Tíminn - 17.04.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.04.1980, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 17. apríl 1980, 86. tölublaö—64. árgangur TRflimn Tímann Slðumúla 15 ¦ Pósthólf 370 • Reykjavík ; Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 : Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392 Olafur Jóhannesson: „Alger firra og ósanníndí að undirritun hafi komið tíl mála" HEI — „Það eru alger ósannindi að ég hafí ætlast til að skrifað yrði undir eitt eða neitt, enda hefur tæpast nokkrum komið til hugar að skrifað yrði undir eitt eða neitt á þessum fundi" sagöi Olafur Jó- hannesson, utanrlkisráðherra er borin voru undir hann skrif blaða i gær um a ð hann hafi lagt hart aö mönnum ao skrifa undir eitthvert uppkast á samningafundmum um Jan Mayen. „Það er alger firra" sagði ólafur. Ólafur sagði að það sem blööin ræddu um sem uppkast hefði i raun verið fyrsta vinnuplagg frá undirnefnd um landgrunnsmálið sem þó hafði ekki lokið störfum, en vinnuplagg frá nefndinni sem fjallaði um fiskveiðimálin — sem auðvitað heföi veriö raunhæfara í augnablikinu — hefði hinsvegar alls ekki verið komið fram. 1 þessum undirnefndum hefðu fulltrúar stjórnmálaflokkanna ekki óskað eftir að sitja, heldur hefðu það eingöngu verið em- bættismenn og sérfræðingar. Olafur sagði það jafnframt al- ger ósannindi að hann og Knud Frydenlund hefðu gert með sér eitthvert „privat" samkomulag eins og látið er að liggja I Dag- blaðinu I gær og jafn mikil f jar- stæða væri að hann sjálfur hefði lagt fram nokkurt uppkast að samkomulagi. Spurður um upphlaupið i þing- flokkunum I gær sagði ólafur þaö sér óskiljanlegt. Hann hefði aldrei vitað til þess fyrr að hlaup- iö væri með fyrsta vinnuplagg einnar nefndar, sem enn var störfum og önnur plögg ókomin, inn á þingflokksfundi. Vinnu- plaggið frá undirnefndinni um fiskveiðiréttindin hefði alls ekki verið komið þegar boðað hefði verið til þingflokksfundanna og hitt plaggið alls ekki fullunnið. Sjá nánar viðtal á bls. 3. Jónas verður búnaðarmálastjóri HEI — f gær var ákveöiö að Jónasi Jonssyni, ritstjóra yrði veitt staða búnaðarmálastjora. Mun hann taka við stöðunni 1. mal n.k. Fimm umsóknir bárust. Auk Jdnasar sóttu um þeir: Hjalti Gestsson, ráðunautur, Jón Viðar Jönmundsson, ráðun. og kennari, Jóhannes Sigvaldason, ráðunaut- ur og Sveinn Hallgrimsson, ráöu- nautur. Grænlensk landhelgi færð út 1. júni: VlIJcl GKKl tala við íslendinga Hvorki verður haft samráð við lsiendinga né efnt til viö- ræöna við islendinga um Ut- færslu grænlenskrar landhelgi, en landhelgi Grænlands vcrður færð út hinn 1. júnl næst kom- andi.eftir þvi sem haft er eftir mjög traustum heimildum i Kaupmannahöfn. Bdið er að taka fullnaöar- ákvörðun um dtfærslu landhelgi Grænlanðs, en það verða hvorki Grænlendingar sjalfir né Danir sem ráfta munu nýtinguland- helginnar, heldur stjórnardeild- ir Efnahagsbandalags Evrópu i Brussel I Belgíu, segja sömu heimildir. Enginn vilji er til þess að fresta útfærslunni vegna þess áð islendingar kunni að fara fram á viöræður um máliö. lnnan grænlensku landhelg- innar verða mjög mikilvæg fiskimið, til dæmis mörg mikil- vægustu loonumiðin vestur af Jan Mayen. Ekki kemur til greina af hálf u Efnahagsbandalagsins, segja heimildirnar i Kaupmannahöfn, að heimila íslendingum neinar veiðar innan hinnar nýju land- lielgi nema islendingar hleypi flotum " Efnahagsbandalags- landanna til jafns inn i landhelgi islands. Eins og fram hefur komið i fréttum munu Norömenn faera út landhelgina umhverfis Jan Mayen i siðasta lagi samtimis útfærslunni við Grænland. Vitneskju sina um fyrirætlanir Efnahagsbandalagsins notuðu norsku sendimennirnir sér rækilega á viðræðufundunum i Eeykjavik öl þess að knyja lslendinga til undanhalds. Obil- girni og ósanngirni Norðmanna byggðist ekki slst á þessu. Árs starfslaun tíl eins listamanns Kás — „Borgarstjórn samþykkir að úthluta árlega starfslaunum til reykvisks listamanns og skulu þau nema launum kennara við framhaldssktílastigið. Stjórn Kjarvalsstaða velur listamann- inn, sem starfslaun hlýtur hverju sinni á grundvelli umsókna er henni berast að viðhafðri auglýs ingu", segir i upphafi tillögu sem lögð veröur fyrir borgarstjórnar- fund á morgun. Gert er ráð fyrir samkvæmt til- lögunni að að starfsárinu liðnu geri listamaðurinn grein fyrir starfi sinu með greinargerð eða með framlagningu á verki til frumbirtingar eða frumflutnings og þá gjarnan i tengslum viö Listahátið eða Reykjavlkurviku. Starfslaun þessi eru sérstak- lega ætluð listamönnum, sem ekki geta stundað listgrein sina sem fullt starf. Ef tillagan verður samþykkt, mun borgarstjórn fela stjórn Kjarvalsstaða i samráði við borg- arlögmann að semja reglugerð um úthlutun starfslaunanna i samræmi við það sem fyrr hefur verið nefnt. Nokkur hópur mótmælenda gegn hvaladrápi mætti fyrir utan Hallveigarstaði I gærmorgun með spjöld. A innfelldu myndinni eru þeir Bill Jordan frá Kgl. breska dýraverndunarfélaginu, Alan Thornton, sem stjórnar skrifstofu Greenpeace I London og Harry Lillie, læknir. Yfirheyrslur í máli Greenpeace og Hvals hf. Verður dómaiinn sendur út með hvalveiðisMpiim? AM — I gærmorgun fóru fram yfirheyrslur I máli Greenpeace- manna og Hvals hf. I bæjarþingi Reykjavikur. Lögmaður Hvals hf. Benedikt Blöndal hrl. og lög- maður Greenpeacemanna, Hörður Ólafsson hrl. voru við- staddir yfirheyrslurnar, en dóm- ari verður Garðar Gislason héraðsdómari. Hingað hafa verið kvaddir af hálfu Greenpeace tveir sérfróðir menn sem þeir hafa kallað til vitnis um ómannúðlegar aðferðir við hvaladráp. Það eru þeir Bill Jordan, sem veitir forstöðu þeirri deild Kgl. breska dýraverndunar- félagsins, sem berst gegn ómann- uðlegri meðferð dýra, og er fjöl- menntaður maður á sviði liffærði og Hfeölisfræði, en hinn er læknir- inn Harry Lillie, sem um árabil var læknir hvalveiðiflota I Weddelhafi við suðurskautið. Báru þeir báðir vitni um þær þjáningar sem hvalir hljóta að llða við veiðarnar, en dæmi eru um að daubastrið þeirra taki niu klukkustundir. Auk þessara tveggja manna, sem hvorugur eru aöildarmenn að Greenpeacesamtökunum, þótt þeir styöji þau málefnalega, var og mættur við yfirheyrslurnar Alan Thornton, skrifstofustjóri Greenpeacesamtakanna I Lond- on. / Yfirheyrslum verður nú frestaö 1 fjórar vikur, þar sem málsgögn þarf aö þýða og ýmis úrvinnsla gagna þarf að fara fram, áöur en lengra verður haldið. A fundi með blaðamönnum i gær á heimiii Harðar ólafssonar hrl. kom fram að mjög þætti æskilegt að dómar- inn sjalfur færi út með hvalveiði- skipunum og kynntist aðferðun- um við veiðarnar af eigin raun, áður en dómsúrskurður verður upp kveðinn. Hvalur hf. lagði á slnum tima einnar milljón króna tryggingu fram fyrir lögbanni þvi sem lagt j var á athafnir Greenpeacemanna og fæst tryggingarféð ekki endur- greitt, nema lögbannið verði staðfest. Fulltrúar Greenpeace og vitni þeirra lögðu áherslu á að mikil- vægt væri að þekking og áhugi á málum kæmi i stað þess áhuga- leysis og fáfræði sem rfkti hjá al- menningi hér um og töldu að gagnlegt væri ef blaðamenn gætu farið sjálfir i veiðiferðir með hvalveiðiskipum, eins og lagt er til að dómarinn geri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.