Tíminn - 29.04.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.04.1980, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 29. aprll 1980 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jdnsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eirfksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýslngar Sfoumúla 15. Stmi 86300. — Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð f lausasölu kr. 240. -Askriftargjald kr. 4.800 á mánuoi. Blaðaprent. Mistök Carters Það er ótvlrætt, að Carter forseti hafði bæði laga- legan og siðferðilegan rétt til að senda hersveit til trans I þeim tilgangi að bjarga gíslunum i banda- riska sendiráðinu I Teheran. Rikisstjórn írans hefur veitt stúdentunum, sem hertóku sendiráðið og héldu gislunum þar, svo mikinn óbeinan og beinan stuðn- ing, að hún er sek um að hafa brotið sambúðarlög þjóðanna á hinn augljósasta hátt. Hún viðurkennir sjálf brot sitt með þvi að lýsa yfir að hún muni ekki kæra þennan verknað fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eða öðrum alþjóðlegum stofnunum. Slikt hefði hún vafalaust gert, ef hún hefði talið sig hafa hreinan skjöld. Það er þvi ekki hægt i þessu sambandi að deila á Carter forseta fyrir brot á lögum eða siðferðilegum lögmálum. Það er einnig hægt að skilja áhuga hans á því að reyna öll hugsanleg ráð til að frelsa gislana. Bandariska þjóðin krefst þess af honum, að hann láti ekkert ógert i þessum efnum, sem skynsamlegt getur talizt. Hún getur jafnvel fyrirgefið honum, þótt hann tefli á tæpasta vað. Þrátt fyrir þetta allt, er erfitt að mæla bót þeirri ofdirfskufullu tilraun að reyna að frelsa gislana með þvi að senda 90 manna vlkingasveit til írans. Frá skynsamlegu sjónarmiði virðist slik tilraun hafa öll skiiyrði til að misheppnast. Vafalitið hefur það orðið Carter mikið happ, að hún misheppnaðist i upphafi. Að öðrum kosti hefðu sennilega allir vik- ingarnir verið drepnir og glslarnir til viðbótar. Áreiðanlega hefðu viðbrögð ofsatrúarmannanna I Teheran orðið hin grimmilegustu, ef horfur hefðu verið á að tilraunin gæti heppnazt. Frá þessu sjón- armiði var tilraunin eins óviturlegt flan og hugsazt gat. Þess vegna vekur hún vantrú á, að full skyn- semi ráði ríkjum i Hvlta húsinu um þessar mundir. Upplýst er Hka, að mikill ágreiningur hefur verið um þetta hjá þeim þrönga hópi ráðamanna, sem um þetta mál f jallaði áður en tilraunin var ákveðin. Sá maður ríkisstjórnarinnar, sem nýtur mests trausts út á við, Vance utanrlkisráðherra, baðst lausnar i mótmælaskyni. Sú spurning er nú vafalaust efst I hugum manna, hvert áframhaldið verður. Lætur Carter verða aivöru úr hótunum sinum um meiri hernaðarlega valdbeitingu, ef viðskiptaþvinganir bera ekki tilætl- aðan árangur? Geta afleiðingar sllkrar valdbeiting- ar orðið ný heimsstyrjöld? Þau ummæli eru höfð eftir Helmut Schmidt kanslara Vestur-Þýzkalands, að ástand alþjóða- mála sé nú állka tvlsýnt og óráðið og 1914. Það er ekki ósennilegt, að kanslarinn hafi þá I huga, að ýms tilfinningakennd og óhugsuð viðbrögð Carters forseta minni á Vilhjálm keisara. Það eykur t.d. ugg bandalagsþjóða Bandarikj- anna, að Carter hefur engin samráð haft við stjórnir þeirra áður en hann tekur tilviljunarkenndar á- kvarðanir sinar, heldur ætlast til að þær fylgi sér. Afleiðing þessara vinnubragða er sú, að fylgi íransstjórnar virðist fara vaxandi meðal þjóða múhameðstrúarmanna. Þá bendir flest til, að þetta geti mjög styrkt áhrií' og aðstöðu Rússa I þessum heimshluta og jafnvel fært þeim íran á silfurfati. Vissulega ber að gera allt, sem skynsamlegt er, til að reyna að frelsa bandarisku gíslana. Vænleg- asta leiðin til þess er að vinna þeim málstað sem mesta og víðtækasta samúð og beita íransstjórn þrýstingi á þann hátt. Sllk vinnubrögð geta kostað þolinmæði og tima, en þau ein eru vænleg til far- sællar og friðsamlegrar lausnar. Þ.Þ. Þórarínn Þórarinsson: Erlent yfirlit Vestur-Evrópa fylgir Bandaríkjunum nauðug Reynt að afstýra hernaðarlegum aðgerðum MANUDAG og þriðjudag I siöastl. viku héldu utanrikisráö- herrar Efnahagsbandalagsins fund i Luxemborg til að ræða um þá kröfu Carters forseta, að riki Efnahagsbandalagsins grlpi til hliðstæðra þvingunar- aðgerða til að knýja fram frels- un bandarisku gislanna i Teher- an og Carter hafði boðað af hálfu Bandarikjanna. Af hálfu Bandarikjamanna hafði verið gefiö i skyn, að það gæti haft al- varleg áhrif á samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins, ef að- gerðir Carters fengju ekki já- kvæðan stuðning. Ráðstafanir þær, sem Carter hafði gripið til eða boðað voru þriþættar. í fyrsta lagi var stjórnmálasambandinu við Iran slitið. i öðru lagi var lagt bann á öll vöruskipti við íran, að undanskildum matvælum og sjúkravörum. 1 þriðja lagi var gefið til kynna, að siðar yrði gripið til hernaðarlegra að- gerða, ef viðskiptabannið bæri ekki árangur. Látið hefur verið i veðri vaka, að hernaðarlegar aðgerðir gætu hafizt upp úr miðjum maímánuði. Það kom fram á fundinum i Luxemborg, að þessar ráðstaf- anir Carters væru umdeilanleg- ar og t'till andstaða rikti gegn þvi, að gripið væri til hernaðar- legra aðgerða. Þær gætu leitt til ófyrirsjáanlegra afleiðinga. Liklegt væri, að þær myndu þrýsta rikjum múhameðstrúar- manna saman gegn vestrænum þjóðum.Þær- gætu einnig orðið Rússum til ómetanlegs ávinn- ings. Hæglega gæti svo farið, að þær leiddu til heimsstyrjaldar, þótt allir vildu helzt forðast þaö. SAMKVÆMT frásögnum frétta- skýrenda, sem fylgjast vel með þessum málum, var sú skoðun rikjandi á fundinum, aö nauð- synlegt væri vegna samstarfs- ins innan Atlantshafsbanda- lagsins að koma eins mikið til móts við Carter og hægt væri. M.a. bæri að reyna á þann hátt að koma i veg fyrir hernaðar- legar aðgerðir af hálfu Banda- rikjanna en allir ráðherrarnir munuhafa veriðþeim mótfallnir. Niðurstaða fundarins var sú., að fyrir 17. mai yrði aflaö heim- ilda þjóðþinga aðildarrikja Efnahagsbandalagsins til að setja viðskiptabann á Iran, en matvæli og sjúkravörur yrðu þó undanþegnar banninu. Bannið skyldi ákveðið i samræmi við tillögu þá, sem mikill meirihluti fulltrúa i öryggisráði Samein- uðu þjóðanna haföi lýst fylgi viö á fundi þess 10. janúar siðastl., Carrington lávaröur er talinn hafa ráöiö mestu um ályktun Luxem- borgarfundarins. en samþykkt hennar strandaði á neitunarvaldi Sovétrikjanna. Miðað var við dagsetninguna 17. mai af tveimur ástæðum. Lokaþáttur þingkosninganna i Iran fer fram 9. mai, en af hálfu Iransstjórnar hefur verið lýst yfir þvi, aö þingið verði látið á- kveða endanlega, hvernig mál gislanna skuli leitt til lykta. Hinn 17. mai halda utanrfkis- ráðherrar Efnahagsbandalags- ins aftur fund. Hafi ekkert gerzt i máli gislanna fyrir þann fund, er honum ætlað að taka ákvörð- un um, að viöskiptabann komi til framkvæmda. Engin ákvórðun var tekin um það á þessum fundi, hvort stjórnmálasambandinu við Iran skyldi slitið, en hins vegar á- kveðið að sendiráðsmönnum þar yrðí fækkað og einníg yrði Iran látið fækka sendiráös- mönnum sinum i aðildarrfkjum Efnahagsbandalagsins. Akveðið var að senda sendi- herra rikjanna i Teheran þang- Saburo Okita utanrlkisráöherra Japana var i Luxemborg og fylgd- ist með utanrlkisráöherrafundinum þar. Hér sést hann ræöa við Hans Dietrich Genscher utanrfkisrá&herra Vestur-Þýzkalands. að aftur, en þeir höfðu verið kvaddir heim til skrafs og ráða- gerða. Ákvöröun þessi var byggð á þvi, að sendiherrarnir myndu skýra íransstjórn nánar frá viðhorfi rikja Efnahags- bandalagsins. Enginn stuðningur var látinn i ljós við hernaðarlegar aðgerðir. Hins vegar mun hafa verið á- kveðið að vara við þeim. Jafn- framt hafi áherzla verið lögð á þaö, að Bandarikjastjórn gripi ekki til einhliða aðgerða, án vit- undar rikisstjórna Efnahags- bandalagslandanna. Samþykkt var að skora á önn- ur riki að gripa til hliðstæðra viðskiptaþvingana og Efna- hagsbandalagsrfkin, ef gislarn- ir yrðu ekki látnir lausir. ÞVI mun fara fjarri, að Carter hafi verið að öllu leyti ánægður með þessa afstöðu Luxemborg- arfundarins. Hann fékk aðeins nokkurn hluta þess, sem hann bað um. Af hálfu hans var þetta þó látið gott heita að sinni. Það hefur hins vegar komið fram, að flestar eða allar rikis- stjórnir Efnahagsbandalags- rikjanna telja sig hafa gengið eins langt og framast var hægt og raunar hafi þær gert þetta nauðugarvegna sambúðarinnar við Bandarfkin. Mjög hæpið sé, að þessar ráðstafanir stuöli að frelsun gislanna, heldur geti þær haft öfug áhrif. Hættan sé sú, að samúð múhameðstrúar- manna með íran aukist og Rússar styrki aðstöðu sina i þessum hluta heims. Athyglisvert er, að Asghar Khan, leiðtogi eins helzta stjórnarandstöðuflokksins i Pakistan, hefur hvatt til að tekið verði upp samstarf við stjórnina i Afganistan og hætt öllum stuðningi við uppreisnarmenn þar. Kona og dóttir Bhuttos eru sagðar á sama máli. Zia ein- ræðisherra hefur lýst yfir þvi, að Pakistan muni styðja íran, ef reynt verði að beita tran hern- aðarlegum þvingunum. Þetta gefur glöggt til kynna, hvernig viðhorfið er i löndum múham- eðstrúarmanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.