Tíminn - 02.07.1980, Page 6
6
a*» ' V V
lisiliiiii
Mibvikudagur 2. júli 1980.
Útgeíandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Eirlkur S. Elriksson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrimur Glslason.
Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar
Sfðumúla 15. Slmi 86300. — Kvöldslmar blaöamanna: 86562,
86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 250
\___Áskriftargjaidkr. 5000Ú mánuöi. i Blaöaprent.
Þórarínn Þórarinsson
Erlent yfirlit
Fundurinn í Feneyjum
bætti andrúmsloftið
Kosningabarátta með
amerískum keim
Forsetakosningarnar á dögunum, voru að þvi
leyti ólikar öllum fyrri kosningum á íslandi, að kon-
ur settu mestan svip á þær. Þar er ekki aðeins að
minna á hlutdeild Vigdisar Finnbogadóttur og sigur
hennar.
Eiginkonur allra frambjóðendanna hinna tóku
virkan þátt i kosningabaráttunni við hlið eigin-
manna sinna. Þær ferðuðust með þeim fram og
aftur um landið, mættu með þeim á fundum og
vinnustöðum, heilsuðu þúsundum manna og héldu
ræður við ýmis tækifæri. Það er samhljóða dómur
um þær allar, að þær hafi staðið sig með mikilli
prýði og verið eiginmönnum sinum stoð og stytta.
Sumir telja, að hér hafi forsetaefnin farið eftir
ameriskum fyrirmyndum og megi um það deila,
hvort karlar eigi að beita eiginkonu sinni i kosn-
ingabaráttu á þennan hátt.
Þvi til afsökunar kemur það, að eiginkona forset-
ans hefur að þvi leyti sérstöðu, að hún verður að
koma fram með manni sinum við mörg tækifæri,
bæði innanlands og utan, og þvi skiptir máli hver
framkoma hennar er.
Kosningabaráttan hafði að öðru leyti ameriskt
einkenni, en það voru hinar mörgu heimsóknir á
vinnustaði. Mikil spurning er það hvort slikar
skyndiheimsóknir auðvelda fólki nokkuð að gera
upp á milli manna og málefna. Amerikumenn gera
þetta aðallega i þeim tilgangi að geta birt mynd af
frambjóðandanum á viðkomandi vinnustað og helzt
þarf hann þá að rifa sig upp eldsnemma á morgn-
ana og heilsa fólki, þegar það er að koma til vinnu.
Meðan nýjabrumið er á þessum heimsóknum,
geta þær ef til vill haft eitthvert gildi, en það minnk-
ar, þegar þetta fer að verða hversdagslegt. Þessar
heimsóknir geta lika orðið þreytandi fyrir starfs-
fólkið, þegar allir frambjóðendur, t.d. i þingkosn-
ingum, fara að stunda þær.
Þriðja ameriska fyrirbrigðið, sem kom greinilega
i ljós i nýlokinni kosningabaráttu, voru skoðana-
kannanimar og ofmat á þeim. Þeir, sem hafa um
lengra skeið fylgzt með skoðanakönnunum erlendis
i sambandi við kosningar, gera sér þess vel grein,
að þeim er ekki öruggt að treysta fremur en öðrum
spádómum.
Sennilega hafa stuðningsmenn Guðlaugs Þor-
valdssonar flaskað á þvi að ofmeta skoðanakannan-
ir siðdegisblaðanna. Þeir byggðu á þeim þann áróð-
ur, að baráttan væri milli Guðlaugs og Vigdisar.
Þetta hleypti kappi i fylgismenn Vigdisar og enn
meira kappi i fylgismenn Alberts og Péturs. Fylgis-
menn keppinautanna snerust þannig óbeint allir
gegn Guðlaugi.
Eftir á er hægt að sjá, að fylgismenn Guðlaugs
hefðu átt að fara varlegar með þennan áróður, en
leggja höfuðáherzluna á það eins og fylgismenn
keppinautanna, að frambjóðandi þeirra væri sá
bezti og fyrst og fremst ætti að kjósa hann vegna
þess, en ekki til þess að fella einhvern annan fram-
bjóðanda.
Um frambjóðendurna sem féllu i kosningunum,
má segja, að þrátt fyrir ósigurinn geta þeir unað
sinum hlut.
Allir stóðu þeir sig með prýði. Guðlaugur hlaut
mikið fylgi, þótt honum tækist ekki að sigra það
ofurefli, sem Vigdis reyndist. Albert hlaut það mik-
ið fylgi, að það mun styrkja pólitiska stöðu hans, ef
hann heldur áfram á þeirri braut. Pétur J. Thor-
steinsson hafði minnst forskot, en vann mest á, þeg-
ar á kosningabaráttuna leið.
Samkomulas: um að vera ósammála
Carter á blaöamannafundi I Feneyjum. Miller fjármálaráö-
herra og Muskie utanrlkisráöherra á bak viö hann.
FUNDUR æöstu manna sjö
helztu vestrænu iönaöarrikj-
anna, sem haldinn var i Fén -
eyjum um fyrri helgi, markaöi
engan sögulegan áfanga i sam-
btlö þessara rikja. Hins vegar
þykir hann hafa hreinsaö nokk-
uö andrúmsloftiö, einkum aö þvi
er varöaöi sambúö Bandarikj-
anna og Vestur-Evrópu.
Niöurstaöa þekkts fréttaskýr-
anda, sem fylgdist méö fund-
inum, segir hann merkilegastan
aö því leyti, aö æöstu menn
Bandarikjanna og Vestur-
Evrópu hittust og gátu ræöst viö
um ágreiningsmál sin. Þetta
hafi bætt andrúmsloftiö.
Þaö hafi hins vegar ekki rutt
öllum ágreiningsefnum úr vegi,
þótt ýmsir kunni aö draga þá
ályktun af yfirlýsingunni sem
var gefin út eftir fundinn.
Aöalverkefni fundarins var aö
ræöa um efnahagsástandiö i
heiminum og sameiginlegar aö-
geröir þessara rikja til aö koma
í veg fyrir aö varanlegt kreppu-
ástand komi til sögu, en öll búa
þessi riki nú viö vaxandi efna-
hagserfiöleika.
Yfirlýsingin frá fundinum ber
þess merki, aö mest hafi veriö
fjallaö um orkumálin og þau
áhrif, sem þau hafa á efnahags-
þróunina. Flest eru þessi riki
meira og minna háö oliunni og
veröhækkanir á henni hafa
mikil áhrif á öll efnahagsmál
þeirra.
Yfirleitt er reiknaö meö, aö
oliuverö haldi áfram aö hækka,
jafnframt þvi, sem ýmis oliu-
framleiöslulönd munu draga úr
framleiöslunni til þess aö
birgöir endist lengur en ella og
þau missi ekki þennan tekju-
stofn fyrr en þau séu undir þaö
búin.
ÞAÐ VAR niöurstaöa fundar-
ins, aö mæta ætti þessum vanda
meö þvi aö nýta betur aöra
orkugjafa og auka framleiöslu
þeirra. Einkum var lögö áherzla
á tvo þeirra.
Annar þeirra voru kolin.
Tiltölulega hefur dregiö úr kola-
framleiöslu siöustu áratugina,
m.a. vegna aukinnar oliunotk-
unar. Nú þykir nauösynlegt áö
auka kolaframleiösluna aftur.
Hinn orkugjafinn var
kjarnorkan. Meö byggingu
kjarnorkuvera getur veriö hægt
aö auka orkuframleiösluna
stórlega á næstu árum. Jafnvel
sum helztu olluframleiöslu-
löndin, eins og Sovétrikin, hafa
uppi miklar ráöageröir um
byggingu kjarnorkuvera.
Aukinni kolanotkun fylgja
hins vegar margir annmarkar,
einkum meö tilliti til umhverfis-
verndar. Þar er eftir aö leysa
ýmis mikil tæknileg vandamál,
ef brennsla kola hefst aö nýju I
stórum stil. Umhverfisverndar-
menn láta þessi mál taka til sin I
vaxandi mæli.
Enn hafa heldur ekki fundizt
leiöir til aö gera kjarnorkuverin
hættulaus. Þaö sannar bezt
reynslan I sambandi viö kjarn-
orkuveriö I Harrisburg.
Umhverfisverndarmenn láta
þetta mál meira og meira til sin
taka og andstaöa þeirra, sem
búa I nánd viö kjarnorkuver eöa
væntanleg kjarnorkuver, fer
harönandi.
ÞAÐ ER annars ekki nýtt, aö
lögö sé áherzla á aöra orkugjafa
enoliuna. Yfirlýsingin vakti þvi
ekki sérstaka athygli af þeirri
ástæöu.
Hjá ýmsum fréttaskýrendum,
hefur beinzt mest athygli aö þvi,
sem ekki Var I yfirlýsingunni.
t yfirlýsingunni var lögö
áherzla á, aö Rússar færi heim
meö allan her sinn frá Afghan-
istan. Carter forseti haföi sótt
þaö fast, aö þetta væri sagt af-
dráttarlaust. Um þaö voru lika
allir sammála. Hins vegar var
ekki samkomulag um, hvernig
ætti aö reyna aö koma þessu I
framkvæmd i samningum viö
Rússa.
Carter hefur áður viljaö, aö
ekki væri rætt viö Rússa fyrr en
þeir heföu heitiö aö flytja allan
her sinn frá Afghanistan. Þetta
hafa þeir Giscard og Helmut
Schmidt ekki taliö nauösynlegt.
Taliö er aö niöurstaöan hafi
oröiö sú, aö þeir héldu áfram aö
vera ósammála um þetta og
yröi þvi ekki minnzt á þetta i
yfirlýsingunni.
Agreiningur hafi einnig veriö
milli þeirra Carters annars
vegar og Giscard og Schmidt
hins vegar um meöferöina á
máli gislanna I Teheran. Þeir
siðarnefndu hafa viljaö fara
hægar I sakirnar, þvi aö þaö
muni ltklegri leiö til aö frelsa
gislana. Taliöer, aö niöurstaöan
hafi oröið sú, aö þeir yröu áfram
ósammála um þetta og þvi yröi
ekkert sagt um þaö i yfirlýsing-
unni.
Þannig hafi oröiö samkomu-
lag um, aö leiötogarnir héldu
áfram aö vera ósammála um
ýmis atriöi, en láta þeirra atriöa
ógetiö I yfirlýsingunni. Þrátt
fyrir þaö hafi fundurinn
hreinsaö andrúmsloftiö og
staðan sé þvi öllu betri eftir en
áöur.
:<•
wl l§r nSHj mi
W i wjÆ
flpl ifP
fOÍ.v . ÆpP tj •• = Wi f jjjll
- J Emíi ■WjLgá|| r r k&m
Leiötogarnir á Feneyjafundinum: Okita, Japan, Trudeau, Kanada, Schmidt, Vestur-
Þýzkaland, Giscard, Frakkiand, Cossiga, ttalia, Carter, Bandarikin, Thatcher, Bret-
Þ.Þ.
land.
Jenkins, framkvæmdastjóri
Efnahagsbandalagsins.