Tíminn - 16.04.1980, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.04.1980, Blaðsíða 13
Miftvikudagur 16. aprfl 1980 17 flokkur Kópavogs og Big band munu koma fram og skemmta gestum, að ógleyndri keppni I óáfengum drykkjum sem Dag- blaöið og Barþjónaklúbburinn standa að. Drykkina i þeirri keppni munu valinkunnir menn hér i bæ dæma, en i long-drinks keppninni munu gestirnir i saln- um dæma. Vegleg verölaun verða veitt I báðum þessum greinum og má þar nefna að I long-drinks keppn inni eru fyrstu verðlaun þátt- tökuréttur á alheimsmóti sem haldið verður f Portúgal 1982. Glæsilegur matseöill er inni- falinn i miöaveröi sem er mjög stillt 1 hóf aðeins 8500 krónur. Bækur mmim, FEfíOASKfWSFOfM ÖRVAL VfDAUStlfMXt S&ttZ&OGO Ferftaskrifstofan (Jrval varð 10 ára 13. febrúar sl. Hún hefur frá upphafi stundað almennan ferðaskrifstofurekstur, og auk flugfarseðla og sólarlandaferða, hefur hún selt járnbrautarfar- seðla um alla Evrópu, feröir meö ferjum I Evrópu og hefur söluumboð fyrir færeysku ferj- una Smyril. A sl. hausti tók Úrval við rekstri Fegurðarsamkeppni Islands ásamt Hljómplötuútgáf- unni og ætla þessir aðilar að efna til skemmtanabalds viða um land á næstunni. Þar veröa kosnar feguröardrottningar landsfjórðunganna, Halli, Laddi og Jörundur skemmta, haldnar verða ferðakynningar og bingó og dansaö. A ferðaáætlun sumarsins eru, auk leguferöa til Mallorka og Ibiza, feröir til Florida, Kina, London o.fl. Ferðaskrifstofa rikisins hefur sent frá sér söluskrá fyrir sum- arið 1980. Söluskráin er á ensku og dreift til ferðaskrifstofa I 17 löndum. Er þar að finna upp- lýsingar um stuttar ferðir til allra landshluta, svo og lengri ferðir I kringum landið. 1 öllum ferðunum er gist á hdtelum, leiösögn er I þeim flestum og verði ávallt stillt i hóf. Sifellt færist i vöxt aö Islendingar taki þátt I feröum Ferðaskrifstofunnar, en þær hafa lengi notið vinsælda meöal útlendinga, sem landið heim- sækja. Sem fyrr rekur Feröaskrif- stofa rikisins Eddu-hótel vlða um land og hafa lengri eöa skemmri dvalir á þeim átt si- vaxandi vinsældum að fanga. 4f FÉUGSMÁl Uf ■ tiharit T8r«©ifjsA. “ ■ ■••• STOFNUNAa KÍKISiNS Félagsmái, tTmarit Trygginga- stofnunar rikisins, 1. hefti 16. árgangs er nýkomið út. Meöal efnis má telja lagabreytingar 1979, skrá yfir reglugerðir 1979, iögjöld atvinnurekenda 1980, bótaupphæðir 1979, bætur Hfeyristrygginga 1978 og sagt frá rekstri sjúkrasamlaganna 1979. Ritstjóri Félagsmála er Kristján Sturlaugsson. Út er komiö 3. tölublaö Eiðfaxa. Aðvenju er blaðið efnismikið og fjölbreytt. Meöal efnis að þessu sinni má nefna greinum óþrif i hrossum. Þá er sagt frá heimsókn 1 hesta- miðstöðina Dal og einnig er greint frá aðalfundi Eiöfaxa. Hjalti Jón Sveinsson skrifar skemmtilega grein sem ber heitiö: „Hressandi aö moka hrossaskit” og dr. Ölafur R. Dýrmundsson landnýtingar- ráðunautur skrifar hugleiöingar og fróðleiksmola um hrossabeit. Loks er sagt frá afkvæmaprófun stóðhesta, frá hrossakynbóta- búinu að Hólum I Hjaltadal og félagslifi i Gusti. Asgarður 2. tbl. er kominn út. Meðal efnis i blaöinu er forystu- grein Kristjáns Thorlaciusar formanns BSRB og nefnist hún Svigrúm til launajafnréttis. Þá er fjallaö um stöðu samningaviðræðna og birt svar fjármálaráðherra viö kröfugerö BSRB. Gunnar B. Guðnason strætisvagnstjóri er tekinn tali og greint er frá rekstrarerfið- leikum á orlofsheimilum I Munaðarnesi. Birt er grein um geislavarnir og sagt frá kvöld- stund meö Hagalin. Þá eru birt erindi þriggja hagfræðinga, þeirra Björns Arnórssonar, Jóhannesar Sigg- eirssonar og Asmundar Stefáns- sonar og sagt frá kynningu á gerð skattskýrslu. Loks ritar Helga Ölafsdóttir bókavörður grein sem nefnist „Konur og launaflokkar”, — Minnisgrein handa samninganefndum. Hárskerinn, Skúlagötu 54, hefur nú nýja þjónustu á boö- stólum, andlitsböö, andlitsnudd og húöhreinsun fyrir dömur og herra. Kolbrún Jósepsdóttir fegrunarsérfræöingur sér um þessa þjónustu, en hún stundaöi nám I Beauty School of Middle- town, sem er þekktur skóli I New York. A meöfylgjandi myndum má sjá, að meðferöin hefur haft góö áhrif á Bessa Bjarnason. Sýningar Sýningum fer nú að ljúka á uppfærslu Þjóð- leikhússins á tveimur försum eftir ókrýnda skopleikjameistara aldarinnar, þá Georges Feydeau og Dario Fo sem báðir eru Islensk- um leikhúsgestum að góðu kunnir. VERT’ EKKI NAKIN A VAPPI heitir þátturinn eftir Feydeu og meinhæönislega raunum framagosans i pólitik- inni sem engan veginn tekst að syna hinni bamslegu eiginkonu sinni fram á anuðsyn þess að gæta fyllstu varkárni og siðsemi á almannafæri ef uppheföin á ekki að brey tast I hneisu. Sigrið- ur Þorvaldsdóttir hefur hlotið almennt lof fyrir túlkun sina á eiginkonunni i þessum farsa. Þátturinn eftir Dario Fo heitir BETRIER ÞJÓFUR 1HÚSI EN SNURÐA A ÞRÆÐI og greinir frá raunum innbrotsþjófs (Leik- inn af Bessa Bjarnasyni). sem verður uppvis að innbroti I hús betriborgara. Honum er þó ekki komiö i laganna hendur, en hann lendir I miklu meiri háska fyrir þaö hve siðferði betri borg- aranna er orðiö bágborið og snúið svo ekki sé meira sagt. Háskinn gerist jafnvel svo hrikalegur að hjónabandssadu hans er alvarlega ógnað. Leik- stjórar sýningarinnar eru Bene- dikt Arnason og Brynja Bene- diktsdóttir, en Sigurjón Jó- hannsson gerir leikmynd. Siðasta sýning á försunum verður fimtudaginn 17. april. 'ECr VIL emi þURFfí fíOTEIHNfí FULCTfíF TÖmUM S0P &MI S-14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.