Tíminn - 20.09.1980, Blaðsíða 7
Laugardagur 20. september 1980.
7
Ingvar Gíslason menntamálaráöherra:
Metum stöðu okkar af gagnrýni
og heilindum
Ávarp við setningu ráðstefnu um vistfræðirannsóknir á íslandi,
flutt í Norræna húsinu hinn 18. september
Ég vona aö þessi fundur taki
það ekki illa upp þótt ég ávarpi
fundarmenn á þvi tungumáli
sem langflestir hér skilja og ég
á að sjálfsögðu auðveldast með
að tala svo vel fari.
Ég læt i ljós ánægju mina með
fund þann sem hér er haldinn
um mikilsverö visindaefni.
Liffræðifélag Islands og Nor-
ræna vistfræðiráðið hafa sýnt
lofsvert frumkvæði með þvi að
efna til þessa fundar, og vis-
indamennirnir, sem hér tala,
eiga þakkir skilið fyrir framlag
sitt. Dagskráin er fjölbreytt og
efnismikil og það er ánægjulegt
til þess að vita að erindi þau,
sem hér verða flutt, munu siðar
verða gefin út i bók.
Framlag islenskra visinda-
manna er mikið á þessum fundi
en hér eru þó samankomnir
nokkrir erlendir gestir, sem
munu leggja sitt af mörkum til
fundarins. Býð ég þá sérstak-
lega velkomna til Islands.
II.
Hinir erlendu gestir eru allir
Norðurlandabúar. En ég veiti
þvi athygli að aðalsamskipta-
mál fundarins er enska. Hér er
ekki staöur né stund til þess að
flytja siöapredikun af einu eða
öðru tagi. Þaðan af siður hef ég
rétt til þess að finna að við vis-
indamenn út af notkun tungu-
mála eins og á stendur. 111 nauö-
syn mun ráða þvi aö enska er
hér aðallega töluð 1 stað Norður-
landamála. Þetta sannar ein-
ungis það, sem margir þykjast
sjá, aö engil-saxnesk áhrif eru
áleitin á norrænan menningar-
heim — og þó fremur hitt að út-
jaðraþjóðir Norðurlanda i
austri og vestri, þ.e. Finnar og
Islendingar, treysta fremur á
ensku i alþjóöasamskiptum en
norræn mál. Þótt skandinavisk
tungumál séu kennd i islenskum
og finnskum grunnskólum og
framhaldsskólum þá kemur I
ljós að kennslan fullnægir ekki
ströngum kröfum um beitingu
þessara mála hvar og hvenær
sem er.
Ég vona að mér verði ekki á
sú skyssa, að skaprauna fund-
armönnum, þótt ég minni á það
við þetta tækifæri að árið 1980 er
haldið hátiölegt á Norðurlönd-
um sem „norræna málárið”.
Markmiðið með sliku hátiðar-
haldi er að auka gagnkvæma
þekkingu Norðurlandamanna á
hinum ýmsu tungumálum nor-
rænna þjóða. Mörgum þykir sá
tilgangur lofsverður. Og
menntamálaráðherrar Norður-
landa eru — a.m.k. siðferðilega
ábyrgir fyrir að kynna þá hug-
mynd sem býr að baki „málár-
inu”.
Hvaðokkur Islendinga siiertir
ætti norræna málárið að verða
til þess að við metum stöðu okk-
ar i þessu sambandi af gagnrýni
og heilindum og ráðum það með
okkur hvaða afstöðu við eigum
að hafa til skandinavisku mál-
anna yfirleitt. Ég vona þó að áö-
ur en slikt mat verður á lagt og
áður en afstaða verður tekin til
tungumálasamskipta við Norð-
urlandamenn, þá verði þetta
viöfangsefni kannað frá fleiri en
einni hlið.
III.
Islendingar reyna eftir mætti
og af nokkrum metnaði að halda
uppi sem fjölbreyttastri vis-
indastarfsemi og er ekki að efa
að á síðari árum hefur ástundun
hvers konar náttúruvisinda
vaxið til stórra muna. Þessa
gætir m jög greinilega ef horft er
yfir sögu Háskóla Islands sið-
ustu 12-15 ár. Háskóli tslands
stenst ekki samjöfnuð við
stærstu og auöugustu háskóla
heims, en ég bendi á að hann
stenst fyllilega samjöfnuð við
„sjálfan sig”, ef svo má til orða
taka. Þá á ég við það að Háskóli
tslands hefur á siðustu árum
verið að breytast úr einhæfum
embættismannaskóla og fá-
breyttri visindastofnun i það
allsherjarsamfélag fræða og
visinda, sem fyrri aldar menn
kölluðu universitas.t sliku sam-
félagi er engin visindagrein
annarri æðri, enda hver um sig
aðeins hlekkur I keðju, svolitill
hluti af þekkingarheiminum.
Náttúruvisindi skipa alls
staðar virðulegan sess i samfé-
lagi fræða og visinda og er vel
hversu miðaö hefur til réttrar
áttar á þvi sviði hér á landi. Nú
er t.d. allt annað umhorfs I Há-
skóla Islands að þessu leyti en
var fyrir 12-15 árum, að ekki.
sé skyggnst lengra aftur. Þótt
mörgum kunni að finnast að-
staða náttúruvisinda fátækleg
hér á landi miðað við það sem
best gerist hjá milljónaþjóðum
og risaveldum þá er óþarfi að
láta eins og ekkert hafi gerst.
„Róm var ekki byggð á einum
degi” segir gamalt alþjóðlegt
orðtak. Háskólar heimsins voru
heldur ekki byggðir á einum
degi. Það mun varla eiga sér
stað um Háskóla Islands að
heldur.
Framhald á bls 19
Lands
Gunnlaugur Pétursson:
Sjötta bréf tíl formanns
sambands veiðífélaga
Veiðileyfa verð og
byggingarvisitala
í þriðja bréfi þinu stendur:
„Þrátt fyrir það, að fullyrt sé,
að erlendir veiðimenn séu að
sprengja verö laxveiðileyfanna
upp úr öllu valdi liggur það
fyrir, að á 7 ára timabili — frá
1972 til og með ársins 1978 —
hækkaði byggingarvisitalan
19% meira en veiðileyfin”.
Ég sé ekki nauðsyn þess, að
veiðileyfaverð fylgi byggingar-
visitölu. Þú segir að visu,
að byggingarvisitalan sé
álitin vera sú „viðmiðun,
sem bezt sýnir raun-
verulega verðlagsþróun hér-
lendis”, og má vel vera rétt,
svo langt sem það nær. Að minu
viti hljóta þó fjárráð væntan-
legra veiðileyfakaupenda og
aðrir valkostir um afþreyingu
að verða þyngri á metunum en
byggingarvisitalan þegar á-
kvörðun er tekin um ráöstöfun
sumarleyfis. Gleymi veiðirétt-
areigendur að hafa hliðsjón af
þessu við verðákvarðanir hlýtur
eftirspurn innanlands að tregð-'
ast.
Þessi merkilega fullyrðing
þin á auðvitað að afsaka hið háa
verð. Hún mun byggð á töflu i
áliti nefndar, sem landbúnaðar-
ráöherra skipaði á sinni tið. 1
töflunni eru teknar til athugun-
ar sex ár úr veröskrám Stanga-
veiðifélags Reykjavikur. Hefir
félagið haft þessar ár ýmist á
leigu eða i' umboðssölu, tvær
þeirra heilar en aðeins hluta
hinna fjögurra.
Tökum fyrst heilu árnar tvær
tilumfjöllunar. Lita mætti svo á
að óathuguðu máli, að önnur
þeirra, Leirvogsá, væri mark-
tæk um verð veiðileyfa á opnum
markaði. Þó er þess að geta, að
um ána hefir veriö samið til
mismunandi langs tima hverju
sinni og hlýtur það að hafa
<
nokkur áhrif á árlega hækkun
leigu. Arin 1972 til 1978 hækkar
útsöluverð leyfanna i ánni yfir
sumarið úr kr. 852.651 i kr.
3.499.435. Hækkun I hundraðs-
hlutum árin sex 1973-1978 er
þessi i réttri röð talið: 26,4 —
49,5— 18,1— 13,4— 26,5 og 28,3.
Milli áranna 1978 og 1979 hækk-
ar útsöluverð leyfanna svo allt i
einuum 108,8%. Sú mikla hækk-
un vekur óneitanlega grun um,
að árleg hækkun árin á undan
hafi ekki fylgt almennu mark-
aösverði.
Hin heila áin, Elliðaárnar,
getur ekki verið marktæk um
breytingar veiðileyfa almennt,
þar sem hún hefir ekki verið á
opnum markaði i riflega hálfa
öld. Ain hefir verið leigð SVFR á
þeim forsendum, að þaö sé eina
opna stangaveiöifélagið I
Reykjavík og borgarbúum þvi
tryggður jafnastur aðgangur að
ánni með þessum leiguhætti. Af
þessu leiðir, að verö leyfan na
fylgir ekki og hefir ekki fylgt
hinu almenna markaðsverði.
Tvær af ánum sex eru Grimsá
og hluti Norðurár (Norðurá I)
Miðsumarið ibáöum ánum hefir
veriðleigt útlendingum, Grimsá
öll árin og Norðurá sum. I þess-
um ám er þvi ekki unnt aö taka
til verðsamanburðar frá ári til
árs annað en stúfana framan og
aftan af veiðitlmabilinu. Veröur
að telja vafasamt að taka þetta
skánkaverð sem dæmi um hinn
almenna markað.
Þá eru eftir tvær af ánum sex,
Breiðadalsá og Laxá i Hrepp-
um. Verð veiðileyfa I Breiödalsá
vantar árið 1976 og verð veiöi-
leyfa I Laxá árin 1974 og 1975.
Tæpast geta árnar þjónaö vel
verösamanburöarhlutverkinu
þessi þrjú ár. Breiödalsá hefir
þar á ofan verið i ræktun undan-
gengin ár. Verðlagning veiði-
leyfa i ánni hefur boriö þessa
merki og getur þvi ekki hafa
fylgt veröbreytingum á al-
mennum veiðileyfamarkaði.
Benda má á þessu til staðfest-
ingar, að verð veiðileyfa i ánni
hækkaðium 177,2% milliáranna
1978 og og 1979.
Val ánna undarlegt,
meðalverðið enn furðu-
legra
Þú áttir sæti i nefndinni, er
lagði áminnsta töflu fram sem
dæmi um verðbreytingar veiöi-
leyfa á opnum markaði innan-
lands. Þú heföir sem formaöur
Landssambands veiöifélaga átt
aögeta útvegaö upplýsingar um
verð veiðileyfa I mörgum ám,
sem liklegri voru til aö gefa
rétta mynd af veröbreytingum á
almennum opnum markaöi en
árnar sex, sem i töfluna voru
teknar. Hvi var það ekki gert?
Frá minum bæjardyrum séö
ervalánna i töflunni merkilegt,
aðekkisésagt grunsamlegt. En
furðulegra er þó hitt, hvernig
þið nefndarmenn reiknið út ár-
legt meðalverð veiðileyfa i án-
um, sem taflan nær til. Aðferðin
sýnir verulega hugkvæmni.
Þið takið sem sé hverja á fyrir
sig og reiknið út árlegt meöal-
verð veiðileyfa I henni. Þessi ár-
legu meðalverð leggið þiö siðan
saman, deilið i samtöluna með
tölu ánna og segið útkomuna
sýna veröbreytingar veiNleyfa
frá ári til árs. Ykkur láist að
taka stangardagatöluna með I
reikninginn og þess vegna verð-
ur niðurstaðan markleysa.
Tökum afar einfalt dæmi:
Segjum að þiö Guðmundur i
Arnþórsholti látið selja fyrir
ykkur i einu tiu hesta. Þú selur
2 afsláttarhesta og færð 100
þúsund krónur fyrir hvorn, en
Guðmundur selur átta reiðhesta
á 500 þúsund hvern. Hvort
heldur þú nú aö rétt meðalverð
hests i hópnum teljist 300 þús.
(100 + 500 deilt með tveimur)
eöa 420þúsund (200 + 4000 deilt
meö tiu)?
Aflaverðmæti og veiði-
leyfaverð
I þriðja bréfi þinu er að finna
aðra mjög merkilega staöhæf-
ingu. Þar stendur:
„Þá er þess að geta, að mætir
stangaveiðimenn hafa sjálfir
talið það sanngjama viömiðun,
að verö veiöileyfa nemi tvöföldu
aflaverömæti og er þá miöað viö
meöalveiði. Eftir aö ég fór að
fylgjast með þessum málum
hefir verö veiðileyfa aldrei náð
þessari viðmiðun hvað þá
meira, miðað við landsmeðal-
tal”.
Þessi merkilega staöhæfing
þin kom mér algerlega á óvart.
Ég haföi fyrir skömmu séö
skýrslu Veiöimálastofnunar um
laxveiðina 1979, en i formálan-
um að henni segir Einar
Hannesson:
„Laxveiöin var i heild tuttugu
af hundraöi minni en metveiöi-
árið 1978, en fjóra af hundraði
yfir árlegu meðaltali laxveiði sl.
10 ár. Þessi ár eru jafnframt
beztu veiöiárin hér á landi.
Stangaveiðin 1979 var saman-
boriö við 1978 17% minni, en
netaveiðin i heild hins vegar
27% lakari en 1978”.
Ég veit hvað Einar á við með
orðinu „meðaltal” og ályktaði
út frá þvi: Arið 1979 hlýtur aö
vera frambærilegt til viömiðun-
ar um veiði úr þvi að hún er þaö
ár fjórum af hundraöi yfir
meöalveiði bezta áratugsins,
sem skýrslur greina frá.
Skýrsla Veiðimálastofnunar
sýnir tölu laxa i hverri á, sem
hún nær til, ásamt meðalþunga i
pundum. Ég mundi, að inn-
leggsverð á laxi sumarið 1979
var yfirleitt 2200 krónur á kiló
fyrir smálax og kr. 2400 fyrir
stórlax. Ég setti þvi meðalverö-
ið á kr. 2300 á kiló. Með þvi að
margfalda laxatöluna með
meðalþunganum i pundum og
útkomuna með kilóverðinu þótt-
ist ég fá tvöfalt aflaverðmæti I
krónum. Útkoman var þessi
fyrir neöanskráðar ár:
Tvöfalt aflaverðmæti
Arheiti: krónur
Laxá I Kjós 22.197.760
Grimsá og Tunguá 20.721.390
Þverá (öll) 56.465.460
Langá 23.946.450
Hitará 5.199.840
Haffjarðará 12.575.940
Straumfjarðará 6.295.100
Haukadalsá 8.694.000
Laxá i'Dölum 11.447.100
Miöfjarðará 34.815.560
Viöidalsá-Fitjaá 37.187.320
Vatnsdalsá 26.324.190
Heldur þú nú, Þorsteinn minn,
að eigendur þessara áa hefðu
látiðþær falar á þessu veröi ár-
ÍÖ1979?
Eftir er svo að athuga fimm
af þeim sex ám, sem voru i
verðtöflunni ykkar frægu. Verð-
lagning þeirra er svona:
Tvöfalt Veiðileyfi
Elliðaár aflaverö 16.900.400 13.158.000
Leirvogsá 4.350.220 7.307.985
Norðurá 27.072.150 45.154.000
Breiðdalsá 3.821.680 7.204.520
Laxá i' Hreppum 4.566.880 11.392.500
Ég var áöur búinn að taka
fram, að Elliðaárnar fylgdu
ekki markaðsveröi og þessar
tölur staðfesta það. Verð veiði-
leyfa I hinum ánum er langt yfir
tvöföldu aflaverðmæti.
Blessaður bentu mér á þessar
ódýru ár, þar sem veiðileyfa-
verðið nær ekki tvöföldu afla-
verðmæti.