Tíminn - 02.07.1980, Síða 8
8
Mi&vikudagur 2. júli 1980.
Dr. Sigurður Steinþórsson:
VÍSINDIN EFLA
C<íPí-
■Poí&'
Fyrir rúmum áratug voru tveir
kunningjar mínir, báöir snjallir
rafeindamenn, aö ræöa stýri-
tækni- og tölvubyltinguna, og þá
sagöi annar þeirra: ,,Ég get búiö
til vél sem getur gert allt sem þú
getur gert”. Þetta þötti hinum
súrt aö heyra, sem vonlegt var og
kvæntist skömmu slöar og eign-
aöist kröa. En um þær mundir
stóö til aö tvær bllaverksmiöjur I
Bandarlkjunum tækju vélmenni
algerlega I þjónustu slna, þannig
að mannshöndin kæmi hvergi
nærri framleiöslunni: ekki þurfti
annaö en aö stinga gataspjaldi i
bakhlutann á vélmennunum, sem
höföu 8 feta langa landleggi og
runnu um á hjólum meö ógnar-
hraöa, og þá tóku þau til starfa:
hraövirk, nákvæm og óþreytandi.
Sem betur fór skildi verkalýðs-
hreyfingin sinn vitjunartlma og
fór I verkfall, svo ekkert varö úr
þessu. En nú eru Japanir aö
É Y, % íOD Y/ M V/ y. s
Verkamönnum fækkar óöfluga en
tæknimeistarar og sjálfvirk tæki
sjáum framieiösluna.
leggja undir sig bandarfska blla-
markaöinn, svo ekki sé talaö um
aöra markaöi, svo sem þann Is-
lenska eöa þýska, og þeirra verk-
smiðjur eru einmitt svona:
Toyota-bllaverksmiöjurnar eru
sagöar35% sjálfvirkarien þýskar
bilaverksmiöjur, og enginn
maöur kemur nálægt framleiöslu
sumra tegunda. Sama á aö sjálf-
sögöu viö um rafeindaiönaöinn:
vélar gera allt, og menn eru aö-
eins til trafala. Enda sagöi for-
svarsmaöur BMW-verksmiöj-
anna hér I Munchen, aö nú dygöi
ekki annaö en aö taka upp nú-
tlmalega framleiösluhætti, eöa
Japanir yröu alls ráðandi á
markaönum. Eins og er eru Þjóö-
verjar I stjórnunar- og tækni-
störfum iönfyrirtækjanna, en út-
lendingar — Tyrkir og Júgóslavar
— vinna „skítverkin”. Og þaö
veröa aö sjálfsögöu þeir, sem
fyrstir missa vinnuna meö vax-
andi sjálfvirkni. Maöur hjá Siem-
ens I Berlin sagöi okkur, aö á sl. 5
árum heföi hlutfall verkamanna
og tæknimanna þar breyst úr 10
verkamönnum á 2 tæknimenn I 8
tæknimenn per 2 verkamenn.
En þaö veröur vlst ekki auövelt
aö standast Japönum snúning,
jafnvel þótt eitthvaö veröi gert I
málinu, þvl þeir eru svo dæma-
laust duglegir aö vinna eftir þvl
sem sérfræöingur vor I Japans-
málum segir. Þar mun vera al-
gengt, aö sumarfrl sé 1 vika, og
veröi maöur lasinn 1 dag, styttist
sumarfrliö aö sama skapi. Maöur
sem hefurveriö lasinn I viku, fær
ekkert sumarfrl. Til saman-
buröar sagöi okkur sami maöur,
aö hjá Volvo-verksmiöjunum I
Sviþjóö mæti sjaldan meira en
60% starfsfólksins — hinir eru
heima með höfuöverk, maga-
kveisu, timburmenn eða ein-
hverja aöra tlskusjúkdóma. En
þrátt fyrir leti slna eru Svlar þó
búnir að leggja undir sig einn
markaö hér I Þýskalandi, hús-
gagnamarkabinn. Og þaö gera
þeir þannig, að húsgögnin eru
teiknuð I Svlþjóö, en smlðuð I ör-
eigalöndunum austantjalds, þar
sem laun eru lág.
Allt eru þetta hin mestu alvöru-
mál, og varla stætt á ööru en aö
dansa með, en veröa undir ella.
Vafalaust munu Vesturlanda-
þjóöirnar reyna aö streitast á
móti til aö byrja meö, t.d. meö þvi
aö banna eöa torvelda innflutning
frá Japan, og vernda þannig eigin
iönað. En I kringum það veröur
ekki komist, að tæknikunnátta
mannkynsins er komin á þaö stig,
að ófaglæröir verkamenn eiga
engan staö I tilverunni innan
tlðar.
Skáldlegar
lausnir
Og hvernig skal viö bregðast?
Vinstrisinnaður vinur minn,
skáld og neftóbaksmaður I Kópa-
vogi, sem þvi miöur er nú dáinn,
sá jánn grænstan aö hverfa til
fornra hátta og taka upp smá-
búskap fyrir alla þjóöina. Hann
taldi, aö meö sparsömu og fögru
llferni gæti hver fjölskylda fyrir
sig lifaö á litlu býli, meö kú, kind,
hænu og ofurlltinn kálgarö. Maó,
sömuleiöis skáld og vinstri-
maöur, lét ekki sitja viö orðin
tóm, heldur freistaði þess ná-
kvæmlega aö framkvæma þessa
kópvogsku hugmynd: Fyrir
skemmstu vorum viö á feröalagi
meö þremur miöaldra Kinverjum
— eðlisfræöingum úr 30 manna
hópi visindamanna, sem fyrstir
koma út fyrir landamæri Kína
siöan fyrir „menningarbylting-
una”. Saga þeirra allra var lik:
Dr. Kuo var prófessor I eölisfræði
við einn hinna 10 háskóla I Pek-
ing. t menningarbyltingunni var
hann sendur upp I sveit, og gerð-
ist landbúnaðarverkamaöur, og
siöar starfsmaður I stáliöjuveri,
en bændur og verkamenn
stunduöu fræöin I háskólanum
„meö umræöu-aöferö”. Dr. Kuo
taldi aö vísu, að höfuöpaurinn I
óhappa-dellu þessari heföi veriö
bófinn Lin Pjaó, en þó heföi Maó
gamla llkaö harla vel. Menn-
ingarbyltingin var, sagöi Dr.
Kuo, grlöarleg tilraun I þjóöfé-
lagsfræði, sem gersamlega mis-
heppnaöist. Hann taldi, aö ævin-
týriö hafi kostað Klnverja a.m.k.
15 ár I framförum.
En menningarbyltingin haföi
lika slnar björtu hliðar, nl. Rauöa
kveriö, sem Brynjólfur Bjarna-
son þýddi á íslensku. A þessum
árum var þaö refsivert afbrot aö
ganga ekki meö þaö á sér, og á
dansleikjum skyldu allir dans-
endur halda Kverinu hátt á loft
meö annarri hendi I dansinum.
Þannig kristölluöust lögmál sögu-
legrar þróunar og marxlsk efnis-
hyggja I iöandi rauðu hafi af
hugsunum Maós.
Hin mikla tilraun misheppn-
aðist semsagt, og nú eru Klnverj-
ar komnir á aörar brautir. Þeir
vilja sækja sér kunnáttu þar sem
hana er aö fá, þeir vilja kaupa
verksmiöjur I iönþróuðum lönd-
um, þeir vilja mennta þjóöina I
tækni og verkkunnáttu, og þeir
vilja stemma stigu viö offjölgun.
Áöur voru fjölskyldur verölaun-
aðar fyrir hvern króa sem fæddist
— gott ef konur gátu ekki orbið
verkalýöshetjur ef þær eignuöust
nógu marga. Nú fá menn verð-
laun fyrir fyrsta króa, sem eru
aftur tekin, ef annar fæöist.
„Barn er eina sjálfgengivélin,
sem enga kunnáttu þarf til aö
búa til”, sagöi eitt sinn maöur
nokkur, og jafnvel þetta er
burtu tekiö, þvi þaö þarf alténd
nokkuö til aö kunna aö búa ekki
til barn. Þannig er kunnátta og
menntun hið eina, sem gildir, og
þaö ekki til þess eins aö maöur
veröi „nytsamlegt tannhjól I
þjóðfélagsmasklnuna”, til þess
hæfur aö „mala auðvaldinu gull”,
heldur ekki siöur til þess aö geta
brugðist viö þeim stórstlgu breyt-
ingum, sem framundan eru. Þvi
það er alveg ljóst, að nú munu
vélar og tiSvur leysa mannshönd-
ina af hólmi æ meira, vinnutim-
inn mun styttast — I sumum til-
fellum niður I ekki neitt — og þá
er þaö kúnstin að kunna aö nota
fritímann.
Þar sem
Trabant er
kóngur
En hér sáu kommar ráö. 1 A-
Þýskalandi er þátttaka I tóm-
stundaiöju sögö vera skylda: I
hverju fyrirtæki eru hvers kyns
klúbbar: leikklúbbur, bókahring-
ur, umræöuhringur um día-
lektíska efnishyggju, kór,
o.s.frv., sem enginn getur skorast
undan aö taka þátt I. Meö þessu
móti er reynt aö foröa mönnum
frá drykkjuskap og lausung, sem
ellegar mundi (og kannski gerir)
einkenna lífiö þarna eystra svo
sem annars staðar.
Annars er austur-þýskur
kommúnismi sagður athyglis-
verður aö þvi leyti, aö hann er
prússnesk framkvæmd kenn-
ingarinnar. Og geti Prússar ekki
kláraö þetta sómasamlega, þá er
óhætt aö leggja kenninguna á hill-
una I eitt skipti fyrir öll. Menn
hafa haft þaö einna helst á móti
kommúnisma, aö þaö þurfi aö
breyta fólkinu til aö framkvæma
hann, og þá stefnu tók t.d. Pol
Pott I Kambódlu, aö þvl er fregnir
herma. Rauðu Khmerarnir drápu
tæpan helming þjóöarinnar —
alla sem eitthvað kunnu eöa
vissu, og reyndu svo aö ala upp
„nýjan mann” úr ómálga börn-
um: Hinn nýi maður vissi ekkert
um siögæði, sögu þjóöarinnar,
eöa yfirleitt nokkurn skapaðan
hlut, en Vletnamar lögöu undir
sig landiö áöur en hinn nýi maður
tæki þama völdin aö fullu og það
tækist aö gera enn eina tilraun I
kommúsma, I þetta sinn með
réttum efniviö.
En svona lagaö er liklega óþarfi
I A-Þýskalandi, þvl Prússar eru
sagðir hafa þá eiginleika, sem
hafa þarf til aö geta framkvæmt
kommúnismann. Þess vegna, og
raunar yfirleitt, þótti okkur
gaman aö eyða degi I A-Berlin og
sjá ævintýrið I framkvæmd. Viö
vorum aö vísu dálltiö óheppin
meö dag, þvl þetta var 7. mai,
degi á undan Degi Frelsunar-
innar, en 8. mal 1945 mun Rauði
herinn hafa frelsaö þetta svæði
undan nazismanum. Þarna
blöktusem sagt fánar viö hún, og
I öllum búöargluggum voru
„plaköt” þar sem hinum sovésku
iiræörum var þökkuö frelsunin,
og ævarandi samstöðu og sókn til
sigurs heitiö. Svona lagað verkar
aö sjálfsögöu ankannarlega á
menn, sem koma I svona stutta
heimsókn, úr öörum heimi, og vel
má vera, aö landsmönnum þyki
þetta allt sjálfsagt og eölilegt.
Miösvæöi A-Berlinar hefur veriö
endurreist með miklum glæsi-
brag, enda er svo að sjá, sem Au-
Þjóðverjar eigi miklu betri nú-
tlma húsameisturum á að skipa
en hinir — margar opinberar
byggingar vestra eru þvl llkastar
sem drukkinn mannhatari hafi
hannaö þær —og þarna var aö þvl
er virtist hugað aö hinum hærri
hlutum I lifinu. Td. var skilti á
glæsilegri glerhöll viö Marx-
Engels-torg sem á stóö „Sælkera-
stofnun rlkisins” —- Gourmet
Institut — og þarna voru prýöi-
legii gosbrunnar fyrir fólkiö.
Trabantar runnu um meö háum
gný og stórum reykjarbólstrum,
og fólkið var I stretch-buxum og
fötum úr nælon og rayon. Strætó-
ferö kostar ekki nema 20 pfenn-
inga, en kostar minnst 150 pfenn-
inga vestra, og bækur og
grammófónplötur eru seldar fyrir
slikk.
1 A-Berlin er eitt stórkost-
legasta safn sem sögur fara af,
Pergamon Museum. Þetta er hiö
gamla forngripasafn Berllnar,
sem þeir munu hafa bjargaö inni-
haldinu úr upp I sveit, þegar illa
tók aö horfa I striöinu. Þjóöverjar
létu nefnilega ekki sitt eftir liggja
fyrir fyrra strlö aö „bjarga
menningarverömætum” ásamt
Bretum og Frökkum, og þarna á
safninu eru borgarhliö Babýlon
og öll framhliðin úr musterinu I
Pergamon I Litlu-Aslu komin I
heilu líki. Svo ekki sé talaö um
súlur og grlska guöi I löngum
bunum. Daginn áður höföum viö
séö Nefredite og sýningu á fjár-
sjóöum úr gröf Tutankamnons I
V-Berlín, hvort tveggja óumræöi-
lega fagurt og glæsilega upp sett,
en þetta gamla þýfi I Pergamon-
safninu tók þvl þó öllu fram.
Viö höföum veriö rækilega
vöruö viö þvi I V-Berlln aö láta
ekki blekkjast af glæsileik miö-
bæjarins — viöyröum endilega aö
taka sporvagn út I borgina sjálfa
til aö kynnast staðreyndum llfs-
ins. Sem viö geröum, og satt er
þaö, aö viö fyrstu sýn viröist lifiö
heldur „trist” þarna: búöarholur
hálftómar af ókræsilegum varn-
ingi, húsin með slitlegu yfir-
bragöi, og allur andi dauflegri en
handan viö múrvegginn. Enda
veröurþvl meö engu móti neitaö,
aö A-Þýskaland er risavaxiö
fangelsi, jafnvel þótt mörgum
kunni aö llöa þar bærilega. Viö
uröum vitni aö þvl viö landamær-
in, hvernig leitaö er I einkabilum
spegli rennt undir og blllinn
skyggður aö neöan, krakaö meö
priki I benslngeyminn, aftursætiö
rifiö úr og biliö milli þess og
farangursgeymslunnar mælt,
skyggnst ofan I vélarhúsiö,
o.s.frv. Guö má vita aö hverju
mennirnir voru aö leita, en þaö
hafa verið mjóir farþegar sem
þama heföu getaö leynst.A hinn
bóginn rikir þarna talsvert „fé-
lagslegt öryggi”, þvl rlkiö sér um