn og einnig hinn júgóslavneski hafa lýst þvl yfir a& þeir muni ekki taka þátt I Parísarfund- inum og eins eru kommUnista- flokkar RUmeniu, Bretlands og Sviþjóöar sagöir gæla viö þá hugmynd aö mæta ekki. Franski kommUnistaflokkur- inn undir stjórn Marchais hefur á siöustu árum stööugt færst nær Moskvulínunni og hefur hann, nánast einn kommúnista- flokka á Vesturlöndum, variö innrás Sovétmanna I Afganist- an. 1 fyrsta skipti, sem stór ráö- stefna kommúnistaflokka er boðuö utan umráöasvæöis Sovétrikjanna, eins og nU á sér staö, erhenni lika valinn sta&ur I Paris. Liklegt er aö ráöstefnu- haldinu hafi veriö valinn staöur á Vesturlöndum til aö reyna aö stu&la aö þátttöku kommúnista- flokka á Vesturlöndum, en eins og áöur er komiö fram viröist þaö dæmi ekki ætla aö ganga upp. Sundrung i rööum Evrópu- kommúnista á sér þó lengri sögu en svo aö hún veröi rakin til innrásar Sovétrikjanna i Afganistan. Leiötogi italskra kommúnista, Enrico Berling- uer, hefur fyrir nokkru sett aöra stefnu en Evrópukommúnisma á oddinn, „Vinstri-Evrópa” nefnirhann hana. GeorgesMar- chais leiötogi franska kommún- istaflokksins hefur aftur á móti fordæmt harkalega þessa nýju stefnu Berlinguer, sem felst I þvi a& sameina i Evrópu i einni fylkingu alla raunverulega vinstri flokka. Sllkt er i e&li sinu fullkomin endurskoöunarstefna og trúir Sovétlögmálunum hafa kommúnistar i Frakklandi og Portúgal hafnað henni og lýst sem svikum viö málstaö komm- únismans. Berlinguer hefur ekki látiö þessa gagnrýni neitt á sig fá og hefur þegar feröast vlöa til aö heimsækja ýmsa frægustu sósialistaleiötoga i Evrópu, þeirra á me&al Mitterand i Frakklandi, Willy Brandt i Þýskalandi og aöra spámenn minni á Spáni, I PortUgal og viö- ar. Markmiö Berlinguer er ekki sist sú draumsýn aö hann geti einn gó&an veöurdag oröiö for- sætisráöherra ltalíu. Nýlega geröist þar i landi sá einstæöi atburöur aö meirihlutastjórn var mynduö án samkomulags viö kommúnista. Hin siöari ár hefur slikt veriö ógjörningur en hins vegar hefur kommúnistum alltaf veriö neitaö um ráöherra I stjórnum ltaliu. Markmiö Ber- linguer er þaö helst aö brjóta niöur andstö&u gegn fullri stjórnarþátttöku kommúnista, en hann hefur jafnvel þótt ganga hættulega langt i þeirri viöleitni sinni. í slöasta mánu&i t.d. lagöi stjórn kommúnista- flokksins til viö þingmenn sina aö þeir greiddu utanrikisstefnu stjórnarinnar atkvæöi sitt, en 50 þingmenn flokksins skoruöust undan á þeim forsendum, aö slikt fæli I sér aö gjalda stefnu Bandarikjanna I utanrikismál- um fullt jáyröi sitt. Stefna Ber- linguer, sem hann telur aö leiöi til atkvæöaaukningar kommún- ista á Italiu og samþykkis Bandarikjanna fyrir ráöherra- dómi kommúnista á Italiu, er þvi ekki meö öllu hættulaus fyrir hann sjálfan. Sovétpressan hefur stö&ugt beint óvægnari gagnrýni aö Berlinguer og sovéskur fulltrúi á ltaliu lét nýlega hafa eftir sér, a& Sovétmönnum þætti ieitt aö „sumir heföu kosiö gagnbylt- ingarleiöina”. I Parls lét sov- éskur sendiráðsmaöur hafa eft- irsér: „Áhættutimum er okkur nauösynlegt aö vita hverjir eru raunverulegir vinir okkar”. Og i Rúmeniu hefur Nicolae Ceaus- escu lýst yfir þeim ótta sinum, aö 1 Sovétrikjunum séu harö- linumenn aö treystast I sessi. Ef tiltaka ætti einhvem einn atburö sem sérstaklega hafi stu&laö aö sundrungu meöal Evrópukommúnista er þaö vafalaust innrás Vletnama inn i Kambodiu siöastli&ið sumar. Berlinguer og Carillo lei&togi spænskra kommúnista for- dæmdu innrásina meö þaö sama. Eitt hliöarskref Berling- uer enn frá Moskvulinunni var þegar hann snerist gegn þeim og tókundirNATO-áform um aö koma upp me&aldrægum kjarn- orkueldflaugum I Evrópu. Nýlega hefur hann svo lýst þvi yfir aö Parisarráðstefnan sem fyrirhuguö sé eigi a& snúast um þetta mál me&al annars og Sovétmenn hyggist fá kommún- ista á Vesturlöndum til þess aö beita sér af hörku gegn áform- um NATO. En eitt eiga nær allir komm- únistaflokkar Evrópu sameigin- legt þó samstaöan sé aö bresta, og kannski meöal annars vegna þess, aö fylgi þeirra i siöustu kosningum hefur minnkaö sam- fara hægri bylgjunni svoköll- uðu. 1 kjölfar hægri bylgjunnar hefur slökunarstefnan átt æ erfi&ara uppdráttar, og meö vigbúnaöarfyrirætlunum Vest- urlanda, innrásinni I Afganistan og viöbrögöunum viö henni ofan á efnahagsör&ugleika og órei&u, hefur skapast raunveruleg ó- fri&arhætta i heiminum og sigild uppskrift aö átökum. Nixon fyrrverandi Bandarlkjaforseti hefur raunar gengiö svo langt aö lýsa þvi yfir aö þriöja heims- styrjöldin sé hafin. Á slikum timum er þaö óneit- anleg staöreynd aö Sovétrikin hafa leitast viö a& heröa tök sin heima og heiman. Hinn franski Marchais hefur hringt bjöllunni meö þeim ummælum a& kapitalisminn sé I ógöngum og þá sé rétti tíminn til aö sýna vöövana. Viöbúin eöa óviöbúin, hafa Vesturlönd raunar boöiö hættunni heim meö stórum orö- um og sálrænu striöi (Ólympiu- leikarnir) án þess a& sýna neinn raunverulegan styrk. Marchais á fundi meö Brésnjef f Moskvu. Traustasti bandama&urinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.