Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 9
»Sunmitfagur>2<. nóvember <19fc0 Óli Frisk, sera var landmælingamaftur, Ingrid Björkman, Goran og Sara MarskogogTómas Lundgren, sem áður var drykkjusjúklingur. Meft þeim eru börn húsmæftranna tveggja og Stokkhólmsstúlka Eva, sem strauk til þeirra úr skóla. samábyrgð eitt af meginboö- orðunum I þessu litla samfe'lagi. Nokkrum hiisakynnum hefur verið komið upp. En þau eru af ýmsu tagi. Þar eru allmyndarleg timburhús, jafnvel eitt, þar sem bæði er rafmagn og rennandi vatn innan hiiss, og þar er lika torfhiis, sem að öllu leyti var byggt úr þvi, sem fékkst á staðnum, nema hvað þakpappi er undir torfþakinu til þess að vama leka og gler i gluggum. Þessi bygging er að þvi leytisérkennileg, að hún er hring- laga eins og gammakofarnir hjá Löppum. A henni eru allstórir suðurgluggar og hún er sögð svo hlý, að litil eldavél úr járni nægir fullkomlega til upphitunar i vetrarf rostum. Barnaskóla hefur fólkið stofnað i byggð sinni, en það var þó ekki fyrrennúsíðastliðið vor, aðhann fékk viðurkenningu yfirvalda. t honum er kennt það, sem lögboðið er i öðrum barnaskólum, en auk þess bætt við nokkru nýju efni i anda þessa sambýlisftílks. í fyrravetur voru til dæmis fjórtán ára unglingar látnir kynna sér kjarnorkumál og draga það að lokum saman, hvaða telja má kjarnorku til gildis og hvaða áhættu hiin hefur i för með sér. En i allri kennslunni er leitast við að tengja saman kenningu og reynslu, og umfram allt er at- hygli barnanna beint að þvf, að menn geta ekki áfallalaust leyft sér hvað sem er i sambúð við náttúruna. Fyrst i stað var mjög treyst á ræktun grænmetis i Skógarnesi, en smám saman varð ræktunin fjölbreyttari og umfangsmeiri. Akrarnir eru plægðir með hest- um, þvi að engin er dráttarvélin og allra ferða sinna verður fólkið að fara gangandi, þvi að ekki er heldur til neinn bill I byggðinni. Karlmennirnir plægja og vinna hin erfiðari störf, konurnar sá og gróðursetja og börnin hjálpa t3 eftirmætti, jafnvel þau, sem ekki eru nema sex eða sjö ára. Daglegt fæði er að mestu leyti heima- fengið — grtíft, heimabakaö brauð, heimastrokkað smjör, sem geymt er í næfrastokkum ostur, grænmeti, kartöflur, lauk- ur, epli, jurtate, mjólk og litið eitt af kjöti. Langflestir þeirra, sem þarna hafa setst að bæði karlar og kon- ur, eiga meiri eða minni skóla- göngu að baki. Sumir eru kennar- ar að mennt, einn er tónlistar- maður, annar landmælinga- maður og þar fram eftir götun- um. En i htípnum er llka hrakningsmenn sem flúið hafa i skjól þessa fólks — drykkju- sjúklingur, sem flækst hafði milli fimmtán hæla eða stofnana frá nitján ára aldri og ekki fengið bót meins síns, en er iní að rétta við, og unglingsstúlka sem strauk Ur skóla i Stokkhólmi, þar sem lff hennar var að re'nna út I sandinn. Þorra fullorðna fólksins i Skógarnesi er eitt sameiginlegt: Það var við nám árið 1968, þegar stjórnmálaöldur risu hæst I sænskum skólum, ungt fólk vaknaði upp við vondan draum andspænis þjáningum örbirgra þjóða og ógeðslegri styrjöld Bandarikjamanna I Vietnam. Margir af þvi kynntust siöar af eigin raun löndum, sem þniguð voru af eymd eða flakandi I sár- um vegna tífriðar og áttu dvalir, um langan tima eða skamman i Asiu og við botn Miöjarðarhafs. Heim kom þetta fólk aftur fullt blygðunar vegna vestrænna eyðsluhátta og hafði tileinkað sér þá sannfæringu, að hinar efnuðu þjóöir á Vesturlöndum yrðu að hverfa að einfaldara og latlaus- ara lifi, ef þær ætluðu ekki að kalla tortimingu yfir sig og alla veröldina. Þess vegna á það sér nokkurs konar truarjátningu, sem er eitt- hvað á þessa leið: „Við gröfum okkur sjálfum gröf, ef við höldum áfram að arð- ræna fátæk lönd og stía orku jarðar og málmforða. Við viljum koma börnum okkar til skilnings á þvi, að lifið er okkur lánað i sjö- tiu og fimm til áttatiu ár og við megum ekkifara gálauslega með það, sem okkur er léð". Þetta fólk dylst þess ekki, að það hefur kosiö sér erfitt hlut- skipti. Sá, sem ætlar sér aö vera sjálfbirgur viö það, sem jörðin gefur af sér, verður að taka til hendinni. Og hann má ekki heldur vera heimtufrekur. Handarvikin eru mörg, og vinnudagarnir eru stundum langir, einkanlega á vorin og um uppskerutimann. Jörðin biður ekki, timinn flýgur frá þeim, sem ekki uggir að sér, ogvanræksla þýðir hörgul á mat. Um voryrkjur verða allir að vinna frá morgni til kvölds, skeggjaðir og siðhærðir karl- mennirnir, konur þeirra og börn. Jórðin er erjuð meðan dagur er á lofti. A akrinum stendur fdlkiö, ýmist berfætt eða i gúmmlstig- vélum, og sumar kvennanna með ungbörn sln I poka á bakinu og ef þau gerast óvær er þeim gef- iðbrjóst I „lágri þúfnaskorning". Fyrsta uppskeran er þreyta,hér er skipt á þreytu og streitu. En þetta er nátturleg, heilbrigð þreyta, sem hverfur við hvild og svefn, jafnvel sæll lúi, þegar vel hefur unnist og vel horfir um árangur verkanna. Þetta er lif 1 mjög nánum tengslum við náttúr- una og hér þekkist ekki neitt kyn- slóðabil, þvl að börnin fylgja for- eldrum sinum seint og snemma l J.R.J. Bifreiðasmiðjan. hf. Varmahllð, Skagafirði. L Simi 95-6119. Yfirbyggingar á Toyota 4x4 picup. Við bjóftum upp á gerftir yíirbygginga á þennan bll. Hagstætt verft. Yfir- byggingar og réttingar, klæftningar, sprautun. skreytmg- ar, bilagler. Sérhæfft bifreiftasmiöja i þjóftleift. I tilefni þess vcitir kaupfélagið 10% afmælisafslátt í rtóvcmbcr aföllumviðskiptum ícftirtöldum búðumsínum: Aðalbúðinni og vörumarkaði áSelfossi ogútibúuríumá Eyrabakka Stokkseyri Hverageröi Laugarvatni Þorlákshöfn Af slátturinn er veittur öllum viðskiptavinum, félagsmönnum semog öðrum viðskiptavinum jafnt. FÓÐURBÆTIR sérafsláttur Kr. 20.000.00 , af hverju tonni allan nóvember og desember. Sjá nánar auglýsingu í búóunum!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.