Tíminn - 29.04.1980, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.04.1980, Blaðsíða 10
o ÍÞRÓTTiR ÍÞRÓTTIR Þriftjudagur 29. april 1980 Peysur og buxur „Rauði herinn” — með aðra höndina á Englandsmeistaratitlinum ★ Birmingham, Sunderland og Leicester upp í 1. deild? Útvegum félögum,^ skólum og fyrir-^ tækjum búninga.H Setjum á númerfl og auglýsingar. ^ Póstsendum ^ Sportvöruverzlun Ingólfs ()slm rssonar KLAPPARSTIG 44 SIAAI 1-17-83 • REYKJAVIK ,,RauDi herinn” frá Liverpool þarf nú aðeins 2 stig tll að tryggja sér Englandsmeistaratltillnn — Liverpool geröi jafntefli 0:0 gegn Crystal Palace f London á laugar- daginn f fjörugum og skemmti- legum leik. Mersey-liöiöá nú eftir aö leika tvo leiki — gegn Aston Villa á Anfield Road og Middles brough á útivelli, svo aö þaö er ekkert nema kraftaverk, sem kemur f veg fyrir aö Englands- meistaratltillinn lendi i tólfta sinn á Anfield Road. Manchester United — keppi- nautur Liverpool, vann sigur 2:1 yfir Coventry á Old Trafford, þar sem 52.154 áhorfendur voru sam- an komnir. United fékk óskabyrj- un, þegar Sammy Mcllroy skoraöi eftir aöeins 5 min. — úr vitaspyrnu, en Steve Coppell var þá felldur inni I vitateig. Hiö unga liö Coventry gafst ekki upp — Garry Thompson jafnaöi metin 1:1 meö stórglæsilegum skalla, eftir sendingu frá Mick Coop. Þaö var svo Sammy Mcllory, sem skoraöi sigurmark United, beint úr aukaspyrnu af 25 m færi. Leikmenn Coventry misreiknuöu sig þá — þeir héldu aö þaö væri ó- bein aukaspyrna, svo þeir létu skot Mcllory fara fram hjá sér og i netiö. IPSWICH.. hélt áfram sigur- göngu sinni — hefur liöiö leikiö 23 leiki án taps, þegar þaö lagöi Bol- ton aö velli 1:0 á Portman Road. baö var Eric Gates sem skoraöi sigurmarkiö. 5 fastamenn iéku ekki með Arsenal Arsenal mætti til leiks á High- bury.án 5af fastamönnum liösins — gegn W .B .A. 30 þús. áhorfendur sáu Peter Barnes skora fyrir Al- bioná 9. min., en Frank Stapleton jafnaöi fyrir Arsenal rétt fyrir leikslok — 1:1. GEORGE WOOD.. markvörö- ur Everton, varöi vitaspyrnu frá Mike Channon, þegar Mersey-liö- iö vann sigur 2:0 yfir Dýrlingun- um frá Southampton á Goodison Park. John Stanley og John Gid- man skoruöu mörk Everton. Tom Rltchie fór illa aö ráöi sinu —hann misnotaöi vitaspyrnu fyrir Bristol City á fyrstu min. gegn Norwich. Þetta er dýrmætt fyrir Bristol City, sem mátti þola tap 2:3 i fallbaráttunni. Keith Robson (2) og Martin Peters skoruöu fyrir Norwich, en David Rodgers og Tom Ritchie skoruöu fyrir City. Andy Gray góður Andy Gray átti mjög góöan leik meö Úlfunum, þegar þeir lögöu Leeds aö velli — 3:1. Hann lagöi upp tvö fyrstu mörkin, sem þeir John Rlchards og MelEvens skoruöu, en Kenny Hibbit skoraöi þriöja markiö. Bryan Flynn skoraöi fyrir Ledds. DAVID SWINDLEHURST.. skoraöi eftir aöeins 7. min fyrir Derby, sem vann öruggan sigur 3:1 yfir Manchester City. Alan Biley —(vitaspyrnuna) en Nick Reid (sjálfsmark), skoruöu hin mörkin, en Denis Tueart skoraöi fyrir City. Geoff Hurst og strákarnir hans hjá Lundúnaliöinu Chelsea misstu af lestinni, i baráttunni um 1. deildarsæti næsta keppnis- timabil, þegar þeir uröu aö sætta sig viö jafntefli 1:1 gegn Swansea meö marki frá Tommy Langley. Leicester, Birmingham og Sunderland fara örugglega upp i 1. deild, þó hefur Chelsea smá möguleika, en ekki mikla. Gamla kempan Bryan „Pop” Robson lék stórt hlutverk hjá Sunderland, sem vann stórsigur 5:0 yfir Watford — hann skoraöi 2 mörk. LEICESTER.. vann sætan sigur 2:1 yfir Charlton, meö mörkum frá Alan Young og Bobby Smith. BIRMINGHAM.... geröi jafn- tefli 0:0 gegn Burnley á Turf Moor, þar sem leikmenn Burnley léku aöeins 10 siöustu 50 mfn. leiksins, þar sem Malcolm Smith var rekinn af leikvelli. —SOS SAMMY McILROY.. skoraöi bæöi mörk Man. Utd. STAÐAN Staöan er nú þessi hjá efstu liö- unum I 1. deildarkeppninni: Liverpool ...40 24 10 6 77:28 58 Man. Utd.... 41 24 10 7 65:33 58 Ipswich.....41 22 9 10 67:37 53 Arsenal.....38 16 15 7 48:30 47 Wolves......39 18 8 13 54:44 44 A. Villa ...40 15 14 11 48:45 44 Staöan er nú þessi hjá efstu liöun- um I 2. deild: Leicester ....4 20 13 8 57:38 53 Birmingham 41 21 10 10 55:35 52 Sunderland .40 20 11 9 66:41 51 Chelsea.....41 22 7 12 63:52 51 Eins og sést á þessu, þá er markatala Chelsea mjög óhag- stæö — miöaö viö hin liöin. Sögulegur leikur á Villa Park Heppnin var með „Rauða hernum” — sem jafnaði 1:1 þegar 23 sek. voru til leiksloka i gærkvöldi Leikmenn Arsenal og Liverpool þurfa aö mætast i fjóröa sinn I undanúrslitum ensku bikar- keppninnar — þeir geröu jafntefli 1:1 eftir framlengdan leik, sem var mjög sögulegur. Arsenal fékk óskabyrjun — skoraöi eftir aöeins 15 sek., en Liverpool jafnaöi þegar 23 sek. voru til leiksloka. Liöin, sem hafa nú leikiö I 340 min. I bikarkeppninni, þurfa aö mætast aftur — i fjóröa sinn á Highfield Road i Coventry á fim mtudaginn. Þess má geta aö I fyrra, þegar Arsenal varö bikarmeistari, þurftu leikmenn liösins aö mæta Sheffield Wednesday fjórum sinnum.áöur en Arsenal komst á- fram. Endurtekur sagan sig nú? Arsenal fékk óskabyrjun — Lundúnaliöiö skoraöi 1:0 eftir aö- eins 15 sek. Frank Stapleton átti þá sendingu til Alan Sunderland, sem skoraöi viö mikinn fögnuö Bristol City er falliö.... Bristol City féll ofan i 2. deild I gærkvöldi, þar sem Everton og W.B.A. geröu jafntefli 0:0. Bristol City, Derby og Bolton féllu f 2. deild. Þróttarar lögðu Fram að velli Þróttarar unnu sigur 2:0 yfir Fram I gærkvöldi á Melavellin- um f Reykjavikurmótinu I knattspyrnu. Siguhans Aöal- steinsson og Þorvaldur Þor- valdsson skoruöu fyrir Þrótt, sem var betri aöiiinn i leiknum. Marteinn Geirsson misnotaöi vitaspyrnu fyrir Fram, sem Gunnar Orrason flskaöi — skaut ^yfir mark Þróttar._ hinna 42.975 áhorfenda, sem voru saman komnir á Villa Park. Allt benti til aö þetta mark yröi eina mark leiksins —■ Brian Tal- botogLiam Brady áttu stórgóöan leik á miöjunni og Liverpool náöi aldrei aö ógna verulega. Rétt fyrir leikslok þurfti David John- son hjá Liverpool aö yfirgefa völlinn, meiddur á höföi. Þegar venjulegur leiktimi (90 min.) var aö renna út náöu leikmenn Liverpool góöri sókn — Souness, Fairclough og Hansen léku vel saman — sókninni lauk meö þvi aö Kenny Dalglish skoraöi, eftir sendingu frá Hansen og voru þá aöeins 23 sek. eftir til leiksloka. Vonbrigöin voru mikil hjá leik- mönnum Arsenal, sem köstuöu sér vonsviknir niöur á völlinn. — Þeirgátu sjálfum sér um kennt, þvl þeir drógu sig I vöm undir lokin. Framlengja þurfti leikinn og var eins og jöfnunarmark Liver- pool færöi þeim aukakraft — þeir voru betri I framlengingunni, en þeim tókst ekki aö skora hjá Pat Jennings, hinum frábæra mark- veröi Arsenal, sem varöi tvisvar snilldarlega — frá þeim Ray Kennedy og Terry McDermott, sem var mjög þreyttur I leiknum, enda búinn aö vera frá vegna meiösla I þrjár vikur. ARSENAL: — Jennings, Rice, Young, O’Leary, Devine, Price, Brady, Rix, Talbot, Stapleton og Sunderland. Derby keypti Swindlehurst Derby keypti David Swindlehurst frá Crystal Palace á laugardag- inn fyrir 400 þús. pund. Þaö voru áhangendur félagsins, sem hjálp- uöu vö aö safna peningum fyrir þessari upphæö, enda eru þeir mjög hrifnir af Swindlehurst. Þaö er nú álitiö aö Swindlehurst og Alan Biley, séu eitt besta sóknarpar i ensku knattspyrnunni — vinna geysilega vel saman. —SOS LIVERPOOL: — Clemence, Neal (Fairclough), Thompson, Hanson, A. Kennedy, McDer- mott, Lee, Souness, Dalglish, Johnson og R. Kennedy. —SOS Góðir stuðn- ingsmenn Ahangendur Manchester United eru taldir þeir bestu i Englandi. 52.154 áhorfendur voru á Old Trafford á laugardaginn og er þaö i sautjánda skipti i vetur, sem yfir 50 þús. áhorfendur koma saman á Old Trafford, 1.182.000 á horfendur hafa séö heimaleiki United, sem jafngildir 56 þús. á- horfendur á hvern heimaleik liös- ins i 1. deildarkeppninni. —SOS TÓMAS GUÐJÓNSSON.. borötennisspilarinn snjalli úr KR. (Timamynd Tryggvi) Tómas meistari þriðja árið í röð Ragnhildur hlaut 5 gullverðlaun á meistaramótinu i borðtennis — Ég er í sjöunda himni. Þetta er þriöja áriö I röö, sem ég verö tslandsmeistari og fjóröa áriö, sem ég vinn þrenn gullverð- laun á islandsmótinu sagöi Tómas Guöjónsson, hinn snaggaralegi borötennismaöur úr KR, sem vann öruggan sigur 3:0(21:16-21:15-21:15) yfir Gunnari Finnbjörnssyni úr Ern- inuni úrslitaleiknum I einliöaleik karla. — Tómas er okkar besti borö- tennisspilari — hann leikur vel og er mjög öruggur leikmaöur, sagöi Gunnar, eftir úrslitaleikinn. — Ég átti satt best aö segja, ekki von á þvi aö komast I úrslit. Þetta er miklu betri árangur, en ég átti von á, sagði Gunnar. — Gunnar er alltaf sterkur mótherji sem gaman er aö leika gegn. Þaö er aldrei hægt að slaka á gegn honum, þar sem hann gefst ekki upp, fyrr en I fulla hnefana, eins og sást, sagöi Tómas, eftir leikinn. Gunnar sýndi mikla baráttu — hann lagöi marga fræga kappa aö velli, eins og Stefán Konráösson Vikingi, sem menn reiknuöu meö aö léki i úrslitum gegn Tómasi, og Hjálmtý Hafsteinsson úr KR. Tómas Guöjónsson varö sigur- vegari i tviliöaleik karla, lék á- samt Hjálmtý Hafsteinssyni. KR- liðiö var einnig sigurvegari I flokkakeppninni. 5 gull til Ragnhildar Ragnhildur Siguröardóttir, UMSB, tryggði sér fimm gull- verölaun á mótinu — varð sigur- vegari i einliöaleik kvenna og stúlkna. Ragnhildur og vinkona hennar, Kristin Njálsdóttir, UMSB, urðu sigurvegarar i tvi- liöaleik kvenna og Ragnhildur varö sigurvegari i tvenndarleik, ásamt KR-ingnum Hjálmtý Haf- steinssyni. Fimmta gulliö hlaut Ragnhildur i liöakeppninni, en Borgarfjaröarsveitin varö sigur- vegari i kvennaflokki. —SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.