Tíminn - 17.07.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.07.1980, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 17. júlí 1980 155. tölublað 64. árgangur Síðumúla 15 ¦ Pósthólf 370 • Reykjavik ¦ Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ¦ Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Óánægja á Höfn með hugmyndir sjávarútvegsráðuneytisins um skipulag sfldveiða i haust: Fá loðnubátar sérstakan 7500 Kás — AkveOnar hugmyndir eru nú uppi i sjávarútvegsráöuneyt- inu um skipulag sfldveiOa á komandi haustvertio. Ganga þær út á þaO ao leyfOar veröi veiOar á 48 þús. lestum af sild I haust, en fiskifræ&ingar hafa lagt til að leyfO verOi veiOi á 45 þús. lestum. Þessu magni á aO skipta á milli reknetabáta, sem eiga aO fá 18 þús. lestir, hring- nótabáta sem eiga aO fá 22,5 þús. lestir og loOnubáta, sem nú eiga aO fá aO vei&a 7,5 þús. lest- ir. HingaO til hafa a&eins þau skip sem aöur stunduOu sfld- veiOar komiO til greina. Er mikil óánægja meö þessar hugmyndir hjá þeim sem stund- að hafa veiOar og vinnslu sildar undanfarin ár, enda minnkar afli þeirra miöaO viO áriO i lesta síldarskammt? fyrra,.þrátt fyrir aö heildarsíld- veiöikvótinn hafi veriö aukinn. Um siöustu helgi komu saman hagsmunaaOilar á Höfn i HornafirOi um sildveiöar, þ.e. verkendur sildar i landi, útgerö- ar- og sjómenn og verkamenn. Samþykktu þeir eftirfarandi ályktun: „Vegna þeirrar umræöu sem nú fer fram um skipulag síld- reiOa á komandi haustvertiO, vilja hagsmunaaOilar viö veiöar og vinnslu sfldar á Hornafir&i koma eftirfarandi á framfæri: 1. Frá þvi aö sfldveiöar hófust á ný áriö 1974, eftir vei&ibanniö árin 1972-1973, hafa veiöar og Utankjörstaðaratkvæðin I Reykjaneskjördæmi Breyttu engu röð frambjóð- enda JSS — Um fimmleytiO i gær hóf yfirkjörstjórn talningu þeirra 205 utankjörsta&aatkvæ&a til forseta- kosninga, sem lá&ist a& telja úr Reykjaneskjördæmi. Breytti talning atkvæ&anna engu um rö& frambjó&enda I kjördæminu. Af þessum 205 atkvæOum hlaut Vigdis Finnbogadóttir 81 atkvæ&i, GuOlaugur Þorvaldsson 76 at- kvæOi, Albert GuOmundsson 32 og Pétur J. Thorsteinsson 15 at- kvæOi. Einn seOill var ógildur. Heildartölur úr Reykjaneskjör- dæmi aO afloknum forsetakosn- ingum eru þvi þær, aö Guölaugur Þorvaldsson hlaut samtals 8565 atkvæöi, Vigdls Finnbogadóttir 8549 atkvæOi, Albert Gu&munds- son 6084 atkvæ&i og Pétur J. Thorsteinsson 4071 atkvæöi. Auöir seölar og ógildir voru samtals 110. Kreditkort hf. hafa ekki 99 sairiið við Hótel Sögu" — en auglýsir hótelið þó sem viðskiptaaðila i bæklingi sínum HEI — „Forsvarsmenn Kredit- kort h.f. hafa ekki fariO fram á iiciim samning viO mig, og þar af leiOandi er enginn viOskipta- samningur til ennþá á milli Hótel Sögu og Kretitkorts h.f. og þvi ekki tekiO viO islenskum kredit- kortum hér á Sögu" svaraOi Kon- ráO Gu&mundsson, hótelstjóri i gær. En Timiiin ætlaOi aO ræöa vi& hann hagkvæmni slikra við- skipta, þar sem Hótel Saga er tal- in upp me&al þeirra fyrirtækja er tilkynnt hafi þátttöku i kredit- kortaþjónustunni samkvæmt út- sendum bæklingi frá Kreditkorti h.f. Konráö taldi mikiö vafamál, aö hann væri tilbúinn til aö semja um innlend kreditkortaviðskipti. Hagur fyrirtækisins væri ekki það góöur, aö hann teldi þaö mega viö aö gefa Kreditkort h.f. þann afslátt sem fariö væri fram á ef af viðskiptum yröi. Einhvernveginn yröi að ná þvi fé ihn aftur og hann t'engi ekki séð að kreditkortavið- skipti mundu auka viðskiptin sem þvl næmi. Sist af öllu ef hótelin væru öll með slika samninga, þá ykist bara kostnaðurinn sem af- slættinum næmi hjá þeim öllum en viðskiptin stæðu sennilega i stað. Hótel Saga hefur hinsvegar verið á samningi við fyrirtækið Eurocard frá 1973, og sagði Kon- ráð það fyrirtæki ekki hafa farið fram á neina breytingu á þeim samningi. Hótelið héldi þvl áfram að taka við kortum frá Eurocard og sendi alla pappira þar að lút- andi áfram út til Þýskalands eins og verið hefði. Spurður hvort þau viðskipti hefðu alltaf fengist greidd sagöi Konráð: „Við höfum sem betur fer aldrei lent I neinu misjöfnu i þeim viðskiptum. Hinsvegar fáum við alltaf öðru hverju senda þýska doðranta yfir kort sem hafa verið misnotuö og biiið er aö taka Ur umferð". vinnsla sildar sifellt orðið mikilvægari þáttur I atvinnu- starfsemi á Höfn. Utgerð báta á Höfn er nú miðuð við sfld- veiðar á haustin, og lagt hefur vcriö I verulega fjárfestingu við vinnslustöðvar I landi, til að anna vinnslu aflans. 2. A undanförnum þremur til fjórum árum, hefur hlutdeild hringnótabáta i heildarveið- inni sifellt vaxið, og finnst okkur nú eölilegt aö sú aukn- ing sem ákveðin verður á heildarkvöta komi til helm- inga I hlut rekneta- og hring- nótabáta. 3.1 umræOum sem fram hafa fariO aO undanförnu hefur talsvert verið rætt um sigling- ar á erlenda markaOi. ViO teljum aö slík stefna sé var- hugaverð, og gæti haft nei- kvæö áhrif m.a. með eftir- greindum hætti: a. Mjög liklegter að slikar sölur á ferskri sild erlendis mundu hafa neikvæð áhrif á mark aOssetningu þeirrar sildar sem unnin er hér á landi, hvort heldur er um að ræöa frysta sild, ediksöltuð flök, eða saltsfld. b. Sú mikla f járfesting sem lagt hefur veriö I viö vinnslu sfld- arinnar I landi hefur miOast við að áfram yr&i haldiö á sömu braut og hingað til þ.e. löndun aflans hér heima og vinnslu hans fyrir erlendan markaO. Sölur á ferskri sfld erlendis gætu haft neikvæO áhrif á afkomu vinnslustö&v- anna, og leitt til alvarlegra rekstrarerfiOleika þeirra og stofnað atvinnuöryggi starfs- manna i hættu. . Siglingar mundu leiOa til af- gerandi misræmis I afkomu- möguleikum útgerOa- og sjó- manna á bátaflotanum, og þvi hæpiO aO veita einni gerO veiOiskipa heimild til sigling- ar meO afla, sem valdiO getur beint og óbeint lækkun á þeim verOum sem unnt er aO grei&a fyrir hráefni hér heima". t gærdag téku krakkarnir i leikskólanum Grænuborg fyrstu skóflustunguna a& nýrri Grænuborg sem rlsa á við Eiriksgötu og sem taka á við hlutverki þeirrar gömlu, sem nú er nær orOin fimmtfu ára gömul. Timamynd: G.E. Tvö umferðarslys í gær — þrennt á gjörgæsludeild FRI — Tvö umferöarsiys urOu I Reykjavik I gær og viröist sem þcirri miklu slysaöldu sem staö- ið hefur yfir að undanförnu ætli ekki að linna á næstunni. Fyrra slysið var i Sætúni um kl. 12.40 rétt við Elliðavog og lentu tveir bllar i árekstri þar. Tildrög slyssins voru þau að af einhverjum ástæðum þá ók öku-" maður annars bílsins á röngum vegarhelming með þeim afleið ingum að hann lenti á bil sem kom úr gagnstæðri átt. Tvennt slasaðist i þessum árekstri öku- maður annars bilsins og farþegi I hinum. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli þeirra sem slösuðust eru en áreksturinn mun hafa verið mjög harður. Rétt eftir kl. 3 varð siðan ann- að umferðarslys á Elliðavogi rétt við veginn aö Kleppi. Þar ók litill vörubfll á vegfaranda á gangbraut en vörubillinn kom úr vesturátt. Meiðsli vegfarand- ans eru talin alvarleg en vöru- bíllinn skemmdist töluvert aö framan. Allir sem slösuðust voru flutt- ir á gjörgæsludeild.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.