Tíminn - 02.07.1980, Qupperneq 5
Miðvikudagur 2. júli 1980.
5
Ársfundi Nord-
el lokið
Kás/ÞJ-Hdsavik— Nýlega lauk á
HUsavík ársfundi Nordel.
Fundurinn var haldinn á Hótel
Húsavik. Nordel var stofnað áriB
1963 og er félagsskapur manna
sem eru starfandi á svi&i rafvæð-
ingarinnar á Norðurlöndunum.
Þetta er ráögefandi aöili sem
hefur það að markmiði að auö-
velda samvinnu milli landa, en þó
fyrst og fremst norræna sam-
vinnu, á sviði framleiðslu, dreif-
ingar og notkunar á raforku.
Nordel hefur eftirfarandi föst
verkefni: 1. AB fylgjast meö
þróun og framleiöslu og notkun á
raforku á Norðurlöndunum, m.a.
með þvi að birta skýrslur. 2. Sam-
ræma orkuspár og uppbyggingar-
áætlanir hinna einstöku landa.
Gefa lit ársskýrslur um starfsem-
ina, sem einnig geti innihaldiö
greinar sem eru sérstaklega
áhugaverðar fyrir norræna sam-
vinnu á orkusviöinu.
Arsfundi Nordel sátu 24 fundar-
menn. Þar af einn gestur frá
Frakklandi, sem var fulltrúi frá
svipuöum samtökum og Nordel i
miö-Evrópu. Forseti þessara
samtaka er E.L. Jacopsen frá
Danmörku. Fundirnir eru haldnir
á víxl á Norðurlöndunum til
skiptis.
Vestmannaeyjar:
Netagerð í
nýtt húsnæði
Netagerð Njáls og Siguröar
Inga, Vestmannaeyjum, flutti ný-
lega i nýbyggingu slna, er stendur
viö noröurkant Vestmannaeyja-
hafnar. Húsiö, sem er stál-
grindarhús, rúmir 4 þúsund rúm-
metrar, allt á einni hæö, er sér
hannað til troll- og nótaviögeröa.
Hjá fyrirtækinu vinna 8 manns aö
staöaldri, og eru skip og bátar allt
i kringum landið i viöskiptum hjá
fyrirtækinu. Auk troll- og nóta-
vinnu, er unniö viö rekneta- og
þorskanetafelíingu. Eigendur eru
tveir, Njáll Sverrisson og Sig-
uröur Ingi Ingólfsson, og hafa
þeir unnið viö netagerð i fjölda
ára.
Albert fengi
jakaburð af
þingmönnum
Alls kyns talnaleikur fylgir
ávallt i kjölfar kosninga. Þegar
úrslit liggja ljós fyrir og ekki er
lengur hægt aö ástunda talna-
leikfimi til aö raöa atkvæöum á
einstaka frambjóöendur eöa
flokka fara sumir aö reikna kálf
i ku og veröa afkvæmin oft meö
ýmsum afbrigöum.
Leiöarahöfundur Morgun-
blaösins kemst aö þvi i gær, aö
ætli gegnherilandifólk aö fara
aö baöa sig i þeim sigurljóma
sem nú hvilir yfir nýkjörnum
forseta, sé nú aldeilis hægt aö
skáka þeim meö þvi aö kjós-
endur þeirra frambjóöenda sem
töpuöu séu samanlagt tveim
þriöju fleiri, hvernig svo sem
hugur þeirra stendur til land-
varna?
Þjóðviljinn gerir sér litiö fyrir
og reiknar Albert Guömunds-
syni þingfylgi samkvæmt úrslit-
um forsetakosninganna, og
kemst aö þeirri niöurstööu aö
Albertslistinn heföi komiö 12
mönnum á þing ef....! Reiknar
málgagniö Albertsflokki 7 kjör-
dæmakosna þingmenn og 5
uppbótaþingmenn. Þessi listi
á aö hafa fengiö 3 kjördæma-
kjörna menn i Reykjavik, 1 á
Reykjanesi og 1. á Vesturlandi.
3 uppbótarmenn eiga aö fljóta
meö I Reykjavlk og 2 úr Reykja-
neskjördæmi.
Nú er engin leiö aö koma þvi
viö af augljósri ástæöu, aö raöa
mönnum á lista Alberts, en þaö
hlýtur aö liggja beinast viö að
setja þar helstu oddvita hans I
kosningabaráttunni, þar sem
þeir beittu sinum persónulegu
og pólitisku áhrifum til aö sigur
Alberts yröi sem mestur. Mjög
ofarlega á þeim lista er Guö-
mundur J. Guðmundsson for-
maöur Verkamannasambands-
ins og þingmaöur Alþýöubanda-
lagsins. Ekki þarf mikla hugar-
leikfimi til aö raöa slikum
áhrifamanni þar á Albertslista,
aö hann yröi örugglega einn af
þremur kjördæmakjörnum
þingmönnum þessa Þjóövilja-
lista I Reykjavik.
Þaö er ekki alveg út I loftið
hjá Þjóöviljanum aö gera hlut
þessa Imyndaöa albertslista
sem mestan.
oó
Hin nýja langferöabifreiö Sérleyfisbifreiöa Keflavfkur
Sérleyfisbifreiöar Keflavíkur:
200 þúsund far-
þegar á ári
Sérleyfisbifreiðar Keflavikur
taka nú I notkun nýjan vagn, 58
farþega af geröinni Scania Vabis
og er hann yfirbyggöur hjá verk-
smiöjunni KUTTER I Finnlandi.
Aætlaö kaupverö er 85milljónir
króna. Fyrirtækiö sem er eign
Keflavíkurbæjar hefur annast
farþegaflutninga á sérleyfisleiö-
inni Suöurnes — Reykjavik I rúm-
lega 37 ár.
Bifreiöaeign þess er nú 7
vagnar, sem geta flutt 305 far-
þega samtimis.
Farþegafjöldi á sérleyfisleiö-
inni er ca. 200 þúsund á ári. Þá
flytja vagnamir ca. 100 þúsund
farþega milli Keflavíkur og
Keflavlkurflugvallar fyrir
Vamarliöiö, þá eru ótaldir far-
þegar Ihópferöum, en þeir skipta
þúsundum árlega. Aætlunarferöir
á sérleyfisleiöinni eru 12 á degi
hverjum allan ársins hring, nema
jóladag, en þá falla ferðir niöur.
Vagnarnir aka um þaö bil 400
þúsund kílómetra á ári. Eins og
áöur segir er fyrirtækiö eign
Keflavikurbæjar, en rekstur þess
hefur alltaf staðiö á eigin fótum
og hefur þaö aldrei notiö fjár-
hagsaöstoöar frá bæjarsjóöi.
Veltan áriö 1979 var 310,7 millj.
króna og hefur hækkaö um ca.
61% frá 1978. Hagnaöur af
rekstrinum 1979 var 5,9 millj.
króna og er þá búiö aö afskrifa
um 8,3 millj. króna.
Bæjarstjórn Keflavikur kýs ár-
lega 3ja manna nefnd sem fer
meö yfirstjórn fyrirtækisins, þá á
starfsfólk einn fulltrúa i nefnd-
inni. Nefndina skipa nú: Guöjón
Stefánsson form.,Asgeir Einars-
son, Jón Pétur Guömundsson og
Valgeir Sighvatsson, sem er full-
trúi starfsfólks.
Bæklingur um mat-
arsýkingu
Aö tilhlutan Heilbrigöiseftir- :
lits rlkisins og Landlæknis er
kominn út ritlingur um matar-
sýkingu og matareitrun af völd-
um sýkla og varnir gegn þeim.
Höfundar eru Siguröur B. Þor- I
steinsson læknir, sérfræöingur I
smitsjúkdómum og Guöni Al-
freösson dósent, sýklafræð-
ingur. /
Sjúkdómar af völdum sýkla i
matvælum eru talsvert heil-
brigöisvandamál hjá flestum
þjóöum. Þessa hefur minna
gætt á íslandi vegna fábrotins
matvælaiönaðar i svölu loftslagi
og kælingaraðstööu i heima-
húsum. Nú þykir margt benda
til aö hér á landi séu ýmsir þeir
sýklar aö veröa algengari I fæöli
fólks, sem valdiö geta sjúk-
dómum.
Þessi ritlingur er gefinn út til
þess aö almenningur eigi kost á
aögengilegum upplýsingum um
þessa sýkla, um þá sjúkdóma
sem af þeim kunna aö hljótast,
og hvernig best megi koma i veg
fyrir þá.
Bæklingi þessum veröur
dreift til kynningar til heil-
brigöisnefnda, heilsugæslu-
stööva og fleiri aöila. Hann
veröur fáanlegur á kostnaöar-
veröi (kr. 700.-/stk. viö fyrstu
prentun),hjá Heilbrigðiseftirliti
rikisins, Siöumúla 13. Reykja-
vik.
Reykvískir
Missagt var^í frásögn af
samkomu stuöningsmanna
Vigdisar Finnbogadóttur viö
heimili hennar á mánudags-
kvöldiö, aö þaö heföi veriö
Lúörasveit Kopavogs, sem lék
þar I byrjun samkomunnar.
Þaö var Lúörasveit Reykja-
lúðrar
vlkur, sem lék þar fyrst, en
siöan bættust viö Lúörasveit
Arbæjar og Breiöholts.
Lúörasveit Reykjavikur
hefur leikiö viö heimili nýkjör-
ins forseta Islands viö hverjar
forsetakosningar lýöveldisins
slöan 1944.
GRJÓTHUFAR
fyrir alla bíla
SÍLSALISTAR
úr krómstáli
Yd BIIKKVER YD
Skeljabrekka 4 - 200 Köpavogur - Sími: 44040. Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040.