Fréttablaðið - 30.05.2007, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 30.05.2007, Qupperneq 52
KL. 18.00 Heimildarmyndin „Annað líf Ást- þórs“ eftir Þorstein Jónsson er sýnd í Háskólabíói. Ástþór ætl- aði sér alltaf að verða bóndi. En hvernig lætur hann draum sinn rætast eftir að hann er kominn í hjólastól? Ef hann notaði skyn- semina, flyttist hann í blokk og tæki upp líf borgarbúans, starf fyrir framan tölvuskjá eða færi- band, frístundir við sjónvarpið og vöruúrval í markaði á horninu. En hann ætlar að gera það sem nauð- synlegt er til að halda tengslum við dýrin og náttúruna og búa á sinni jörð. Kominn í skoska óperukeppni Það er ekki ónýtt að fá að vera alþjóðlegur heima hjá sér. Það býðst Norðlending- um og gestum þeirra um helgina þegar tónlistar- hátíðin AIM leggur undir sig miðbæinn og ólíkir taktar berast úr öllum hornum. Hvatamenn að hátíðinni eru Jón Hlöðver Áskelsson og sjálfur Pálmi Gunnarsson en þann síðar- nefnda hafði lengi dreymt um að koma fjölbreyttri tónlistarhátíð á legg í heimabæ sínum Akur- eyri. „Þetta er í annað sinn sem við höldum hátíðina en í fyrra héldum við blúshátíð undir sömu yfirskrift. Í ár verður dagskráin stærri og fjölbreyttari,“ útskýrir Jón Hlöðver. Nafnið hefur tvö- falda merkingu, upp á ensk- una þýðir AIM stefna en það er einnig skammstöfun fyrir Akur- eyri International Music. Tónlistarveislan hefst á morg- un og stendur fram yfir helgi en meðal þeirra sem koma fram eru Fernandez Fierro, sem er þrettán manna argentísk tangó- hljómsveit, hinn margverðlaun- aði kúbverski djasspíanóleik- ari og hljómsveitarstjóri Hilario Duran mætir með tríó sitt, raf- tónlistarhljómsveitirnar Isan frá Bretlandi og Tarwater frá Þýska- landi, The Go Find, Benni Hemm Hemm, Seabear, Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands, Tómas R. Einarsson ásamt Kúbubandinu hans, Magnús Eiríksson og Blús Kompaníið, Park Project, Hrund Ósk Árnadóttir og margir fleiri. Flugkapinn Arngrímur Jó- hannsson, sem nú er búsettur í bænum, hyggst setja hátíðina með veglegum hætti og rita nafn hennar í himininn yfir höfuðstað Norðurlands á opnunarkvöldinu á morgun. Jón Hlöðver segir að markmið- ið sé að með tímanum skapi há- tíðin sér sess sem alþjóðleg tón- listarhátíð á heimsmælikvarða. „Hér er líka verið að byggja stórt menningarhús, það veit- ir ekki af því að hafa einhverja menningarviðburði tilbúna þegar það kemst í gagnið,“ segir hann sposkur. Dagskráin teflir saman yngra og eldra áhuga- fólki um tónlist sem getur farið milli þriggja staða í bænum sem hýsa hátíðina og notið þar allra handa tónlistar. „Hugmyndin er að þetta sé hátíðin okkar, númer eitt, tvö og þrjú og að hér geti fólk verið í svolítið alþjóðlegu umhverfi heima sjá sér.“ Hátíð- in styður við tónlistarfólk sem hefur tengsl og rætur á staðn- um og leika nokkrir valinkunnir heimamenn á hátíðinni. Hægt verður að nálgast miða á hátíðina á www.midi.is og nán- ari upplýsingar eru á www.aim- festival.is. „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.