Tíminn - 17.04.1980, Síða 1

Tíminn - 17.04.1980, Síða 1
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 ■ Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Ólaíur Jóhannesson: „Alger firra og ósannindi að undirritun hafi komið til mála” HEI — „Þaö eru alger ósannindi aöéghafi ætlast til aö skrifaö yröi undir eitt eöa neitt, enda hefur tæpast nokkrum komiö til hugar aö skrifaö yröi undir eitt eöa neitt á þessum fundi” sagöi Ólafur Jó1 hannesson, utanrikisráðherra er borin voru undir hann skrif blaða I gær um að hann hafi lagt hart að mönnum að skrifa undir eitthvert uppkast á samningafuncjinum um Jan Mayen. „Þaö er alger firra” sagði Ólafur. ■Ólafur sagði að það sem blöðin ræddu um sem uppkast hefði i raun verið fyrsta vinnuplagg frá undirnefnd um landgrunnsmálið sem þó hafði ekki lokiö störfum, en vinnuplagg frá nefndinni sem fjallaði um fiskveiðimálin — sem auðvitað hefði verið raunhæfara í augnablikinu — hefði hinsvegar alls ekki verið komið fram. 1 þessum undirnefndum hefðu fulltrúar stjórnmálaflokkanna ekki óskað eftir að sitja, heldur hefðu það eingöngu veriö em- bættismenn og sérfræðingar. Ólafur sagði það jafnframt al- ger ósannindi að hann og Knud Frydenlund hefðu gert með sér eitthvert „privat” samkomulag eins og látið er að liggja i Dag- blaðinu I gær og jafn mikil fjar- stæða væri aö hann sjálfur hefði lagt fram nokkurt uppkast aö samkomulagi. Spurður um upphlaupið i þing- flokkunum i gær sagði Ólafur þaö sér óskiljanlegt. Hann heföi aldrei vitað til þess fyrr að hlaup- ið væri með fyrsta vinnuplagg einnar nefndar, sem enn var störfum og önnur plögg ókomin, inn á þingflokksfundi. Vinnu- plaggið frá undirnefndinni um fiskveiðiréttindin hefði alls ekki verið komið þegar boöað heföi veriö til þingflokksfundanna og hitt plaggið alls ekki fullunnið. Sjá nánar viðtal á bls. 3. Jónas verður búnaðarmálastjóri HEI — t gær var ákveöiö aö Jónasi Jónssyni, ritstjóra yröi veitt staöa búnaöarmálastjóra. Mun hann taka viö stööunni X. mai n.k. Fimm umsóknir bárust. Auk Jónasar sóttu um þeir: Hjalti Gestsson, ráöunautur, Jón Viöar Jónmundsson, ráöun. og kennari, Jóhannes Sigvaldason, ráöunaut- ur og Sveinn Hallgrimsson, ráöu- nautur. Grænlensk landhelgi færð út 1. júni: Vilja ekki tala við íslendinga Hvorki veröur haft samráö viö tslendinga né efnt til viö- ræöna viö tslendinga um dt- færslu grænlenskrar landhelgi, en landhelgi Grænlands veröur færö út hinn 1. júni næst kom- andi.eftir þvi sem haft er eftir mjög traustum heimildum i Kaupmannahöfn. Búiö er aö taka fuilnaöar- ákvöröun um útfærslu iandhelgi Grænlands, en þaö veröa hvorki Grænlendingar sjálfir né Danir sem ráöa munu nýtingu • land- helginnar, heldur stjórnardeiid- ir Efnahagsbandalags Evrópu I Brussel I Belgiu, segja sömu heimildir. Enginn vilji er til þess aö fresta útfærslunni vegna þess aö islendingar kunni aö fara fram á viöræöur um máliö. Innan grænlensku landhelg- innar veröa mjög mikilvæg fiskimiö, til dæmis mörg mikil- vægustu loönumiöin vestur af Jan Mayen. Ekki kemur til greina af háifu Efnahagsbandalagsins, segja heimildirnar i Kaupmannahöfn, aö heimiia tslendingum neinar veiöar innan hinnar nýju land- helgi nema tslendingar hleypi flotum Efnahagsbandalags- landanna til jafns inn i landhelgi tslands. Eins og fram hefur komið i fréttum tmnu Norðmenn færa út landhelgina umhverfis Jan Mayen 1 siðasta lagi samtimis útfærslunni við Grænland. Vitneskju sina um fyrirætlanir Efnahagsbandalagsins notuöu norsku sendimennirnir sér rækilega á viöræöufundunum I Reykjavik til þess að knýja tslendinga til undanhalds. Obil- gimi og ósanngirni Norömanna byggðist ekki sist á þessu. Ars starfslaun til eins listamanns Kás — „Borgarstjórn samþykkir að úthluta árlega starfslaunum til reykvisks listamanns og skulu þau nema launum kennara viö framhaldsskólastigið. Stjórn Kjarvalsstaða velur listamann- inn, sem starfslaun hlýtur hverju sinni á grundvelli umsókna er henni berast að viðhafðri auglýs ingu”, segir i upphafi tillögu sem lögð verður fýrir borgarstjórnar- fund á morgun. Gert er ráð fyrir samkvæmt til- lögunni að að starfsárinu liönu geri listamaðurinn grein fyrir starfi sinu með greinargerö eða með framlagningu á verki til frumbirtingar eða frumflutnings og þá gjaman I tengslum við Listahátið eða Reykjavikurviku. Starfslaun þessi eru sérstak- lega ætluð listamönnum, sem ekki geta stundað listgrein sina sem fullt starf. Ef tillagan verður samþykkt, mun borgarstjórn fela stjórn Kjarvalsstaöa i samráöi við borg- arlögmann að semja reglugerð um úthlutun starfslaunanna i samræmi við það sem fyrr hefur verið nefnt. Nokkur hópur mótmælenda gegn hvaladrápi mætti fyrir utan Hallveigarstaöi i gærmorgun meö spjöld. Á innfelldu myndinni eru þeir Bill Jordan frá Kgi. breska dýraverndunarfélaginu, Alan Thornton, sem stjórnar skrifstofu Greenpeace i London og Harry Lillie, læknir. Yfirheyrslur í máli Greenpeace og Hvals hf. Verður dómarinn sendur út með hvalveiðiskipum? AM — í gærmorgun fóru fram yfirheyrslur i máli Greenpeace- manna og Hvals hf. I bæjarþingi Reykjavlkur. Lögmaður Hvais hf. Benedikt Blöndal hrl. og lög- maður Greenpeacemanna, Höröur ólafsson hrl. voru viö- staddir yfirheyrslurnar, en dóm- ari verður Garðar Glslason héraðsdómari. Hingað hafa veriö kvaddir af hálfu Greenpeace tveir sérfróðir menn sem þeir hafa kallað til vitnis um ómannúölegar aöferðir viö hvaladráp. Þaö eru þeir Bill Jordan, sem veitir forstöðu þeirri deild Kgl. breska dýraverndunar- félagsins, sem berst gegn ómann- uðlegri meöferð dýra, og er fjöl- menntaður maður á sviði liffærði og llfeðlisfræði, en hinn er læknir- inn Harry Lillie, sem um árabil var læknir hvalveiðiflota I Weddelhafi við suðurskautiö. Báru þeir báðir vitni um þær þjáningar sem hvalir hljóta að llða við veiöarnar, en dæmi eru um að dauðastrfð þeirra taki nlu klukkustundir. Auk þessara tveggja manna, sem hvorugur eru aðildarmenn að Greenpeacesamtökunum, þótt þeir styðji þau málefnalega, var og mættur við yfirheyrslurnar Alan Thornton, skrifstofustjóri Greenpeacesamtakanna I Lond- on. Yfirheyrslum verður nú frestað I fjórar vikur, þar sem málsgögn þarf að þýða og ýmis úrvinnsla gagna þarf að fara fram, áður en lengra verður haldið. A fundi með blaðamönnum I gær á heimili Harðar Ólafssonar hrl. kom fram að mjög þætti æskilegt að dómar- inn sjálfur færi út með hvalveiöi- skipunum og kynntist aðferöun- um við veiðarnar af eigin raun, áður en dómsúrskuröur verður upp kveðinn. Hvalur hf. lagði á sinum tima einnar milljón króna tryggingu fram fyrir lögbanni þvi sem lagt i var á athafnir Greenpeacemanna og fæst tryggingarféð ekki endur- greitt, nema lögbannið verði staöfest. Fulltrúar Greenpeace og vitni þeirra lögöu áherslu á aö mikil- vægt væri að þekking og áhugi á málum kæmi I stað þess áhuga- leysis og fáfræði sem rlkti hjá al- menningi hér um og töldu að gagnlegt væri ef blaðamenn gætu farið sjálfir I veiðiferöir meö hvalveiðiskipum, eins og lagt er til að dómarinn geri.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.