Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 26
 30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR8 fréttablaðið bjartir dagar Arna Kristín Einarsdóttir er verk- efnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamála hjá Hafnarfjarðar- bæ en skrifstofan heldur utan um skipulag Bjartra daga. Arna er ánægð með dagskrá hátíðarinnar og segir erfitt að nefna einhverja hápunkta í dagskránni. „Bjartir dagar samanstanda af menningar- og listviðburðum sem eru aðallega í höndum heima- manna þótt einhverjir listamenn komi annars staðar að,“ segir Arna og bætir því við að tenging- in sé þá sú að þeir komi til Hafnar- fjarðar til að halda tónleika eða sýningar. „Til dæmis verður Sum- aróperan með tónleika sunnu- daginn 3. júní undir yfirskrift- inni Sumarbarokk. Tónleikarnir verða í Hafnarborg og þar verða kynntir efnilegustu ungsöngvarar landsins.“ Arna segir mikið af myndlist- arfólki frá Hafnarfirði sýna verk sín auk þess sem kórar bæjarins komi fram og leikskólabörn muni eiga listaverk víða um bæinn á Björtum dögum. „Við erum með mjög marga og spennandi viðburði í gangi og vilj- um ná til sem flestra,“ segir Arna sem segir stolt frá því að Þjóða- hátíð Alþjóðahússins verði í Hafn- arfirði í fyrsta sinn og væntir góðrar þátttöku. „Í fyrra vorum við með fjölmenningardaga þar sem við vöktum athygli á því að það er mjög stórt hlutfall íbúa í Hafnarfirði innflytjendur, eða um sex prósent. Við viljum vissulega halda hátíð allra Hafnfirðinga og þess vegna var ofsalega gaman að við skyldum fá liðstyrk Alþjóða- hússins til að vekja enn frek- ari athygli á þessu,“ segir Arna og bætir því við að Þjóðahátíðin sé mikill viðburður. „Um kvöldið verður síðan söngvakeppni hinna mörgu tungumála. Þar leggjum við áherslu á að það syngi ekki allir á ensku heldur hinum ýmsu tungumálum, ekkert endilega sínu eigin og það eru vegleg verðlaun í boði,“ segir Arna brosandi. „Síðan verður skemmtiatriði á keppninni en það eru alveg ótrúlega flottar hafnfirskar magadansmeyjar sem munu koma fram. Þær slógu ræki- lega í gegn í fyrra svo það verður gaman að sjá þær aftur.“ Arna segir Bjarta daga einnig vera í samstarfi við umboðsskrif- stofuna Prime og bjóða upp á tón- leikaröð þar sem margir þekkt- ir tónlistarmenn muni troða upp í Bæjarbíói. „Það er ótrúlegur sjarmi yfir því að fara á tónleika í þessu húsi og alveg sérstakt.“ Í Víðistaðakirkju verða tvenn- ir tónleikar, annars vegar Páll Óskar og Monika en hins vegar verður Camerarctica með tón- leika í kirkjunni. „Þau flytja verk- ið Kvartett fyrir endalok tím- ans eftir Oliver Messiaen en það er eitt magnaðasta kammerverk sem skrifað hefur verið og verð- ur eflaust rosalega flott að sjá það og heyra í þessari umgjörð,“ segir Arna. Að lokum minnir Arna á að hinn 7. júní verði langur fimmtudagur í Hafnarfirði en þá verður opið í öllum verslunum, söfnum og gall- eríum til klukkan tíu um kvöldið. - sig Fjöldi hápunkta á hátíðinni Arna Kristín Einarsdóttir verkefnastjóri er ánægð með dagskrá Bjartra daga í Hafnarfirði og reiknar með góðri þátttöku bæjarbúa sem annarra á hátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR FIMMTUDAGUR 31. MAÍ Kl. 18-22 Hafnarfjörður rokkar. Útitónleikar á Thorsplani. Kl. 20 Amherst College Choir frá Massachusetts í Hásölum. FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ (Hafnarfjarðarbær 99 ára) Kl. 20 Íslenski saxófónkvartettinn flytur franska saxófónkvartvetta í Hafnarborg. Aðgangur ókeypis. Kl. 21 Páll Óskar og Monika í Víði- staðakirkju. Aðgangseyrir 2.000 kr. LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ Kl. 17 Syngjandi Öldutúnsskóli. Tónleikar kórs Öldutúnsskóla og Kvennakórs Öldutúns í Hafnarborg. Aðgangseyrir 1.000 kr. Kl. 20 Cantare í Hafnarfjarðarleik- húsinu. Söngvakeppni hinna mörgu tungumála í samstarfi við Alþjóða- húsið. SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ (Sjómannadagurinn) Kl. 10 Lúðrasveit Hafnarfjarðar við Hrafnistu. Kl. 14 Hátíðardagskrá við Fiskmark- aðinn þar sem Lúðrasveit Hafnar- fjarðar spilar meðal annars. Kl. 16 Hátíðartónleikar í Hamarssal. Kór Flensborgarskóla heldur tón- leika í tilefni af 125 ára afmæli skól- ans. Kl. 20 Sumarbarrokk í Hafnarborg. Sumaróperan kynnir efnilegustu ungsöngvara landsins. Aðgangseyr- ir 2.000 kr. / 1.500 kr. Kl. 21 Bubbi í Bæjarbíói. Aðgangs- eyrir 2.000 kr. MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ Kl. 20 Söngur í hjartanu ómar. Tón- leikar Gaflarakórsins í Víðistaða- kirkju. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ Kl. 19.30 Gamla bókasafnið. Rokk- kvöld. Norska hljómsveitin Quirita- tio. Vicky Pollard og Foreign Monk- eys hita upp. Kl. 20 „Enn er oft í koti kátt!“ Lögin hans Friðriks. Kór Öldutúnsskóla, Kvennakór Öldutúns, karlakórinn Þrestir og Kammerkór Hafnarfjarð- ar í Hafnarborg. Aðgangseyrir 1.500 kr./1.000 kr. Kl. 21 Pétur Ben, Toggi og Ólöf Arn- alds í Bæjarbíói. Aðgangseyrir 1.500 kr. MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ Kl. 12 Fjaðrafok í Firðinum. Há- degistónleikar í Hafnarborg. Söng- hópurinn Sópranos ásamt Antoníu Hevesí píanóleikara. Kl. 20 „Enn er oft í koti kátt!“ Lögin hans Friðriks (sjá 5. júní). Kl. 21 Stebbi og Eyvi í Bæjarbíói. Aðgangseyrir 2.000 kr. Kl. 22-23 Kvartett fyrir endalok tím- ans. Ljósið, friður og óendanleikinn í Víðistaðakirkju. Camerarctica leikur eitt stórbrotnasta kammerverk allra tíma eftir Oliver Messiaen. Að- gangseyrir 1.500 kr. / 1.000 kr. (Frítt fyrir nemendur). FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ Kl. 14 Dagskrá eldri borgara í Hraunseli. Kórsöngur, suðuramer- ískir dansar, upplestur og fjölda- söngur. Kl. 19-23 Gamla bókasafnið. Kakó- bollinn. Trúbadorkvöld, heitt kakó og sænskir snúðar. FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ Kl. 21 Jón Ólafsson í Hafnarborg. Aðgangseyrir 1.500 kr. SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ Kl. 17 Tónleikar í Fríkirkjunni. Vin- sæl fiðlulög frá Mið-Evrópu ásamt spænskum dönsum. Martin Frewer fiðla og Ingunn Helga Hauksdóttir píanó. Aðgangur ókeypis. Kl. 20 Kvöldmessa í Víðistaðakirkju. Nú eru bjartir dagar í Dalakofanum Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði er 40 ára í ár og golfbakterían hjá Magnúsi Birgissyni er jafngömul. „Ég byrjaði að slá kúlu sem átta ára gutti um leið og völlurinn kom á Hvaleyrarholtinu. Við erum því búnir að vera jafnlengi í golfi ég og Keilir,“ segir Magnús glaðlega og upplýsir aðspurður að hann sé með 2,2 í forgjöf. Hann starfar núna sem golfkennari í klúbbnum Oddi í Heiðmörk og hefur verið þar í fjögur ár en er með fimm- tán ára reynslu í faginu. „Áhuginn á golfi er alltaf að aukast og golf- kennslan verður æ stærri hluti af verkefnum mínum,“ segir Magnús sem er þroskaþjálfi líka en kveðst eiginlega hættur að grípa í það starf. Magnús hefur líka rekið golf- skóla á Spáni vor og haust frá 1997, ásamt Herði Arnarsyni golfkenn- ara hjá Keili, fyrst í samvinnu við Úrval Útsýn og nú Heimsferðir. Hann segir á annað þúsund manns hafa farið í gegnum þann skóla og marga hafa tekið þar sín fyrstu skref í golfinu. „Við erum í suðurhluta Andalúsíu. Það svæði er mikið menningar- svæði bæði hvað snertir mat og drykk, hestasýningar og dansinn flamenco. Þessi hluti Andalúsíu er við Atlantshafið og þar er frísk- legra en Miðjarðarhafsmegin.“ Hann segir ferðirnar oftast taka tíu til ellefu daga og oft séu byrj- endur með. „Ferðirnar koma fólki vel af stað. Það myndast oft góðir hópar sem halda tengslum og menn uppörva hver annan.“ Hann segir fólk vera á öllum aldri þegar það byrjar enda sé það aldrei of seint. „Alltaf er hægt að njóta þess að fara í golf og taka framförum svo lengi sem menn geta sveiflað kylf- um og eru sæmilega gangknáir.“ Skyldi Magnús eitthvað mega vera að því að keppa sjálfur? „Nei, ég keppi mjög lítið en reyni að fylgjast svolítið með unga fólk- inu og hef gaman af,“ svarar hann og getur þess að hann eigi tvo stráka í golfi. Hann segir ungu fólki fjölga ört í greininni og ár- angur þess sé líka alltaf að batna. „Efnilegt íþróttafólk sem hefði bara séð fótbolta eða handbolta fyrir nokkrum árum er farið að átta sig á því að golf er skemmti- leg keppnisíþrótt fyrir alla aldurs- hópa,“ segir hann. „Birgir Leifur er að gera góða hluti í dag og það hvetur fólk til að stefna á atvinnu- mennsku og frama í golfi.“ gun@frettabladid.is Merkisafmæli Magnúsar og Keilis Magnús á margt sporið á Hvaleyrarvelli. Þar byrjaði hann að slá kúlu þegar hann var átta ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tónleikar á Björtum dögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.