Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 2. nóvember 1980 Björn Bergström, sem vill lifa eins og sænskir bændur geröu á átjándu öld. Bak viö hann er bjálkakofinn, sem hann bvggöi, þegar yfirvöldin létu brenna ofan af i fyrravetur, og I trénu hanga snjóþrúgur hans. Einn vildi lifa eins og bændur á átjándu öld og ofan af honum brenndu yfirvöldin í fyrravetur Fólk við sj álfsþurftar- búskap á flótta frá gerviþörfunum Voryrkjur á akrinum. Lovisa öhrström gefur yngsta barninu brjóst Hvers vegna eru lifshættir okk- ar eins og þeir eru? Hvaö stjórnar klæöaburöi okkar, húsagerö, hús- búnaöi, öllu þvi, sem viö dyngjum á okkur og hlööum i kring um okkur? Af hvaöa hvötum eru sprottin öll hlaup okkar eftir ein- hverju nýju og nýju, dýrara, stærra, íburöarmeira en áöur. Folk hefur vafalaust á reiöum höndum margvisleg svör viö slik- um spurningum. En þegar öllu er á botninn hvolft, gerum viö okkur samt áreiöanlega ekki sérlega glögga grein fyrir því, hvers vegna lifshættir okkar hafa falliö i þann farveg sem oröiö hefur. I reynd er lifi okkar stjórnaö aö miklu leyti af öflum, sem erfitt er aö henda reiöur á, og helmingur- inn af þvi, sem kallast þarfir og viö erum aö rembast viö aö upp- fylla, eru gerviþarfir, sem prangaö hefur veriö inn á okkur, án þess aö viö áttum okkur á þvi, hvernig viö erum höfö aö leik- soppum, úr einhverjum huldu- heimum viöskiptavalds, er hafa hlekkjaö okkur viö þófturnar á galeiöunni meö svo snjöllum hætti,aö viö róum og róum sýknt og heilagt og látum flest eins og viö vitum ekki, aö okkur er ekki sjálfrátt. Viö sitjum áratugi á skólabekk til þess aö veröa sem færust um aö uppfylla þessar gerviþarfir og aörar nýjar, sem munu koma til siöar, viö stritum ævina á enda til þess aö halda i viö aöra og deyj- um aö lokum þeim drottnum okk- ar, sem viö þekktum aldrei hverj- ir voru. Þegar vel lætur, hefur okkur tekist aö koma okkur upp ýmis konar stööutáknum, gera okkur til i augum annarra, hlaöa okkur kastala úr gylltum leir. En utan dyra stendur hamingjan og lifsnautnin, þvi aö þeirra vegir eru ööru varöaöir en gerviþörfun- um. Miklu er kostaö til. Sá hluti mannkyns, sem fastast treöur mylluna, er aö þurrausa orku- lindir jaröarinnar og koma málmforöa hennar I lóg, eyða skógunum, sem eru lungu hnattar okkar, og eitra umhverfiö,loft, lög og svörö, svo aö lifinu heldur viö tortimingu, þar sem verst er komiö. Þeim hlutum jaröarbúa, sem ekki hafa veriö boönir á sjálft balliö, er haldiö viö efniö á sinn hátt. Við hungurmörk, ofan þeirra eöa neöan, gegna þeir þvi hlutverki, er áöur til kom þrælun- um á ekrunum: Aö fóöra sfna herra eftir þvi til vinnst. En sam- viska heimsins á hinn bóginn friðuð meö því aö láta þar á móti koma náöarmola, þegar milljónir liggja f valnum. Fast þeir sóttu sjóinn, var sagt um Suöurnesjamenn. Þaö kostaði sitt. Þaö kostar lika sitt aö sækja gerviþarfasjóinn, og uppskeran er hin margumtalaöa streita, sjúkdómur okkar daga. Allt ér þetta alkunna, þótt flest- irláti sem ekkert sé, og þaö er fá- titt aö fólk geri meövitaöa upp- reisn gegn þessum lifsháttum hins vestræna heims, en þeim mun tföara, aö fólk brotni niður, leggiáraribátiuppgjöf.flýi inni þokuheim eiturlyfja til þess aö farast þar. Samt eru þess dæmi aö fólk reyni aö hasla sér völl utan viö hringiöu viöskiptaþjóöfélagsins, sliti sig frá árunum á gervi- þarfagaleiöunni og reyni aö hverfa aö nýjum lifsháttum, sem hvorki eru jafnfrekir á gæöi jaröarinnar né mannlega heill og lifsgæöakapphlaupiö mikla. Þaö er einmitt frá einum sllkum hópi, sem ætlunin er aö segja hér á þessum siöum. Skógarnes heitir staöur viö Angermanelfi i Sviþjdö. Þar hefur á siöustu árum risiö upp nokkurs konar samvinnubyggö, þar sem stefnt er aö sjálfs- þurftarbúskap i megindráttum óháðum lifsvenjum venjulegra Svia. Stofnendur þessarar byggöar keyptu þarna land á þrjú hundruö þúsund sænskar krónur áriö 1974, alls um tvö hundruö hektara, sem voru mestan part skóglendi. Siöan hefur verið bætt við leigulandi, tuttugu og fimm hektörum. Það er kannski ofsagt, aö yfir- völdum hafi verið heldur i nöp viö þetta fólk, sem þarna settist aö, en ótrú höföu þau aö minnsta kosti á tiltæki þess. Land- búnaðarnefnd héraösins var treg i taumi, og bar þvi viö, aö Skógar- nes væri tæpast nógu landmikið til þess, aö f jölskylda gæti séö sér þar farboröa. NU er þó svo komiö, aö þar eru tiu fjölskyldur, heimilismenn alls fjörutiu og tveir, þar af tuttugu fullorönir, en hitt börn og unglingar. Akrar i Skógarnesi höföu legiö i auöner þetta fólk kom þangaö, en nú er svo komiö, aö þaö lifir að langmestu leyti á þvi, sem jöröin gefur af sér. BUið er aö rækta fimmtán hektara aö nýju, og nokkurn bústofn hefur fólkiö eignast — geitur, nautgripi og hesta. Þóer það ekki að öllu leyti sjálfbjarga,oggeta þeir sem ekki bera nægjanlegt Ur býtum viö bU- skapinn, átölulaust ráöið sig i vinnu aö vetrinum sér til tekju- auka. En á döfinni er, aö koma upp vefstofu og trésmiöaverk- stæöi, auka ræktunina og reisa vindmyllu til rafmagnsfram- leiöslu. Allir, sem I Skógarnesi bUa, eiga landiö i sameiningu, og fyrstu tvö árin var allt sameigin- legt, búrekstur og fjárhagur. Þá bjuggu einnig allir saman. Þetta þótti ekki hentugt. Þess vegna voru skipti gerö, og nú eru heimilin orðin fimm. Eftir sem áöur hjálpast samt allir aö viö jarðræktina, enda er samhjálp og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.