Tíminn - 16.04.1980, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.04.1980, Blaðsíða 10
ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Miövikudagur 16. aprll 1980 Jóhannes útskrifaöist frá Geltic Park „Áhangendur Celtic kvöddu hann meö hryggö í hjarta”, segir „The Celtic View” - meö hæstu einkunn, sem SOS — Reykjavík. — Áhorfendur á Celtic Park í Glasgow hafa misst einn af litríkasta leikmann sinn — Jóhannes Eðvaldsson, eða „Big Shuggy", eins og hann er kallaður af áhangendum Celtic. Þeir hafa kvatt hann með hryggð f hjarta — Jóhannes hefur lokið keppnisferii sínum hjá Celtic — hann hélt til Bandaríkjanna, þar sem hann leikur með Tulsa Roughnecks, og hafði í fararnesti hæstu einkunn frá Celtic Park. Fyrirsögn heilsiöugreinarinnar um Jóhannes View”. I „The Celtic 1 augum áhangenda Celtic hefur Jóhannes skiliö eftir sig stórt skarö, sem veröur ekki fyllt á næstunni — þaö mátti lesa i heilsiöugrein um Jó- hannes I „The Celtic View” 2. april. — „Þessi fjölhæfi, stóri leikmaöur, sem var hjarta Celtic — lykilmaöur i vörn, á miöjunni og i sókn.hefur nú yfirgefiö Celtic Park”, segir i greininni. Ennfremur segir: — „Þaö var aldrei spurning um þaö, aö Jóhannes gaf allt þaö sem hann átti i hverjum leik, sem hann lék meö Celtic. Aö missa Jóhannes er raunverulega þaö sama og aö missa þrjá leikmenn úr aöalliöinu, svo fjöl- hæfur var hann — hann gat leikiö allar stööur á vellinum, þegar þvi var aö skipta. Jóhannes er mikill hæfileikamaöur, ákafur og geysilega dug- legur — og hann hefur yfir mikilli reynslu aö ráöa. Þaö veröur erfitt aö fylla þaö skarö, sem hann hefur skiliö eftir sig — hann smitaöi aöra leikmenn meö dugnaöi sinum og keppnisskapi”. Keppnisferill Jóhannesar er rifjaöur upp — hann kom fyrst til Celtic Park 1975 og' alls lék hann 188 leiki meö Celtic og skoraöi 39 mörk i þeim, sem er frábær árangur hjá varnarleik- manni. Jóhannes fékk viöurnefniö „Big Shuggy” 1976, þegar hann skoraöi „Hat-trick” gegn Ayr. Allir markveröir Skotlands óttuöust Jóhannes, þegar hann geystist fram i sókn, þegar auka- spyrnur og hornspyrnur voru teknar — en flest mörk skoraöi hann meö þrumusköllum viö markteig, sem markveröir áttu erfitt meö aö glima viö. Greininni i „The Celtic View” lýkur þannig, aö sagt er aö áhangendur Celtic óski Jóhannesi góös gengis i Bandarikjunum — þeir hugsi alltaf hlýtt til hans og hann sé ávallt velkominn á Celtic Park. hægt er aö fá þar. • JÓHANNES EÐVALDSSON. Jörð til sölu Góö bújörð er til sölu og afhendingar á fardögum. Ræktað land er ca. 35 ha., og talsvert ræktaniegt land til viðbótar. Ahöfn og vélar geta fylgt. Upplýsingar i sima 96-24148 eftir kl. 17. Fjármálaráðuneytið, 15. april 1980. Auglýsing Starfsmaður (karl eða kona) óskast til sendimannsstarfa allan daginn fyrir fjármála-, félagsmála- og dómsmála- ráðuneyti. Æskilegt er að starfsmaðurinn hafi um- ráð yfir bifreið eða bifhjóli. Skriflegar umsóknil sendist fjármála- ráðuneytinu fyrir 22. april nk. r Lausar stöður 1. Staða fuiltrúa i ellimáladeild, 50% starf. Félagsráðgjafa- eða hliðstæð menntun skilyrði. Upplýsingar um stöðuna veitir eilimála- fulltrúi. 2. Staða ritara, 100% starf. 3. Staða sendils, 100% starf. Upplýsingar um tvær síðastnefndu stöð- uraar veitir skrifstofustjóri. Umsóknarfrestur er til 30. apríl n.k. J IHH Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar W Vonarstræti 4 sími 25500 GUÐMUNDUR KJARTANSSON.. hefur æft i Bandarikjunum. Blóðtaka hjá Vnlsmnnnnm 7 af fastamönnum Vals- liðsins í knattspyrnu, sem léku með liðinu sl. keppnis- tímabil, hafa ekki æft með Valsmönnum að undan- förnu. HÖRÐUR HILMARSSON.. er farinn til Svfþjóöar, þar sem hann leikur meö AIK Stokkhólm. HALFDAN ÖRLYGSSON.. hefur gengið i raöir KR-inga. VILHJALMUR KJARTANSSON.. hefur ákveöiö aö leggja skóna á hilluna. INGI BJÖRN ALBERTSSON.. var skorinn upp vegna meiösla 1 hné fyrir stuttu og er hann enn með hægri fótinn I gifsi. GUÐMUNDUR KJARTANSSON.. er viö nám I Einvígi í V- Þýskalandi — á milli Hamburger og Bayern Múnchen Bandarikjunum og kemur ekki til landsins fyrr en I mai. ATLI EÐVALDSSON.. er viö nám aö Laugarvatni, en hann fer til V-Þýskalands 1. júli, þar sem hann gerist leikmaöur meö Borussia Dortmund. GUÐMUNDUR ASGEIRSSON.. markvöröur hefur gengiö til liðs viö Blikana. Þá má geta þess, aö Siguröur Haraldsson, markvöröur, sem hefur veriö sjómaöur I vetur, er nú kominn i land og byrjaöur aö æfa af fullum krafti. Leikmenn Hamburger og Bay ern Munchen heyja nú algjört einvigi um V-Þýskalandsmeistaratitilinn — liöin eru nú jöfn á stigum, þegar 6 umferöir eru eftir. Þaö er greinilegt aö liöin ætia ekki aö tapa leik, i svona miklum viga- móöi eru leikmenn liösins. Þaö veröur þvi jafnvel markatalan sem ræöur úrslitum, þegar upp er staöiö eftir lokabaráttuna. Þegar þannig er i pottinn búiö I „Bundesligunni” — þá reyna keppinautarnir hvaö þeir geta, aö skora mörk, mörk og aftur mörk. Þaö kom fram I leikjum Ham- burger og Bayern á laugardaginn — en fyrir leiki liöanna þá, var Hamburger betur sett — meö 11 mörk i plús. Eftir leikina var Bayern búiö aö minnka muninn I 9 mörk. Hamburger vann stórsigur 6:1 yfir Munchen 1860 og skoruöu þeir Magath (3), Keegan,Hrubesch og Hieronymus. Bayern vann einnig stórsigur — 7:0 yfir Bremen. Breithner (2), Dieter Höness (2), Rumminigge (2) og Janson skoruöu mörkin. Þaö má búast viö aö Bayern minnki enn markamuninn um næstu helgi, en þá leikur liöiö viö eitt neösta liöiö I „Bundeslig- unni”, Byern Verdingen, en Hamburger fær erfiöari keppinauta, þar sem Borussia Dortmund er. —SOS —SOS Stúlkumar frá Akranesi í 1. delld Stúlkurnar frá Akranesi tryggöu sér rétt til aö leika I 1. deildarkeppninni i handknatt- leik næsta keppnistlmabil — þær geröu jafntefli 11:11 gegn Armanni um heigina, en áöur væru þær búnar aö vinna sigur 17:15 á Skaganum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.