Tíminn - 21.06.1980, Side 8
8
IÞROTTIR
Laugardagur 21. júní 1980
lilv.'l >i 1H'!
GUÐLAUGS ÞORVALDSSONAR
Guðlaugur og Kristín verða á fundi að
Hvoli Hvolsvelli
þriðjudaginn 24. júní kl. 21.00
Fundarstjóri: sr. Hannes Guðmundsson.
Ávörp:
Albert Jóhannsson
Anna Margrét Jafetsdóttir
Fannar Jónasson
Magnús Finnbogason
Matthías Pétursson
Sveinn Runólfsson
Ljóðalestur: Guðrún Jónsdóttir og Guðný
Pálsdóttir
Einsöngur: Rut L. Magnússon
Pianóleikur: Jónas Ingimundarson.
Almennur söngur við undirleik önnu
Magnúsdóttur.
Húsið opnað kl. 20.30. Jónas Ingimundar-
son leikur létt lög á pianó.
Studningsmenn.
Eigum nokkra International traktora
45-72 Hö til afgreiöslu strax. Kynniö
ykkur okkar sérstöku greiöslukjör.
Ármúla3 Reykjavik Simi 38900
Bikarmeistarar
Fram mæta Val
•dregið í 16 liða úrslit bikarkeppninnar i gær
•„Anægður með dráttinn” segir Kristinn
Atlason leikmaður með Fram
1 gær var dregið i 16-liða úrslit
Bikarkeppni KSÍ. Bikarmeist-
arar Fram drógust gegn Val og er
greinilegt að um stórleik verður
að ræða.
Drátturinn fór fram á skrifstofu
KSI á hádegi i gær og voru það
þeir Lúðvik Halldórsson for-
maður knattspyrnudeildar Fram
og Valsmaðurinn Bergsveinn
Alfonsson sem drógu fyrstu tvo
miðana úr pottinum fræga.
Önnur lið sem drógust
voru sem hér segir:
Viðir/Vik. Ólafsvik-Þróttur Nes.
0 Kristinn Atlason.
íslandsmótið i knattspyrnu 2. deild:
Dýrmætur sigur
ísfirðinganna
Þrir leikir voru háðir í 2.
deild Islandsmótsins í
knattspyrnu í gærkvöldi.
A Akureyri léku Þór og Selfoss
og lauk leiknum meö sigri Þórs
4:0 eftir aö staöan I leikhléi hafði
veriö 0:0. Mörk Þórs skoruðu Nói
Björnsson, Arni Stefánsson (viti)
og Óskar Gunnarsson tvö.
Hitt Akureyrarliðið I 2. deild
KA lék gegn IBI á tsafirði og
mátti þola tap 2:3 i skemmtileg-
um leik. Fyrir IBI skoruðu
Andrés Kristjánsson, Haraldur
Leifsson og Kristinn Kristjánsson
en fyrir KA skoruðu Elmar
Geirsson (vlti) og Oskar Ingi-
mundarson.
Þá léku Haukar gegn Armanni
og sigruöu Haukar með tveimur
mörkum gegn einu. Mörk Hauka
skoruðu Loftur og annaö mark
Hauka var sjálfsmark. Mark Ar-
manns skoraöi Þráinn Asmunds-
son. Annar linuvöröurinn, Grétar
Norðfjörð kom nokkuð viö sögu I
leiknum þar sem hann gaf I sam-
ráði við dómara leiksins Ólafi
Jóhannessyni rautt spjald en I
kærunni sem send var aganefnd
KSI eftir leikinn stóð að leik-
manni númer átta hefði veriö vik-
ið af leikvelli. —SK.
Björgvin bestur
— að 18
holum loknum
• á „Johnny Walker” keppninni í golfi
Johnny Walker keppnin I g'olfi
hófst á Nesvelli kl. 17.30 i gær og
léku karlar þá fyrstu 18 holurnar I
keppninni.
Þegar Timinn haföi samband
við Goifskálann á Nesinu seint I
gærkvöldi var staöan þannig eftir
18 holur:
högg
1. Björgvin Þorsteinsson GA 71
2. Hannes Ey vindsson GR 74
3.-4. Geir Svansson og
óskarSæmundsson GR 75
5. Siguröur Hafsteinsson GS 76
Leiðrétting
Sú leiðiniega villa slæddist inn á
Iþróttasiðuna i gær að sagt var
að Linda B. ólafsdóttir hafði
oröið önnur I 800 m hlaupinu á
Reykjavikurleikunum en hið
rétta er aö Linda B. Loftsdóttir
varð I öðru sæti.
Þeir sem hlut eiga að máli eru
beönir velviröingar á þessum
mistökum.
Þessi frammistaða Björgvins
kemur nokkuö á óvart þar sem
hann hefur ekki náð aö sýna sitt
besta upp á slökastiö. Er þar
skemmst að minnast Pierre
Robert keppninnar sem haldin
var fyrir skömmu en þar lenti
hann 1 9. sæti. En þrjú högg eru
ekki mikill munur i golfi og er Hk-
legt að Hannes Eyvindsson og
næstu menn eigi eftir að veita
hinum fyrrverandi Islandsmeist-
ara I golfi harða keppni i dag en
kappamir leggja af stað i siðari
18 holumar kl. 13.00 I dag.
Kvennakeppnin hefst kl. 11.00
(laugardagsmorgun) og uns
þeirri keppni er lokið æða karl-
arnir á brautina og er greinilegt á
tölunum eftir fyrri 18 holurnar, að
keppnin veröur mjög tvisýn og
spennandi I dag og er fólk hvatt til
að mæta.
Þess má geta, að verðlaun fyrir
efsta sætiö er ókeypis ferð á
„Walker Cup” sem fram fer i
Danmörku seinna i sumar og
verða þarmeöal keppenda marg-
ir á meðal bestu kylfinga Evrópu.
Það ætti þvi að vera ljóst, að til
mikils er að vinna. —SK.
Þróttur R-UBK
IBV-KR
Fylkir-KS, Siglufiröi
FH-IA
KA-Vikingur
Grlótta-IBK
,,Ég er bara ánægður með
þetta,” sagði Kristinn Atlason
hinn sterki miðvörður Fram I
samtali við Timann eftir að ljóst
var að lið hans myndi mæta Vals-
mönnum, en Kristinn var i Fram-
liðinu þegar það varð bikarmeist-
ari i fyrra. Þá sigraði Fram ein-
mitt Val i úrslitaleik.
„Það skiptir okkur Framara
ákaflega litlu máli hvort við
vinnum Valsmennina strax i
fyrsta leik eða einhverntima
seinna i keppninni. Við stefnum
að sigri i Bikarkeppninni i ár eins
og I fyrra og ekkért annað kemur
til greina,” sagði Kristinn.
En hvort Kristinn reynist sann-
spár verður timinn að leiða i ljós
en vist er að um hörkuleik verður
að ræða. Aætlað er að leikirnir
fari fram I kringum 2. júli.
—SK.
Meistara-
mót í
frjálsum
Meistaramót tsiands i frjáls-
iþróttum fer fram 3. 4. og 5. júli
n.k. Mótið verður haldið á
frjálsiþróttavellinum i Laugar-
dal og sér frjálsiþróttadeild Ár-
manns um mótið eins og undan-
farin ár.
Lágmörk eru til þátttöku á
mótinu og skal þeim hafa verið
náð á þessu ári eða 1979.
Keppnisgreinar eru eftirfarandi
og lágmörk innan sviga:
3. júli karlar. 200 m. (23,5 sek)
800 m. (2.02.0 min) 5000 m
(ekkert lágmark) 400 m. grind.
(58.5 sek) kúluvarp (14.50 m.)
spjótkast (60.00 m.) hástökk
(1.90 m.) langstökk (6.50 m.)
4x100 m boðhlaup konur 200 m
(26.5 sek) 800 m. (2.22.0 min.)
lOOm. grind. (17.0. sek) hástökk
(1.55) m.) spjótkast (32.00 m.)
kúluvarp (10.00 m.) 4x100 m.
boðhlaup.
4. júli: Karlar: 100 m. (11.3
sek) 400 m. (52.0 sek) 1500 m.
(4.15.0 min) 110 m. grind. (16.5
sek) stangarstökk (4.00 m.) þri-
stökk (13.50 m.) sleggjukast
(ekkert lágmark kringlukast
(45.00m.) 4x400 m. boðhl.
Konur: 100 m. (12.8 sek) 400 m.
(60.0 sek) 1500 m. (ekkert lág-
mark) langstökk (5.00 m.)
kringlukast (32.00 m.) 4x400 m.
boðhlaup.
5. júli. Fimmtarþraut karla og
3000 m. hindrunarhlaup.
Þátttökutilkynningar ásamt
þátttökugjaldi kr. 300. fyrir
hverja skráningu og kr. 1000
fyrir hverja boöhlaupssveit ber-
ist Jóhanni Jóhannessyni
Blönduhlið 12, fyrir 26. júni. Til-
kynningar sem berast eftir þann
tima verða ekki teknar til
greina.
(fréttatilkynning)
Laugardagur 21. júni 1980
IÞR0TTIR
IÞR0TTIR
13
Júlíus Hafstein formaður HSI.
Handknattleikssamband
Islands hefur ákveðið að
stefna Sjónvarpinu vegna
vangoldinna gjalda fyrir
efni sem sýnt hefur verið í
Sjónvarpinu á sfðasta vetri.
Á samtölum þeim sem hér
fara á eftir er greinilegt að
mikið stórmál er í uppsigl-
ingu og hefur raunar verið
stórmál alllengi.
Svo virðist sem mikil
kergja sé upp komin á milli
HSi annars vegar og Sjón-
varpsins hins vegar.
Tíminn snéri sér til
Júlíusar Hafstein sem er
formaður HSi og innti hann
frétta af málinu.
„Það er komin upp sú staöa aö
viö getum ekkert annað gert en
stefnt Sjónvarpinu og verður þaö
gert I samráði við lögfræöing
okkar. Þetta mál er búið aö vera
þrautleiöinlegt og þaö er mikiö búið
HSI STEFNIR
SJÖNVARPINU
• vegna vangoldinna greiðslna
á útsendu efni
að reyna aö komast að samkomu-
lagi en þaö hefur ekki tekist. Þeir
hjá Sjónvarpinu hafa ekki greitt
okkur eina einustu krónu fyrir efni
það sem þeir sýndu á s.l. vetri. Þaö
iefni sýndu þeir i algjöru heimildar-
leysi og þeir voru ekki með neina
samninga I höndunum. Þrátt fyrir
aö Sjónvarpiö hafi ekki viljaö
semja við okkur hafa þeir samið
viö aöra aðila innan Iþróttahreyf-
ingarinnar og ég get ekki skiliö þaö
á annan hátt en að Sjónvarpið sé
meö þvi aö draga Iþróttafólk I
dilka.
Þaö sem við hjá HSI getum ekki
sætt okkur viö er I aðalatriðum þaö
að Sjónvarpið skuli sýna myndir af
landsleikjum i handknattleik án
þess að borga krónu fyrir þaö. I
öðru lagi finnst okkur þaö ekki rétt,
að annar aðilinn skuvlieingöngu
ráöa um verð fyrir þessar sýning-
ar.
Mér finnst þessi framkoma hjá
Sjónvarpinu vera rikisvaldinu til
vansæmdar. Samband eins og HSI
sem I dag stendur höllum fæti má
alls ekki við sliku óréttlæti sem hér
er haft I frammi. Þar fyrir utan er
handknattleikurinn næstum eina
knattiþróttin sem við lslendingar
getum vænst einhvers árangur af á
alþjóöavettvangi.
Þetta mál er leiðinlegt svo ekki
sé meira sagt. Það er búið að ergja
mann mikiö en eins og staöan er i
dag er HSI ákveöið I aö stefna Sjón-
varpinu enda getum við ekkert
annaö gert til aö standa á rétti
okkar,” sagði Július Hafstein.
Heyrst hefur að
HSÍ sé með tóman
kassa
Hörður Vilhjálmsson fjármála-
stjóri hafði þetta að segja:.
„Þaö hefur frést að HSI sé með
tóman kassa. Við höfum reynt nú
undanfarið að vinna að heildar-
samkomulagi við ISI um greiðslur
fyrir lýsingar og sjónvarpsmyndir
af iþróttaviðburöum, (öll sérsam-
böndin innan ISI) og er það gifur-
lega mikið verk.
Þess vegna viljum við ekki á
meðan málum er svo háttaö semja
viö eitt sérsambandanna sér. Við
höfum að visu gert samning við
körfuknattleikssambandið en þaö
varð að samkomulagi aö um leiö og
heildarsamningurinn kæmi I
gangiö félli samningurinn við KKI
inn i þennan heildarsamning,”
sagöi Hörður.
Hörður Vilhjálmsson fjármála-
stjóri Ctvarps og Sjónvarps.
„Sjónvarpið sýndi I fyrra 63
minútur frá landsleikjum i hand-
knattleik. Við höfum boöist til að
greiöa 1.2 milljónir fyrir þessar 63
minútur. Það er siöan i bigerö að
Geröardómur skeri úr um hvort
þetta sé réttmæt tala eða ekki.
Þá má þaö koma fram hér að
þegar samningar stóðu yfir á milli
Sjónvarpsins og HSI gat Július
Hafstein aldrei lagt fram lista yfir
þá landsleiki sem fram áttu að fara
um veturinn. Hann kom að máli við
Bjarna Felixson iþróttafréttamann
Sjónvarpsins og gaf honum ramma
aö þeim leikjum sem ákveöið var
að færu fram. Þaö kom i ljós siöar
að þetta skipulag Júliusar rann
meira og minna út I sandinn.
Af ofanskráðu er ljóst að menn
eru ekki á eitt sáttir. Þess má geta
að upphæöin sem HSI fer fram á er
hátt á fjórðu milljón og er það ekki
svo litill peningur. En fróölegt
veröur að fylgjast meö framvindu
þessa máls.
—SK.
^3»
Karl Þórðarson endurnýjaöi samning sinn
viö La Louviere fyrir skömmu.
KARL Þ.
ÁFRAM
HJÁ LA
L0UVIERE
Skagamaðurinn Karl Þórðar-
son sem hefur leikið með belg-
íska knattspyrnuliðinu La Louv-
iere undanfarið er nýbúinn að
endurnýja samning sinn við
sama félag. Þetta kemur nokkuð
á óvart þar sem almennt var
búist við að hann færi til einhvers
annars félags en ástæðan fyrir
því er sögð sú að LaLouviere hafi
kraf ist of f jár fyrir Karl og önnur
félög ekki séð sér fært að greiða
svo mikið fyrir Karl. —SK.
Fjórir nýliðar
í landsliðinu
+ í knattspyrnu sem mætir Finnlandi og
valið var í gær
Knattspyrnumanna-
samband Islands boðaði
til blaðamannafundar i
gær þar sem tilkynnt var
val 16 manna landsliðs-
hópsins sem leika á gegn
Finnum.
I hópnum sem er hér
birtur eru fjórir nýliðar.
Það eru þeir Þorgrimur
Þráinsson VaW Bjarni
Sigurðsson, IA, óskar
Færseth IBK og Magnús
Bergs Val. Lands-
leikurinn gegn Finnum
fer fram á miðvikudag.
Þjóðirnar hafa leikið sex
landsleiki og hafa Islend-
ingar sigrað einu sinni en
Finnar fjórum sinnum.
Síðast þegar leikið var
töpuðu Islendingar 0:1.
Landsliðshópurinn er þannig:
Bjarni Sigurösson, ÍA
Þorsteinn Bjarnason, La
Louviere
Arnór Guðjohnsen, Lokeren
Arni Sveinsson, IA
Guöm. Þorbjörnss., Val
Janus Guðlaugsson, F. Köln
Karl Þórðarson, La Louviere
Magnús Bergs, Val
Marteinn Geirsson, Fram
ólafur Júliusson, IBK
Óskar Færseth, IBK
Pétur Péturss., Feyenoord
Siguröur Halldórss., 1A
Teitur Þóröarson, öster
Trausti Haraldsson, Fram
Þorgrimur Þráinsson, Val
Yfirleitt er hægt að deila um
val einstakra leikmanna en þaö
er skoðun undirritaðs, a'ð'þat) sé
engin ástæða til þess aö þessu
sinni.
Þorsteinn ólafsson getur ekki
leikið i islenska markinu þar
sem liö hans IFK Gautaborg er
að leika sama dag i hinni svo-
kölluðu TOTO-keppni. Asgeir
Sigurvinsson er meiddur og
hefur ekki getað æft að undan-
förnu þannig aö ekki kemur
hann til greina. Guðmundur
Baldursson markvöröur er
meiddur og veröur frá keppni i
2-3 vikur. Það er þvi greinilegt
að hinn ungi og efnilegi mark-
vöröur úr 1A, Bjarni Sigurðsson
fær sitt fyrsta tækifæri gegn
Finnlandi. Þorsteinn Bjarnason
meiddist I vetur og gat lltiö
leikið meö liði sinu fyrr en i lok
mótsins og hefur æft vel suöur I
Keflavik að undanförnu.
Nokkur gagnrýni kom fram á
fundinum á vali Þorsteins.
Vildu menn meina aö betra
hefði verið að velja einhvern
leikmann úr 1. deildinni
islensku eöa jafnvel Arsæl
Sveinsson sem leikur eins og
kunnugt er I Sviþjóð. „Þorsteinn
hefur þó nokkra reynslu og við
sem veljum þetta landslið kom-
umst að þeirri niöurstöðu aö viö
treystum honum best til þess að
taka viö markmannsstarfinu ef
til meiösla kæmi hjá Bjarna.
Við hreinlega treystum ekki
markmönnunum hér heima,
það er staöreynd málsins”,
sagöi Guöni Kjartansson lands-
liösþjálfari á fundinum i gær.
Guöni var spuröur um sigur-
möguleika okkar gegn Finnum.
„Það er alveg ljóst aö ef viö
náum aö spila heilan leik eins
vel og fyrri hálfleikinn gegn
Wales þá ættum viö aö hafa þó
nokkra sigurmöguleika. En þaö
er alltaf sama vandamáliö hjá
okkur. Viö höfum engan tima
fyrir landsliöiö. Þeir leikmenn
sem leika meö erlendum liöum
komast ekki til landsins fyrr en
nokkrum dögum fyrir hvern
landsleik og þaö gefur þvi auga
leiö aö erfitt er aö samrýma
hópinn.
Fyrri hálfleikurinn gegn
Wales var góöur hjá okkur. Þó
vantaöi þaö hjá sóknarleik-
mönnum okkar og þá sér i lagi
tengiliöunum aö þeir virtust
ragir viö aö sækja inn i vitateig
andstæöingsins. Þetta veröur aö
Framhald á bls 19
ÞingHSÍ á
sunnudag
Framhaldsþing Handknatt-
leikssambands islands veröur
háö aö Hétel Loftleiðum á
sunnudaginn, 22. júni n.k. og
hefst þaö kl. 14.00.
Fyrir þinginu liggja tveir
dagskrárliöir þ.e. önnur mál og
kosning stjórnar.