Tíminn - 29.04.1980, Side 15

Tíminn - 29.04.1980, Side 15
Þriöjudagur 29. april 1980 19 flokksstarfið. ólafur Kristján ..... , .. Jóhannesson Benediktsson Viötalstimar Viötalstimi þingmanna og borgarfulltriia veröur laugardaginn 3. mafkl. lOtil 12f.h. Tilviötals veröa Ólafur Jóhannesson og Kristján Benediktsson borgarfulltrui. Fulltrúaráö Framsóknarfélaganna í Reykjavfk. Félag framsóknarkvenna i Reykjavík Fundur I samkomusal Hótel Heklu mánudaginn 5. maf kl. 20.30. Dagskrá: Sigrún Magmisdóttir segir frá veru sinni á Alþingl. Geröur Steinþórsdóttir talar um félagsstarf aldraöra f Reykjavfk. Spiluö veröur framsóknarvist. Mœtiö vel og takiö meö ykkur gesti. Stjórnin Kópavogur — Félagsvist. Spiluö veröur félagsvist aö Hamraborg 5, 3. hœö. fimmtudaginn 1. maí kl. 8.30. Góö veröiaun. Nefndin. Austurrlkisferð Fyrirhuguöer ferö til Austurrfkis 10. maf til'31. maf eöa 21. dagur. Þessi timi f Austurrfki er sá tfmi á árinu sem Austurrfki er hve fall- egast. Viö bjóöum uppá skoöunarferöir, leikhús- og óperuferöir og ferö til ítalfu. Nánar auglýst f nsstu viku. Upplýsingar f sfma full- trúaráös Framsóknarfélaganna f Reykjavtk Rauöarárstfg 18, sfmi 24480. -Undanhald § DC-10 var keypt og hvernig þœr heföu veriö reiknaöar út. Enn spuröi hún hvl önnur flugvél Arnarflugs heföi veriö leigö til Flugleiöa fyrir nœsta sumar, meöan félagiö getur ekki selt vél- ar sem þaö þarf ekki á aö halda og spuröi hvort deild heföi veriö sett upp til þess aö afla félaginu aukinna tekna af leiguflugi, eins og t.d. pllagrlmaflugi. Milla spuröi enn um athuganir eöa áætlanir um hvernig mætti best samræma eöa sameina flugflota félagsins, þar sem allt virtist stefna I þá átt aö auka fjölbreytni hans, fremur en samræmingu. Loks spuröi hún um störf Axels Einarssonarhrl. sem starfar meö stjórn og er henni til ráögjafar, en er hvorki stjórnar né starfsmaöur Flugleiöa. Sagöi Milla okkur aö Axel væri stjórnarmaöur I Eim- skip, sem þegar heföi tvo fulltrúa I stjórn og þætti því ýmsum nóg komiö af mönnum þaöan. Stjórnin mun hafa ætlaö aö svara spurningum Millu, sem og annarra, skriflega slöar. Skattar O væri i fullu samræmi viö forsend- ur stjórnartillagnanna. Þá sagöi Guðmundur: ,,Þó heildarskatt- byröin standi i staö er óhjá- kvæmileg einhver tilfærsla milli einstakra hópa skattgreiöenda, sé tekin viðmiöun viö hugsanlega álagningu samkvæmt gamla kerfinu. Gætir þar mest áhrifa frá sérsköttuninni, sem hefur óhjá- kvæmilega þær afleiöingar aö hjón þar sem bæöi hafa verulegar tekjur, hækka nokkuð I sköttum.” Ennfremur sagði Guðmundur: ,,Til að tryggja þó enn betur hag tekjulitilla einstaklinga, en I þeim hópi er námsfólk, einstæö foreldri og ellilifeyrisþegar, hefur fjár- málaráöherra lagt til, I samráöi viö sina stuðningsmenn, aö þessi fasti frádráttur veröi aldrei lægri en 550 þúsund krónur. Barnabæt- ur fara hækkandi með fjölda barna og er þannig reynt aö létta verulega undir meö barnmörgum fjölskyldum. Þá er sérstök hækk- un á frádrætti fyrir börn yngri en 7 ára og kemur hún mest til góöa unga fólkinu, sem er aö hefja bú- skap, og oft og tiðum aö byggja eða kaupa sér þak yfir höfuðiö.” Steingrimur manna 1 framkvæmdastjórn Framsdknarflokksins og þriggja varamanna. Kjörin voru: Ólafur Jóhannesson, alþingismaöur, Ey- steinn Jónsson, fyrrv. ráöherra, Erlendur Einarsson, forstjóri, Hákon Sigurgrimsson, fulltrúi, Helgi Bergs, bankastjóri, Jónas Jónsson, búnaöarmálastjóri, Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, Ragnheiöur Sveinbjörnsdóttir og Hákon Hákonarson, form. Alþýöusambands Noröurlands. Varamenn: Jón Helgason, alþingismaöur, Geröur Stein- þórsdóttir, borgarfulltrúi og Guömundur Bjamason, alþingis- maöur. íblaöstjórn Timans voru kosin: Steingrimur Hermannss., Heiöur Helgaddttir, Pétur Einarsson, Haukur Ingibergsson, Geir Magnússon, Vilhjálmur Jónsson, SigrUn Sturludóttir, Magnús Bjamfreösson og Hallddr Ás- grimsson. Varamenn: Leó Löve og Hákon Sigurgrimsson. Tap Flugleiða O stöövun DC-lOsl. sumar, bilanir’ i DC-8 og hækkanir á eídsneyti vélanna. Þá gerði óðaveröbólg- an i landinu þaö aö verkum aö sifellt yrði aö auka viö rekstrar- fé. Þótt Evrópuflug gengi þolan- lega varö taprekstur á þeim leiöum, sem nam 195 milljónum króna, en afkoma innanlands- flugs varö betri en áriö áöur, þótt tregöa stjórnvalda á aö leyfa hækkanir á fargjöldum hefði valdiö þvi aö þar varö samt 211 milljón króna halli, en tap hefur veriö á innanlands- fluginu sl. 5-6 ár. Heildartap félagsins áriö 1979 nam 6.896 milljónum og er tapiö ásamt tapi ársins 1978 nú oröiö 8.062 milljónir. Hlutfallslega jukust rekstrar- tekjur ársins 1979 um 60% frá fyrra ári, þar sem hins vegar rekstrargjöld jukust um 85%. Rekstrargjöldin jukust veru- lega hraöar, eöa meira en tekjurnar og er þar aö finna skýringu á hinni neikvæðu af- komu. Afskriftir á árinu uröu sam- tals 3.035 millj. kr., en höföu ár- iö áöur numið 649 millj. kr. Hér kemur til mikill munur vegna breyttra reglna um afskriftir, sem eru afleiðing af þeim skattalögum, sem nú gilda. Fjármagnskostnaöur ársins 1979 var netto 1.152 millj. kr. miðaö við 684 millj. kr. áriö áö- ur. Gengistap nam 2.493 millj. kr. miöaö viö gengistap áriö áö- ur 1.624 millj. kr. Gengistap félagsins vex sifellt i takt viö veröbólguna og reynd- ar er þaö svo aö sú óöaverö- bólga, sem hér geisar leiöir til þess að rekstrargrundvöllur Flugleiöa, á sama hátt og fjöl- margra annarra fyrirtækja I þessu landi, verður æ erfiöari. Heildareignir Flugleiöa I árs- lok 1979 námu samkvæmt efna- hagsreikningi 33.142 millj. kr. Talan fyrir árið áður var 20.207 millj. kr. Eigið fé fyrirtækisins i árslok 1979 er 1.858 millj. kr. Þess má geta að bókfært verð flugvéla félagsins og fylgihluta nemur 11.260 millj. kr. Til samanburðar má geta þess að vátryggingarverö þessara flug- véla án fylgihluta er 23.407 millj. kr. Fjórir menn áttu aö ganga úr stjórn Flugleiöa nú, en þeir voru kosnir til eins árs á aðalfundin- um i fyrra. Þeir voru Bergur G. Gislason, E. Kristinn Olsen, Grétar Br. Kristjánsson og Halldór H. Jónsson og voru þeir allir endurkjörnir nú. Aörir I stjórninni, sem i fyrra voru kjörnir til tveggja ára, sitja áfram, en þeir eru: Alfreö Eliasson, Ottar Möller, Sigurö- ur Helgason, Sigurgeir Jónsson og örn O Johnson. iBændur« I I ■ óska eftir dráttarvél- ■ og heyvinnuvélum. ■ ■ Upplýsingar I slmai j 91-53786. L FERÐAHÓPAR Eyjaflug vekur athygli feröahópa, á sérlega hag- kvæmum fargjöldum milli lands og Eyja. Leitiö upplýsinga i simum 98-1534 eöa 1464. EYJAFLUJS n Bændur 13 ára drengur óskar eftir sveitadvöl I sumar. Upplýsingar I sima 96-23800 eftir kl. 7 og um helgar. Tómas O mánuöi,” sagöi Tómas Arnason, viöskiptaráöherra I útvarpsum- ræöum um skattamál f gærkvöldi. Tómas sagöi ennfremur: 1 kosningabaráttunni lagöi Framsóknarfiokkurinn áherslu á aukna framleiöslu og framleiöni. Þaö markmiö er itarlega undir- strikaö i stjórnarsáttmálanum. Hjöönun veröbólgunnar er hins vegar forsenda þess aö góöur árangur náist I þessu efni. Þaö er vafasamt aö þjóöinni takist til lengdar aö halda hinum góöu lifs- kjörum, hvaö þá að bæta þau, meö áframhaldandi óöaverð- bólgu og upplausn i efnahagsmál- um. Nánar segir frá útvarpsum- ræöunum i blaöinu á morgun, og þá veröur ræöa Tómasar Arna- sonar birt I heild. Gunnar O ævistarf aö vinna aö ræktunar- málum og umbótum í félags- málum sveitanna sem hann helgaði krafti sina. Þar naut hann vel hæfileika sínna og var mikiö ágengt. Hann var lika hamingjurikur I einkalifi. Kona hans Hildur var honum mjög góöur lifsföru- nautur. HUn var uppalin á eina mesta menningarheimili Breiöa- fjaröareyja, þar sem islensk þjóömenning hefur náö eina mestum þroska um aldir. Hildur bjó manni sinum mjög gott heimili. Þaö sem skyggöi á var heilsubrestur siöari æviárin. Þau eignuöust þrú myndar- börn. Þau eru: Vigfús löggiltur endurskoöandi. Vinnur I rikis- endurskoöun, Oskar Hreinn, for- stjóri Osta- og smjörsölunnar, kvæntur Unni Agnarsdóttur frá Akureyri, og Anna er yngst. Hún vinnur á skrifstofu hjá S.I.S. Anna hélt heimili meö foreldrum sínum, eftir aö þau fluttu til Reykjavikur, aö Lauga- teig 17, og veitti þeim aðstoö I sjúkleika þeirra siöustu árin og á hún sérstakar þakkir fyrir þaö starf. Eg átti því láni aö fagna aö vinna margvisleg félagsstörf meö Gunnari Jónatanssyni um tugi ára. Eg á margar góöar minningar frá þvi samstarfi, minningar um stranga baráttu og gleði yfir unnum sigrum. Ég læröi margt af Gunnari og á honum margt aö þakka. Aö leiöarlokum hlýt ég aö minnast þessa samstarfs meö sérstöku þakklæti. Ég veit hann á góöu aö mæta þegar hann hefur voryrkjuna I framtiöarlandinu, til þess hefurhann unnib vei á langri starfsævi. Snæfellskar byggöir blessa minningu hans. Eg og kona min sendum Hildi og börnum hennar innilegar sam- úöarkveöjur. Gunnar Guöbjartsson. ^ Hringið við sendum blaðið I Móöir okkar og tengdamóöir Bjarnfriður Sigursteinsdóttir sem andaöist 24. april s.l. veröur jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 2. mai n.k. kl. 1.30. Fyrir hönd vandamanna. Frföa Guömundsdóttir, Slguröur Nielsen, Leifur E. Karlsson, Ingibjörg Hafberg. Maöurinn minn Kristján Friðriksson iönrekandi Garöastræti 39, andaöist laugardaginn 26. april 1980. Fyrir mina hönd og annarra vandaiftanna. Oddný óiafsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö and- lát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og lang- ömmu, Helgu Stefánsdóttur, Búöavegi 12, Fáskrúösfiröi, sem lést 14. april á Landsspitalanum. Svavar Helgason, Ragna Einarsdóttir. Stefán Sigbjörnsson, Hanna Agústsdóttlr. Kristin Sigbjörnsdóttir, Jón Sigurösson. Oddný Sigbjörnsdóttlr, Þórhallur Skúlason, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum af alhug auösýnda samúö viö andlát og jaröarför mannsins mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, Helga Ingvarssonar, fyrrum yfirlæknis á Vifilsstööum. Guörún Lárusdóttir. Guörún P. Helgadóttir, Jóhann Gunnar Stefánsson. Ingvar Helgason, Sigrlöur Guömundsdóttir. Lárus Helgason, Ragnhlldur Jónsdóttir. Siguröur Helgason, Gyöa Stefánsdóttir og barnabörn. Þökkum auösýnda hlýju og vinsemd viö fráfall eigin- manns míns og fööur okkar, Asgeirs H. Karlssonar. Ingibjörg Johannesen. Jón Asgrimur Asgeirsson. Halldóra Asgeirsdóttir. Ingibjörg Asgeirsdóttir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.