Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 21.05.2007, Qupperneq 16
greinar@frettabladid.is Sáttamiðlun ( mediation; ADR Alternative Dispute Resolu- tion) hefur átt miklu fylgi að fagna á undanförnum árum, einkum í Bandaríkjunum, Englandi, Kanada og á Norðurlöndunum, sérstak- lega í Noregi og Danmörku. Þar sýna rannsóknir að 70-80% ágrein- ingsmála, sem fara í sáttamiðlun, lýkur með samkomulagi aðila. Er þessi valkostur að skila mestum árangri á sviði viðskipta. Í samfélaginu er ágreiningur næsta hversdagslegur viðburður milli einstaklinga, fyrirtækja og stofnana; starfsmanna og stjórn- enda; hjóna- og sambúðarfólks; ættingja o.fl. og flestir vilja ná hagfelldri lausn á þeim deilumál- um sem þeir þurfa að takast á við. Aðilar deilu bera sjálfir ábyrgð á niðurstöðum sáttamiðlunar, þegar samningar takast. Þeir taka þátt í sáttamiðlun af fúsum og frjálsum vilja og hvor aðili getur hætt þátttöku sinni ef þeir telja ekki grundvöll fyrir því að halda henni áfram. Í sáttamiðlun er litið svo á að deilumálin tilheyri þeim, sem stofna til þeirra. Þeir þekkja deilumálið og eiga sjálf- ir að freista þess að finna hent- ugustu úrlausnina með aðstoð sáttamanns. Samningar sem aðil- ar móta sjálfir eru líklegri til að ljúka deilu og því oft æskilegri úr- lausn en niðurstaða utanaðkom- andi úrskurðaraðila, dómstóls eða gerðardóms. Markmið sáttamiðlunar er að aðilar nái niðurstöðu sem þeir sætta sig við. Sáttamenn leiða umræður, stjórna viðræðum aðila og leggja áherslur á lausnir deilu fremur en vandamál sem eru fyrir hendi. Beina umræðum til framtíð- ar, ekki til fortíðar. Sáttamenn eru bundnir þagnarskyldu um upplýs- ingar aðila og það sem fram fer á sáttafundum, eru hlutlausir gagn- vart aðilum og gæta að jafnræði þeirra. Þeir læra aðferðir við að koma til móts við þarfir fólks, um nauðsyn yfirsýnar yfir málsatvik og samningaferilinn, hvernig skapa þarf traust og sýna tillitsemi. Með spurninga- og samræðutækni eru þeir einskonar meðhjálparar við að finna lausnir ágreiningsins. Í einstökum málum getur það verið hentugt að sáttamenn séu tveir eða fleiri og hafi mismunandi menntun og reynslu að baki. Það er brýn þörf fyrir nýja val- kosti við úrlausn deilumála. Það getur leitt til sparnaðar á tíma og á kröftum og oftast á sama tíma til fjárhagslegs sparnað- ar. Aðilar sáttar eru líklegri til að eiga áfram vinsamleg sam- skipti sín á milli, áframhaldandi viðskiptasambönd, fjölskyldu- sambönd o.s.frv. Það getur verið gagnlegt fyrir samfélagið, ein- staklinga, fyrirtæki og fjölskyld- ur að vinna að úrlausn deilumála af fúsum og frjálsum vilja, með því að beina athyglinni að mögu- legum lausnum í stað þess að leggja fyrst og fremst áherslu á réttindi og kröfugerð. Sáttamaður undirbýr sátta- fund í samvinnu við aðila og lög- menn þeirra, ef ágreiningurinn er þegar í höndum lögmanna. Sátta- maður og aðilar semja um þókn- un sáttamanns og tekur hún mið af umfangi og eðli ágreinings og hve langur tími er áætlaður í verkefnið. Reynslan í Danmörku er sú að ágreiningsefni á sviði viðskipta leysist oft á einum löng- um sáttafundi, en málefni sem tengjast fjölskyldumálum þarfn- ast frekar styttri en fleiri fundi. Sáttamiðlun fer oftast fram í fimm áföngum: 1. Kynning á ágreiningsefninu og upplýsingagjöf. Sáttamaður gerir í byrjun grein fyrir þeim megin- reglum sem gilda um sáttamiðlun. Þær reglur eru tilgreindar í samn- ingi, sem aðilar undirrita, ásamt sáttamanni. Síðan gera aðilar grein fyrir ágreiningnum og af- stöðu sinni til hans. 2. Afmörkun ágreinings: Aðilar skilgreina með atbeina sáttamanns þau ágreiningsefni sem eru uppi. 3. Hverjar eru hugsanlegar úr- lausnir ágreiningsefna: Aðilar og sáttamaður leita hugsanlegra úr- lausna á ágreiningsefninu. 4. Valkostirnir: Aðilar vega og meta einstakar tillögur að úrlausn- um og velja þær tillögur sem þeir telja koma til greina sem grund- völl að sameiginlegri niðurstöðu. 5. Frágangur samnings: Aðil- ar skrá ásamt sáttamanni megin- atriðin, sem eru grundvöllur samnings þeirra á milli. Nýlega var haldið námskeið hér á landi á vegum Sáttar, sem er félag áhugamanna úr ýmsum fræði- greinum um sáttamiðlun. Sama námskeiðið og danska lögmanna- félagið gengst fyrir. Sáttamiðlun er orðin valkostur hér á landi í sjálf- stæðri starfsemi og hjá stofnunum. Er innleiðing á sáttamiðlun fyrir- huguð hjá dómstólunum í einka- málum. Óskir um að hraða niður- stöðu ágreinings og þagnarskylda um það sem fram fer á sáttafund- um getur haft þýðingu um val fólks á sáttamiðlun áður en dómsmál er höfðað um ágreining og síðar. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Úrlausn ágreinings Alvarleg umhugsunarefni blasa nú við í íslenskum stjórnmálum. Ríkis- stjórn sem setið hefur við stjórnvölinn í tólf ár samfleytt sér sitt óvænna og lýkur sínum valdaferli. Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur ráðið ferð í íslensku samfélagi allt frá árinu 1995. Þar áður sat Viðeyjarstjórn krata og Sjálfstæðisflokks í fjögur ár, sú stjórn sem færði Sjálfstæðisflokknum völdin þó að vinstri flokkarnir héldu meirihluta sínum í kosningunum 1991. Kratar kusu að koma Sjálfstæðisflokknum til valda. Nú eru kratar aftur á ferð í félagi við Sjálf- stæðisflokkinn svo að hillir undir 20 ára samfellt valdaskeið þess flokks sem lengst vill ganga í mis- skiptingu gæða í krafti auðs og viðskipta. Kannski lengra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið ríkjum svo lengi að ungt fólk man ekki annað og hefur sett sitt mark varanlega á íslenskt samfélag. Pólitískt litróf hefur tekið breytingum á þessum tíma og miðjan færst til hægri. Nú má vera ríkari en nokkru sinni fyrr, bilið milli ríkra og fátækra hefur stóraukist, náttúran hefur beðið gríðarlegan skaða, eigur sam- félagsins hafa verið seldar og sjónarmið lýðræðis, mannúðar og jöfnuðar eru lítils metin. Hámarksgróði er hafður að leiðar- ljósi og er settur ofar öðrum markmiðum. Vísast er að væntingar þeirra vinstri manna, femínista og umhverfissinna sem kusu Samfylkinguna standa til þess að þessi vegferð verði stöðvuð og ný sjónar- mið leidd til öndvegis. Hætt er við að von- brigðin verði beisk ef ekki lánast að brjóta blað. Vinstrihreyfingin – grænt framboð mun ekki liggja á liði sínu eða kröfum í þessum efnum og verður án efa sú viðspyrna sem best dugar þegar á reynir. Vinstrihreyfingin – grænt framboð varð til þess að hrekja ríkisstjórnina frá völdum. Við vorum eini stjórnarandstöðuflokkur- inn sem bætti við sig þingmönnum í kosningunum og það til mikilla muna. Sjónarmið Vinstri grænna hafa sett mark sitt á pólitíska umræðu undanfarin misseri langt umfram það sem vænta mætti af þingstyrk á liðnu kjörtímabili og flokkurinn komið á dagskrá hverju brýnu málefninu á fætur öðru – við höfum reist kröfuna um umhverfisvernd, kven- frelsi, jöfnuð og frið. Við munum áfram standa vaktina. Höfundur er borgarfulltrúi. Þetta er alvarlegt mál A llt bendir til þess að takast muni að koma saman öfl- ugri ríkisstjórn með einhvern mesta þingmeirihluta sem sögur fara af hér á landi. Kannski veitir ekki af, því fram undan eru krefjandi verkefni. Sú niðurstaða að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eigi í viðræðum kemur fólki auðvitað mismikið á óvart eftir því hvaðan er horft. Augljóst var af skrifum að hópur innan Sjálf- stæðisflokksins var þeirrar skoðunar að ef ekki tækist að lappa upp á fráfarandi stjórn væri illskásti kosturinn að hefja viðræður við Vinstri græna. Vinstri grænir sitja nú eftir með sárt ennið af þeirri einföldu ástæðu að þeir þekktu ekki andstæðinginn. Þeir einfaldlega trúðu því að öfl innan Sjálfstæðisflokksins, hvers sjónarmið bergmáluðu á síðum Morgunblaðsins, væru ráðandi öfl í flokknum. Ákvörðun forystu Sjálfstæðisflokksins um við- ræður við Samfylkinguna er ekki einungis til marks um raunsætt pólitískt mat. Það er einnig yfirlýsing um að frjálslyndari öfl hafa náð tökum á flokknum. Enda ljóst að harðasta stjórnarandstaða tilvonandi ríkisstjórnar enn sem komið er kemur innan úr Sjálf- stæðisflokknum sjálfum. Rót þessarar andstöðu er einkum af tvennum toga. Annars vegar er persónuleg óvild í garð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Sú heift á rætur í tapi flokksins á höfuðborginni, sem í huga ákveð- ins hóps í flokknum var nánast þinglýst eign flokksins. Hin rótin er ótti ákveðinna afla í flokknum við komandi tíma. Þar er á ferð- inni hópur harðsnúinna íhaldsmanna sem sækja sýn sína fremur til bresku lávarðadeildarinnar en hefðbundinna borgaralegra afla á meginlandi Evrópu. Ótti þessa hóps liggur í þeirri einföldu stað- reynd að Samfylkingin er Evrópusinnaður stjórnmálaflokkur og að í frjálslyndum armi Sjálfstæðisflokksins er vaxandi sá hópur sem gerir sér grein fyrir að líklega verður fárra annarra kosta völ, þegar til lengri tíma er horft, en að hætta með sjálfstæðan gjaldmiðil og taka þess í stað upp evru með inngöngu í ESB. Líklegt er að sú ríkisstjórn sem nú tekur við þurfi að ná tökum á efnahagsgleðinni og koma þjóðinni niður á jörðina í hagrænu til- liti. Agi þarf að verða í útgjöldum ef ekki á að myndast krónískur halli á fjárlögum þegar úr einkaneyslu dregur. Fyrsta skref sem ný ríkisstjórn mun setja sér sem markmið og þjónar bæði brýnum úrlausnarefnum og fyrstu skrefum í átt til þess óhjákvæmilega er að ná að uppfylla þau skilyrði í efnahagsstjórn sem gerðu okkur tæk í myntbandalag Evrópu. Hitt skrefið er náttúrlega að leggja það niður fyrir sig hver yrðu samningsmarkmið þjóðarinnar ef farið yrði í viðræður um aðild að Evrópusambandinu. Það þarf að undirbúa för hvort sem hún verður farin eða ekki. Agi í efnahags- stjórn og Evrópa Líklegt er að sú ríkisstjórn sem nú tekur við þurfi að ná tökum á efnahagsgleðinni og koma þjóðinni niður á jörðina í hagrænu tilliti.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.