Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 2. nóvember 1980 Haraldur Einarsson: Rissað í ferð um Suðurland — teiknað og skrifað fyrir Heklugosið 1980 Vestmannaeyjar eins og töfraborgir á sjúiuim, séðar Ihillingum frá Seljalandsfossi. Blllinn brunar eftir veginum, við erum á leið úr Reykjavik út & land. Viöerum fjögursaman, þrir Islendingar og Englendingur. Það er glampandi sólskin og viö erum i góöu skapi.Fyrr en varir erum við komin á Hellisheiöi. Englendingurinn fer aö tala um hraun og mosa. Þennan dag veitum viö líka mosanum og hrauninu sérstaka athygli. Hefur mosinn nokkurn tima verið sona á litinn, svona perlugrár og mjúkur með föl- grænum litatónum, sem meistari Kjarval hefur svo oft töfrað fram. Oft þarf útlendinga til þess að gera tslendingum það ljóst hve mosinn og hraunið er sér islenskt fyrirbrigði. Af. Kambabrún er mikið við- sýni. Við sjáum yfir mikinn hluta Suðurlandsundirlendisins, sem liggur á milli Eyjafjallajökuls og Reykjanessfjallgarðs. A þessu svæði eru miklir sandar með sjó fram og hafnleysur. Engin skörp skil eru á milli hálendis og lág- lendis, landið hækkar smátt og smátt. Neðan til er landið lágt og votlent. Lengst i austri sjáum við Eyja- fjallajökul, og úr hafi risa Vest- mannaeyjar eins og dularfullar töfraeyjar. A vinstri hönd höfum við Ingólfsfjall, sem gengur fram úr Reykjanesfjallgarðinum. Olfusá liðast til sjávar með silfur- lit. Vestan árinnar í Olfusi er landið grösugt að sjá, og svo er i Flóanum, austan árinnar. A þessu flæmi eru Arnessýsla og Rangárvallasýsla. Arnessýsla að vestan frá Herdísarvik og norður yfir Reykjanesfjallgarö og austur að Þjórsá, þar tekur við Rangárvallasýsla, sem nær aust- ur aö Jökulsá á Sólheimasandi. Ekið er niður Kambana. Reykjarmekkir liöast til lofts — jarðhiti i jörðu. Viö förum fram hjá Hverageröi, hér er mikið um gróðurhús og hitaveita. Reyndar eru viða gróðurhús I Arnessýslu. Englendingurinn fer að tala um jarðvarma, og við sjáum fyrir okkur iðnrekstur i tengslum við jarðhitann, stærðar ylræktarver fyrir hungraðan heim og heilsu- ræktarstöðvar. A þjóðveginum fyrir framan Hveragerði er mikil umferð. Héð- an er stutt til þéttbýlissvæöa til Reykjavikur og Selfoss við Olfusá og Þorlákshafnar á ströndinni, vaxandi útgerðarbæjar. A sveita- bæjum sést fólk viða við heyskap. — Það er hásumar og grasið hef- ur sprottið vel. Selfoss hefur vaxið mjög á skömmum tima. Fyrir nokkrum áratugum var A aurunum við Stdra-Dimon seint á heitum degi. hér litið þorp, en er nú kaupstaður með nokkur þúsund Ibiía. Mlkið erum myndarlegar nýbyggingar og hér er hitaveita. Bæjarfélagið liggur vel við verslun og sam- göngum svona miðsvæðis I stærstu sveitahéruðunum. Héðan er og stutt til þorpanna á strönd- inni, Stokkseyrar og Eyrarbakka. Þetta fyrsta raunverulega sveita- þorp hefur vaxið upp i kringum mjdlkurbilið, það stærsta sinnar tegundar hér álandi, og brúna. í þessum héruðum sunnanlands, i Arnes- og Rangárvallasýslum er mest nautgriparækt. Einnig er mikið um sauðfé, einkum i upp- sveitum. Eftir stutta viðdvöl á Selfossi er haldið áfram þjóðveginn austur. Hefðum við farið I uppsveitir sýslunnar, þá hefðum við komið i fagrar sveitir og frjósamar og jafnvel skoðað Gullfoss og Geysi i Haukadal og Þingvelli, sögufræg- asta staðinn. Vegurinn austur i sveitir er betri. Og áfram brunar billinn — það er talsverð umferð á veginum — og utan vegar fer flokkur riðandi manna. Héðan af lágiendinu sést vitt. Fjallahringur umlykur þetta mesta láglendi landsins. Ingólfs- fjall, Hekla, eldfjallið fræga og Tindafjöll, Þrihyrningur og Eyjafallajökull. Viö förum fram- hjá mörgum reisulegum og myndarlegum býlum. Við erum stödd i mestu landbúnaðarsveit- unum. Og við erum sannarlega heppin með veður og timinn Hður hratt, og fyrr en varir erum við komin að Þjórsá, lengstu á lands- ins, og sýslumörkum Arnes — og Rangárv allasýslna. Nóg er landrýmiö i Rangár- þingi grænar lendur og vel hýst en samt ekki þéttbýlt. A þessum slóðum hafa gróðurlendi orðið sandfoki og öræfastormum að bráð, einkum á það við um Land- sveit og Sandgjárvelli. Aður fyrr voru hér viða skóglendi, en nú er litiö eftir af þeim, en mikið átak hefur verið gert til þess að græða upp landið. Viða er búsældarlegt, einkum er grösugt og þéttbýlt i Holtum,suðuraf Landsveit. Niöri við sanda er þorpið Þykkvibær. Þar er mikil kartöflurækt. Frá ströndinni er stutt I fengsæl fiski- miö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.