Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 6
Sunnudagur 2. nóvember 1980 1* wm Otgpfandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjélfsson. —Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jon Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trui: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Elisabet Jökulsdóttir, Friðrik Indrioason, Frlöa Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Heiður Helgadóttir, Jónas Guð- mundsson, Jónas Guðmundsson (Alþing), Kristln Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir). Ljósmyndir: Guðjón Einars- son, Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavlk. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387, 86392. — Verö ílausasölu: kr. 280. Askriftar- gjaldá mánuði: kr.5500.— Prentun: Blaðaprent hf. Alvarlegar efasemdir Meðal almennings ér talsvert farið að gæta þeirrar skoðunar að of langt sé gengið i svo köll- uðum „félagsmálapökkum" á siðustu árum. Þau sjónarmið heyrast æ viðar og æ oftar að i þessum „félagsmálapökkum" sé ekki um annað að ræða en stöðuga útþenslu rikisbáknsins með tilheyrandi vaxandi skattheimtu og samstiga aukist vald svo nefndra „verkalýðsrekenda" á kostnað launþega- heimilanna sjálfra. Það er jafnvel farið að örla á þeirri skoðun að alltof langt sé gengið i þvi að gera hlut fámennra hópa betri i samfélaginu á kostnað annarra fjöl- mennari. Þessar raddir heyrast reyndar ekki sist meðal launþega sjálfra, og ætti það að vekja menn til umhugsunar um réttmæti þessara skoðana eða á hinn bóginn um það hvernig misskilningur i þess- um efnum verður leiðréttur. Það er nefnilega gömul reynsla og ný að i þessu er gróðurmold argasta afturhalds, hvort sem of langt hefur verið gengið eða andmælin byggjast á misskilningi. „Félagsmálapakkarnir" eru til þess orðnir að draga úr krónutöluhækkunum, en það markmið er öllum augljóst við efnahagsaðstæður okkar. Það er hins vegar hæpið að „pakkarnir" hafi slik áhrif lengur á kjarasamninga. Um það segir Steingrim- ur Hermannsson i viðtali við Timann nú i vikunni: „Ég verð að segja að miðað við þær peninga- launahækkanir sem urðu i samningum ASl, þá efast ég um að þær hefðu orðið miklu hærri þó þessi pakki hefði ekki komið til". Og Steingrimur segir einnig i þessu viðtali um aðra hlið málsins: „Eins og tekið er fram i stjórnarsáttmála rikis- stjórnarinnar ber i þvi efnahagsástandi sem við búum við að draga úr peningalaunahækkunum, en bjóða launþegum i staðinn félagslegar umbætur. Ég hef hins vegar orðið hugsi út af þvi að farið er að selja slikar umbætur i æ rikara mæli. Ég hef dálitlar áhyggjur af þvi að við séum að lenda á þeirri braut að fara að hafa það sem almenna reglu að ekki verði ráðist i félagslegar aðgerðir nema hægt sé að selja þær háu verði. Vitanlega er hætta á að f arið verði að hugsa minna um gæði aðgerðanna, heldur en hvað hægt er að fá fyrir þær". Seingrimur segir enn fremur: „Ég er t.d. hlynntari þvi að skoða tekjuöflun i gegnum skattakerfið, skattalækkanir til að þjóna þvi hlutverki sem pökkunum var ætlað". Steingrimur Hermannsson er ekki einn um þessar efasemdir um inntak og áhrif „félagsmála- pakkanna". Þessar efasemdir eru á nvers manns vörum ef svo má segja. Það er þvi fyllilega ástæða til að ábyrgir aðilar taki þessi málefni til yfir- vegunar. JS Þórarinn Þórarinsson: Umdeild áhrif skoðana- kannana og sjónvarps Hvernig hafa skoðanakannanir Gallups reynzt? HVADA áhrif hafa skoðana- kannanir á úrslit kosninga? Hversu mikil áhrif láta kjósend- ur þær hafa á afstöðu sina? Hneigjast þeir til fylgis við flokk, sem viröist vera að vinna á? Snúast þeir gegn flokki, sem viröist vera að tapa? Vilja ekki alltof margir hallast að þeim, sem er liklegur til að hljóta mesta vinninginn? Þessum spurningum getur verið erfitt að svara, ef það svar á að gilda fyrir alla heildina. Hitt er vist, að skoðanakannanir hafa áhrif á marga, en hins veg- ar á mjög mismunandi hátt. Nýlegt dæmi um áhrif skoðanakannana eru kosning- arnar i Astraliu. Sennilegt er, aö Verkamannaflokkurinn hefði unnið sigur, ef engar skoðana- kannanir hefðu farið fram. Allar spár bentu til þess að rlkisstjórn Frjálslynda flokks- ins, sem er raunar ihaldsflokkur landsins, myndi halda velli. Skoðanakannanir leiddu lika i ljós, að það var rikjandi skoðun. Um 80% þeirra, sem spurðir voru, töldu þá niðurstöðu líkleg- asta. Svör þeirra við annarri^purn- ingu leiddu hins vegar aðra niöurstöðu i ljós. Talsvert meira en helmingur þeirra, sem spurðir voru, sögðust ætla að kjósa Verkamannaflokkinn, þótt margir þeirra spáðu Frjálslynda flokknum sigri. Samkvæmt þessu virtist rikis- stjórn Frjálslynda flokksins kolfallin. Þessi niðurstaða hleypti miklu f jöri i kosningabaráttuna. Frjálslyndi flokkurinn hóf miklu harðari sókn en hann var búinn að ráögera. Úrslitin urðu þau, að hann vann nauman sig- ur, en sennilega hefði hann tap- að, ef skoðanakönnun hefði ekki ýtt við honum. SKOÐA^NAKANNANIR hafa ekki aðeins áhrif á kjósendur, heldur engu sfður á stjórnmála- menn. Stundum hafa þær valdiö þeim miklu áfalli, sökum þess að þeir hafa lagt of mikla trú á þær. Harold Wilson er einn þeirra, sem lét skoðanakannanir blekkja Sig. Hann efndi til kosn- inga 1970, þvi að skoðanakann- anir spáðu Verkamannaflokkn- um sigri. Úrslitin urðu á aðra leið. Edward Kennedy henti sama slysið, þegar hann gaf kost á sér sem forsetaefni á siðastl. hausti. Skoðanakannanir höfðu lengi sýnt, að hann hefði nær helmingi meira fylgi en Carter. Úrslit prófkjöranna urðu á öfuga leið. f báðum þessum tilfellum kann að mega segja, að óvæntir atburðir hafi breytt al- menningsálitinu, t.d. gislatakan I Teheran. Sá maður, sem nú þykir einna snjallastur skoðanakannari i Bandarikjunum, Patrick H. Cadell, en hann annast skoðana- kannanir fyrir Carter, gefur skoðanakönnunum mjög slæm- Truman lék Gallup grálega 1948. George Gallup. an vitnisburð. Skoðanakannanir og sjónvarp hafa haft mjög slæm áhrif á stjórnmálin, segir hann. í sameiningu hafa sjón- varp og skoðanakannanir dreg- ið úr áhrifum flokkanna. Liö- léttingur, sem kemur sæmilega fyrir I sjónvarpi, fær oft góða út- komu i skoðanakönnun, þótt hann hafi ekkert til brunns að bera. Þetta tvennt veldur þvi, að óhæfari menn hafa vali/.t tií forustu en áður. GEORGE Gallup, sem er upphafsmaður skoðanakannana i núverandi mynd, er annarrar skoðunar. Hann segir, aö skoðanakannanir hafi dregið úr valdi flokksklikna, sem oft hafi gefizt illa, og aukið áhrif al- mennings á gang mála. Sennilega hafa þeir Cadell og Gallup báðir á vissan hátt rétt fyrir sér, þvi að um svo mis- munandi og ólikar aðstæður getur verið að ræöa. Það er auð- . velt að finna dæmi til að sanna fullyrðingar hvors um sig. En hvað mikiö er að marka skoðanakannanir? Sennilega er reynslan af skoðanakönnunum Gallups bezta svariö við þvi. Gallup hóf fyrstu svokallaöar visindalegar skoðanakannanir sinar i sambandi við forseta- kosningarnar i Bandarlkjunum 1936. Hann hefur fylgzt meö öll- um forsetakosningum siðan. Hér fer á eftir yfirlit um siö- ustu niðurstööur skoöanakönn- unar Gallups og úrslit kosning- anna. 1936: Samkvæmt skoðana- könnun Gallups átti Roosevelt aö fá 55,7% en Landon 44,3%. Roosvelt fékk 60,8% en Landon 36,5%. 1940: Samkvæmt skoðana- könnun Gallups átti Roosevelt að fá 52% og Willkie 48%. Roosevelt fékk 54,7% en Willkie 44,8%. 1944. Samkvæmt skoðana- könnun Gallups átti Roosevelt að fá 51,5%, en Dewey 48,5%. Roosevelt fékk 53,4% en Dewey 45,9%. 1948. Samkvæmt skoðana- könnun Gallups átti Dewey aö fá 49,5%, en Truman 44,5%. Truman fékk 49,5% en Dewey 45,1%. 1952. Samkvæmt skoðana- könnun Gallups átti Eisenhower að fá 51%, en Stevenson 49%. Eisenhower fékk 55,1% en Stevenson 44,4% 1956. Samkvæmt skoðana- könnun Gallups átti Eisenhower að fá 59,5% en Stevenson 40,5%. Eisenhower fékk 57,4% en Stevenson 42%. 1960. Samkvæmt skoðana- könnun Gallups átti Kennedy að fá 51%, en Nixon 49%. Kennedy fékk 49,7%, en Nixon 49,6%. 1964. Samkvæmt skoðana- könnun Gallups átti Johnson að fá 64%, en Goldwater 36%. Johnson fékk 61,1% en Goldwat- er 38.5%. 1968. Samkvæmt skoðana- könnun Gallups átti Nixon að fá 43%, Humphrey 42% og Wallace 15%. Nixon fékk 43,4%, Humphrey 42,7% og Wallace 13,5%. 1972. Samkvæmt skoðana- könnun Gallups átti Nixon aö fá 62%, en McGovern 38%. Nixon fékk 60,7% en McGovern 37,5% 1976. Samkvæmt skoðana- könnun Gallups átti Ford að fá 49% en Carter 48%. Carter fékk 50,1% en Ford 48%.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.