Tíminn - 17.07.1980, Qupperneq 6

Tíminn - 17.07.1980, Qupperneq 6
6 lillllll-1.lt1! Fimmtudagur 17. jiill 1980 Otgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurósson. Rltstjórnarfull- trúl: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eirfksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýslngar Sfóumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Vérö f lausasölu kr. 25Ó Askriftargjaldkr. 5000Ú mánuöi. i ____________Blaöaprent. j Þórarínn Þórarínsson Erlent yfirlit Borgarstj órar Araba á Vesturbakkanum Hótanir Geirs Hallgrímssonar Svo er nú komið, að Morgunblaðið viðurkennir, að alvarlegur ágreiningur riki innan Sjálfstæðis- flokksins. Forustugrein þess i gær var helguð þess- um ágreiningi. Tilefnið var ræða, sem Gieir Hallgrimsson hélt á fundi Sjálfstæðisflokksmanna i Bolungarvik og Mbl. birti i fyrradag. Þessi ræða verður ekki skilin öðru visi en að það sé takmark Geirs Hallgrimssonar að beygja þá Sjálfstæðisflokksmenn, sem styðja rikisstjórnina, á bak aftur en reka þá ella úr flokknum. í ræðunni veittist Geir Hallgrimsson hatramm- legar gegn rikisstjóminni og þeim Sjálfstæðis- flokksmönnum, sem styðja hana, en hann hefur nokkru sinni áður gert. Hann komst m.a. að orði á þennan hátt: „Málefnasamningur og störf núverandi rik- isstjórnar er fjarlægari stefnu Sjálfstæðismanna og hefur komið málefnum þjóðarinnar jafnvel i meir óefni en dæmi eru til um fyrri vinstri stjómir. Það er þvi i senn þjóðarnauðsyn og flokksnauðsyn að breyting verði á.” Hér er lýst yfir fullu striði við þá Sjálfstæðis- flokksmenn, sem styðja rikisstjórnina, eins greini- lega og verða má. Milli linanna skin það ótvirætt, að þeim er hótað brottrekstri úr Sjálfstæðisflokknum, ef þeir hætta ekki þátttöku i rikisstjórninni og stuðningi við hana. Til þess að draga nokkuð úr þessari augljósu brottrekstrarhótun, minnist Geir Hallgrimsson á það á öðrum stað i ræðunni, að skapa verði „skilyrði innan Sjálfstæðisflokksins til þess að fylkja öllum Sjálfstæðismönnum saman til sátta og samkomu- lags.” Hver trúir þvi, að þetta sé meining Geirs Hallgrimssonar, þegar hann á sama tima krefst þess af þeim Sjálfstæðismönnum, sem styðja rik- isstjómina, að annað hvort láti þeir af þeirri sann- færingusinni, að þeir séu að gera rétt með stjómar- þátttökunni f ellegar eigi þeir brottrekstur úr flokknum yfir höfði sér. öll ræða Geirs ber þess óræk merki, að hann er fullur af beiskju og persónulegri óvild i garð þeirra Sjálfstæðisflokksmanna, sem standa að rikisstjórn- inni og styðja hana. Málefnaleg rök færir Geir ekki fyrir afstöðu sinni heldur sleggjudóma. Hann getur heldur ekki bent á möguleika til stjórnarmyndunar, ef núverandi rik- isstjóm yrði felld. Aðstaða stjórnarinnar er vissu- lega erfið, en helzt eru þó bundnar við hana þær vonir, að hægt verði að halda i horfinu og hefjast handa um að komast úr örðugleikum verðbólg- unnar. Til þess að svo verði, þarf rikisstjómin bæði nokk- um tima og starfsfrið. Sliks vill Geir Hallgrimsson bersýnilega ekki unna henni. Það er vel skiljanlegt, að ýmsir Sjálfstæðis- flokksmenn séu nú hugsandi um framtið flokks sins. Raunar geta andstæðingar flokksins verið það einnig, þvi að nóg er sundrungin fyrir, þótt ekki ! bætist við klofningur stærsta stjórnmálaflokksins. Það, sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf nú á að halda, er þolinmæði forustunnar og eindreginn vilji til að leita sátta. Slikt er ekki að finna i ræðu Geirs Hallgrimssonar. Þar stjómar persónuleg óvild klofningshótunum. Vissulega er það ekki gæfu- merki fyrir Sjálfstæðisflokidnn. Þ.Þ. Semja þeir um framtíðarstjórn þar? örvarnar benda á þær borgfr, þar sem arabiskir borgar- stjórar hafa látiö mest aö sér kveöa VIÐRÆÐUR milli Israels og Egyptalands um framtiöar- stjórn Vesturbakkans svo- nefnda, eru hafnar aö nýju , en Egyptar hættu þeim I mai- mánuöi til aö mótmæla fyrir- ætlunum Israelsstjórnar um aö innlima alla Jerúsalemborg i Israel. Raunar átti þessum viö- ræöum aö vera lokiö i mai- mánuöi, ef Camp David-sam- komulaginu heföi veriö fylgt. Enn hefur ekki þokaö neitt til samkomulags i hinum nýju viö- ræöum. Samkvæmt Camp David-samkomulaginu átti aö semja um sjálfstjórn til handa ibúum á Vesturbakkanum og Gazasvæöinu, en tsraelsmenn og Egyptar túlka þetta ákvæöi á mismunandi hátt. Engar horfur viröast á aö samkomulag náist i bráö. En þótt þessar viöræöur hafi reynzt árangurslausar, hafa þær þegar boriö árangur á þann hátt, aö þær hafa vakiö sjálf- stæöishreyfingu meöal Araba á Vesturbakkanum. Aöur bar litiö á slikri hreyfingu þar, og engir gáfu sig þar fram til forustu. Nú er þetta breytt. Arabar hafa fengiö aö tilnefna borgarstjóra I helztu borgum á Vesturbakkanum. Fyrst létu borgarstjórarnir sig ekki stjórnmál verulega varöa, en eftir aö aukiö umtal hófst um sjálfstjórn á Vesturbakkanum, hafa þeir oröiö vissir talsmenn ibúanna þar i sjálfstæöismálum þeirra. An teljandi undantekn- inga hafa þeir hafnaö heima- stjórn, en lýst fylgi viö hug- myndir um stofnun rikis, sem gæti oröiö I einhverjum tengsl- um viö Jórdaniu. ÞETTA hefur oröiö til þess, aö ísraelsmennhafa veitt arabisku borj>arstjórunum auknar gætur og aöhald. I fyrra ætluöu Israelsmenn aö reku borgar- stjórann i Nablus, Bassam Shaka, I útlegö, en þaö sætti svo miklum mótmælum erlendis m.a. frá öryggisráöi og alls- herjarþingi Sameinuöu þjóö- anna, aö stjórnin hætti viö þaö. Nú nýlega haföi ísraelsstjórn skjótari handbrögö, hún flutti tvo borgarstjóra i útlegö, þá Fahd Kawasmeh i Hebron og Muhammad Milhem i Holhul. En þaö er ekki aöeins Israels- stjórn, sem hefur beint spjótum sinum gegn arabisku borgar- stjórunum. Ofgahópar I rööum Israelsmanna hafa ekki siöur gert þaö. Þann 2. júni siöastl. voru geröar tilraunir til aö ráöa þrjá þeirra af dögum meö þvi aö koma fyrir sprengjum i bifreiö- um þeirra. Tveir þeirra meiddust illa. Annar þeirra, Bassam Shaka, sem áöur er nefndur, missti báöa fætur. Karim Khalaf, borgarstjóri i Ramallah, missti annan fótinn. Sá þriöji slapp. Þessi atburöur hefur oröiö til þess aö beina vaxandi athygli aö arabisku borgarstjórunum á Vesturbakkanum. Þaö þykir nú ekki útilokaö a ö þeir eigi eftir aö taka þátt i viöræöum um fram- tiö Vesturbakkans, en hingaö til hefur veriö taliö, aö ibúarnir þar heföu engum fulltrúum á aö skipa til slikra viöræöna, þar sem þeim hefur ekki veriö leyft aö hafa nein pólitisk samtök. Fyrir stuttu, eöa 8. þ.m., kom Bassam Shaka heim til Nablus, en hann haföi veriö á sjúkrahúsi I Jórdaniu. Þótt ísraelsmenn reyndu aö sporna gegn þvi, var Shaka tekiö sem þjóöhöföingja, er hann kom til Nablus. Mann- fjöldinn lét óspart i ljós fylgi sitt viö sjálfstætt riki á Vesturbakk- anum. Shaka hélt stutta hvatn- ingaræöu. Fylgismenn hans báru hann um göturnar og var hann ákaft hylltur. Siöan átti hann viötöl viö sjónvarpsmenn. Þaö er ætlun Shaka aö sinna borgarstjórastörfum I nokkrar vikur, en fara siöan til Bret- lands og Frakklands, en honum hefur veriö boöiö til þessara landa. I feröinni ætlar hann aö fá sér gervifætur. Karim Khalaf, borgarstjóri i Ramallah, sem missti annan fótinn, hefur dvalizt siöan i Bandarikjunum, en hyggst brátt taka viö borgarstjóra- störfum á ný. Allt bendir til, aö i náinni framtiö muni vaxandi athygli beinast aö arablsku borgar- stjórunum á Vesturbakkanum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.