Tíminn - 02.07.1980, Page 7
Miövikudagur 2. júli 1980.
7
Aldarafmæli farsæls
leiötoga samviimurnanna
Ef ég ætti a6 nefna þann
mann, sem ég teldi hafa veriö
farsælasta leiötoga samvinnu-
hreyfingarinnar á íslandi, kæmi
mér nafn Sigur&ar Kristinsson-
ar í hug. Hann var aö visu ekki
athafnamaöur á borö viö
Hallgrim Kristinsson eöa Vil-
hjálm Þór, en i hlut hans féll aö
leiöa fyrst Kaupfélag Eyfirö-
inga og siöar Samband is-
lenzkra samvinnufélaga yfir
erfiöasta hjallann i sögu beggja
þessara samtaka. Þaö tókst
honum svo giftusamlega, aö
öörum manni á samvinnuhreyf-
ingin ekki meiri þakkir aö
gjalda.
Siguröur Kristinsson var
fæddur i öxnafellskoti i Eyja-
firöi 2. júli 1880 og eru þvi i dag
liöin 100 ár frá fæöingu hans.
Siguröur var einn fjögurra
bræöra, sem allir uröu lands-
frægir. Tveir þeirra, Hallgrim-
ur og Aöalsteinn áttu eftir aö
eiga merkan þátt i samvinnu-
sögunni, ásamt Siguröi. Hinn
fjóröi þeirra, Jakob, var i röö
merkustu kennimanna á sinum
tima.
Siguröur Kristinsson lauk
gagnfræðanámi viö Mööru-
vallaskóla 1901 og starfaöi
næstu fjögur árin sem verzlun-
armaöur á Fáskrúösfiröi. Ariö
1906 réöist hann til Kaupfélags
Eyfiröinga, sem efldist mjög
næstu árin undir forustu
Hallgrims bróöur hans. Þegar
Hallgrimur hóf aö starfa fyrir
Samband islenzkra samvinnu-
félaga upp úr 1914, tók Siguröur
viö stjórn kaupfélagsins, þótt
formlega yröi hann ekki kaupfé-
lagsstjóri fyrr en 1918.
Jónas Jónsson hefur i grein
um Sigurö Kristinsson lýst
starfi hans viö Kaupfélag
Eyfiröinga á eftirfarandi hátt:
„Kaupfélag Eyfiröinga óx
hraöfara, bæöi árin fyrir heims-
styrjöldina og þá ekki siöur
meöan striöiö stóö. A þessum
árum lagöiSiguröur Kristinsson
á sig meiri vinnu en likur voru
til aö nokkur maöur gæti þolaö
til lengdar. Allan daginn var
hann önnum kafinn aö leysa er-
indi félagsmanna, sem til hans
leituöu um ráö um margháttuö
málefni, og aö hafa eftirlit meö
hinum margbrotna rekstri fé-
lagsins og fjölmenna starfs-
mannahóp. Er búöum og skrif-
stofum var lokaö, og aörir
starfsmenn viö verzlanir fengu
hvild eftir erfiöi dagsins, byrj-
aöi nýr þáttur I starfsdegi Sig-
uröar Kristinssonar. Þá fyrst
fékk hann tóm og næöi til aö
sinna yfirlitsstörfum um bók-
hald og margháttuö f járskipti út
á viö og inn á viö. Forstjórinn I
Kaupfélagi Eyfiröinga unni sér
sjaldan hvildar, fyrr en komið
var fram yfir miönætti.
En eftir langa og samfellda
góöviörisdaga i viöskiptamál-
unum, kom fárviöri heims-
kreppunnar eftir aö striöinu
lauk. Veöurglöggir menn sáu
bliku á lofti haustið 1919, en
sjálft óveöriö skall ekki á fyrr
en haustiö 1920. Um voriö voru
aöfluttar vörur til Islands meö
striösveröi: en um haustiö var
veröhruniö komiö og islenzkar
framleiösluvörur féllu niöur úr
öllu valdi. Hruniö var svo ægi-
legt, aö á fjölmörgum sam-
vinnuheimilum, jafnt i Eyjafirði
sem annars staöar, hvarf á
augnabliki samansparaöur
gróöi margra undangenginna
ára, og skuld var komin i staö
inneignar. Brá mörgum skila-
mönnum viö þau umskipti, sem
oröiö höföu svo skjótlega og án
þeirra tilverknaöar.
Siguröur Kristinsson óttaöist
jafnt hættuna af skuldunum, og
áhrifin á lifsskoöun félags-
manna, ef þeir sætu i varanlegri
skuldasúpu og gætu ekki aö-
hafzt. Hann brá skjótt viö og fór
meö formanni félagsins, Einari
bónda Arnasyni á Eyrarlandi,
um allt héraöiö, hélt fundi meö
félagsmönnum, skýröi hættu þá,
sem yfir voföi, kom á almenn-
um samtökum um sparnaö, og
lagöi grundvöll aö þvi skipulagi
að taka skuldir þær, sem mynd-
azt höföu viö veröfalliö, úr velt-
unni og geröi siöan sérstakan
samning viö hvern skuldunaut
um samningsbundna greiöslu á
tilteknu árabili. Með þessum
hætti héldu Eyfiröingar viö árs-
skiptum sinum skuldlausum, og
greiddu meginiö af veröfalls-
tjóninu á fáum árum. Vegna
framsýnnar og gætilegrar for-
ustu Siguröar Kristinssonar
sigldi Kaupfélag Eyfiröinga ör-
uggt en varlega framhjá boöum
og brimöldum kreppunnar.
Verðhrunið haföi hvorki lamaö
kjark og skilvisi félagsmanna
Siguröur Kristinsson.
né fjárhag félagsins sjálfs.”
Kaupfélag Eyfirðinga hefur
jafnan siöan búiö aö þessu
björgunarstarfi Siguröar Krist-
inssonar og sama gildir einnig
um eyfirzka bændastétt. En Sig-
urðar beiö meira verkefni.
Hallgrimur bróöir hans and-
aðist langt um aldur fram i árs-
byrjun 1922. Stjórn Sambands-
ins bað þá Sigurö um aö taka viö
starfi hans. Siguröur féllst á
það, þótt honum væri ekki ljúft
að fara úr Eyjafiröi. Bót var i
máli, aö hann átti þar góöan
arftaka, þar sem Vilhjálmur
Þór var.
Siguröar Kristinssonar beiö
aö ýmsu leyti svipaö verk-
efni hjá Sambandinu og
hann haföi nýlokiö viö
hjá Kaupfélagi Eyfirðinga.
Siöast á striösárunum og
fyrstu misserin eftir þau, höföu
myndazt mörg kaupfélög á
Vestur-, Suður- og Austurlandi.
Flest þessi félög höföu gengiö i
Sambandiö, notið styrks þess
viö innkaup og sölu og fengiö
fyrir atbeina þess mikiö lánsfé.
Norðlenzku félögin og Kaupfé-
lag Héraösbúa voru nálega einu
þrautreyndu félögin i Samband-
inu. 1 hinum nýju félögum
reyndi mikiö á óvana leiötoga
og liösmenn. Samtimis þessu
var hafin haröasta sókn gegn
kaupfélögunum af hálfu kaup-
manna, sem sögur fara af (rit
Björns Kristjánssonar o.fl.)
Hallgrimur Kristinsson haföi
undirbúið viönámsstarfiö áöur
en hann lést, en þaö var hlut-
verk Siguröar aö fylgja þvi
fram. Hann beitti aö vissu leyti
svipuöum aöferöum og hjá
Kaupfélagi Eyfiröinga. Vegna
markvissrar stjórnar hans tókst
gð bjarga samvinnuhreyfing-
unni yfir þessa miklu erfiöleika.
Mikill styrkur var þaö Siguröi
að njóta samstarfsins viö Jón
Arnason, einhvers traustasta
leiötoga, sem samvinnuhreyf-
ingin hefur átt, en þeir Siguröur
og Jón unnu saman eins og
beztu fóstbræöur.
Siguröur Kristinsson’var for-
stjórg Sambandsins frá
1923-1945. Þaö féll m.a. I hlut
hans aö stjórna því á timum
heimskreppunnar, þegar miklir
erfiöleikar komu aftur til sögu.
Hann skilaöi Sambandinu
margfalt traustari stofnun en
þaö var, þegar hann tók viö þvi.
Siguröur Kristinsson barst
litið á og vann störf sin mest i
kyrrþey. Jónas Jónsson lýsir
honum á þennan hátt:
„Um þaö leyti, sem Siguröur
Kristinsson flutti til Reykja-
vikur, lýsti gáfaöur Sunnlend-
ingur honum á þessa leiö: Hinn
nýi forstjóri er meöalma&ur á
hæö, grannvaxinn, fölur i and-
liti, dökkeygur meö hrafnsvart
hár. Hann er prúöur i fram-
komu, kurteis og hlýr i um-
gengni. Hann er fámáll en til-
lögugóöur um menn og málefni
og reynir til lengstu laga aö
bjarga viö hverju máli. En ef
beitt er viö hann frekju og yfir-
gangi bregður fyrir léttum roöa
á fölum kinnum hans, og
glampa 1 augum. Þá vikur hann
málinu til hli&ar, og er ósveigj-
anlegur eins og klettur, unz tek-
in er upp betri og drengilegri
málsmeðferð.
Siguröur Kristinsson er mjög
vel máli farinn, en talar sjaldan
og heldur aö jafnaöi stuttar töl-
ur.”
Siguröur Kristinsson naut
mikils trausts jafnt andstæö-
inga og samherja. Þegar stjórn-
málaróstur uröu hér mestar
eftir þingrofið 1931, var Sigurö-
ur fenginn til aö taka sæti I
rikisstjórninni I nokkra mánuöi,
eöa meöan á kosningabarátt-
unni stóö. Þaö hjálpaöi til aö
lægja öldurnar. Slikt var þaö
traust, sem hann naut. Meöan
ósamkomulag var mest i Fram-
sóknarflokknum 1933-1934,
sættu allir deiluaðilar sig viö
þaö, aö Siguröur væri formaöur
flokksins.
Kona Siguröar var Guölaug
Hjörleifsdóttir, prófasts á
Undirfelli Einarssonar. Synir
þeirra eru Hjörleifur listmálari
og Hallgrimur, forstjóri Sam-
vinnutrygginga.
Siguröur lézt 1963. Hans verö-
ur jafnan minnzt sem eins bezta
leiðtoga, sem Islendingar hafa
átt á sviöi félagsmála. Þ.Þ.
Minning
Guðfríður Jóhannesdóttir
Húsfreyja og ljósmóðir að Ánabrekku á Mýrum
Þann 22. júni s.l. andaöist aö
heimili sonar sins, Öskars Guö-
mundssonar, bónda á Tungulæk I
Borgarhreppi, Guöfriöur
Jóhannesdóttir, fyrrum húsfreyja
og ljósmóöir á Anabrekku i sömu
sveit.
Guöfriöur var fædd 10. april
1884 og voru foreldrar hennar
Jóhannes Magnússon, bóndi á
Gufá I Borgarhreppi og kona
hans, Elln Kristin Jónsdóttir, ætt-
uö af Snæfellsnesi.
Guöfriöur var merk og mikil-
hæf kona. Hún var húsfreyja á
mannmörgu heimili um hálfrar
aldar skeiö og ljósmóöir I Borgar-
hreppi ásamt húsmóöurstörfum.
Guöfriöur giftist Guömundi
Þorvaldssyni, bónda á Litlu-
brekku I Borgarhreppi 19. mai
1915, vel greindum öölingsmanni
og var heimili þeirra mjög til
fyrirmyndar. Guöfriöur missti
mann sinn 31. okt. 1973, en þá
voru þauhjónin flutt aö Tungulæk
til Óskars sonar slns og tengda-
dóttur.
I Islendingaþáttum I de. 1973 er
minningargrein eftir mig um
Guömund Þorvaldsson og af
skiljanlegum ástæöum veröur
sumt af þvi sem hér fer á eftir
endurtekning á sama efni.
Guöfriöur og Guömundur
bjuggu fyrst á Litlubrekku, en
1928 fluttu þau meö fjölskyldu
sina aö Anabrekku. Nokkru á&ur
haföi Guðmundur keypt Ana-
brekku af Gu&laugi Jónssyni, sem
þar haföi búiö frá 1911. Eftir þaö
átti Guömundur báöar jar&irnar,
en um eöa laust fyrir 1950 byggöi
hann nýtt hús á Litlubrekku og
flutti þangað en Jóhannes sonur
þeirra tók viö Anabrekku aö fullu
og öllu og hefur búiö þar si&an
ásamt konu sinni, en hin si&ari ár
hefur dóttir þeirra hjóna og
tengdasonur tekið aö mestu leyti
viö búskapnum.
BUskapur Guömundar og Guö-
friöar var lengst af stór I sniöum,
en þó sérstaklega eftir aö þau
fluttu aö Anabrekku. Anabrekka
er stórbýli aö fornu og nýju og er
samtýnis Litlubrekku, sem I upp-
hafi var hjáleiga frá Anabrekku.
Guöfriöi og Guömundi kynntist
ég á æskuárum minum, en þó
ekki neitt aö ráöi fyrr en 1936, en
þá um sumariö var ég vor- og
kaupama&ur á Anabrekku hjá
þessum ágætu hjónum. A þeim
árum rak Guömundur stórbú á
báöum Brekkunum og mun hann
á tímabili hafa veriö fjárflesti
bóndinn i sinni sveit.
1936 voru öll börnin, sem full-
oröinsaldri náöu, enn I fööurhús-
um, en nokkru áöur höföu
Brekkuhjónin misst eina stúlku
og tvo drengi.
Þeir, sem kynntust Guöfriöi og
Guömundi á blómaskeiöi þeirra á
Ánabrekku og raunar á allri
þeirra búskapartiö á báöum
Brekkunum, eiga þaöan bjartar
minningar. Þau voru höföingjar
heim aö sækja. Þar var alltaf
rikulega á borö borið og þeir, sem
þar voru starfandi um lengri eöa
skemmri tima, uröu strax eins og
hluti af fjölskyldunnú öllum
fannst þeir eiga þarna heima,
hlýlegt viömót húsrá&enda og
þeirra ágætu barna setti sinn svip
á þetta heimili.
Oft var glatt á hjalla á Brekku,
enda lögöu margir krók á leiö
sina til þess aö kynnast ungu,
glaöværu fólki og ræöa viö hús-
ráðendur I góöu næöi. Þarna var
bókakostur I betra lagi. Sjálfur
kunni Guömundur sumar Islend-
ingasögurnar næstum utanbókar
og alltaf var Guöfrföi hendi næst
aö gripa til bókar, ef einhver timi
var aflögu.
Guöfriöur Jóhannesdóttir liföi
langa ævi. Hún eignaöist ung aö
árum ágætan lifsförunaut, sem
hún mat mikils og meö honum
efnileg börn. Hún var alla tiö
mikils metin og naut trausts og
viröingar allra, sem henni kynnt-
ust og til hennar leituöu. Ljós-
móöurstarfiö leysti hún vel af
hendi og alltaf var sama hlýjan i
fari hennar.
Guöfriöur og Guömundur
eignu&ust alls 10 börn, en 7 þeirra
náöu fulloröinsaldri og veröa þau
talin hér I aldursröö.
1. Helga Guöfriöur f. 28. okt
1916. Maöur hennar var Sigur-
steinn Þóröarson, stöövarstjóri I
Borgamesi. Hann er látinn fyrir
nokkmm árum. Helga býr nú I
Reykjavik.
2. Jóhannes Magnús f. 28. okt.
1916 (tvlburabróöir Helgu), bóndi
Anabrekku, eins og áöur er frá
sagt. Konahans er Asa ólafs-
dóttir.
3. Kristin Fanney f. 22. mal
1919, búsett I Bandarikjunum.
Maöur hennar er Hilmar Skag-
field endurskoöandi.
4. Ragnheiöur Valdfs f. 21. júll
1920, búsett I Bandarikjunum.
Maöur hennar er Leonard Pepper
lögfræöingur.
5. Jóhanna (Asta Jóhanna) f.
15. febr. 1922. Hún stundaöi nám i
læknisfræöi viö Háskóla Islands
og átti stutt eftir til lokaprófs, er
hún lést 1955. Maöur hennar var
Thorolf Smith, fréttamaöur viö
Rikisútvarpiö, nú látinn.
6. Hjördis Þórhildur f. 20. des.
1923 búsett I Reykjavlk.
7. óskar Guömundur f. 23.
ágUst 1925, bóndi Tungulæk, sem
er nýbýli Ur landi Litlubrekku.
Óskar hefur hin siöari ár stundaö
bifvélavirkjun IBorgarnesi. Kona
hans er Ragnhildur Einarsdóttir
frá Stóra-Fjalli.
Ég þakka Guöfriöi fyrir ágæt
kynni á langri leiö og veit a& nU er
hUn komin til bjartari heimkynna
I æöri veröld.
Ég votta börnum hennar,
tengdabörnum, barnabörnum og
öðrum ástvinum hennar djUpa
samUÖ.
Magnús Sveinsson
frá Hvitsstöðum.