Tíminn - 18.04.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.04.1980, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 18. april 1980 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón SigurOsson. Ritstjórnarfuil- trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Eirikur S. Eirlksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar SiOumúla 1S. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86S62, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. VerO f lausasölu kr. 240. -Askriftargjald kr, 4,800 á mánuOi._BlaOaprent. ^ Nýtt og alvarlegt sög Furðuleg er sú firra sumra manna að unnt hefði verið að ganga formlega frá endanlegu og skuld- bindandi heildarsamkomulagi við Norðmenn á þeim viðræðufundum sem stóðu i Reykjavik á dög- unum. Reglum um millirikjasamninga og ákvæð- um stjórnskipunar bæði Noregs og íslands er þannig háttað að jafnvel þótt enginn ágreiningur hefði verið um neitt, þá hefði fyrst átt að ræða samning i rikisstjórnum, siðan á vettvangi þjóð- þinganna beggja — áður en formleg og skuldbind- andi undirritun hefði getað átt sér stað. Og furðuleg eru þau ósannindi sumra manna að bjóða almenningi upp á það að reyndir, gætnir og ihugulir stjórnmálamenn, eins og utanrikisráð- herra, hafi látið sér til hugar koma að reyna að ganga fram hjá þessum reglum. Þessar firrur lýsa auðvitað reynsluleysi og þekkingarskorti sumra upphlaupsgjarnra stjórn- málamanna. Að þvi leyti sem ekki er reynsluleysi og þekkingarskorti um að kenna veldur þessu ó- mótstæðileg þörf á þvi að láta á sér bera. Forystugrein Dagblaðsins sl. miðvikudag er náttúrulega alveg kapituli út af fyrir sig. Þar heldur ritstjórinn áfram þeirri iðju sinni að gleðja Norðmenn og rétta þeim sætindi til að japla á. Og ritstjóri Dagblaðsins fékk raunar óvæntan liðsafla á miðvikudaginn i leiðara Visis, og verði þeim öll- um að góðu, greyjunum. Skemmtun Norðmanna hlýtur að vera mikil. Hið sanna i málinu er að undirnefnd gekk frá vinnuplaggi sem átti að greina formlega frá þeim atriðum sem rædd hefðu verið og þokast heföu á- fram. Þessu vinnuplaggi var alls ekki lokið, enda hafði ekkert komið fram frá annarri undirnefnd sem fjallaði um hin mikilvægu fiskveiðimál. Utanrikisráðherra sem stýrði viðræðunum bar að sjálfsögðu þá ábyrgð að þoka þeim áfram eftir þvi sem áfangar kynnu að nást. 1 þessu var ekkert sem kallast gat endanleg niðurstaða eða nákvæm ákvæði, heldur yfirlit yfir viðræðurnar og þau at- riði sem hreyft hafði verið við ásamt greinargerð fyrir þeim viðhorfum sem fram höfðu komið. Eins og ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra tekur sérstaklega fram i viðtali við Timann i gær eru það alger ósannindi og firrur að halda þvi fram að i þessu vinnuplaggi hafi verið að finna til- lögu til endanlegs samkomulags. Alvara Jan Mayen-málsins er slik að islenskir stjórnmálamenn mega ekki leyfa sér skripalæti og upphlaup. Norðmenn voru óbilgjarnir, þverir og ósanngjarnir við samningaborðið i Reykjavik. Þeir ætla greinilega að beita Efnahagsbandalagi Evrópu fyrir sig, og sýnir það að visu undarlegt „vinarþel” i garð okkar. íslendingar verða að gera það upp við sig hvort þeir vilja samninga yfirleitt og þá um hvaða að- stöðu og réttindi, eða hvort þeir vilja heldur standa frammi fyrir einhliða útfærslu Norðmanna og ást- vina þeirra i Efnahagsbandalaginu án þess að hafa nokkra samninga i höndum eða viðurkenn- ingu á nokkrum rétti. Deilan um Jan Mayen er komin á nýtt og mjög alvarlegt stig eftir framkomu Norðmanna i við- ræðunum. Þetta verða allir íslendingar að gera sér ljóst. JS Kjartan Jónasson: Erlent yfirlit Á dánarbeöi heldur Tító áíram að þjóna landi sínu Titó á veiöum meö Brésnjef. Tltó lifir enn og hann hefur meö löngu dauöastriöi sinu unn- iö þjóö sinni mikið gagn. Eöa eins og Drago Vujica, júgóslav- neskur útgefandi, oröar þaö: „Heföi hann dáiö I jandar mundi áfalliöhafaoröiöofboöslegt. En nú hefur okkur gefist aölögun- artimi tilaö bregöast viö hverju vandamáli út af fyrir sig. Stjórnkerfiö hefur veriö undir á- lagien þaö hefur unniö sitt gagn án gamla mannsins. Meö þvi aö samþykkja aö láta taka af sér fótinn og berjast svo lengi viö dauöann hefur hann heigaö landi sinu siöustu kraftana”. Titó hefur um áratuga skeiö veriö einingartákn Júgóslaviu, þjóösagnapersóna I lifanda lifi, og án hans væri Júgóslavia ekki það sem hún er, hefur verið al- menn skoöun manna jafnt innan Júgóslaviu sem utan. í heims- styrjöldinni stjórnaöi hann frelsisher Serba og aö henni lok- inni stofnaði hann kommúniska Júgóslaviu. Áriö 1948 reis hann einn og óstuddur gegn ægivaldi Stalíns, treysti sjálfstæöa stjórn Júgóslaviu og hélt fram rétti hennar til aö fara sinar eigin götur i framkvæmd kommúii- ismans. Siöan hefur hann einnig veriö einhver virtasti stjórn- málamaöur heimsins og framá- maöur meöal leiötoga rikja utan hernaöarbandalaga. Siöan ljóst varö aö Titó ætti ekki langt eftir hafa menn mjög brætt þaö meö sér hvaö sigldi i kjölfarið, hvort þjóðir Júgó- slaviu gætu haidiö friöinn inn- byröis og Sovétrikin stæöist þá freistingu aö taka landiö. Meö atburöi sföustu mánaöa i huga viröist hvort tveggja liklegt en jafn vist er að Sovétmenn munu beita Júgóslava þeim þrýstingi sem þeir mega til aö fá þá til nánari samvinnu, t.d. reyna aö fá þá til þátttöku i Comecon (efnahagsbandalaginu austan- tjalds). 1 þessu skyni geta þeir beitt efnahagslegum þvingun- um en fleiri leiöir eru fyrir hendi. T.d. eru Sovétmönnum ýmsar leiöir opnar til aö stuðla aö innanlandsófriöi milli þjóöa Júgóslaviu. Meö aöstoö Búlgarlu gætu þeir hvatt til vandræða I Makedóniu, svæöi i Júgóslaviu sem stjórnin i Bel- grad álitur aö Búlgarir ágimist. Meö samvinnu viö samtök Kró- ata gætu Sovétmenn einnig auk- iö á vandræöi Júgóslavlu. En eins og áöur segir hefur langt dauðastrlö Tftós hjálpaö Júgóslövum yfir erfiðan hjalla og meö vaxandi sjálfstrausti fylgjast Júgóslavar meö breyt- ingunum i stjórnkerfinu sem viröast ganga liölega fyrir sig. Allt viröist vera i föstum skorö- um, og þau tvö leiötogaráö sem Titó kom upp til aö taka viö völdunum af sér, hafa starfaö eölilega siöan veikindi hans á- geröust. Þessi leiötogaráö taka viö hlutverki Titós sem stjórn- arforseta annars vegar og hins vegar sem leiötoga kommún- istaflokksins. Sú skipan mála aö hópur manna en enginn einstak- lingur skuli taka viö þessum leiötogahlutverkum er af nauö- syn sprottin i JUgóslaviu. í fyrsta lagi hafa engin efnileg leiötogaefni vaxiö Ur grasi eöa lifaö Titó af sem likleg séu til þess aö njóta fulls trausts allra þjóöa Júgóslaviu. En jafnvel þó aö siik leiötogaefni væru fyrir hendi mundi sú spurning alltaf vakna fyrr eöa siðar: Er hann Serbi, Króati eöa Slóveni? Titó sá þvi þann kost vænstan aö búa Júgóslaviu undir dauöa sinn meö þvi aö ganga frá stjórnkerfi eftir sinn dag sem byggist á „hópræöi” i staö ein- staklingsvalds. 1 sjálfu sér fell- ur þetta vel aö hugmyndafræöi stjórnar hans, þar sem verk- smiöjum, borgarhverfum, fé- lögum er stjórnaö af verka- mannaráöum. Meginmarkmið Titós var þó aö koma i veg fyrir aö spurningin um þjóöerni æöstu embættismanna vaknaöi. Kerfi hans felst i þvi aö fræöi- lega veröi jafnræöi meö lýö- veldunum sex og tveimur sjálf- stjórnarsvæðum landsins, hvert þeirra eigi sinn fulltrúa I íeið- togaráöunum. Ekki e ru þó allir jafnvissir um aö kerfiö verki og skjóti rótum. Sumir segja aö þaö muni aldrei veröa til neins, allt i landinu, svo og heföir stjómkerfisins, kalliá einstakling I leiötogasæti. Hugsanlega geti hiö nýja kerfi litiö út fyrir aö vinna svo sem þvivar ætlaö um einhvern tima, en viö fyrstu ummerki vand- ræöa vaxi nauösynin á þvi aö hlutverk Titós veröi fyllt af ein- hverjum einstaklingi. Hin siðari ár hefur Titó þó verið svo umhugaö um aö hóp- ræöiskerfiö næöi fram aö ganga aö hann hefur visvitandi kippt i spottana til aö stööva óeölúega framagöngu einstakra manna. Fjölmiölár hafa og rekið áróöur gegn „stjórnunarráöriki” og „framapoti”. Og f kerfinu hefur mönnum lærst aö fela metnaö sinn aö þessu leyti. Ein afleiö- ingin er sú aö margir Júgóslav- ar höföu aldrei heyrt minnst á flesta þeirra sem fara nú meö völdin i leiötogaráöunum áöur- nefndu. Hér skal engu spáö um gengi þessa nýja kerfis en vist er aö hugmyndin er ekki svo > vitlaus sé mið tekiö af sérstökum aö- stæöum i Júgóslaviu. Júgó- slavla er svo sem kunnugt er ekki þjóöriki heldur riki margra þjóöa I minnihluta eöa meiri- hluta meö tilliti til nágranna- rikja og annarra þjóöa Júgó- slaviu. í landinu er stjórnkerfiö þannig upp byggt að hver þjóö hefur mjög mikiö sjálfræöi en stjórnin I Belgrad fer einkum meö utanrikismál og fyllstu al- rikismál. Eftir óeiröir i Króatfu' áriö 1971 lét alrlkisstjórnin meira aö segja sjálfstjórnar- svæöunum eftir að höndla hvert um sig með gjaldeyrismál sin. Og svo viröist aö eftir þvi sem sjálfstjórnþjóöanna hefur vaxiö hafi fækkaö þeim ágreinings- efnum milli þeirra sem stuölaö gætu aö rikisslitum. Og kannski verður Titó siöar meir þakkaö þaö fyrst og fremst aö hann hafi skipaö málum svo aö Júgó- slavia gat lifaö hann af. Verkamannaráö á fundi. Miöstýring er hverfandi i Júgóslaviu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.