Tíminn - 02.07.1980, Page 9

Tíminn - 02.07.1980, Page 9
Miðvikudagur 2. júli 1980. 9 BRÉF FRÁ MÚNCHEN Dr Sigurður Steinþórsson. ... og drukknir menn slangrandi um strætin. Hvar skyldi þaö vera? ellilaun, sjúkratryggingar, skóla o.þ.h., svipað og á Islandi. En þarnaervist lengra gengið: Mjög margir þeir, sem að austan koma til Þýskalands, Ameriku, eða tsrael, svo dæmi séu nefnd, eiga mjög erfitt með aö finna nýja fót- festu I lifinu — þeir kunna ekki að „berjast fyrir lifi sinu”, leita sér að vinnu, Utvega hUsnæði, og margir þeirra eru sagðir gerast óhamingjusamir örvinglunar- menn. Þjóðinni ofaukið „Dæmið ekki”, sagöi frelsar- inn, og ekki er að efa, að A-Þjóö- verjar gera sitt besta, enda er hinum sist vorkunn að vera betur staddir svo miklu fé sem I þá var ausið eftir striðið, meöan A-Þjóö- verjarvoru mergsognir og marg- straffaðir af RUssum. Og þætti okkur ömurlegt yfirbragð yfir ýmsu þarna eystra i okkar stuttu heimsókn, þá má lita i eigin barm. 1 „Menningar- og ferða- málariti þýskra lækna” (febrUar 1980) birtist myndskreytt grein eftir hjónin Lemke, sem höfðu 'reist til tslands. Greinin heitir ts- land, land andstæðnanna, og and- stæðumar eru einmitt landið annars vegar, og fólkið og verk þess hins vegar: „Það er sunnu- dagur, og samkvæmt ferðaáætl- uninni til eigin ráðstöfunar. Reykjavik, hin reyklausa borg... Og andi borgarinnar, spyr ég sjálfan mig. Omurleg, niðurnídd og illa hirt hUsin, skitugir gluggar, brotnar flöskur á göt- unum, og drukknir menn slangr- andi um strætin: Svona er mynd- in þennan sunnudagsmorgun”. I A-Berlin sáum við a.m.k. hvorki óhreina glugga né drukkna menn. Laun dyggðarinnar t vetur var skýrt frá þvi i blöð- unum, að meðallaun I V-Þýska- landi séu um 2500 mörk á mánuði (u.þ.b. 625 þUs. kr.) Laun prófessora við þýska háskóla eru u.þ.b. þreföld laun islenskra há- skdlakennara, en skattar á meðalfjölskyldu um 25%. Góður bíll kostar nýr i V-Þýskalandi 3-5 milljónir, flaska af sæmilegu vini 800-1200 kr., viskýflaska 3500-5000 kr. KjUklingur til ofnsteikingar kostarum 850 kr., kilóið af svina- kótelettum 2500 kr., mjólkurlítr- inn 250 kr., og bensinlitrinn 280- 300kr. Hið eina, sem er hér veru- lega dýrara en á tslandi, er hUsa- leigan: fyrir 3ja herbergja ibUð er leigan hér i Munchen, sem að visu er ein dýrasta borg V-Þýska- lands, allt að 250 þUs kr. á mán- uði. Hér er sem sagt mikil vel- megun. Eftir striðið var hér náttUrlega allt i rUst, bæöi mann- virki og atvinnuvegir, og sigur- vegararnir höfðu brott með sér það sem nýtilegt var af vélum og verksmiðjum. Talsmaður Krupp- verksmiðjanna I Bochum sagði okkur, að um 80% þeirra verk- smiðja hefðu verið ónýtar I striðs- lok, en Bretar hefðu tekið meö sér þau 20% sem eftir voru. Siðan kom Marshall-aöstoðin, og fyrir það fé keypti Krupp (og vafalaust margir aðrir) aftur vélar sinar frá Bretlandi, svo og nýjar vélar. Fram yfir 1960 var hér geysileg fátækt: menn höfðu ekki einu sinni tima til. að iðrast synda sinna, heldur strituðu nótt sem dag til að halda tórunni i sér og sinum. Og landið reis Ur rUstum með ótrUlegum hraða, þannig að nU sér þess vart stað, aö hér hafi verið brak eitt fyrir 35 árum. Þetta svonefnda efnahags- undur geta Þjóðverjar fyrst og fremst þakkað þvi, hve duglegir þeir eru og kunnáttumiklir verka- menn. Það frækorn, sem vel- megunin spratt af, var tækni- kunnátta þjóðarinnar. Eins og Japanir þurfa þeir nUorðið að slytja inn lungann af hráefnum sinum og orku, og nU sjá menn fram á það, að allt muni vel ganga ef ekki verður dregist aftur Ur tæknilega. En nUtíma tækni er aöallega rafeindatækni og sjálf- stýring, eins og áður sagöi. Ariö 1958 vöknuðu Vesturlanda- bUar við illan draum, þegar So- vétmenn sendu á loft fyrsta gervihnött sinn. Þá gerðu Banda- rikjamenn stórar byltingar I skdlakerfi sinu: þeir héldu, að Kommúnisminn á greinilega bet- ur við Prússa en aðrar tegundir Hins upprétta manns. þeir væru að dragast aftur Ur I al- mennri menntun og tækni- kunnáttu. SU bylting tókst mis- jafnlega, eins og oft vill verða, og gárur frá þessu umróti bárust til okkar stranda frá Sviþjóð löngu seinna. I kunnum negrasálmi segir, að guð einn geti bUið til tré, og eins er þvi farið með kennslu og upp- eldi: það er ekki hægt aö tvöfalda afköstin meö bættum aðferðum, þvi börn, rétt eins og tré, vaxa bara með sinum eigin hraða. Samt trUa þvi margir, vafalaust vegna vísinda- og tæknibyltingar liðinna áratuga, að meö aukinni kennslufræði og kennslutækni sé hægt að ná stórum árangri á skömmum tima. Betur að satt væri. Nýlega var skýrt frá þvi I tima- ritinu Spiegel, að könnun i Berlin heföi leitt I ljós, að málakennsla með nUtima-aðferöum, sn. „Sprachlabor”, þar sem nem- endur sitja með heyrnartól á hausnum og tala við seguiband og kennara sinn, hafi reynst helm- ingi áhrifaminni en „gamla að- ferðin” — málfræðistagl, „glós- ur” og textaþýðingar. Og séu hinar fullkomnustu nýjungar svona slæmar, hvað þá meö „nýju aðferðirnar” I barna- og unglingaskólum á tslandi? Mér er kunnugt um þaö, að börn, sem að nafninu til hafi stundað dönsku- nám i 2-3 ár, kunna nákvæmlega ekki neitt að þeim tima loknum: þeim var gert að fylla Ut lita- bækur og skrifa inn orö og orö hingaö og þangað, og hugmynd- in er sú, að danskan siist inn i höfuðið á þeim með dularfullum hætti „gegnum hUðina”. En það gerir hUn óvart ekki, og ég fæ ekki betur séð en hin nýja aðferð sé hreint tilræöi við norræna samvinnu, hver svo sem tilgangurinn kann aö hafa verið. Um þetta efni skrifaði Baldur Ingólfsson menntaskóla- kennari prýðilega hugvekju i afmælisrit Ólafs Hanssonar I haust. Sem sýnir það, að þótt ekki sé unnt að láta tré vaxa helmingi hraðar en þvi er eiginlegt, þá má með visindalegum aðferðum hleypa i það kyrkingi, þannig að þaö vaxi ekkert, eða meö hálfum hraða. Og það, þótt sifellt sé verið að hella yfir það einhverju efna- glundri með ærnum kostnaði: það er nefnilega ekki sama hvert efnið er. 10.6. Sigurður Steinþórsson Skyldu skólarannsóknarnefndir framtíðarinnar komast aö þeirri ógn- vekjandi niðurstöðu að börn læra betur af bókum en aö meötaka fróð- ieik með apparötum á dularfullan hátt gegnum hUðina. Drukknir mannhatarar fá útrás við að skapa óvinum sinum umhverfi. ALTERNATORAR OG STARTARAR Ford Bronco Chevrolet Dodge Wagoneer Land/Rover Toyota Datsun og i flestar gerðir bila. Verð frá 29.800.- Póstsendum Varahluta- og viðgerðaþj. BILARAF Borgartúni 19 - Sími 24700 •••••• «.V §*••• •••— •••*. #•••* •••*. •••«. #♦••• •••«. ••«.. •••«. •••«. •••. ••*•' t::: ts:: Ársalir ’’’* í Sýningahöllinni hafa á boðstólum einstakt úrval af hjónarúmum, — yf irleitt meira en 50 mismunandi gerðir og tegundir. Með hóflegri útborgun (100-150 þús.) og léttum mánaðarlegum afborgunum, (60-100 þús.) ger- um við yður þaö auðvelt að eignast gott og fall- egt rúm. Litið inn eða hringið. Landsþjónusta sendir myndalista. ••#• *•••• *•••• .*••• *••♦# *•••# ..*•• .«••• -*••# .*••# .*••# Ársalir, Sýningahöllinni. Leikfanga húsið Sími 14806 SkólavörðustíglO ..... Símar: 81410 og 81199. -•*.* • ái .••••••••••••••••••••••••• • ••••••••••••• • ^ 0*# i!!•••• 21 ••• • #••••••••••••• • ••••••••• • Fyrir börnin Þrihjól Stignir bilar Góð leikföng á góðu verði Póstsendum Brúðuvagnar Brúðukerrur

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.