Tíminn - 29.04.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.04.1980, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 29. april 1980 miöstjórnarfundar Framsóknarflokksins Jöfnuöur, velferB Og Öryggi öllum til handa eru grundvallar- atriöi i stefnu Framsóknarflokks- ins. Flokkurinn hefur leitast viö að koma á samstarfi jaf naöar- og umbótaaflanna I landinu. Rikis- stjórnir undir forystu Framsókn- arflokksins hafa unniö markvisst að framförum og bættum Hfskjör- um. Samstarf umbótaflokkanna hefur oft verið erfiöleikum háö, vegna sundurlyndis Alþýöuflokks og Alþýðubandalags. Slikur á- greiningur varB til þess aö rlkis- stjórn ólafs Jóhannessonar, fór frá völdum I október 1979. AkvörBun AlþýBuflokksins ao rjúfa það stjórnarsamstarf var ó- timabær og óskynsamleg. Sjálf- stæðisflokkurinn greip frumhlaup Alþýöuflokksins fegins hendi og steyptu þessir flokkar þjóðinni út I. vetrarkosningar og fjögurra manaöa stjórnleysi. Framsóknarflokkurinn gekk til kosningabaráttunnar með vel markaöa og skyra stefnuskrá. Hann hét þvl aö vinna aö hjöðnun verðbólgu I áföngum, I samvinnu við launþega og aðra aðila vinnu- markaðarins, án atvinnuleysis og óbærilegrar röskunar þjóðlifsins. í kosningabaráttunni var um tvær stefnur I efnahagsmálum að ræða, stefnu Framsóknarflokks- ins og leiftursókn Sjálfstæðis- flokksins. Um þær var kosið. Framsóknarflokkurinn hét jafn- framt að beita sér fyrir vinstra samstarfi að kosningum loknum. Undir þvl merki gekk Framsókn- arf lokkurinn til kosninga og sigr- aði. Tveggja mánaða tilraunir til stjórnarmyndunar eftir kosning- ar eru svo kunnar að ekki þarf að rekja, en þær leiddu til myndunar þeirrar umbótastjórnar sem nú situr. Hún leggur áherslu á hjöðnun verðbólgu I áföngum, i samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Hún leggur aherslu á jöfnuð og vel- ferð. I henni er Framsóknar- flokkurinn sterkasta aflið. E f nahagsmálin Efnahagsmálin eru megin við- fangsefni núverandi rfkisstjórn- ar. Stefnt er að niðurtalningu verðbólgunnar I áföngum. Mark- miðið er að verðbólgan verði árið 1982 svipuð og i helstu viöskipta- löndum Islendinga. Til þess að ná þvi marki er nauðsynlegt að beita aðhaldi I rikisfjármálum, pen- ingamálum, fjárfestingu og geng- isskráningu. Við niðurtalninguna leggur Framsóknarflokkurinn rika áherslu á samræmi verðlags og launa. Framsóknarflokkurinn telur að árangri I kjara- og launa- málum verði best náð með sam- starfi við launþega I landinu. A sllkt samstarf og ýmsar félags- legar umþætur launþegum til handa ber þvi að leggja höfuð- áherslu. Vegna fjögurra mánaða stjórn- leysis reyndust nauðsynlegar leiðréttingar I verðlagsmálum stórum meiri en talib hafði verið, þess vegna mun ekki nást eins skjótur árangur I hjöðnun verð- bólgunnar og ráð hafði verið fyrir gert. Þvl verður aukið aðhald nauðsynlegt næstu mánuði. Rlkisstjórnin hefur oroiö að hraða afgreiðslu fjárlaga og undirbúningi fjárfestingar- og lánsfjáráætlunar, enda nokkuð á árið liðið. Tekist hefur að halda skattheimtu rikisins innan við 29 af hundraöi af þjóðarframleiðslu eins og Framsóknarflokkurinn lagði áherslu á. Atvinnumálin 1 kosningabaráttunni lagði Framsóknarflokkurinn áherslu á aukna framleiöslu og framleiBni. Það markmið er Itarlega undir- strikað I stjórnarsáttmálanum. Hjöðnun verðbólgunnar er hins vegar forsenda þess að góBur ár- angur náist I þessu efni. 1 sjávarútvegi og fiskvinnslu eru mikilvæg verkefni framund- an. Framsóknarflokkurinn legg- ur áherslu á að búa sjómönnum, utvegsmönnum og fiskvihnslunni öryggi og svigrúm til athafna inn- an ramma, sem rlkisvaldið setur um hámarksveiBar og nýtingu aflans, með það I huga að sem hagkvæmast verði þjóðarbúinu hverju sinni. Þetta er margslung- ið verkefni sem leysa ber I sam- ráði við hagsmunaaðila. Framsóknarflokkurinn teiur hagsmuni bænda og neytenda best tryggða með aðlögun land- búnaðarframleiðslunnar að þeim mörkuðum sem viBunandi gefast og að framleiðsla sauðfjár og nautgripaafurða verði sem næst neysluþörfum þjóðarinnar og þörfum iðnaðarins. Gæta ber þess að óumflýjanleg- ur samdráttur bitni sem minnst á tekjumöguleikum bænda og valdi ekki röskun byggðar. Markvisst verði að þvl unnið að koma á fót nýjum búgreinum og efla fjöl- breyttara atvinnullf I sveitum m.a. með iðnaði. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að þjóðin verði sem fyrst sjálfri sér nóg um orku. Iðnaðurinn hlýtur að taka við mestum hluta þess vinnuafls sem bætist á vinnumarkaðinn á næstu árum. Mikla áherslu verður þvi að leggja á eflingu hans, fram- leiðni og bætta samkeppnisað- stöðu við erlendan iðnað. Leggja ber sérstaka rækt við úrvinnslu og þjónustuiðnað sem byggir á innlendri orku og hráefnum. Menntamál 1 skóla- og fræðslumálum mun Framsóknarflokkurinn leggja áherslu á að sett verði lög um samræmdan framhaldsskóla og fullorBinsfræBslu sem tryggi sera greiðastar leiðir fjöldans til al- mennrar menntunar og hagnýtr- ar fræðslu sem hverjum hentar og þjóðfélaginu er gagn að. Jafn- framt leggur Framsóknarflokk- urinn áherslu á nauðsyn þess að styðja almenn menningarmál og leggja rækt við islenskan menn- ingararf og listsköpun. Flokkurinn leggur áherslu á að bæta þarf aðstöðu Rikisútvarps- ins og gera þvf kleift að veita þá þjónustu sem æskileg er talin I nútfma þjóðfélagi. Samgöngumál Fátt er þjóBinni mikilvægara en góðar samgöngur. Framsóknar- flokkurinn leggur áherslu á upp- byggingu og viðhald vega, lagn- ingu bundins slitlags, bætta þjón- ustu Skipaútgerðar ríkisins, uppbyggingu flugvalla og bættan búnað þeirra. Byggðamál Aðalfundurinn leggur sem fyrr rika áherslu & framkvæmd byggðastefnu, sem felur f sér al- menna jöfnun Hfskjara og eflingu atvinnullfs um landiB til menn- ingarlegs og efnahagslegs ávinn- ings fyrir þjóðina alla. Félags- og tryggingamál , Framsóknarflokkurinn vill, að a'tak verði gert til að bæta aðstöðu barna, aldraðra, fatlaðra og ann- arra þeirra sem minna mega sfn I þjóðfélaginu, m.a. I húsnæðis- og samgöngumálum, með bættu tryggingakerfi, byggingu hjúkr- unarheimila, leigu- og söluibúBa fyrir aldraða svo og byggingu dagvistarheimila fyrir börn. Ennfremur að sett veröi heild- arlöggjöf um aðbúnað og holl- ustuhætti á vinnustöðum og lög- gjöf um húsnæðismál endurbætt. Utanrikismál Framsóknarflokkurinn vill að Island fylgi sjálfstæðri utanrlkis- stefnu er miðast við að tryggja stjórnarfarslegt og efnahagslegt sjálfstæði landsins. Ahersla skal lögö á að tryggja fiskveiöi- og landgrunnsréttindi Islendinga á . Jan Mayen svæðinu. Framsóknarflokkurinn lýsir á- hyggjum yfir ýmsum þeim at- burðum f alþjóðamálum sem stefna heimsfriði I hættu. Flokkurinn fordæmir þá fyrir- litningu sem Sovétrikin sýna sjálfstæði smáþjóBa með innras sinni I Afganistan. S tj órnar skr ármál Framsóknarflokkurinn telur timabært að breyta kosningalög- um og kjördæmaskipan með tilliti til þeirrar byggðaröskunar, sem orðið hefur frá setningu laganna fyrir rúmum 20 árum. Hins vegar telur flokkurinn að ný kjördæmaskipan, endurskoð- un á stjórnsýslukerfinu og starfs- háttum Alþingis séu svo nátengd mál, að þau þurfi að leysa öll I senn, þar sem gætt verði eðlilegra áhrifa hvers einstaklinga, sem og áhrifa hverrar byggðar og hverr- ar stjórnsýslueiningar á stjórn- málaákvarðanir. Stefnt verði að þvi að ljúka þeirri endurskoðun á kjörtfmabilinu. Lokaorð Framsóknarmönnum er ljóst, að rlkisstjórnarinnar bfða mikií verkefni. Flokkurinn grngur heils hugar til þessa starfs. Hann leggur höfuðáhersiu á að árangur náist I efnahagsmálum. Að þessu vill flokkurinn vinna með aðhaldi og ráBdeild á öllum sviðum. Þvi aðeins mun árangur I efna- hagsmálum nást að samstarf inn- an rikisstjórnarinnar og við aBila vinnumarkaðarins sé heilsteypt og gott. Að sllkum vinnubrögðum mun Framsóknarflokkurinn stuðla. lslenska þjóðin er auBug. Hún á kostarlkt land og gjöful fiskimiB. Framfarir hafa verið miklar og Hfskjör eru góð. Engin ástæða er til að ætla, að svo verði ekki á- fram ef rétt er á málum haldiB. Með minnkandi verðbólgu skap- ast grundvöllur tU aukinnar hag- sældar og betra mannllfs. Það er grundvallarmarkmið Framsókn- arflokksins. Ályktun miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins um Alyktun miöstjórnarf undar Framsóknarflokksins 1980. Nýting þess mikla auðs, sem þjóðin á I fallvötnum og jarðhita- svæðum landsins, er eitt af mikil- vægustu verkefnum íslendinga. Aherzlu ber að leggja á skipulega nýtingu orkulindanna til þess að tryggja og bæta lifskjör Islenzku þjóðarinnar og efla Islenzka at- vinnuvegi. Miðstjórnin leggur áherzlu á eftirfarandi atriði: Raforkukerfið 1. Að landsmönnum verði tryggð næg og örugg raforka á sam- bærilegu verði. 2. Skipulag raforkumála verði með þeim hætti að eitt lands- fyrirtæki annist meginraforku- vinnslu og aðalraforkuflutning ásamt heildsölu til almennings- veitna og orkufreks iðnaðar. 3. Markvisst verði unnið að hringtengingu aðalstofnllna. Vestfjarðalinu verði lokið I ár, suð-austur llnu til Hafnar I Hornafirði 1981 og hringteng- ingu siðan lokið 1983. 4 Flutnings- og dreifikerfi RARIK verði markvisst eflt og sveita- rafvæðingu lokið I samræmi við áætlanir. 5. Rikissjóður beri kostnað af fé- lagslegum framkvæmdum I orkumálum. Virkjun fallvatna 1. Virkjanir landsmanna verði dreifðar um landið þannig að ORKUMÁL Nýjungar í orkumálum öryggi orkuframleiðslu og orkuflutnings verði sem mest. Eðlilegt tillit verði tekið til um- hverfisverndar. 2. Undirbúningi virkjana verði þannig hagað að samanburður á hagkvæmni nokkurra virkj- ana liggi fyrir hverju sinni þeg- ar ákvörðun um næstu virkjun er tekin. Hraðað verði undir- búningi þeirra virkjana, sem nú eru I sjónmáli, þannig að unnt verði að velja þá hag- kvæmustu. Nauðsynlegt er að taka ákvörðun um næstu virkj- un bráðlega. 3.Leitað verði allra leiða til þess að gera raforkuframleiðslu með oliu óþarfa veturinn 1980- 1981. 1 þvl skyni þarf að auka Þórisvatnsmiðlun með vatna- veitum auk virkjunar gufu við Svartsengi, Bjarnarflag og Kröflu. 4. Stefnt verði að sem jöfnustum framkvæmdahraða við virkj- anir þannig að um samfeildar framkvæmdir verði að ræða og verkþekking nýtist sem best. 5. Aukin áhersla verði lögð á virkjanarannsóknir og gerðar áætlanir um virkjanir til alda- móta auk 5-10 ára fram- kvæmdaáætlana, sem reglu- lega skal endurskoða. Jarðhiti 1. Gerð verði heildar áætlun um rannsóknir á háhitasvæðunum. Rannsóknir beinist fyrst og fremst að þeim háhitasvæðum sem liggja best við nýtingu, þ.e. svæðin á Reykjanesi, við Hengil, við Námafjall, Kröflu og Þeistareyki, svo og Torfa- jökulssvæðið. Vegna kostn- aðarsamra rannsóknaborana verður að veita auknu fé til jarðhitarannsókna. Orka há- hitasvæðanna verði endurmet- in. 2. Framkvæmdum við allar jarðvarmaveitur sem nú eru áformaöar verði lokið á árinu 1982. 3. Unniö verði aö gufuöflun viö Kröflu þannig að orkuverið komist I fulla notkun hið fyrsta. 4. Djúphiti verði þjóðareign. Orkunýting 1. Komið veröi á fót hið fyrsta orkunýtingarráði er vinni að mótun alhliða orkunýtingar- stefnu. 2. AæUun verði gerö um nýtingu innlendra orkugjafa I stað inn- fluttra á öllum sviðum sem hagkvæm reynast og sérstak- lega stuðlað að framkvæmdum yið fjarvarmaveitur, þar sem þær eru hagkvæmar. 3. Míðað verði við að sem allra flestir, sem nú kynda hús sin með ollu, noti innlenda orku- gjafa eigi síðar en I árslok 1983. 4.1 auknum mæli þarf að stuðla að notkun svartollu I stað gas- oliu I skipaflotanum. 5. Studdar verði þær fyrirætlanir Sementsverksmiðju rikisins að nýta kol I stað svartoliu og könnuð notkun kola I stað svart- oliu I fiskimjölsverksmiðjum og fleiri iðnfyrirtækjum. 6. í höfnum verði bætt aðstaða skipa til að fá rafmagn og heitt vatn úr landi. 7. Stuðlað verði að nýtingu af- gangsvarma frá iðnfyrirtækj- um s.s. fiskimjölsverksmiðjum og frystihúsum. 8. Kannaðir verði möguleikar á bættri orkunýtingu við fisk- veiðar. 9. Flutningakerfið verði athugað meö tilliti til bættrar orkunýt- ingar. 10. Fræðsla um orkusparnað verði aukin. 11. Orkusparandi aðgerðir verði studdar með lánafyrirgreiðslu. 12. Þess verði gætt I skattlagn- ingu og tollamálum að álögur á innlenda orku dragi ekki úr við- leitni til þess að spara innflutta orkugjafa. 13. Kanna þarf hagkvæmni raf- blla á ákveðnum sviðum. 14. Sett verði upp sérstök orku- sparnaðardeild við Iðnaðar- ráðuneytið og rammalöggjöf sett um starfsemi sllkrar deild- ar. Aherzla verði lögð á að fylgjast vel með nýjungum á sviði orku- mála og hagnýtingu þeirra. 1 þvi sambandi er vert að vekja athygli á eftirfarandi atriðum: 1. Framleiðsla fljótandi eldsneyt- is gæti orðið hagkvæm hér á landi innan tiðar. Nauðsynlegt er aðgera hagkvæmnisathugun fyrir verksmiðju sem framleið- ir fljótandi eldsneyti. Gera beri könnun á innlendum brennslu- efnum. t 2. Stuðla þarf að hagnytingu vindorku þar sem hagkvæmt er. 3. Stuðla þarf að notkun lifrænna efna til orkuframleiðslu. 4. Stuðla þarf að notkun varma- dæla þar sem þær henta. Olíumál 1. Samninga um oliukaup ber að gera við fleiri en einn aðila af öryggis- og hagkvæmnisástæð- um. 2. Gerð verði rannsóknaráæUun á möguleikum til olíuvinnslu á is- lenzku yfirráðasvæði. Rann- sóknirnar beinist á fyrsta stigi að legu og gerð setlaga á svæð- inu. Leitað verði upplýsinga um reynslu nágrannaþjóða af oliuleit og oliuvinnslu. 3. Þeim sem enn kynda hús sln með oliu verði veittur ollu- styrkur þannig að kyndikostn- aður þeirra verði bærUegur. 4. Kannað verði hvort hagkvæmt og timabært sé fyrir lsland að gerast aðUi að Alþjóðaorku- málastofnuninni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.