Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 7
Sunnudagur 2. nóvember 1980 7 UililJ.il Þórarinn Þórarinsson Skynsamlegt að grípa til aðgerða fyrir 1. desember Hvað hefur tafið niðurtalninguna? 1 ræðu þeirri, sem Steingrim- ur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, flutti i útvarpsumræðunum um stefnu- ræðu forsætisráðherra, vék hann að þvi, að óþolinmæði gætti vegna þess, að niður- talningin sem Framsóknar- flokkurinn hefði lofað fyrir kosningarnar væri enn ekki hafin. Steingrlmi Hermannssyni fórust siðan orð á þessa leið: „Nú spyrja menn eðlilega: Hvað liður þessari niður- talningu? Svarið er einfalt. Raunhæf niðurtalning, er ekki hafin. Að visu hefur verið leitast við eftir mætti að beita ströngu aðhaldi á flestum sviðum, t.d. i verðlagsmálum, þar sem há- markshækkanir hafa verið ákveðnar, en slikt ber aldrei til- ætlaðan árangur, nema gert sé á öllum sviðum. A þessari staðreynd eru aug- ljósar skyringar. Ætið hefur verið undirstrikað að til þess að niðurtalning verðbólgunnar megi takast verða ýmsar for- sendur að vera traustar. I fyrsta lagi verður að rikja friður á vinnumarkaðnum, þannig að unnt sé að hafa nauðsynleg samráð við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir i kjaramálum, eins og stjórnar- sáttmálinn gerir ráð fyrir. Eins og alþjóð veit, hafa samningar allir verið lausir og þvi miður hefur það tekið mikið lengri tima en menn gerðu ráð fyrir, að samningar næðust og er alls ekki séð fyrir endann á þvi enn. A meöan sú óvissa rlkir er ákaf- lega erfitt aö fóta sig örugglega I niöurtalningu verðbólgunnar. t öðru lagi er ljóst, að atvinnu- vegir landsmanna verða að standa sæmilega traustum fót- um, áður en raunhæf niöurtaln- ing er hafin. A þá leggjast byrðar, ekki siður en á laun- þega, bændur og sjómenn og þær verða þeir að geta borið, annars er hætt við að komi til stöðvunar og atvinnuleysis sem eins og ég hef áður sagt, viö vilj- um umfram allt forðast”. Staða atvinnu- veganna •Steingrimur Hermannsson skýrði það svo nánara, að skil- yröi fyrir niðurtalningunni hefðu I upphafi stjórnarsam- starfsins ekki verið fyrir hendi hvað snerti atvinnuvegina. Staða atvinnuveganna, eink- um frystihúsanna, var örðugri, þegar rikisstjórnin kom til valda en menn höfðu almennt gert sér grein fyrir. Stjórnin tók við miklum geymdum vanda. Steingrimur Hermannsson nefnir það sem dæmi að i stjórnartið Alþýöuflokksins, frá október til febrúar sl., hafi kostnaðarhækkanir hjá frysti- húsunum oröið um 11-12% en gengið aðeins sigið um 4%. Þetta leiddi til skuldasöfnunar, sem m.a. átti þátt i stöðvun frystihúsanna siðastl. sumar. Við þennan geymda vanda hafi svo bætzt, að verðlag ýmissa útflutningsvara hefði staðið i stað eða lækkað meðan innflutningsvörur hafi hækkað I veröi og ýtt undir veröbólguna og kauphækkanir i kjölfar þess. Steingrfmur Hermannsson talar á Aiþingi. Timamynd Róbert. Þetta hefur vitanlega aukið erfiðleika atvinnuveganna. Steingrimur Hermannsson rakti siðan ýmsar stjórnarað- gerðir, sem hefðu verið gerðar til að styrkja hlut fram- leiðslunnar, einkum út- flutningsframleiðslunnar. Þær hefðu boriö þann árangur að staða sjávarútvegs og fisk- iönaðar hefði batnað síðari hluta ársins. Staða atvinnuveganna væri þvi þannig nú, að niðurtalning ætti að geta hafizt, ef ekki kæmi ný kostnaðarhækkun til sögunn- ar. Kjaramálin Annar undirstöðuþáttur niðurtalningar, þ.e. ákveðnir kjarasamningar, hefur ekki verið fyrir hendi þann tima, sem núverandi rikisstjórn hefur fariö með völd. Allir kjarasamningar voru lausir þegar rikisstjórnin kom til valda, en viðræöur um nýja kjarasamninga rétthafnar. Þær hafa staðið yfir látlaust siðan og stóðu enn yfir, þegar útvarps- umræðan um stefnuræðu for- sætisráðherra fór fram. Um þetta efni fórust Steingrimi Hermannssyni svo orð: „Til þess að niðurtalningin megi hefjast af fullum krafti er þvi fyrst og fremst nauösynlegt nú, aö samningar takist á vinnumarkaöi. Þar eru hins vegar miklar blikur á lofti. Eðli- legt er, að menn spyrji, hvaða vit er I þvi að semja um hækkað grunnkaup á sama tíma og þjóöartekjur dragast saman eins og fram kemur I gögnum Þjóðhagsstofnunar? Hvar á að taka slfka fjármuni? Við þessar aðstæður sé ég aðeins eitt sem réttlætir samninga um hækkun grunnkaups. Slikir samningar verða að leiöa til aukins launa- jöfnuðar. Eins og fram kemur i stjórnarsáttmála, er það mark- mið rikisstjórnarinnar að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Þvi miður sýnist mér, hins vegar, ab þeir kjarasamningar sem nú liggja i loftinu að með- töldu tilboöi vinnuveitenda um kjarasamning. sem leiðir til verulegrar hækkunar yfir mest alla linuna.séu töluvert umfram það sem réttlæta má meölauna- jöfnuði. Sáttatillaga sú sem fram hefur verið lögð felur I sér um a.m.k. 10-11 af hundraði launahækkun 1. desember n.k. hækka verðbætur á laun aö öll- um likindum um álika upphæð, ef ekkerter að gert. Þá eiga sjó- menn og bændur eftir að fá svipaöar hækkanir. Varla geta menn búizt viö þvi aö hringdans verðbólgunnar stöövist, þegar að þeim aðilum kemur”. Ráðstafanir fyrir 1. desember Steingrimur Hermannsson vék þessu næst að þeim erfið- menn og málefni leikum, sem koma myndu til sögu, ef kauphækkanir yrðu verulegar. Hann sagði: „Ég sagði áöur, að grundvöll- ur atvinnuveganna er, að mati Þjóöhagsstofnunar, jákvæöur nú. Þaö er hins vegar skamm- góður vermir, ef miklar launa- hækkanir eru á næsta leiti. t frystingunni a.m.k. er ekkert svigrúm til umtalsverðra hækk- ana. Ég leyfi mér að fullyrða, aö þessar greinar munu stöövast fljótlega, ef þær fá ekki kostnaðarhækkanir bættar. Sára litlar likur eru til þess, að það gerist meb verðhækkun á erlendum mörkuðum, alveg á næstunni. Þá er ekkert eftir annað en gamla ihaldsúrræðið, gengisfelling. Er mönnum ekki að veröa ljóst, hve gagnslaus þessi visi- töluleikur er og reyndar skað- legur? Hver er bættari eftir? Ef svo fer um næstu áramót, sem ég hef nú rakið, verður að sjálfsögðu að skapa að nýja traustan grundvöll fyrir at- vinnuvegina áöur en niðurtaln- ing verðbólgunnar getur hafizt af nokkurri alvöru. Þessu verða menn að gera sér grein fyrir. Það getur orðið erfiður biti að kyngja. Þvi er nauðsynlegt og skynsamlegt ab gripa til að- gerða fyrir 1. desember, sem draga úr þeirri hækkun, sem þá veröur aö öðrum kosti, þannig að leiðrétting sú á stöðu at- vinnuveganna sem á eftir fylgir geti orðið sem minnst”. 90% verðbólga Það hefur gerzt siöan Stein- grimur Hermannssbn flutti um- rædda ræðu sina að samkomu- lag hefur náðst milli Alþýðu- sambands íslands og Vinnuveit- endasambands islands um nýja kjarasamninga. Sennilega veröur almenn kauphækkun samkvæmt þeim 10-11%. Þótt þessi kauphækkun sé mun minni en þær hækkanir sem voru knúðar fram með febrúarsamningunum 1974 og sólstöðusamningunum 1977, hlýtur hún aö hafa veruleg áhrif á verðbólguvöxtinn, þar sem hann er fyrir ekki minni en 50%. Þegar þess er gætt, að til við- bótar grunnkaupshækkun, sem er 10-11% munu koma visitölu- bætur 1. desember, sem nema álika mikilli upphæð,þarf eng- inn að undrast þá spá, að verð- bólgan fari upp i 90% á næsta ári að óbreyttum aðstæðum og stjórnaraðgerðum. Samanlögð kauphækkun sem kemur til sögu 1. desember mun verða um 25%. Það er meira stökk en áöur eru dæmi um. Verði verðbólgan látin kom- ast i 90% mun grunnkaups- hækkun reynast óraunhæf hjá láglaunafólkijsem stafar af þvi aö vlsitölufyrirkomulagið bætir þvi ekki verðhækkanirnar nema aö takmörkuðu leyti. Annað gildir um hálaunafólk, sem fær veröhækkanirnar meira en bættar. Fullkomin hætta er svo á að 90% verðbólga muni leiða til stórfellds atvinnuleysis. Varnarráðstafanir mega þvi ekki dragast. Þær þurfa aðhefj- ast strax. Að kunna fótum sínum forráð Ræðu sinni lauk Steingrimur Hermannsson með þessum orðum: „Stjórnarandstaðan hefur undanfarið haft það að megin iðju I athafnaleysi sinu aö gera mönnum innan rikisstjórnar- innar upp ágreining. Staðreynd- in er sú, aö starfsandinn innan þessarar rikisstjórnar er ólikt betri en i þeirri rikisstjórn sem ég hef áður þekkt á s.l. ári. Nú hittast menn og ræðast viö um vandamálin og ég veit ekki bet- ur, en allir hafi fullan skilning á þvi, sem ég hef nú rakiö. Aherzlur geta að sjálfsögðu verið eitthvaö mismunandi sem von er, á milli flokka, en mark- mibib er það sama, ab koma veröbólgunni niöur i svipaö og i nágrannalöndunum 1982. Sú töf, sem hefur á þessu orðið merkir að sjálfsögðu að vinna verður betur, á næsta ári. Okkur framsóknarmönnum sýnist, að nú eigi að vera unnt ab skapa til þess grundvöll. A næstu tveimur árum munum við þvi leggja höfuðáherzlu á niðurtalningu verðbólgunnar. Viö islendingar eigum til mik- ils að vinna. Að ölium likindum erum við betur I stakk búnir en flestar aörar þjóöir til að mæta þeim orku- og hráefnaskorti sem virðist vera framundan. Við eigum gjöfult land og auöugan sjó, sem geta jafnvel i vaxandi mæli orðið grundvöllur verðmætrar og eftirsóttrar matvælaframleiðslu. Viö eigum orku i fallvötnum og jarðvarma sem á að gera okkur kleift að verða að verulegu leyti óháöir innfluttri orku og auðvelda okk- ur að skjóta fleiri stoðum undir okkar atvinnu- og efnahagslif, t.d. meö orkufrekum iönaöi i okkar eigu og við okkar hæfi. Verkefnin eru mörg og brýn viö aö nýta allan þennan auö af skynsemi til bættra lifskjara og betra mannllfs. Allt er þetta þó háö þvi að viö kunnum fótum okkar forráö I efnahagsmálum og stillum kröfum okkar i hóf”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.