Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 15
Sunnudagur 2. nóvember 1980 15 Lítil pen bók eftir Auöi Haralds komin út Læknamafian, litil pen bók eftir Auöi Haralds.ér nýkomin út hjá IÐUNNI. Eftir Auði kom i fyrra út bókin Hvunndagshetjan, þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn. Vakti sú bók verulega athygli og þótti nýstár- leg. Læknamaflaner fyrstu persónu saga og lýsir þeirri reynslu sögu- manns (sem er kona) að veikjast og þurfa að gangast undir læknis- aðgerð á spitala. Þarf hún að heyja harða baráttu við lækna- stéttina til að fá sjálfa sig og sjúk- dóm sinn tekin gild i þvi sam- félagi. Það tekst að visu að lokum og lýsir sagan sjúkrahúsvistinni og kynnum af hjúkrunarfólki og öðrum sjúklingum. — Höfundur laetur eftirfarandi athugasemd fylgja: „Algjör tilviljun ræður þvi ef persónur bókarinnar likjast lif- andi eða látnu fólki, þvi ég hef svo sannarlega lagt mig fram við að hilma yfir uppruna þeirra". Læknamafianer i tuttugu köfl- um, 178 blaðsiður. Steinholt hf. prentaði. Olöf Arnadóttir sá um útlit kápu. Börn í Reykjavík Rannsóknir Sigurjóns Björnssonar Út er komin bókin Börn i Reykjavík, rannsóknaniðurstöð- ur, eftir Sigurjón Björnsson prófessor. Iðunn gefur út. Er hér um að ræða greinargerð um sál- fræðilegar rannsóknir sem gerð- ar hafa verið á börnum og ungl- ingum i Reykjavik á vegum bókarhöfundar og samverka- manna hans. Gerir höfundur grein fyrir viðfangsefninu I að- fararorðum á þessa leið m.a.: „Hófst rannsóknarstarf þetta þannig að á árunum 1965 og 1966 voru gerðar allviðtækar athugan- ir á stóru úrtaki barna og ungl- inga i Reykjavlk á aldrinum 5-15 ára. Markmiðið var m.a. að ganga úr skugga um tiðni sál- rænna vandamála og reyna að varpa einhverju ljósi á tengsl þeirra við hugsanlega áhrifaþætti uppeldislegs og félagslegs eðlis. Full verðtrygging _____________ öruggQárfesting Verðtrygging spariskírteina ríkissjóðs byggist nú á raunhæfustu vísitöluviðmiðun sem völ er á — lánskjaravísitölunni. Lánskjaravísitalan miðast að 1/3 við byggingarvísitölu og 2/3 við framfærsluvísitölu, og eru hún reiknuð út og birt mánaðarlega. Þannig geta eigendur spariskrteina nú fylgst með verðgildi þeirra og vexti frá einum mánuði til annars. Lánskjaravísitalan verðtryggir spariskírteinin að fullu. Vandfundin er öruggari fjárfesting. Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs eru til sölu nú. SEDLABANKI ÍSLANDS j jj.fi. i i, l\1--m-.. HIII.JI.mil .MHWI'—.I..UJJJMUU- " =~tol S'tgurjón Björnsson IOUNN Rannsóknum á þessu safni hefur svo verið haldið áfram til þessa dags..." Rannsóknirnar hafa einkum verið þriþættar: Dýptar- kannanir á sérsviðum, þ.e. úr- vinnsla afmarkaðra efnissviða innan heildarrannsóknarinnar. I öðru lagi eftirrannsóknir á sér- sviðum þ.e. langtlmarannsóknir á afmörkuðum efnissviðum, og loks eftirrannsóknir á heildar- safni, en markmið þeirra er að kanna geðheilsu barnanna eftir að þau eru orðin fullorðin og bera saman við niðurstöður upphafs- rannsóknarinnar. Siðasti meginkafli bókarinnar nefnist Félagsleg lagskipting. Er þar fjallað um athugun á stétt foreldra og því hversu mikill munur l'ituiist á uppeldisaðstööu og þroska barna eftir þvi hvar i stétt foreldrar standa. —Börn i Reykjavík er 168 blaðsiður að stærð, Prentrún prentaði. Steinhljóð 3. platan komin út KL —Út er komin þriðja platan i útgáfuröðinni Steinhljóð, islensk tónskáld og tónlistarfólk. A þessari plötu eru tónverk eftir Askel Másson, flutt af Manuelu Wiesler flautulaukara, Einari Jóhannessyni klarinettuleikara, Þóri Sigurbjörnssyni, sem leikur á sög, Reyni Sigurðssyni slag- verksleikara og höfundi sjálfum, sem leikur á slagverk. Askell Másson er 28 ára gamall Reykvikingur. Hann hefur stund- að tónlistarnám við Tónlistar- skólann i Reykjavik og í London. Verk eftir hann hafa verið flutt á tónlistarhátlðinni Ung Nordisk Musikfest 1974 og öll árin 1978—1980. Einnig voru flutt verk eftir hann á Norrænum músik- dögum 1978. Upptakan er gerð i Hljóðrita i Hafnarfirði, en útgefandi er Steinhljóð, sem Hljóðriti og Steinar hf. sjá um. Dreifingu ann- ast Steinar hf. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Umsóknir nýrra nemenda um nám á vor- önn 1981 skulu hafa borist fyrir 15. nóvem- ber n.k. Fjölbrautaskólinn i Breiðholti getur aðeins veitt mjög takmörkuðum fjölda aðgang að dagskólanum. Hafin verður fullorðinsfræðsla (öldungadeild.) á vorönn og þurfa umsóknir um hana að hafa borist fyrir sama tima. Valdagur nýrra nemenda i dagskóla og fullorðinsfræðslu verður auglýstur siðar. Eldri nemendur sem eru i starfsþjálfun i atvinnulifinu, eða gerðu hlé á námi á haustönn, skulu koma á valdag 6. nóvem- ber kl. 14.00 Skólameistari

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.