Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 17

Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 17
Sunnudagur 2. nóvember 1980 25 Þróttmikill punturinn svignar i mildri golu. Og svo erum við komin að Hellu, vinalegu þorpi við Ytri- Rangá. Nýleg og snyrtileg húsin standa flest á eystri bakkanum. Ain iiður framhjá lygn og blá, og veðriö er indælt. Aðeins nokkrar skýjaslæöur yfir Heklutindi. Hér er hlýlegt og fagurt um að litast. Við stönsum til þess að fá bensín. A Ægissiðu við Rangá eru hell- ar, sem kenndir eru við Papa, irska einsetumenn. Það er farið að tala um Papana. Hurfu þeir á brott, er norrænir menn komu, eða voru einhverjar trabyggðir áfram? Ferðinni er haldið áfram, og við yfirgefum Hellu. Nú er vegurinn oröinn slæmur, harður og holóttur malarvegur. Samt gerast þeir verri, sumir þjóðvegakaflarnir. Ekki langt frá þjóðveginum, nærströndinni.er Oddi á Rangár- völlum, merktur sögustaður. Þar bjó Sæmundur fróði. Viö þjóðveginn austur i sveitir er annað þorp. Það er Hvolsvöll- ur, snyrtilegt þorp og ungt að ár- um. Umhverfið allt er sérstak- lega búsældarlegt, grænar grund- ir teygja sig í allar áttir og hinar fegurstu sveitir eins og Fljóts- hliöin i næsta nágrenni og Eyja- fjallasveitin heldur austar. Englendingurinn dáist mjög að náttúrufegurðinni, tignarlegum fjöllum, mjallhvitum jökulbung- um og fjölbreytileikanum. Það er alltaf eitthvað nýtt aö sjá. En það vantar skóginn. Og aftur berst talið að landnámstimanum. Þá var landið viði vaxið milli fjalls og fjöru samkvæmt fornum rit- um. Og þegar við förum yfir Þverá er fariö aö tala um Njálu, frægustu fornsöguna. Hér eru söguslóðir hennar. Og umræðurnar snúast um sögustaöina Bergþórshvol i Land- eyjum og Hliðarenda i Fljótshlið og sögupersónurnar. Og veðrið er indælt og orð skáldsins koma i hugann „Skein yfir landi sól á sumarvegi — og silfurbláan Eyjafjallatind.” Við erum komin að Markar- fljóti, aöalfljóti sýslunnar. Þverá, Affall og Alar eru kvislar úr og vestar en Markarfljót. Löndin milli þeirra eru Landeyjar. Aður fyrr gerði Þverá, vestasta áin, mikinn usla, þegar hún braut lönd i Fljótshliðinni. Miklir garðar hafa verið hlaðnir til varnar. einkum Markarfljóti sem rennur nú i einn farveg og er austasta fljótið. Góðan spöl frá Markarfljóti og Stóra-Dimon er slegið upp tjaldi. Það er farið að halia degi. Nokkr- ir jeppar keyra hjá. Þeir eru á leið upp i Þórsmörk, hið eftirsótta útivistarsvæði. Þar er sannkölluð vin i auðninni, skógarkjarr i hlið- um, jökulkvislar og skriðjöklar, hið furðulegasta landslag. Næsta morgun, eftir ánægju- legt kvöld og sæmilegan svefn, er ferðinni haldið áfram i austur undir Eyjafjöllin.Þegar við ökum framhjá Seljalandi, þá birtast Vestmannaeyjar allt i einu svo bláar og kyrrar i lognsænum og viröast svo skammt frá landi. Og talið snýst aftur um fyrstu ibú- ana, norræna menn og Vestmenn, en svo voru þeir nefndir sem komu frá írlandi og Bretlands- eyjum. Viða undir Fjöllunum er sér- kennilegt landslag. Fyrir óra- löngu hefur hafið leikið hér viö björgin og sorfið hella og skúta. Sandar eru meðfram sjó i Eyja- fjallasveit. Hér er land grösugt og mikið um reisulega bæi. Og alls staðar er fólk viö heyvinnu. Og taliö berst að atvinnumálum. Jú, dýrtiðin er mikil hér á landi, meiri en á Bretlandseyjum, en hér ganga menn ekki atvinnu- lausir. Og áfram brunar billinn. Tals- verð umferö er á þjóðveginum. Stærðar vörubill kemur brunandi á móti okkur og mokar yfir okkur ryki. Já, vegirnir eru ekki beint góðir. Oft er stansað og nú við vegar- skilti. Spölkorn frá veginum uppi i berginu er Paradisarhellir. Sag- an um Hjalta og Onnu frá Stóru- borg er rifjuð upp. Við veröum ásátt um, að efnið sé tilvalið i kvikmynd. Allmiklu austar niðri á strönd- inni er veriö að grafa i bæjarrúst- ir i sandinum, þar sem Stóraborg var. A þessum stað hefur sjórinn hrifsað mikið land af ströndinni. Afram er haldið malarveginn i austur framhjá reisulegum bóndabýlum og grænum túnum, og svo er komiö við á Skógum, vinalegri smábyggð og skólasetri og eftirsóttum áningarstað fyrir ferðamenn. Viö keyrum að Skógafossi. Mikið er um tjöld i grenndinni, þvi að hér eru ferðamenn og margir útlendingar. Og ljós- myndavélar óspart mundaðar. Hér er óvenjufagurt, fossinn steypist fram af hamarbrúnum Eyjafjalla. Hamraveggurinn sinn hvorum megin við fossinn virðist furðu gróðurmikill. Og i fossúðanum sjáum við fugla æfa fluglistina. Aö Skógum er lika merkilegt byggða- og ljósmyndasafn, svo að þar er fleira að sjá en sérkenni- legt landslag. Við sitjum uppi i hliðinni fyrir ofan Skógaskóla eftir góöan málsverö i hótelinu. Þaö er sól- skin, og á Skógasandi er fólk við heyvinnu. Ekki eru mörg ár siðan sandarnir voru gróðurlaus auðn, en nú eru stór svæði þakin græn- um gróskumiklum gróðri. Viö erum komin á leiöarenda — eftir góða ferð — og svo er aö halda heim á leiö og kveöja. Verslunarstjóri Kaupfélag A.-Skaftfellinga, Höfn Horna- firði óskar eftir að ráða verslunarstjóra i Vefnaðarvörudeild. Starfsreynsla æskileg. Umsóknir sendist Hermanni Hanssyni, kaupfélagsstjóra eða starfsmannastjóra Sambandsins er veita nánari upplýsingar. $ KAUFÉIAG AUSTUR SKAFTFELLINGA d§3 Húsnæðismálastofnun ríkisins Laugavcgj 77 ÚtboÓ Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og söluibúða á Þingeyri óskar eftir tilboð- um i byggingu á 5 ibúða raðhúsi á Þing- eyri. Húsinu skal skila fullbúnu með gróf- jafnaðri lóð 1. júli 1982. Útboðsgögn verða til afhendingar á skrif- stofu Þingeyrarhrepps og hjá Tæknideild Húsnæðismálastofnunar rikisins frá 3. nóv. 1980 gegn 50.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til sömu aðila eigi siðar en fimmtudaginn 20. nóv. 1980 kl. 14.00 og verða þau þá opnuð að viðstödd- um bjóðendum. Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og söluibúða á Þingeyri. KOSTA-KAUP ÞRÍHJÓL Níðsterk Exquist þríhjól Þola slæma meðferð Sver dekk, létt ástig Mjög gott verð Fást í flestum kaupfélögum landsins Heildsölubirgðir: INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simi 33560.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.