Tíminn - 29.04.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.04.1980, Blaðsíða 1
Þriöjudagur29.apríl 1980 90. tölublað—64. árgangur "Rfiiinpi Tímann Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík ¦ Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ¦ Afgreiðsla og áskrift 86300 : Kvöldsimar 86387 & 86392 Boranir hefj ast við Kröflu á ný — framkvæmdir hefjast um míðjan maí AM — Frá þvi 14. þessa mánað- ar hefur verið unnið aö upptekn- ingu og skoöun á véium og þétti- vatnsdælum Kröfluvirkjunar, auk aðveituæða og safnæða og sagöi Einar Tjörvi Elíasson, yfirverkfræðingur Kröflu- virkjunar okkur i gær aö allt hefði þetta verið með öllu óskemmt og liti mjög vel út. Nú á næstu dögum mun bor- inn Narfi verða fenginn að Kröflu, vegna hreinsunar á hol- um 7 og 9 og bjóst Einar Tjörvi við að sú hreinsun tæki 14 daga. Reikna má með að mánuði siðar verði hægt að fara að keyra orkuverið að nýju, en holurnar þarf að hita varlega upp eftir hreinsun. Borinn Jötunn hefur veriö i Bjarnarflagi, eftir að hann bor- aði eina holu fyrir Kisliðjuna i fyrra, en innan tiðar verður hann fluttur að Kröflu, vegna fyrirhugaöra borana á 2-3 hol- um þar i sumar, en nánari ákvörðun biður nú^ afgreiðslu lánsfjáráætlunar.. „Okkur hefur verið sagt að stefna að þvi að geta farið i boranir sem fyrst," sagði Einar Tjörvi, ,,og við miðum við að þærgetihafistum miðjanmai." Skipuleg nýting auðlindanna eitt mikilvægasta verkefnið — Sjá orkumálaályktun miðstjórnar Framsóknarflokksins á bls. 7 megtaviðfangs efoiríkis- Qti rirnsi rintisi v ðlj Ul llcti iiiluti — Sjá stjóramálaályktun miðstjórnar á bls. 7 Tap Flugleiða 1978 og 79 8.062 miHj. Engar breytingar á stjórn AM — A aðaifundi Flugleiða, sem lialdinn var að Hótel Loft- leiðum i gær, kom fram aft heildartap á Atlantshafsfluginu nam 7.4 milljörðum króna á ár- inu 1979, en Atlanlshafsflugið er stærsta eining rekstursins, um 51% og skiptir þvi sköpum fyrir afkomu félagsins hvert fram- hald verður þar á. Sigurður Helgason, forstjóri, sagði að þetta mætti fyrst og fremst rekja til breyttrar stefnu Bandaríkjastjórnar, sem heimilað hefði fjöida nýrra fé- laga flug á N-Atlantshafi og skapað ofboðslega samkeppni og taprekstur allra félaga á þessum ieiðum. Allmörg félög hafa hins vegar annan rekstur, þar sem fargjöid eru hærri og þola þvi tap á N-Atlantshafs- leiðum. Auk þessa nefndi hann Framhald á bls. 19. Tómas Arnason í útvarpsumræðum i gærkvöldi: Geymdi vandinn rask- ar áformum ríkis- stj órnarinnar í verðlagsmálum — en hann haggar ekki langtíma markmiðum um hjöðnun verðbólgunnar í áföngum Tómas Arnason. „Það er nii alveg Ijóst, að þessi geymdi uppsafnaði verðlags- vandi er allmiklu meiri en ráð var fyrir gert. Þegar öll kurl eru komin til grafar ætla ég að hann verði a.m.k. 3-4 prósentustig I framfærsluvisitöiunni. Hann skrifa ég á syndaregistur Alþýðu- flokksins og formanns Sjálf- stæðisflokksins og hans manna. Þetta kann að raska nokkuð áformum rikisstjórnarinnar I verðlagsmálum og niðurtalningu verðbólgunnar en haggar ekki langtima markmiðum um hjöðn- un verðbólgunnar I áföngum. Þetta kallar á aukið aðhaid næstu Framhald á bls. 19. Skattalækkunartil- lögur stjórnarand- stööunnar eru sýnd- armennska — sagði Guðmundur Bjarnason í útvarpsumræðum í gærkvöldi JSG — „Háttvirtir stjórnarand- stöðuþingmenn leggja fram breytingartillögur um verulegar skattalækkanir. Auðvitað væri ekki nema gott eitt um það að segja að lækka skattana og minnka álögurnar, ef hér væri um raunhæfar tillögur að ræöa, en svo er þvi miður ekki. Þetta eru sýndar-tillögur. Þeir segjast vera til viðræðu um það hvar megi draga saman en koma sér undan að benda á ákveðna þætti. Þó hafa þeir nefnt lækkun á niðurgreiðsl* um. — Lækkun á niðurgreiðslum — er það nú raunhæfasta leiðin til að koma til méts við skattgreið- endur? Minnkaðar niðurgreiðslur þýða auðvitað hækkað vöruverð, hækkað verð á matvörum sem kæmi að sjálfsögðu verst við þá sem minnstar tekjur hafa og flest börnin, stærstu fjölskyldurnar." Þetta sagði Guðmundur Bjarnason, sem var annar full- trúa Framsóknarflokksins I út- varpsumræðum um skáttamál i gærkvöldi. Guðmundur lagði áherslu á að heildarskattbyrðin i ár yrði sú sama og i fyrra. Hann hrakti i'ull- yrðingar stjórnarandstæðinga um að tekjubreytingar milli ára væru vanáætlaðar i tillögum stjórnarliða og benti á nýlega skýrslu frá Þjóðhagsstofnun sem Framhald á bls. 19. Guömundur Bjarnason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.